Morgunblaðið - 30.03.2004, Síða 39

Morgunblaðið - 30.03.2004, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 39 möndlutré eða kirsuberjatré. Við getum þó litið okkur nær til að finna runna sem blómgast áður en þeir laufgast. Flestar víðiteg- undir blómgast fyrir laufgun. Þótt hvert blóm sé ósköp lítið og óásjá- legt þá eru þau verulegt skraut þegar þau koma mörg saman í rekl- um, sem eru oft eins og dúnhnoðrar á greinunum þegar þeir eru að springa út. Frjó- hnappar karlreklanna (því víðirinn er sér- býlisplanta) eru stundum í skærum lit- um; ljósgulum eða rauðum og það er gaman að láta af- skornar víðigreinar minna sig á vorið, jafnvel þótt úti sé regn eða fjúk. Í garðinum má líka finna runna sem blómgast áður en þeir laufgast. Allra fyrst til að blómstra er töfra- tréð; Daphne mezer- eum. Þótt runninn sé lítill, mitt töfratré er tæplega hálfur metri að hæð, þótt það sé bráðum tvítugt, fer það alls ekki framhjá neinum þegar það blómstrar. Blómin eru hátt í 1 cm að stærð, fjórskipt og það eru bik- arblöðin sem eru skrautið því engin eru krónublöðin. Blómin eru sterk- rósrauð á litinn og þar sem þau vaxa eins og í skrúfu upp eftir vaxt- arsprota síðasta árs eru þau alveg ótrúlega falleg, þetta er hreinasta töfratré. Ilmurinn er mjög ljúfur og væri sjálfsagt vinsælt ef hægt væri að kaupa hann á flöskum, það væri sjálfsagt sannkallaður töfrailmur. Þegar líður á blómgunina fara blöð- in að koma í ljós, fyrst sést ljós- grænn blaðbrúskur á greinaendun- um ofan við blómskrúðið og loks verður runninn alþakinn grænum NÚ FARA páskar í hönd, mesta hátíð kristinnar trúar, hátíð sem er full af fyrirheitum um von og upp- risu. En páskar hafa líka veraldlega tengingu; vorið er á næstu grösum, jafnvel komið suður í Evrópu. Margir þeir siðir, sem við tengjum við páska, eru ættaðir frá öðrum löndum. Páskaeggin ómissandi úr skreyttu súkkulaði eiga rót sína að rekja til skreyttra hænueggja, en víða í Evrópu var og jafnvel er sá siður í heiðri hafður að mála egg í öllum regnbogans lit- um fyrir þessa hátíð. Það mun líka hafa verið hluti af skatt- greiðslum til léns- herrans að færa hon- um körfu af eggjum á páskum. Litlu gulu hænuungarnir, sem lengi hafa skreytt súkkulaðipáskaeggin, minna okkur á þessi tengsl. Það er erfitt að sjá hvernig við eig- um að tengja það nýj- asta nýja í eggjaskrautinu – plast- púkana, sem eru auglýstir hvað mest – við sakleysislega hænuunga en margt er sér til gamans gert, einu sinni voru það strumpaegg, sem seldust eins og heitar lummur. En gróðurinn hefur líka sínar tengingar við páskana. Þótt páska- liljurnar fallegu séu ekki alltaf blómstrandi á páskum – ég tók þó inn fyrstu páskaliljurnar 20. mars í ár – finnst mörgum tilheyra að taka inn úr garðinum þótt ekki sé nema birkigreinar til að láta þær laufgast inni. Í blómaverslunum má fá greinar af ýmsum trjátegundum sem blómstra áður en þær laufgast svo sem Forsythiu-greinar alþakt- ar gulum blómum eða Prunus-teg- undir með bleikum blómum, s.s. af laufblöðum, sem minna mikið á lár- viðarlauf. Í ágústmánuði verður litla töfratréð aftur skrautlegt, þeg- ar fagurrauð, glansandi berin þroskast. Fuglar eru mjög sólgnir í þessi ber og áður en við er litið eru þeir búnir að hreinsa öll berin af runnanum. Það er líka eins gott, því ekki mega þau fara í barnamunna; talið er að 12 ber séu nóg til að drepa úlf og á sumum málum er töfratréð kallað úlfabani. Þeir sem prófað hafa segja að krakkar séu skynugri en svo að þau muni borða sér til óbóta af þessum berjum, þau séu römm og bragðvond, en þar sem lítil börn eru er best að taka enga áhættu og leyfa berjunum ekki að þroskast. Daphne er allstór ættkvísl, sem vex villt bæði í Evrópu og Asíu, þetta eru nálægt því 70 tegundir runna, sem sumir eru sígrænir, og margir lágvaxnir og sóma sér þann- ig vel í steinhæð eða blómabeði. Nöfn á jurtum segja oft skemmti- lega sögu. Daphne vísar til grísku goðafræðinnar. Daphne var dís, dóttir árguðsins. Appolló sonur Seifs gat ekki séð neinn pilsfald í friði frekar en karl faðir hans og gerðist heldur nærgöngull við Daphne. Til að losna við áreitnina óskaði Daphne sér að breytast í lár- viðartré og henni varð að ósk sinni. Síðan er lárviðurinn tengdur App- olló, guði tónlistar, söngs og ljóða og hann gjarnan sýndur með lárvið- arkrans um höfuð sér og listaskáld jafnvel krýnd lárviðarsveig, lárvið- arskáld. Seinna nafnið er ekki eins rómantískt; mezereum er komið úr persnesku og þýðir að drepa, vísar til eiturverkunar plöntunnar. Töfratréð, sem mér finnst svo veikburða og varnarlaust þegar það blómstrar, er alls ekki eins við- kvæmt og ætla mætti. Það vex villt í Suður-Noregi, alveg upp í 1250 m hæð í Jötunheimum, og þrífst um allt landið í görðum. Norðmenn kalla það Tysbast, sem mætti út- leggjast sem Týs-trefjar eða Týs- fjötrar. Nú kemur norræna goða- fræðin til sögunnar. Loki Laufeyj- arson var talinn meðal goðanna þótt hann væri jötnaættar. Hann gerðist fóstbróðir Óðins og komst þannig í goðahópinn. Loki var fríð- ur sýnum em bragðvís og slævitur og kom ásum oft í slæman bobba, sem hann leysti þó oft úr sjálfur. Kona Loka hét Sigyn og áttu þau tvo syni. En Loki var ekki við eina fjölina felldur því hann fæddi Sleipni, hinn áttfætta hest Óðins, og með tröllkonu eignaðist hann Fenrisúlf, Miðgarðsorm og Hel, heldur ófrýnilega þrenningu. Þegar æsir höfðu fengið sig fullsadda á brögðum Loka var hann loks tekinn höndum og fjölskyldunni tvístrað. Fenrisúlfur var alinn upp í Ásgarði og gaf Týr honum að borða. Úlf- urinn óx mjög hratt og spádómar um að hann yrði ásum skeinuhætt- ur hræddu þá svo að þeir reyndu að fjötra úlfinn. Fyrst gerðu þeir all- sterkan fjötur, Læðing, sem þeir báðu úlfinn að reyna, en hann leyst- ist úr Læðingi auðveldlega. Næst gerðu þeir annan fjötur hálfu sterk- ari og töldu úlfinn á að prófa hann. Hann braust um hart og lamdi fjötrinum við jörðu svo hann hrökk í sundur; svo drap hann sig úr Dróma. Nú fannst ásum nóg komið og leituðu til dverga um að smíða þriðja fjöturinn. Sá var gerður úr sex hlutum; dyn kattarins, skeggi konunnar, rótum bjargsins, sinum bjarnarins, anda fisks og fugls hráka. Þennan fjötur kölluðu þeir Gleipni og sögðu að það yrði auð- velt fyrir Fenrisúlf að slíta hann. Úlfinum leist illa á, þar sem fjöt- urinn var sléttur og blautur sem silkiræma, og grunaði að brögð væru í tafli, en féllst á að prófa ef einhver legði hönd sína í munn hans, meðan hann glímdi við fjöt- urinn. Loks varð Týr til þess. Fjöt- urinn harðnaði eftir því sem úlfur- inn braust harðar um; þá hlógu allir nema Týr, hann lét hönd sína. Hvernig sem ég velti þessu fyrir mér kem ég ekki litla töfratrénu inn í söguna, nema ef vera skyldi að fyrsti fjöturinn, Læðingur, hefði verið úr barkartrefjunum, væri þannig Týsbast, hver veit? S.Hj. Töfratré 15. mars 2004. TÖFRATRÉ VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 508. þáttur – Daphne mezereum Toyota Land Cruiser árg. '97, ek. 228 þús. Til sölu Toyota Land Cruiser 90 VX árg. '97, 8 manna, ekinn 228 þús., vel með farinn, góð þjónustubók, aukahl., drátt- arkúla, cd og sportgrind. Verð 1.650 þús. Uppl. s. 867 2011. Subaru Legacy Stw árg. '01, ek. 43 þús. km. 4WD, 2000cc, silfur- grár, 1.830 þ. kr. Útvarp/geisla- spilari, rafdr. rúður og útispeglar, vökvastýri, ABS, samlæsingar, sjálfskiptur, þjónustubók. Bílasala Suðurlands, sími 480 8000. Renault Megane Scenic, ek. 60 þús. km. Góður bíll, sjálfskiptur, krókur, cd, nýtt púst, ný sumar- og vetrardekk. S. 693 1701. Mercedes Benz Sprinter, ek. 22 þ. km. Sem nýr. Sjálfsk. Klæddur, einangraður. Tilvalinn húsbíll. Sími 669 9838. Mercedes Benz húsbíll, árg. '63. 4x4, ökuhæfur. Upplýsingar í síma 695 3600. Kia Sorento TDI. árgerð 9/2002, ekinn 32 þús., blár, 32" dekk, sjálf- skiptur, rafmagn o.fl. Verð 3.170 þús. Ath. skipti á ódýrari. Upplýsingar í síma 822 3001. Bryngljái á bílinn! Endist árum saman - verndar lakkið - auðveldar þrif. Mössun - blettun - alþrif. Yfir 20 ára reynsla! Litla Bónstöðin, Skemmuveg 22 sími 564 6415 - gsm. 661 9232. Jeppapartasala Þórðar, Tangar- höfða 2, sími 587 5058. Sérhæfum okkur með varahluti í jeppa og Subaru. Nýrifnir: Patrol '95, Impreza '97, Pajero V6 '92, Patrol '92, Legasy '92, og Vitara '91-'97 Gabríel höggdeyfar, sætaáklæði, ökuljós, spindelkúlur, stýrisendar, vatnsdælur, gormar, handbremsu- barkar og drifliðshlífar. GS varahlutir, Bíldshöfða 14, sími 567 6744. Aðalpartasalan Sími 565 9700, Kaplahrauni 11. Eigum varahluti í Hyundai, Honda, Peugeot, Mazda , MMC, Opel o.fl. Kaupum bíla til niðurrifs. 31“ kr. 12.990 stgr. 33“ kr. 13.990 stgr. 35“ kr. 14.990 stgr. Gerið verðsamanburð Verðlækkun á 38“ Mudder jeppa- dekkum Aðeins kr. 34.965 stgr. Ökukennsla Ökukennsla, endurhæfing, akstursmat og vistakstur. Upplýsingar í símum 892 1422 og 557 6722, Guðbrandur Bogason. Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Nissan Almera, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason Toyota Avensis, bifhjólak. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Wolksvagen Passat, 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ökukennsla - Akstursmat. Kenni á Ford Mondeo. Aðstoð við end- urnýjun ökuréttinda. Fagmennska í fyrirrúmi. www.sveinningi.com - Sveinn Ingi Lýðsson ökukennari, KHÍ, s. 892 2860 og 586 1342. Mega vinsælu íþrótta- brjóstahaldararnir nýkomnir aft- ur á súper verði kr. 1.995,- Úrval páskabrjóstahaldara og auðvitað ýmsar buxur í stíl brjóstahaldarar kr. 1.995,- buxur kr. 995,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 2070. Opið kl. 12-18 mán.-fös. og lau. kl. 11-14. Húsf. Svarthömrum 38-46 augl. eftir tilboðum í málun og viðgerðir á sameign. Nánari uppl. fást hjá gudlaug72@simnet.is og í síma 587 9093 á kvöldin. Skóþurrkarinn, ómissandi á öll heimili, sumarbústaði og leik- skóla. Sýndu auglýsinguna og fáðu 10% afslátt af ST2 þurrkar- anum. Expert, Skútuvogi 2. Útsala - Útsala Sængurfatnaður, handklæði og leikföng. Smáfólk, Ármúla 42. Opið frá kl 11.00. Sólarlandafarar - sólarlanda- farar Sundbolir, bikiní, mikið úr- val, stærðir 36-54. Meyjarnar, Háaleitisbraut 68, s. 553 3305. www.midlarinn.is Hlutir tengdir bátum og smábát- um. Net, teinar, vélar, drif, spil, dælur, rúllur, kranar, skip og bát- ar. Sími 892 0808. midlarinn@midlarinn.is Þarftu að auglýsa bílinn þinn? Mundu tilboð til áskrifenda í Bíla- blaðinu á miðvikudögum. Auglýs- ing með mynd á kr. 995. Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. Auglýsingadeild Morgunblaðsins, sími 569 1111. Netfang: augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.