Morgunblaðið - 30.03.2004, Síða 27

Morgunblaðið - 30.03.2004, Síða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 27 Æ OFTAR láta sjúklingar þá ósk í ljós að vera meðhöndlaðir á „náttúrulegan hátt“. Hinn mikli áhugi á náttúrulækningum sem stöðugt nær meiri útbreiðslu hefur hins vegar leitt til þess hin síðari ár að alls kyns meðferðir hafa ver- ið settar undir þeirra hatt án þess að eiga þangað er- indi. Afleiðingin hef- ur aftur orðið sú að hugtakið um nátt- úrulækningar er óljóst og hefur oft valdið misskilningi. Bæði smáskammta- lækningar, antró- pósófísk lækn- isfræði, hinar svokölluðu óhefð- bundnu lækningar sem og hluti estorik hafa oft verið flokk- uð undir nátt- úrulækningar en það er ekki rétt. Til hinna hefðbundnu náttúrulækninga má nefna líföndun (kein joga), meðferð sem byggist á breyttu mataræði sem mið- ast við heilsu sjúk- lingsins sem í hlut á og handfjöll- unarmeðferðir þar sem mikil áhersla er lögð á þekkingu á líkamanum. Auk þess má nefna ljósa- meðferð og jurtalækningar. Það er mjög mikilvægt fyrir leikmenn að þekkja hvaða meðferðir eru skyn- samlegar og læknisfræðilega nauðsynlegar, meðal annars svo þeir kasti ekki peningum á glæ. Ef fólk lendir í því að eyða mikl- um peningum án þess að fá neitt út úr því hefur verið beitt óábyrg- um aðferðum. Hefðbundnar læknisaðferðir og náttúrulækningar eru ekki í mót- sögn hvorar við aðrar. Þvert á móti geta aðferðirnar bætt hvor aðra upp. Þess vegna er mikilvægt að fara fyrst í læknisrannsókn og fá greiningu á sjúkdóminum áður en leitað er óhefðbundinna lækn- inga. Hin mikla list felst í því að þekkja mörkin á milli læknisfræði og náttúrulækninga, sem eru þau að læknisfræði fæst við alvarlega eða ólæknandi sjúkdóma en nátt- úrulækningum má beita þegar um minniháttar kvilla eða truflun á líkamsstarfsemi er að ræða. Nátt- úrulækningar geta gagnast vel til dæmis ef sjúklingur kvartar yfir verkjum án þess að hægt sé að greina ákveðinn sjúk- dóm í einhverju líffæri. Auk þess má lækna vægan lasleika eins og kvef með náttúrulækn- ingum. Til dæmis má ekki nota handfjöll- unarmeðferðir eins og nudd af miklum krafti ef um mikinn sársauka er að ræða, það er varasamt og getur gert illt verra. Þegar um lífs- hættulega sjúkdóma er að ræða eiga aðferðir hinnar mjúku lækn- isfræði ekki við. Það er líka óviðeigandi og jafnvel hættulegt þegar meðferðaraðilar líta svo á að einhver ein aðferð sé sú eina rétta. Nátt- úrulækningar verða stöðugt að skoðast í heildrænu meðferð- arsamhengi. Úrslita- atriðið hér er að hver og einn meðferðaraðili verður að þekkja sín takmörk, meira að segja útlærður nuddari. Margir hafa litla skoðum á læknisfræði og velja helst þá að- ferð þar sem ekkert er lagt upp úr því að þeir sjálfir þurfi að taka þátt í lækningaferlinu. Sjúklingar sem fá meðhöndlun samkvæmt náttúrulækningum hrökkva oft í baklás þegar þeir sjá að þessar aðferðir krefjast aga og virkni af hálfu þeirra sjálfra. Þar má nefna breytingar á mataræði, sjúkra- þjálfun og einnig Ordnungs- therapie eða heildræna meðferð sem hefur unnið sér sess innan náttúrulækninga. Hún gengur út á það að fá einstaklinga til að koma betra skipulagi á líf sitt, hreyfa sig meira og slaka á, fara snemma í rúmið, drekka áfengi í hófi og ef mögulegt er að hætta að reykja. Skipulagt líf sem hæfir lífshrynj- andinni er skilyrði fyrir því að náttúrulækningar, svo og aðrar læknisfræðilegar aðferðir, beri ár- angur. Náttúrulækningar krefjast þáttöku og ábyrgðar sjúklingsins og meiri þolinmæði af hans hálfu en hefðbundin læknisfræði. Elsta meðferðarformið – Jurtalyflækningar Jurtalyflækningar eru elsta nátt- úrulækningameðferðin. Tveir þriðju hlutar mannskynsins nota jurtalyf (stundum kallað grasa- lækningar). Þá er oft litið framhjá því að hefðbundin læknisfræði notar jurtalyf. Lækningamáttur jurta er grunnur allrar lyfjaþróun- ar. Látið samt ekki blekkjast til að taka jurtalyf sem ekki fylgja nægar skýringar. Jurtalyf, eins og allar nátt- túrulækningar, virka á þann hátt að þau hjálpa líkamanum að tak- ast sjálfur á við orsakir sjúkdóma og sigrast á þeim. Við getum einnig talið krydd til lyfja, það vissu áar okkar og á miðöldum gátu margir sem veikir voru þakkað kryddkonunni ef þeir læknuðust. Til dæmis getur einir læknað hósta því hann er slímlos- andi. Hann örvar matarlystina, kem- ur í veg fyrir magaverk og hefur góð áhrif á blóðrásina. Annað dæmi er paprika sem er næstum undralyf. Hún örvar meltinguna, er bólgueyðandi og kvalastillandi, losar um stíflur í nefi, örvar blóð- rás og einnig svitamyndun. Líföndun er ekki það sama og jóga. Hún er hins vegar sérstök tegund meðferðar. Öndun er ómeðvitað ferli. Með líföndun lær- ir maður að endurheimta hina eðlilegu öndun. Það auðveldar manni að skynja tilfinningar sínar. Með því að finna hinn eðlilega öndunartakt er mögulegt að ná aftur samhljómi við lífið eins og það kviknaði í brjósti manns við hinn fyrsta and- ardrátt. Hjálpaðu þér sjálfur – þá verður þér hjálpað Birgitta Jónsdóttir Klasen skrifar um náttúrulækningar Birgitta Jónsdóttir ’Náttúrulækn-ingar krefjast þátttöku og ábyrgðar sjúk- lingsins og meiri þolinmæði af hans hálfu en hefðbundin læknisfræði. ‘ Höfundur er með BA-gráðu í nátt- úrulækningum, svæðameðferð og sál- fræðimeðferð og rekur eigin meðferð- arstofu á Flughóteli í Keflavík. SVÞ-SAMTÖK verslunar og þjónustu hyggjast ekki hefja rit- deilur við fram- kvæmdastjóra Mast- erCard-Kreditkorta hf. þótt hann kunni ekki að meta tilsögn í háttvísi – góðu við- skiptasiðferði eins og það er helst nefnt núna. Hann reynir að snúa út úr þeim at- hugasemdum sem gerðar eru við miklar hækkanir á gjaldskrá fyrirtækis hans og laumað inn án þess að söluaðilum væri til- kynnt um þær. Í Morgunblaðinu laug- ardaginn 27. mars sl. segir hann það alrangt að gjöldin á söluaðila hafi hækkað verulega. Hækkun á hámarks- þóknun debetkorta- færslna hinn 11. nóv- ember sl. úr 110 kr. í 190 kr.(73%) og 18.mars sl. úr 190 kr. í 212 kr. (12%) telja SVÞ verulega. Einnig hækkun á lágmarks- gjaldi úr 5 kr. í 7 kr. (40%) Jafnframt hækkun á álagi á út- lend debetkort úr 0,25% í 0,50% (100%)og útlend kreditkort úr 0,50% í 0,75% (50%). Að kalla þetta ekki verulega hækkun og finnast torskilið af hverju landssamtök verslunar og þjónustugreina, SVÞ, amist við að- gerð sem hann telur réttlætismál innbyrðis í hópi félagsmanna sam- takanna er svo ósvífið að fá dæmi finnast til samjöfnunar. Varðandi síðara dæmið má benda á að stærra greiðslukortafyrirtækið, Visa, sem býr við sömu starfsskil- yrði og er í eigu sömu aðila, inn- heimtir ekki slíkt álag á þjónustu við ferðamenn sem hingað koma. Jafnframt hefur því verið lýst yfir hjá Visa, að ekki sé þörf fyrir hækkun á há- og lágmarksþóknun debetkorta, m.a. vegna hagræðingar og hagkvæmni í kerf- inu. Einn banki hefur líka nýverið ákveðið að lækka færslugjöld korthafa debetkorta sinna. Það er ekki hygg- inna manna háttur að hreyta hnýfilyrðum í þá sem af vinsemd í garð fyrirtækis reyna að leiða stjórnendur þess af óheillabraut. SVÞ og aðildarfyr- irtæki þeirra þurfa að eiga samskipti við MasterCard- Kreditkort hf. vegna greiðslumiðlunarkerf- isins og vilja að sjálf- sögðu að þau séu sem best og þurfi ekki að rekast í gegn um Samkeppn- isstofnun eða álíka eftirlitsaðila. Vonandi átta menn sig á því að heppilegast er í viðskiptum að sýna viðskipta- mönnum sínum eðlilega virðingu og viðhafa þau vinnubrögð sem samrýmast góðu viðskiptasiðferði. Laumulegar gjaldskrárhækkanir samrýmast ekki almennum við- miðunum um góða viðskiptahætti. SVÞ árétta athuga- semdir við hátterni MasterCard Sigurður Jónsson svarar Kreditkortum hf. ’Það er ekkihygginna manna háttur að hreyta hnýf- ilyrðum í þá sem af vinsemd í garð fyrir- tækis reyna að leiða stjórn- endur þess af óheillabraut. ‘ Sigurður Jónsson Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. SÍÐASTA mánudag var haldinn háskólafundur í Háskóla Íslands. Fundinum var ætlað að taka ákvörðun um hvort óska á eftir heimild til að inn- heimta skólagjöld. Þögnin í kringum þetta mál hefur verið þrúgandi. Einhverra hluta vegna hefur lítil sem engin umfjöllun verið um þetta í fjöl- miðlum og þetta hefur farið alveg framhjá al- mennri umræðu. Ég verð að viðurkenna að ég er fyrst núna að gera mér grein fyrir alvöru málsins. Ég hef einfaldlega ekki geta trúað því að skólagjöld væru val- möguleiki sem há- skólasamfélagið íhug- aði alvarlega. Okkur er sagt að fundarmenn hafi skipst til helm- inga, með og á móti skólagjöldum. Getur virkilega verið að innan Háskóla Íslands sé stór hluti kennara sem sér enga aðra lausn á fjárhagsvandanum? Er há- skólafólk kannski einfaldlega orðið þreytt á endalausu peningasvelti og hefur þannig verið pínt til að fara fram á þessa heimild svo stjórnvöld geti spilað sig stikkfrí? Ef beiðni um að fá að leggja á skólagjöld kemur frá stjórn Háskólans auðveldar það stjórn- málamönnum að taka þá ákvörðun án þess að þurfa sjálfir að axla nokkra ábyrgð. Á fundinum var því frestað að taka nokkra ákvörðun en í staðinn var boðað til nýs fundar eftir sex vikur. Við andstæð- ingar skólagjalda höf- um verið alltof þögul. Við höfum sofnað á verðinum en fengið sex vikna gálgafrest. Þessar vikur þurfum við að nýta vel og láta í okkur heyra. Ekki bara skólafólk heldur allir sem láta sig velferð þjóð- arinnar nokkru varða. Hvað get ég gert? Stefán Ágúst Hafsteinsson skrifar um skólagjöld Stefán Ágúst Hafsteinsson ’Við andstæð-ingar skóla- gjalda höfum verið alltof þögul.‘ Höfundur er fulltrúi hjá RÚV. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.