Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Brú- arfoss kemur og fer í dag. Halifax kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Remoy kemur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 14 bingó. Hár- snyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 13– 16.30 smíðar. Bingó spilað 2. og 4. föstudag í mánuði. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9–12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna, kl. 13–16 vefnaður og frjálst að spila í sal. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað og hárgreiðslustofan opin, kl. 14 söngstund. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 verslunin opin. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og út- skurður. Kl. 14, messa, prestur sr. Ólafur Jó- hannsson, Furugerð- iskórinn syngur undir stjórn Ingunnar Guð- mundsdóttur. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Opin vinnu- stofa kl. 9–16.30, gönguhópur kl. 9.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 opið hús, spilað á spil. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Félagsvist í Garðabergi kl. 13 á vegum FEBG. Fótaað- gerðastofan sími 899 4223. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Bingó í Gullsmára 13 kl. 14. Síðasta bingó vetrarins. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opnað kl. 9, tréútskurður og brids kl. 13, billjard kl. 13.30. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10 létt ganga, frá há- degi spilasalur opinn, kl. 13.30 kóræfing. S 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 myndvefnaður, kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bók- band, kl. 9–17 mynd- listarsýning. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 glerlist, kl. 10 ganga. Kl. 14 bingó. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, út- skurður, baðþjónusta, fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 11 spurt og spjallað, kl. 14 bingó. Hvassaleiti 58–60. Fótaaðgerðir virka daga, hársnyrting þriðju- til föstudags. Norðurbrún 1. Kl. 9– 17 hárgreiðsla, kl. 10– 11 boccia, kl. 14 leik- fimi. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl.10–11 kántrýdans. Kl. 13.30 sungið við flygilinn við undirleik Sigurgeirs, kl.14.30 dansað í kaffi- tímanum við lagaval Sigvalda, gott með kaffinu. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 12.30 leir, kl. 13.30 bingó. Þjónustumiðstöðin, Sléttuvegi 11. Opið frá kl. 10–14. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, kl. 10. Félag einhleypra. Fundur á morgun kl. 21 í Konnakoti Hverf- isgötu 105. Nýir fé- lagar velkomnir. Heitt á könnunni. Munið gönguna mánu- og fimmtudaga. Minningarkort Sam- taka sykursjúkra fást á skrifstofu samtak- anna Tryggvagötu 26, Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562 5605, bréfsími 562 5715. Minningarkort Sjálfs- bjargar félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu fást hjá Sjálfsbjörg fé- lagi fatlaðra á höf- uðborgarsvæðinu, Há- túni 12, sími 551 7868 Kortin er einnig hægt að panta með tölvu- pósti, rfelag@sjalfs- bjorg.is. Kortin eru innheimt með gíró- seðli. Í dag er föstudagur 16. apríl, 107. dagur ársins 2004, Magn- úsarmessa hin f. Orð dagsins: Honum bera allir spámennirnir vitni, að sérhver, sem á hann trú- ir, fái fyrir hans nafn fyrirgefn- ingu syndanna. (Post. 10, 43.)     Andri Óttarsson fjallará Deiglunni um þann úrskurð áfrýjunarnefnd- ar jafnréttismála að Björn Bjarnason dóms- málaráðherra hafi brotið jafnréttislög með því að taka karlkyns umsækj- anda um stöðu hæsta- réttardómara fram yfir hæfari konu. „Hæstirétt- ur komst að þeirri nið- urstöðu að allir umsækj- endur væru hæfir en tveir karlkyns umsækj- endur væru hins vegar heppilegastir. Í stað þess að ráða annan þeirra sem Hæstiréttur taldi hæfasta tók ráðherra þá ákvörðun að ráða ein- stakling sem var af mörgum talinn með þeim minnst hæfu.     Rétt er að geta þess aðef ráðherra hefði ráðið annan hvorn þeirra sem Hæstiréttur taldi heppilegasta þá hefði hann líklega ekki lent í neinum vandræðum með áfrýjunarnefnd jafnrétt- ismála. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna nr. 96/ 2000 kveða nefnilega á um að ef kvenkyns um- sækjandi er hæfari eða jafn hæfur þá skuli hann ráðinn. Í þessu tilviki hafði Hæstiréttur metið tvo umsækjendur heppi- legri en aðra og því átti umrædd lagagrein lík- lega ekki við ráðningu þeirra. Það er því ekki sjálfgefið að ef ráðherra hefði fylgt lögunum að þá hefði hann orðið að ráða konu. Vandamálið byrjar fyrst þegar hann ræður einstakling sem var líklega ekki hæfasti umsækjandinn. Enda eru tvær aðrar kvartanir í gangi hjá Umboðsmanni Alþingis vegna ráðning- arinnar.“     Andri segir málsvörnBjörns hafa byggt á því að lögin væru vitlaus. „Hann hefur sagt eitt- hvað á þá leið að jafn- réttislög hafi sett ósann- gjarnar kvaðir á hann við ráðningu hæstarétt- ardómarans, þau séu barn síns tíma og því hafi hann ekki virt þau þegar hann réð hæsta- réttardómara á síðasta ári. Að auki hefur hann lýst því yfir að það þurfi að breyta lögunum. Þessi málflutningur ráð- herrans hefur ekki sleg- ið á gagnrýnisraddir og er til þess fallinn að leiða athyglina frá aðal- atriði málsins. Aðalatriði málsins er nefnilega ekki álit ráðherrans á jafn- réttislögum heldur sú staðreynd að hann fylgdi ekki gildandi lögum í landinu. Á meðan jafn- réttislög eru í gildi þá verðum við náttúrulega að fylgja þeim, sama hvað okkur finnst um þau. Sett lög eru leik- reglur þjóðfélagsins og það er óþarfi að tíunda það ástand sem myndi skapast ef það væri val- kvætt hvaða lögum menn færu eftir í þjóðfélaginu. Það skiptir engu hvort í hlut á ráðherra eða ruslakarl, enginn er haf- inn yfir lögin.“ STAKSTEINAR Dómsmálaráðherra hafinn yfir lögin? Víkverji skrifar... Tilhugalíf starrapars nokkurs íeldri hluta Reykjavíkur er í mol- um og allt er það Víkverja að kenna. Þannig er mál með vexti að í sama húsi og Víkverji býr ákaflega góð- hjörtuð kona sem gefur fuglunum á hverjum degi – jafnvel nú þegar komið er fram í miðjan apríl og ekki lengur frost í jörðu. Fuglarnir hafa tekið þessu fagnandi mjög og er mikið fuglager í og í kringum garð- inn á hverjum degi, einkum þrestir og starrar. Það er því stundum eins og í kvikmynd Hitchcock, The Birds, að líta út um gluggann, þar sem allt í kring sitja fuglar á grein. x x x Á svölunum hjá Víkverja var,þar til nýlega, smágat upp í þakið, sem gleymst hafði að loka fyrir eftir að skipt var um þak. Útsjónarsamt starrapar hafði komið auga á þennan skjólgóða stað og hreiðrað þar um sig, í bók- staflegri merkingu. Víkverji festi kaup á umræddri íbúð einmitt mikið til vegna sval- anna, þar sem hann veit fátt betra en sitja úti á svölum og láta sólina skína á sig. Var hann því ekki par ánægður með þessa þróun og var farið að klæja um allan líkamann af tilhugsun um starraparið og sá ekki fram á að vilja liggja þar fá- klæddur í sólinni í sumar við óbreytt ástand. Víkverji hafði samband við iðn- aðarmann, þar sem hann vildi að umræddu gati yrði lokað, en hann sagði að það yrði að bíða þar til í sumar þegar ungarnir væru komnir úr eggjunum, þar sem það væri bannað að loka á hreið- urstæði með eggjum í. Þetta var fyrir um mánuði og þótti Víkverja ólíklegt að starraparið væri búið að unga út. x x x Nú voru góð ráð dýr! Átti Víkverjiað leyfa starraparinu að hafa svalirnar á sínu yfirráðasvæði þar til um mitt sumar? Hann ákvað að hafa samband við fuglafræðing sem upp- lýsti að starrinn verpti þrisvar sinn- um á sumri og að mjög ólíklegt væri að það væru komin egg í hreiðrið um miðjan mars. Lýsti hann því hvernig flóin af starranum kemur sér fyrir í hreiðrinu og ef engir ungar komi í hreiðrið að ári, sem hefði gerst ef það hefði ekki verið lokað fyrir hreiðrið fyrr en síðsumars, færi flóin á kreik í leit að holdi til að bíta. Víkverji sá að það var ekki eftir neinu að bíða og ákvað að hann gæti alveg haft eitt varp hjá einu starra- pari af öllum þeim aragrúa starra sem hafa viðdvöl í garðinum á sam- viskunni. Iðnaðarmaðurinn kom og fyllti upp í gatið og horfir Víkverji löngunaraugum til fyrstu sólargeisl- anna. Hann hugsar ekkert mjög oft til starraparsins en sér þó stundum tvo starra húka á þakskegginu og hugsar þá með sér hvort þar séu komnir starrarnir sem Víkverji gerði heimilislausa. Morgunblaðið/Ómar Víkverji ákvað að hann gæti alveg haft eitt varp hjá einu starrapari á samviskunni. Fékk ekki vinninginn ÉG er að safna töppum af pepsi-flöskum en þegar bú- ið er að safna 20 töppum er hægt að fá vinning, t.d. plakat eða áritaðan bolta. Fór ég í tvær verslanir í Smáralind til að ná í vinn- inga en þar var mér sagt að þeir yrðu ekki afhentir fyrr en í júní. Er það rétt að ekki sé hægt að nálgast vinninga fyrr en í júní? Neytandi. Rauðu strikin ÉG undirritaður var að lesa Morgunblaðið 30. mars sl. Þar var minnst á helstu efnisatriði kjarasamninga Flóabandalagsins sem voru samþykktir í flestum fé- lögum en ég vil benda á að það er hvergi minnst á rauðu strikin í fréttinni sem þýðir að ef verðlag rýkur upp úr öllu valdi á samn- ingstímanum, sem er fjög- ur ár, þá megi segja upp kjarasamningum. Ég vil fá svar frá Sigurði Bessasyni formanni stétt- arfélagsins Eflingar um þetta atriði. Gunnar Halldórsson, Skúlagötu 72. Svona hlutum á að taka á Á miðvikudag fyrir páska týndi ég debet-kortinu mínu og lét ég því loka því. Þegar ég svo eftir páska kom í verslun, sem ég versla stundum í, var mér sagt að kortið mitt lægi þar. Ég var mjög undrandi og reiður yfir því að hafa ekki verið látinn vita af þessu. Svona hlutum á að taka á. Hvet ég verslunareigendur sem finna hjá sér kort að hafa uppi á eiganda korts- ins – eða senda það í við- komandi banka. Kortaeigandi. Tapað/fundið Armband í óskilum KONAN sem hafði sam- band við Velvakanda sl. miðvikudag vegna arm- bands er beðin að hafa sam- band aftur. Nike barnaúlpa týnd- ist í Hafnarfirði NIKE hettulaus barna- úlpa, rauð og grá, týndist við Fjörðinn í Hafnarfirði sunnudaginn 4. apríl sl. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 898 1854. Týnt tarkíní Sunnudaginn 4. apríl gleymdist svartur toppur og svartar bikiní-buxur í kvennaklefanum í sundlaug Breiðholts. Á toppnum og buxunum eru gylltir skrauthringir. Sundfötin eru sérsaumuð á eigand- ann. Sá sem hefur tekið þetta í misgripum vinsam- lega skili því í afgreiðsluna eða hringi í síma: 699 5358 Anna. Nisti í skilum NISTI, sem hægt er að opna, með mynd af eldri manni innan í, fannst fyrir 3 árum í Skeifunni. Upplýs- ingar í síma 553 5997. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 dauðsjúkur, 8 benda, 9 tölustaf, 10 drykk, 11 búa til, 13 líffæra, 15 kenna, 18 óbifanlega, 21 blása, 22 kind, 23 hæð, 24 yf- irburðamanns. LÓÐRÉTT 2 svipað, 3 afhenda, 4 ástundunin, 5 einn af Ás- um, 6 óns, 7 verma, 12 smávaxinn maður, 14 fiskur, 15 gamall, 16 hyggja, 17 lausagrjót, 18 detti, 19 al, 20 keyrir LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 smali, 4 Flóra, 7 aðild, 8 romsa, 9 inn, 11 arni, 13 Frón, 14 látir, 15 stál, 17 úlpa, 20 hal, 22 orkar, 23 eimur, 24 sunds, 25 tærir. Lóðrétt: snapa, 2 arinn, 3 ildi, 4 forn, 5 ólmur, 6 afann, 10 nýtna, 12 ill, 13 frú,15 spons, 16 álkan, 18 lemur, 19 aurar, 20 hrós, 21 lekt. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.