Morgunblaðið - 30.03.2004, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 30.03.2004, Qupperneq 45
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 45 ÍSLENSKU landsliðsmennirnir höfðu á orði við komuna til Albaníu að KR-ingurinn Kristján Finnboga- son væri líklega þekktasti leikmaður íslenska landsliðsins í Albaníu enda Kristján í fjórðu ferð sinni til Alban- ía. Kristján varði mark U-21 árs landsliðsins sem tapaði fyrir Albön- um árið 1991. Árið 1993 lék hann með ÍA í Evrópukeppninni og fyrir tveimur árum lék hann með KR-ing- um í undankeppni Meistaradeildar- innar. „Þetta er örugglega heimsmet. Það hefur enginn útlendingur komið oftar til Albaníu en ég,“ sagði Krist- ján og glotti við þegar Morgunblaðið spjallaði við hann eftir æfingu lands- liðsins í Tirana í gær. Kristján er aldurforsetinn í íslenska landsliðs- hópnu. Hann verður 33 ára gamall í maí en Kristján er í landsliðinu að nýju eftir sex ára fjarveru en síðast lék hann gegn Slóvenum á Kýpur ár- ið 1998. „Ég á enn eftir að vinna hérna í Albaníu. Við gerðum jafntefli í U-21 árs leiknum en leikirnir með ÍA og KR töpuðust báðir svo vonandi næ ég að vera í sigurliði núna. Það er mjög gaman að vera kominn í lands- liðshópinn á nýjan leik. Valið kom mér á óvart en vonandi stend ég und- ir því. Ég á ekki von á öðru en að Árni Gautur verði markvörður núm- er eitt en ég verð honum til halds og trausts og set í leiðinni smá þrýsting á hann,“ sagði Kristján sem á 19 landsleiki að baki fyrir Ísland. Fjórða ferð Kristjáns Maður býst alltaf við einhverj-um örðugleikum í svona ferðalögum en það sem kom mér mest á óvart var hversu illa austur- ríska flugfélagið stóð sig. Vissulega hefðum við kosið að fá allan hópinn á sama tíma en við látum það ekkert slá okkur út af laginu. Við bætum bara einni æf- ingu við á morgun [í dag] og förum yfir það sem við þurfum að fara yf- ir,“ sagði Ásgeir við Morgunblaðið. Tvö stór skörð voru höggvin í ís- lenska liðið þegar fyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen og Hermann Hreiðarsson urðu að afboða sig í leikinn vegna meiðsla. Ásgeir segir vissulega súrt að vera án þeirra en hann vonar að það komi ekki að sök annað kvöld. „Það er ekkert við þessu að gera. Eiður og Hermann eru báðir meiddir en það verður bara til þess að aðrir fá tækifæri til að sanna sig og vonandi nýta þeir það. Það fer ekkert úr skorðum í okkar undirbúningi þó svo að Eið og Hermann vanti. Við vitum ná- kvæmlega hvað þeir geta og fjar- vera þeirra gefur okkur einfald- lega tækifæri til að prófa aðra leikmenn. Þessi leikur er byrjunin á undirbúningi liðsins fyrir und- ankeppnina í haust og við tökum þessum vináttuleikjum gegn Alb- aníu og Lettlandi í næsta mánuði fegins hendi. Það er mjög mik- ilvægt fyrir liðið að fá verkefni og það gerir okkur kleift að undirbúa liðið eins vel og mögulegt er þegar keppnin hefst í haust. Við sáum það í leiknum við Mexíkó í vetur að það eru margir strákar að banka á dyrnar og þeir hafa sýnt að það er treistandi á þá. Því er mjög mikilvægt að hver einasti leikmaður sem tekur þátt í þessum verkefnum sýni sitt rétta andlit því það eru margir sem bíða. Við þurfum að nota svona leiki til að prófa okkur áfram og skoða fleiri leikmenn því við getum ekki alltaf keyrt á sama mannskapnum,“ seg- ir Ásgeir. Ásgeir segir leikinn við Albani annað kvöld mjög góða prófraun á íslenska liðið. Hann segir að Albanir hafi sýnt það og sannað á undanförnum árum að þeir séu í mikilli sókn og gott dæmi um það sé að þeir hafi ekki tapað heimaleik í tæp þrjú ár. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að það verður við ramm- an reip að draga. Albanska liðið er mjög erfitt heim að sækja og í þeirra liði eru margir leikmenn sem spila í Þýskalandi, Belgíu og Ítalíu. Albanía hefur tekið stórt stökk fram á við í knattspyrnunni. Hans Peter Briegel hefur náð að búa til gott skipulag í sínu liði og það ásamt léttleikandi leikmönnum gerir það að verkum að Albanir eru komnir með mjög frambæri- legt lið sem getur unnið nánast hvaða lið sem er á heimavelli. Alb- anirnir hafa spilað leikkerfið 3:5:2. Þeir eru líkamlega sterkir, spila agaðan varnarleik og mesta breyt- ingin hjá þeim er að hversu lið þeirra er orðið skipulagt. Við verð- um því að ná fram toppleik gegn þeim ef okkur á að takast að ná hagstæðum úrslitum.“ Ásgeir segir að það verði mjög spennandi að sjá hvernig leik- mönnunum sem spila á Englandi tekst til og sérstaklega hjá þeim sem mikið til hafa verið úti í kuld- anum hjá sínum liðum í vetur. „Þeir fá kærkomið tækifæri til að sýna sig og ef þeir gera það sem fyrir þá er lagt þá verð ég ánægð- ur. Við munum nota leikinn gegn Lettum í næsta mánuði til að skoða fleiri leikmenn. Þá verða deildirnar í Noregi og Svíþjóð komnar af stað og þá ættu menn almennt að vera í betra leikformi.“ Ásgeir segir að stefna hans og Loga sé að bæta ofan á þann ár- angur sem náðist í síðustu stór- keppni en eins og menn muna áttu Íslendingar möguleika á að kom- ast í úrslitakeppni Evrópumótsins allt fram á síðustu stundu eða fyrir leikinn gegn Þjóðverjum í Ham- borg sem tapaðist 3:0. „Stefnan er að taka skrefið upp á við og í versta falli að halda okk- ur í þeim styrkleika sem við erum í. Þetta kostar auðvitað heilmikla vinnu en mér sýnst að leikmenn séu almennt tilbúnir í að fórna sér í verkefnið. Við erum í erfiðum riðli í undankeppni HM en aðal- atriðið að mínu mati er að hóp- urinn verði samstilltur og að við Logi finnum réttu blönduna í liðið. Við höfum smátt og smátt verið að taka framförum og með sama hugsunarhætti og metnaði er ég bjartsýnn á að við höldum áfram að bæta okkur.“ Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari um leikinn gegn Albönum annað kvöld Menn fá tækifæri til að sanna sig Guðmundur Hilmarsson skrifar frá Tirana Morgunblaðið/Kristinn Þórður Guðjónsson verður fyrirliði íslenska landsliðsins í vináttulandsleiknum við Albana í Tirana á morgun í sínum 50. landsleik sem jafnframt er hans fyrsti með fyrirliðabandið. ÁSGEIR Sigurvinsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, segir að með leiknum gegn Albönum í Tirana annað kvöld hefjist tímabil lands- liðsins og undirbúningur fyrir undankeppni HM sem hefst í sumar. Ásgeir reiknar með mjög erfiðum leik gegn Albönum sem hafa tekið stórstígum framförum undir stjórn Þjóðverjans Hans Peter Briegel. Ásgeir og Logi Ólafsson voru með fyrstu æfingu landsliðsins fyrir leikinn gegn Albönum síðdegis í gær en aðeins tíu leikmenn úr 17 manna landsliðshópnum gátu tekið þátt í henni. ÞÓRÐUR Guðjónsson leikur á morgun sinn 50. landsleik þegar Íslendingar mæta Albönum á Qe- mal Stafa-leikvangnum í Tirana í Albaníu. Að því tilefni mun Þórð- ur bera fyrirliðabandið í fyrsta sinn en Þórður, sem verður 31 árs gamall í haust, hóf feril sinn með landsliðinu 1993. Þórður tekur við fyrirliðabandinu í fjar- veru Eiðs Smára Guðjohnsen og Hermanns Hreiðarssonar, vara- fyrirliða. Árni Gautur Arason og Kristján Finnbogason eru þeir einu í 17 manna hópnum sem hafa verið fyrirliðar – Árni fjór- um sinnum og Kristján einu sinni. „Við getum vonandi fagn- að þessum tímamótum Þórðar með sigri. Þórður á það vel skilið enda kom hann mjög sterkur inn í hópinn aftur eftir að hafa dottið út í tíma. Það er mjög gott að vinna með honum og hann legg- ur sig alltaf 100% fram,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson. Þórður fyrirliði í 50. leik sínum ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu hóf í gær undirbúning sinn fyrir leikinn gegn Albönum sem fram í Tirana í Albaníu á morgun. Ekki gekk þó þrautalaust fyrir sig að fá allan hópinn á áfangastað. Hann kom í fjórum áföngum. Sá fyrsti, sem í voru ÓlafurBjarnason og Kristján Sigurðsson, var kominn til Tirana seint á sunnudagskvöld. Eftir hádegi í gær komu Kristján Finnbogason, Þórður Guðjónsson, Arnar Þór Viðarsson, Pétur H. Marteinsson, Indriði Sigurðsson, Marel Baldvinsson og Veigar Páll Gunnarsson. Gylfi Einarsson kom frá Spáni þar sem hann var í æf- ingaferð með Lilleström í gær- kvöldi en síðasti hluti hópsins skil- aði sér ekki fyrr en á tíunda tímanum í gærkvöldi, þá komu Árni G. Arason, Heiðar Helguson, Jó- hannes K. Guðjónsson, Bjarni Guð- jónsson, Brynjar B. Gunnarsson og Ívar Ingimarsson. Síðasttaldi hóp- urinn flaug frá London til Vín- arborgar en þegar hann ætlaði að skrá sig í flug frá Vín til Tirana fyr- ir hádegi í gær var búið að ráðstafa sætum þeirra og þar sem uppbókað var með vél síðar um kvöldið var af- ráðið að sexmenningarnir færu frá Vín til Belgrad og þaðan til Tirana. Þeir komu því ekki inn á hótelið í Tirana fyrr en klukkan 22 á stað- artíma í gær. Það voru því aðeins tíu leikmenn sem gátu tekið þátt í fyrstu æfingunni síðdegis í gær. Það voru aðeins tíu á fyrstu æfingunni í Tirana

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.