Morgunblaðið - 30.03.2004, Síða 49

Morgunblaðið - 30.03.2004, Síða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 49 MICHAL Hvorecký býr í Brat- islava, höfuðborg Slóvakíu sem eitt sinn var í slagtogi við Tékkland undir nafninu Tékkóslóvakía. Í Bratislava er brakandi menningar- líf, þar er sitthvað að gerast í tón- list og bókmenntum og Michal á einmitt hljómsveitaferil að baki og hefur tekið þátt í að skipuleggja tónlistarhátíðina Wilsonic Music Festival. Strákur er dugnaðarfork- ur, hefur gefið út þrjár bækur og tilheyrir kynslóð yngstu rithöfunda Slóvaka. Fyrsta bók hans var smá- sagnasafnið Sterk hreinleikatilfinn- ing (1998) en með næstu bók sló hann í gegn, hún hét Veiðimenn & safnarar (2001) og varð metsölubók ársins í Slóvakíu á sviði skáldverka. Tékknesk þýðing bókarinnar er ný- lega komin út. Svo var það í fyrra sem Michal sendi frá sér bókina Posledný hit, sem útleggst Síðasti smellurinn. Söguhetjan er íslenskur plötusnúð- ur sem er mótaður af borgarlífi Reykjavíkur en fer víða og lendir í hinum skrautlegustu ævintýrum. Um hvað er sagan í stuttu máli? „Aðalpersóna bókarinnar er Alfred Raff, heimsþekktur íslensk- ur tónlistarmaður og plötusnúður, sem gerist meðlimur í strákahljóm- sveit. En frami hans fer eiginlega úr böndunum, hann flækir sig í veröld móðursjúkra aðdáenda, leyndardómum ruslmenningarinnar og jafnvel gamaldags málum eins og ást. Honum er rænt af hópi hryðjuverkamanna sem beita aug- lýsingaherferðum í stað sprengju- hótana og hversdagslíf hans um- breytist í furðulega háskaför umhverfis heiminn, frá Reykjavík, um Bratislava, til Bandaríkjanna og Dubai. Þetta er mikil rússíbana- reið um brjálaða veröld sem lýst er með írónísku ívafi. Og allan tímann bíður hann eftir því að lagið hans, Lokasmellurinn, drynji í hátölurum heimsins.“ Hvers vegna ákvaðstu að hafa aðalpersónuna þína frá Íslandi? „Ég hef ferðast mjög mikið en hef því miður ekki komið til Ís- lands ennþá. En svo langt sem vitneskja mín nær, sýnist mér ýmis líkindi með Bratislava og Reykja- vík. Báðum stöðum er oft lýst sem „minnstu höfuðborgum heims“ og unga fólkið sem þar býr bæði elsk- ar og hatar heimabæinn. Hetjan mín er annars einungis Íslendingur að upplagi en býr í Mið-Evrópu og ferðast um allan heim vegna tónlistarinnar. Í hvert sinn sem mig vantaði stað- fræðilegar upplýsingar eða svör við spurn- ingum um lífsstíl ungu kynslóðarinnar á Ís- landi, hafði ég einfald- lega samband við vin minn Herb Legowitz [Magnús Guðmundsson] úr Gus Gus, en honum kynntist ég hér í Brat- islava þegar ég skipu- lagði framkomu þeirra á Wilsonic Music Festival.“ Hvernig ímyndarðu þér íslenskt hversdagslíf? „Í skáldsögunni vinn ég talsvert með klisjuna um Ísland, ímyndina sem fjölmiðlar alþjóðavæðing- arinnar færa fólki. Það eru allir ís- jakarnir, freðmýrarnar, endalausi veturinn, besta „indie“-senan, Kaffibarinn, Sigur Rós, áfengis- orgíur og aðrir fáránlegir hlutir. Ég þykist alls ekki vera neinn innanbúðarmaður á Íslandi, í bókinni. Þess vegna gegna aðrir staðir mikilvægara hlutverki í ævintýrum hetjunnar, svo sem Dubai í Samein- uðu arabísku furstadæm- unum, þar sem ég hef sjálfur dvalið lengi og þekki vel. En ég vonast til þess að koma fyrr en síðar til Íslands.“ Hvernig myndirðu lýsa lífsstíl ungra Slóvaka? Og hvað einkennir þína kynslóð rithöfunda? „Landið okkar fer nú í gegnum mikla umbrotatíma. Í maí göngum við loksins í Evrópusambandið, sem er mjög mikilvægt fyrir fram- tíð Slóvakíu sem var um fjörutíu ára skeið undir pólitískum þrýst- ingi frá Rússlandi, alveg til 1989. Við höfum nú tileinkað okkur lýð- ræði, tjáningarfrelsi, ferðafrelsi og flesta aðra kosti vestrænnar menn- ingar. Að sjálfsögðu skapa umbæt- urnar ýmiss konar vandræði í efna- hagslífinu, en ég held að almennt séð stefnum við í rétta átt. Sem sjálfstæður rithöfundur, blaðamaður og textahöfundur aug- lýsinga finn ég endalausan inn- blástur í Bratislava. Ég er fæddur 1976 og tilheyri kynslóð svonefndra einstaklingshyggju-höfunda. Hér er enginn skáldahreyfing eða fagur- fræðilegur skóli, hver skrifar á sinn hátt. Það eina sem við eigum sam- eiginlegt er að ekkert okkar lifir af skrifunum – það er vonlaust á svona fámennum markaði. Í Sló- vakíu búa ekki nema 6 milljónir manna. En sambandið við lesendur er ágætt, ég tek oft þátt í upp- lestrum og umræðum um bæk- urnar mínar.“ Hvernig viðtökur fékk Síðasti smellurinn? „Ég hef fengið mjög mismunandi dóma fyrir allar bækurnar mínar. Mjög góða eða mjög slæma – ekk- ert þar á milli. Mér finnst það fínt því það merkir að textarnir mínir kalla á sterk viðbrögð. Og ég er himinlifandi yfir þeirri miklu fjöl- miðlaumfjöllun sem verkin mín hafa fengið, ég bjóst aldrei við því þegar ég byrjaði að vasast í bók- menntum fyrir tólf árum. Mér finnst alveg magnað að einhver gangi inn í bókabúð og kaupi og lesi bók eftir mig. Það er heiður fyrir ungan höfund, ekki síst á okk- ar tímum þegar hundruð nýrra bóka koma út í hverri viku.“ Og næstu skref? „Ég vinn að nýrri skáldsögu sem ég vonast til þess að ljúka við áður en árið er úti.“ Íslenski plötu- snúðurinn Alfreð? Einmitt Ungur rithöfundur í Slóvakíu fékk skrýtna flugu í höfuðið; að skrifa skáldsögu um íslenskan plötu- snúð, án þess að hafa sjálfur til Íslands komið. Sig- urbjörg Þrastardóttir spurði hvernig hefði gengið. Bratislava-búinn Michal Hvorecký hefur skrifað þrjár bækur. Kápan á Síðasta smellinum. Í skáldsögunni vinn ég tals- vert með klisj- una um Ísland, ímyndina sem fjölmiðlar al- þjóðavæðing- arinnar færa fólki. V. Fellsmúla • S. 588 7332 Opi›: Mán. - föst. 9-18, laugardaga 10-14 www.i-t.isÖ l l t i l bo› okkar e r hægt a› sko›a á : www. i - t . i s Páskatilbo› Sturtuklefar - Sturtuhorn - Ba›karshlífar w w w .d es ig n. is © 2 00 4- 11 WC me› stút í vegg e›a gólf Hör› seta og festingar fylgja. Ver› frá kr. 17.900,- Sturtuhorn 65-80 sm. 75-90 sm. Hvítt e›a króm 4-6 mm gler Ver› frá 20.900,- Ba›kars- vængur 130x76 e›a 140x85 sm. Öryggisgler. Ver› frá kr. 13.900,- Heilir sturtuklefar í horn Öryggisgler, segullæsing, sturtusett, blöndunartæki, botn og vatnslás. 70x70 sm. Kr. 49.900,- stgr 80x80 sm. Kr. 52.900,- stgr 75x90 sm. Kr. 59.900,- stgr 90x90 sm. Kr. 61.900,- stgr Rúnna› sturtuhorn 65-80 sm. 75-90 sm. Hvítt e›a króm 4-6 mm gler Ver› frá 37.950,- Heilir rúnna›ir sturtuklefar í horn Öryggisgler, segullæsing, sturtu- sett, blöndunartæki, botn og vatnslás. 80x80 sm. Kr. 68.900,- stgr 90x90 sm. Kr. 72.900,- stgr Handlaugar í bor› 47x39 53x41, 56x47 sm. Ver› frá 7.900,- Handlaugar á vegg 45x35 sm, 50x24 sm 55x45 sm Frá kr 3.250,- Teka 2443 83x44 sm. Kr 7.900,- Stylo hitast‡r› tæki fyrir sturtu e›a ba›. Me› hita- og vatnsöryggi. Ver› frá kr. 9.800,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.