Morgunblaðið - 30.03.2004, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 30.03.2004, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. KEFLVÍKINGAR urðu í gær Íslandsmeist- arar í körfuknattleik kvenna er liðið lagði ÍS 85:56 í þriðja úrslitaleik liðanna. Þetta var ellefti Íslandsmeistaratitill stúlknanna á sautján árum og þær hafa unnið bikarinn jafn oft. Miðað við leik liðsins í gær er ljóst að Keflavík er með langsterkasta kvenna- liðið hér á landi nú um stundir og athygl- isvert að það er eina liðið sem er ekki með erlendan leikmann. Keflavíkurstúlkur tóku 51 frákast í leiknum í gær, þar af 40 í vörn. Anna María Sveinsdóttir tók 17 frá- köst í vörninni og ungar og efnilegar stúlkur vöktu athygli í liði Keflavíkur. /47 Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Keflavíkurstúlkur fagna titlinum. Öruggur sigur Keflvíkinga HALLDÓR Björnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir kjaradeilu SGS og ríkisins vegna félagsmanna sem starfa hjá ríkinu vera í hnút. Halldór telur að félögin muni nú snúa sér að því að afla sér verkfallsheimildar og ef til þess kemur að hún verði notuð, sjái hann fyrir sér að vinnustöðvanir yrðu um miðjan apríl. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, tekur í sama streng. Ákvörðun verður tekin um hvort félagið óskar eftir heimild til boð- unar verkfalls á stjórnarfundi í fé- laginu í dag. Ef til vinnustöðvana kemur munu þær fyrst og fremst bitna á heilbrigðisstofnunum en þar starfa flestir ófaglærðir fé- lagsmenn innan SGS hjá ríkinu. ,,Eins og staðan er núna eiga menn ekki margra kosta völ,“ segir Sigurður og bendir á að fé- lagsmennirnir vinni við sambæri- leg störf og opinberir starfsmenn en þurfi að búa við mismunandi kjara- og launaréttindi. Það verði ríkisvaldið að leiðrétta. „Við viljum gjarnan komast hjá því að þurfa að grípa til verkfallsvopnsins og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að ríkið komi ekki til móts við okkur og finni sameiginlega lausn á þessu með okkur.“ Enginn fundur hefur verið boð- aður í deilunni frá því slitnaði upp úr viðræðum fyrir viku og á Hall- dór Björnsson ekki von á að til hans verði boðað fyrr en eftir næstu helgi. Nýgerðir kjarasamningar Starfsgreinasambandsins og Flóa- bandalagsfélaganna við Samtök at- vinnulífsins voru samþykktir í flestum aðildarfélögunum, eða 28 félögum, en úrslit atkvæða- greiðslna um samningana voru birt í gær. Um tveir þriðju þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu samn- ingana. Tvö verkalýðsfélög, í Vest- mannaeyjum og Höfn, felldu samn- inginn. Vinnustöðvun kæmi mest niður á sjúkrastofnunum STÉTTARFÉLÖG geta boðað til verkfalls ef ákvörðun um vinnustöðv- un hefur verið tekin með leynilegri atkvæðagreiðslu félagsmanna. Að lágmarki þurfa 20% félagsmanna að greiða atkvæði og meirihluti þeirra að samþykkja verkfall. Einnig er heimilt að viðhafa leynilega póstatkvæðagreiðslu meðal félagsmanna um tillögu um vinnustöðvun og gildir niðurstaða hennar þá óháð þátttöku. Verkfall aðeins boðað eftir leynilega atkvæðagreiðslu  Kjarasamningar/4 DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í ávarpi í veislu forseta Íslands fyrir erlenda stjórnarerindreka, að allir hlytu að skilja að íslensk stjórnvöld myndu ekki hafa áhuga á að halda varnarsamstarfinu áfram, stæðu Bandaríkin ekki undir mikilvægustu skuld- bindingunni um að tryggja öryggi Íslands með lágmarksviðsbúnaði í landinu sjálfu. Davíð sagði að uppi væru álitamál á milli góðvinanna Íslands og Bandaríkjanna um varnir landsins. „Bandaríkin endurskoða nú fyrirkomulag hersins um heim allan til að mæta nýjum hættum og auðvitað er allt gott um það að segja. Íslensk stjórnvöld geta hins vegar ekki sætt sig við að sú endurskoðun leiði til þess að á Íslandi verði ekki lengur neinar varnarsveitir. Í Bandaríkjunum hafa því mið- ur verið uppi hugmyndir um að leggja niður loftvarnir á Íslandi með því að taka héðan þær orustuþotur sem eftir eru. Málið er enn í óvissu og þar með er framtíð varnarsamningsins og hins rúmlega sextíu ára langa varnarsamstarfs Íslands og Bandaríkj- anna óljós. Við erum reiðubúnir til viðræðna um allar hliðar á varnarsamstarfinu í þeim góða anda sem verið hefur á milli landanna í rúma hálfa öld, en allir hljóta að skilja að við mundum ekki hafa áhuga á að halda því áfram, stæði það ekki undir mikilvægustu skuldbind- ingunni um að tryggja öryggi Íslands, með lágmarksviðbúnaði í landinu sjálfu.“ Forsætisráðherra fjallaði einnig um Íraks- stríðið í ávarpi sínu og sagði m.a. ljóst að það væri og yrði áfram umdeilt. „Gereyðingar- vopn hafa ekki fundist enn og ýtir það undir málstað efasemdarmanna. Í mínum huga er ekki vafi á að styrjöldin var í raun óumflýj- anlegur endapunktur á þeim aðgerðum sem gripið var til 17. janúar 1991. Hvorki vopna- hlésskilmálum né ályktunum hinna Samein- uðu þjóða hafði verið fylgt og ógnarstjórnin söm og áður. Og hvað sem deilum um lögmæti styrjalda líður er ekki vafi á að friðsamlegra er í þessum heimshluta nú en fyrir hana. Deilurnar um innrásina í Írak reyndu meira á Atlantshafsbandalagið en nokkurt annað mál í sögu þess. Þær deilur og ágreiningurinn um varnir Tyrklands í aðdraganda stríðsins voru alvarlegt áfall fyrir bandalagið. Tengslin yfir Atlantshaf hafa þó styrkst aftur að því er virðist og vonandi kemur í ljós sem fyrr að þau hvíla á sameiginlegum grundvallarhagsmun- um og eru ómissandi, ekki einungis fyrir Evr- ópu heldur veröldina alla.“ Forsætisráðherra um viðræður við Bandaríkin um varnarmálin Varnarsamstarfið háð lágmarksviðbúnaði hér Þessir tjaldar voru samtaka í brottflugi sínu úr fjörunni og virtust óþreyttir eftir langferðina til landsins. Fjaran er þeirra heimahagi en þar njóta þeir oft góðs af nábýli við kríuna. Talið er að á bilinu tíu til tuttugu þúsund tjaldapör verpi hér á landi á hverju sumri. Morgunblaðið/RAX Fuglinn í fjörunni MEISTARANÁM í miðaldafræði og ís- lenskum málvísindum fyrir útlendinga hefst við heimspekideild Háskóla Íslands haustið 2005. Tvær námsleiðir eru í boði en námið fer fram á ensku. Annars vegar verð- ur boðið upp á MA nám í því sem á ensku kallast Medieval Icelandic Studies, eða ís- lensk miðaldafræði. Það er þverfaglegt nám sem inniheldur m.a. sagnfræði, fornleifa- fræði og bókmenntir. Hins vegar verður boðið upp á MA nám í Icelandic Linguistics, eða íslenskum málvísindum. Guðrún Nordal dósent hefur nú umsjón með miðaldanám- inu og Höskuldur Þráinsson prófessor um- sjón með málvísindanáminu. „Heimspekideild er að vinna að því að verða miðstöð íslenskra fræða í heiminum,“ segir Anna Agnarsdóttir, deildarforseti heimspekideildar. Hún segir það þegar hafa verið samþykkt innan deildarinnar að taka upp kennslu í miðaldafræðum og málvísind- um fyrir útlendinga og stefnt sé að því að námið í miðaldafræðum geti hafist haustið 2005 og málvísindanámið haustið 2006. MA nám í miðaldafræðum hefst 2005 SEÐLABANKINN lítur þá þróun mjög já- kvæðum augum að viðskiptabankarnir hafi verið að lengja í erlendum skuldum sínum, að sögn Birgis Ísleifs Gunnarssonar seðla- bankastjóra. Bankarnir hafi lengt töluvert í lánum sínum eftir að Seðlabankinn benti þeim á í desember sl. að of mikið væri treyst á skammtímafjármögnun. Hann segir eng- an vafa leika á því að þetta bæti stöðuna verulega. Hins vegar dragi þetta ekki úr heildarskuldabyrðinni sem sé alveg sjálf- stætt áhyggjuefni. Minni áhyggjur með lengingu erlendra lána  Lenging /12 ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.