Morgunblaðið - 30.03.2004, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 51
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16.
Charlize Theron:
fyrir besta leik í aðalhlutverki.
Jack Black fer
á kostum í geggjaðri
grínmynd sem rokkar!
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15
Ein umtalaðasta og aðsóknarmesta
mynd allra tíma
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára.
(Píslarsaga Krists)
SV MblSkonrokk
HP. Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
Skonrokk
Páskamynd
fjölskyldunnar
„Frábær skemmtun
fyrir alla fjölskylduna“
Þ.Þ. Fbl.
MIKE MYERS
Ekki eiga við hattinn
hans.
Kötturinn
með hattinn
Frábær mynd fyrir
alla fjölskylduna.
Byggð á hinni
sígildu bók sem
komið hefur út í
íslenskri þýðingu.
Sýnd kl. 4.30. Íslenskt tal. Sýnd kl. 4. Ísl texti
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
Besta
frumsamda
handrit
www .regnboginn.is
Sýnd kl. 5.40 og 8.
HP. Kvikmyndir.com
Ein umtalaðasta og
aðsóknarmesta mynd allra tíma
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
(Píslarsaga Krists)
Kvikmyndir.is
Skonrokk
Páskamynd
fjölskyldunnar
„Frábær skemmtun fyrir alla
fjölskylduna“
Þ.Þ. Fbl.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 5.30. Með íslensku tali
Sýnd kl. 10.10.
Frábær gamanmynd frá leikstjóra
There´s Something About Mary
og Shallow Hal
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14.
KVIKMYNDASAFN Íslands sýnir þessa vikuna í Bæjar-
bíói myndina Akahige (Rauðskeggur) eftir Akira Kuro-
sawa frá 1965. Með Rauðskegg átti að verða til kvikmynd
svo ómótstæðileg að enginn kæmist hjá að sjá hana. Mynd-
in var lengur í töku en nokkur önnur japönsk mynd fram
til þessa, Kurosawa veiktist tvisvar og aðalleikararnir
urðu einnig veikir á upptökutímanum.
Myndin segir frá lækni, Kyojo Niidé að nafni, oftast
kallaður Rauðskeggur, sem tekur að sér ungan lækna-
nema, Yasumoto. Yasumoto hafði búist við betri stöðu eft-
ir námið auk þess sem honum finnst Rauðskeggur ósveigj-
anlegur harðstjóri. Þegar fram líða stundir lærir
Yasumoto að meta
Rauðskegg að
verðleikum og hvað
það þýðir í raun og
veru að vera
læknir.
Rauðskeggur
Kurosawa
Rauðskeggur verður sýndur í
kvöld kl. 20 og á laugardag kl.
16. Miðaverð kr. 500.
KVIKMYNDAKLÚBBUR Alliance française og Filmund-
ur standa fyrir sýningum á myndinni Slæmt blóð (Mauvais
sang) í Háskólabíói. Myndin er eftir leikstjórann Leos Car-
ax og er frá árinu 1986. Í aðalhlutverkum eru Denis Lav-
ant, Hans
Mayer, Juliette
Binoche og
Michel Piccoli.
„Í hræðilegu
hitakófi sem
stafar af plán-
etunni Halley,
kemur upp
veirusýking í
París sem hef-
ur þær afleið-
ingar fyrir
íbúana að
drepa þá sem elskast án þess að vera ástfangnir. Þá fara
tvær óvinaklíkur að slást um veiruna sem veldur sýking-
unni og hægt er að nota til að búa til mótefni og bjarga íbú-
unum,“ segir í tilkynningu um myndina.
Aðgangur er
ókeypis fyrir fé-
laga í Alliance
française, sem sýna
félagsskírteini og
persónuskilríki við
innganginn.
Kvikmyndaklúbbur Alliance
Hættulegir ástarleikir
Juliette Binoche er á meðal þeirra sem
leika aðalhlutverk í myndinni.
Slæmt blóð er sýnd í Há-
skólabíói í kvöld kl. 20, miðviku-
dag kl. 22.30 og fimmtudag kl.
17.45.
française og Filmundur
Breski leikarinn SirPeter Ustinov erlátinn, 82 ára gam-all. Ustinov hlaut
m.a. Óskarsverðlaunin fyrir
kvikmyndaleik en á síðari ár-
um lét hann einkum til sín
taka í mannúðarmálum og
var lengi sérlegur sendiherra
UNICEF, barnahjálpar
Sameinuðu þjóðanna.
Ustinov fæddist 16. apríl
1921 í Lundúnum. Hann var
einkasonur rússneskrar lista-
konu og blaðamanns. Ustinov
sagðist einnig hafa sviss-
neskt, eþíópískt, ítalskt og
franskt blóð í æðum, allt
nema enskt.
Ustinov kom fyrst fram á
leiksviði 19 ára gamall og lék eftir það í
fjölda kvikmynda og leikrita. Hann lék
m.a. spæjarann Hercule Poirot í nokkrum
kvikmyndum en fékk tvívegis Ósk-
arsverðlaun fyrir bestan leik í auka-
hlutverki í myndunum Spartacus árið
1960 og Topkapi árið 1964. Að auki var
hann tvisvar sinnum tilnefndur og hlaut
fjölda annarra verðlauna, þ.m.t. Silf-
urbjörninn í Berlín og Golden Globe-
verðlaunin bandarísku. Ustinov lék í hátt
í hundrað kvikmyndum og sjónvarpsþátt-
um. Síðasta kvikmyndin sem hann lék í
var þýska myndin Luther frá 2003 um líf
Marteins Lúthers.
Græskulaus og mannlegur
Ustinov var þó ekki aðeins annálaður
leikari, því hann var einnig virt leikrita-
skáld, kvikmyndaleikstjóri, fræðimaður,
sögumaður og eftirherma hin besta, eins
og Matthías Johannessen þáverandi rit-
stjóri Morgunblaðsins komst að er Ust-
inov heimsótti Ísland í október árið 1969.
Var hann kominn til að vera viðstaddur
frumsýningu í Þjóðleikhúsinu á leikverki
sínu Betur má ef duga skal, sem blaða-
maður Morgunblaðsins Óli Tynes, er tók
á móti Ustinov á flugvellinum, lýsti sem
„nútímaleikriti“ um „hippía, eða kannske
frekar um föður hippíanna“. Hafði Þjóð-
leikhúsið þá áður sýnt tvö verk eftir Ust-
inov, Romanoff og Júlíu árið 1957 og
Endasprett árið 1966.
Í lýsingu sinni á Ustinov, eft-
ir að hafa fengið að „fljóta með
honum og Þjóðleikhússtjóra“
Guðlaugi Rósinkranz til Þing-
valla, segir Matthías þennan
„þúsund þjala smið“ allan í frá-
sögninni:
„Sögupersónur hans lifna á
vörum hans og þegar honum
tekzt bezt upp verður frásögn
hans að tragikómískum einþátt-
ungi. Svo fellur tjaldið og Ust-
inov verður hann sjálfur, hann
einn …En hann leikur einnig
það hlutverk vel – að vera hann
sjálfur: hlýr, græskulaus og
mannlegur; opinskár og það
sem mestu máli skiptir, óspillt-
ur.“
Það var mál manna sem til
frásagnar voru af heimsókn
þessari að fáir menn væru Ust-
inov fyndnari. „Hann segir al-
varlega fyndni og fyndna alvöru af svo
mikilli list að helst minnir á Pál Ísólfsson,
þegar honum tekst bezt upp,“ komst
Matthías að orði enda liði honum greini-
legt best þegar hann fengi aðra til að
hlæja.
Mikill málamaður
Hann var og víðlesinn áhugamaður um
heimsbókmenntir. Sagðist m.a. í viðtali
við blaðamann Morgunblaðsins árið 1969
hafa lesið Laxness og haft gaman af
þeirri lesningu.
Þá mætti segja að Ustinov hafi talað
tungum því hann mælti reiprennandi á
þýsku, ensku, ítölsku, rússnesku og
spænsku, auk þess sem hann gat bjargað
sér á tyrknesku og grísku m.a. tungu-
mála.
Ustinov var þrígiftur og átti fjögur
börn. Dótturina Tamöru með fyrstu eig-
inkonu sinni, Isolde Denham, sem var
hálfsystir Angelu Lansbury, og Pövlu,
Andreu og Igor sem hann átti með ann-
arri eiginkonu sinni Suzanne. Eftirlifandi
eiginkona hans er Helene du Lau d Al-
lemans’ en þau giftust 1972.
Ustinov var maður orðheppinn og
margt eftir honum haft, misjafnlega satt
og rétt. Um söguna á hann að hafa sagt:
„Það merkilega við mannkynssöguna er
hversu aðlögunarhæf hún er.“
Óspilltur snillingur
Ustinov var í essinu sínu er hann sagði sögur. Hér rifjar hann
upp með tilþrifum í þýskum sjónvarpsþætti árið 2001.
Morgunblaðið/Sveinn Þormóðsson
Peter Ustinov við komuna til Íslands
1969 þegar hann var viðstaddur frum-
sýningu á leikverki sínu Betur má ef
duga skal í Þjóðleikhúsinu. skarpi@mbl.is
Reuters
Sir Peter Ustinov 1921–2004