Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 103. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Margfalt Maus Maus heldur tónleika og boðar tvö- falda safnplötu Fólk í fréttum Fólkið í dag Rætt við Michael Madsen um Bana- Billa 2  Hár og hippar í Austurbæ  Hoffman og Hackman í réttarsal Allt um aðra umferð í 8 liða úr- slitum í handboltanum Íþróttir Háspenna í handboltanum DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra, sem staddur er í New York, átti í gærmorgun símasamtal við George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, þar sem þeir ræddu stöðu varnar- samningsins og ástandið í Írak. „Bandaríkjaforseti hringdi tíu mínútur fyrir átta í morgun og við áttum samtal sem var líklega milli átta og tíu mínútur,“ sagði Davíð. „Þetta var gott samtal og mér þótti vænt um það. Hann ræddi Íraks- málið, samstöðu okkar í því og mat sitt á ástandi og horfum þar. Hann var bjartsýnn á að settu marki yrði náð, því þrátt fyrir þann óróleika sem þarna væri núna væri hann til- tölulega lítill miðað við umfangið.“ Bush ræddi einnig stöðu varnar- samningsins við Davíð. „Án þess að fara út í samninginn í einstökum at- riðum kom glöggt fram hjá honum að hann teldi varnar- samstarfið við Ísland mjög mikilvægt og það mætti ekki misskiljast. Því færi fjarri að hann vildi að þau skilaboð sem íslenska þjóðin hefði fengið í því máli væru nei- kvæð. Þvert á móti vildi hann að þau væru jákvæð, þannig að menn bæði skynjuðu að Bandaríkin mætu þetta samstarf mikils og eins væru þeir þakklátir fyrir þann stuðning og samvinnu sem við hefðum haft á undanförnum misserum. Hann tók jafnframt fram að nú færi fram endurskoðun á her- stöðvamálum Bandaríkjanna og varnarviðbúnaði víða um heim og einnig yrði horft til Íslands í því sambandi. Jafnframt undirstrikaði hann, og tvítók það, að hann vildi ekki að skilaboðin til okkar væru neikvæð heldur þvert á móti já- kvæð, og hann tók undir orð mín um að við yrðum að finna lausn sem báðir aðilar gætu sætt sig við.“ Ekki rætt um tímasetningar Davíð sagði að ekki hefði verið rætt um tímasetningar varðandi þessa endurskoðun. „En þetta var mjög gott samtal og ég var ánægð- ur með það. Bandaríkjaforseti hafði sjálfur frumkvæði að þessu samtali, við höfðum ekki beðið um það. Við fengum tilkynningu um að forsetinn óskaði eftir því að mega hringja til mín sem ég auðvitað tók fagnandi. Hann vildi bjóða mig velkominn til Bandaríkjanna og nota tækifærið til að fara yfir þessi tvö atriði. Ann- ars vegar Írak og stöðu mála þar. Hann var með góðar upplýsingar um þátttöku okkar annars staðar, í Kosovo, Bosníu og Afganistan, og eins við uppbygginguna í Írak, og hann vildi nefna það. Hins vegar vildi hann nefna sérstaklega stöðu varnarmálanna. Mér þykir mjög gott að þetta mál sé uppi á hans borði. Hann vitnaði í samtöl mín við Condoleezzu Rice, öryggisráðgjafa Bandaríkjaforseta, og var bersýni- lega vel heima í þeim samræðum sem við höfum átt í tvígang.“ George W. Bush Bandaríkjaforseti hringdi í Davíð Oddsson í gær „Bush vildi að skilaboðin til okkar væru jákvæð“ New York. Morgunblaðið. Davíð Oddsson  Varnarmálin/11 PALESTÍNUMENN reka hér asna með mynd af George W. Bush Bandaríkjaforseta í flóttamannabúðum á Gazasvæðinu þar sem þeir mótmæltu þeirri ákvörðun Bush að fallast á tillögu Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, um að Ísraelar drægju herlið sitt frá Gaza- svæðinu en legðu undir sig palestínskt land á Vesturbakkanum. Jacques Chirac, forseti Frakklands, gagnrýndi þessi áform í gær og sagði þau „hættuleg“. Yrði þeim hrint í framkvæmd myndu þau setja „vafasamt fordæmi“. „Hvað landamærin áhrærir tel ég að virða beri alþjóðalög,“ sagði Chirac á blaðamannafundi í Algeirsborg þar sem hann var í heim- sókn í gær. „Ég hef efasemdir um hvers konar einhliða eða tvíhliða aðgerðir sem grafa undan þjóðarétti.“ /17 Reuters Chirac segir tillögu Sharons hættulega SCOTT McClell- an, blaðafulltrúi George W. Bush Bandaríkja- forseta, sagði á blaðamanna- fundi í Hvíta hús- inu í gærmorgun að Bush hefði fyrr um morg- uninn hringt í Davíð Oddsson forsætisráðherra í New York og þeir hefðu ítrekað stuðning sinn við írösku þjóðina. „Forsetinn hringdi til að bjóða forsætisráðherrann velkominn til Bandaríkjanna. Forsetinn þakkaði forsætisráðherranum fyrir hans sterka stuðning í Írak og fyrir hans sterka stuðning í stríðinu gegn hryðjuverkum,“ sagði McClellan. „Leiðtogarnir staðfestu skuldbindingu sína og stuðning við írösku þjóðina í viðleitni hennar til að losna undan einræði og færast í átt til frelsis.“ Staðfestu stuðning við Íraka George W. Bush DONALD Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því í gær að fyr- irhugaðri heimför um 20.000 bandarískra hermanna í Írak hefði verið frestað um þrjá mánuði vegna átakanna þar síðustu vikur. Hermennirnir áttu að fara heim síðar í mánuðinum og þeim var sagt áður en þeir voru sendir til Íraks að þeir yrðu þar ekki lengur en í eitt ár. Með því að fresta heimför þeirra viðurkennir bandaríska varnarmála- ráðuneytið að uppreisnin í Írak hafi gert áform þeirra um að minnka heraflann þar í vor að engu. Nú eru um 137.000 bandarískir hermenn í Írak. Ráðgert var að þeim yrði fækkað í 115.000 fyrir næstu mánaðamót en Rums- feld sagði að bandarískir herforingjar hefðu komist að þeirri niðurstöðu að þeir þyrftu um 135.000 hermenn næstu mánuðina. Rumsfeld sagði ennfremur að hernáms- liðið héldi nú uppreisnarmönnum í borginni Fallujah í skefjum og dregið hefði úr árás- um í sunnanverðu landinu. Komast enn yfir landamærin Richard Myers hershöfðingi, formaður bandaríska herráðsins, sagði á blaðamanna- fundi í Bagdad í gær að erlendir skæruliðar kæmust enn yfir landamærin frá Sýrlandi og Íran til að taka þátt í baráttunni gegn hernámsliðinu í Írak. „Við vitum fyrir víst að margir þeirra koma frá Sýrlandi og sumir frá írönsku landamærunum,“ sagði Myers. „Í ljósi erf- iðleika írösku þjóðarinnar við að byggja upp betra Írak má hún alls ekki við íhlutun grannríkja sem reyna að vernda eigin hags- muni. Þetta er einfaldlega óviðunandi.“ Heimför 20.000 hermanna frestað Hætt við að minnka heraflann í Írak Bagdad. AFP.  Bandaríkin/17 STÆRSTA skyndibitakeðja heims, McDonald’s, hóf í gær herferð gegn of- fitu í Bandaríkjunum og kynnti áform um að bjóða upp á hollari mat í öllum veitingahúsum sínum í landinu. Skyndibitakeðjan hóf mikla auglýs- ingaherferð til að kynna þessi áform og verjast ásökunum um að hún hefði stuðlað að óhollu mataræði og offitu. Frá og með 6. maí geta viðskiptavin- ir 13.500 veitingahúsa McDonald’s í Bandaríkjunum keypt hollan málsverð með salati og vatni, auk þess sem hon- um fylgir skrefmælir til að hvetja fólk til að ganga meira. Börnunum verður einnig boðið upp á heilnæmari fæðu og drykki, svo sem eplasneiðar og ávaxtasafa í stað franskra kartaflna og gosdrykkja. McDonald’s í herferð gegn offitu Chicago. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.