Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Til viðbótar koma veltutengdir Vildarpunktar kortsins Tvöfaldir Vildarpunktar til 1. maí Gúmmívinnustofan, Réttarhálsi 2, Rvk, 5% Sólning hf., Austurvegi 58, Selfossi, 5% Sólning hf., Fitjabraut 12, Njarðvík, 5% Sólning hf., Smiðjuvegi 32-34, Kópavogi, 5% Hjólbarðar ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 24 12 5 0 4/ 20 04 SÝSLUMAÐURINN í Keflavík hefur gripið til aðgerða í tilefni tveggja stórfelldra vopnaþjófnaða á Suðurnesjum á aðeins fjórum mánuðum og mun á næstu vikum gera úttekt á geymslu skotvopna hjá öllum þeim sem hafa skotvopnaleyfi í umdæmi sýslumannsins. Ásgeir Eiríksson sýslumanns- fulltrúi segir lögregluyfirvöld líta ítrekaða vopna- þjófnaði mjög alvarlegum augum og ekki sé á það bætandi að stolin vopn séu síðan notuð til ofbeld- isverka, eins og reyndin varð í fyrra þegar tveim haglabyssum var stolið í Keflavík og þær síðan notaðar við vopnað rán í Bónus í Kópavogi hinn 8. desember. Lögreglan mun því kanna það hvernig skot- vopnaeigendur geyma vopn sín og mun auglýsa aðgerðirnar svo eigendur geti komið komið skikki á sín mál áður en lögreglan kemur í heimsókn. Lögreglan í Grindavík hefur nú til rannsóknar þjófnað á fimm rifflum þar í bæ fyrripart þessa mánaðar, en hefur hvorki fundið vopnin né þá eða þann sem braust inn Vopnin voru geymd í skáp í bílskúr við einbýlis- hús í bænum og segir Sigurður Ágústsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn skápinn vera af bestu gerð, en vegna mannlegra mistaka eigandans hafi hann gleymt að læsa honum þegar hann fór að heiman. Sigurður segir það á ábyrgð eigenda vopna að geyma þau á tilhlýðilegan hátt samkvæmt vopna- lögum, en ekki sé haft lögreglueftirlit með geymslu vopna. Ekki hafi verið farið inn á heimili fólks til að athuga byssuskápa. Aðspurður um ábyrgð eigandans segir hann það seinni tíma mál, hvort hann verði dreginn til ábyrgðar fyrir hugs- anleg brot á vopnalögum en það sé ákæruvaldsins að taka afstöðu til þess. Um þetta atriði vildi sýslu- mannsfulltrúi ekki tjá sig. Snorri Sigurjónsson lögreglufulltrúi hjá ríkis- lögreglustjóra segir það í höndum lögreglustjóra í hverju umdæmi fyrir sig að ákveða hvernig haga skuli eftirliti með því að vopnalögum sé framfylgt, en samkvæmt 23. grein vopnalaga skal eigandi eða vörsluaðili skotvopns og skotfæra ábyrgjast vörslu þeirra með þeim hætti að óviðkomandi aðili nái ekki til þeirra. Allt að 4 ára fangelsi fyrir brot Í 36. grein vopnalaga er kveðið á um sektir eða fangelsi allt að 4 árum fyrir brot á lögunum, nema þyngri refsing liggi við eftir öðrum lögum. Þá segir í reglugerð um skotvopn, skotfæri o.fl. frá 1998 að einstaklingi sem á fleiri en þrjú skot- vopn sé skylt að geyma þau í sérútbúnum vopna- skáp sem samþykktur er af lögreglustjóra. Snorri segir að fylgst sé með því hvort menn séu með viðunandi geymsluaðstöðu fyrir skotvopn þegar þeir kaupi fjórða vopnið. Þá komi lögreglu- maður heim til byssueigandans til að athuga hvort vopnin séu geymd á réttan hátt. Þannig sé sér- stökum lögreglumanni hjá lögreglustjóranum í Reykjavík falið þetta eftirlit ásamt fleirum. Hann brýnir fyrir skotvopnaeigendum að geyma vopn í tryggilega læstum hirslum svo óvið- komandi komist ekki í þau. Sýslumaður grípur til að- gerða vegna vopnaþjófnaða FYRSTI keppnisdagurinn af þremur á Íslandsmeist- aramóti kaffibarþjóna fór fram í Smáralind í gær og segja aðstandendur keppninnar að metnaður og geta þátttakenda hafi aldrei verið meiri. Keppendur laga þrjá mismunandi drykki; espresso, cappuccino og einn frjálsan kaffidrykk, segir Sonja Grant, alþjóðlegur kaffibarþjónadómari, og einn af að- standendum keppninnar. Alls taka 24 kaffibarþjónar þátt í keppninni, og kepptu 12 í gær og hinir 12 keppa í dag. Sex stigahæstu keppendurnir mynda landslið Íslands í þessari grein næsta árið, og keppa þeir sín á milli um Íslandsmeist- aratitilinn á laugardaginn. Sex dómarar sjá um að dæma vinnubrögð, útlit og bragð drykkjanna, og segir Sonja að þeir fjórir sem sáu um að smakka í gær hafi verið skjálfandi en ánægðir eftir að hafa drukkið úr 36 mismunandi kaffibollum í gær. Tveir erlendir dómarar dæma á mótinu, einn frá Danmörku og annar frá Noregi, en auk þeirra eru fjór- ir íslenskir dómarar. Sonja segir að keppendurnir hafi staðið sig mjög vel í gær og segir að keppendur í ár hafi greinilega meiri metnað og getu en keppendur á síðasta ári og segir hún þá mikið sagt. Sigurvegarinn í keppninni fer svo til Ítalíu um miðjan júní og keppir fyrir Íslands hönd í heimsmeistaramóti kaffibarþjóna og segir Sonja að mikill metnaður sé til þess að vinna þá keppni í ár eftir að hafa tvisvar lent í öðru sæti undanfarin ár. Morgunblaðið/Júlíus Marta Rut Pálsdóttir, kaffibarþjónn hjá Kaffitári, var einbeitt á svip þar sem hún blandaði „frjálsan drykk“. Kepptu í kaffigerð í Smáralind BREYTT stjórnarfyrirkomulag í Sorpu var rætt í borgarstjórn í gær, en hér eftir verður stjórn Sorpu skipuð einum manni frá hverju sveitarfélagi á höfuðborg- arsvæðinu. Atkvæði hvers fulltrúa í stjórn mun taka mið af fjölda íbúa í hverju sveitarfélagi, og mun því fulltrúi Reykjavíkur fara með u.þ.b. tvo þriðju hluta atkvæða. Þetta er svipað fyrirkomulag og verið hefur í stjórn Strætó og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar. Áður voru níu stjórnarmenn, Reykjavík átti fimm, Hafnarfjörð- ur og Kópavogur einn hvort bæj- arfélag, og hin bæjarfélögin skipt- ust á að skipa tvo fulltrúa. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, hefur gagnrýnt að minnihlutinn í borginni ætti ekki að hafa aðkomu að stjórn Sorpu, og var málum miðlað þannig að Reykjavík hefði tvo fulltrúa í stjórn Sorpu, einn frá meirihluta og annan frá minni- hluta, en aðeins fulltrúi meirihlut- ans hefur atkvæðisrétt, segir Vil- hjálmur. Fyrirkomulagið gildir út kjörtímabilið. Kjörnir fulltrúar í stjórnum Vilhjálmur segir mikilvægt að kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna komi í meira mæli að stjórnum byggðarsamlaganna, en hér eftir verða fulltrúar í stjórn Sorpu að vera kjörnir fulltrúar. Segir Vil- hjálmur það vera til eftirbreytni fyrir Strætó og Slökkviliðið. Í borgarstjórn í gær var rætt um bókun borgarráðs frá því á þriðjudag þar sem segir að borg- arráð telji það mikilvægt að Reykjavík eigi tvo fulltrúa í stjórn Sorpu til frambúðar, og að á næsta ársfundi SSH fari fram almenn umræða um stjórnarfyrirkomulag- ið í Sorpu. Breytt stjórnar- fyrirkomulag Sorpu MEIRA en 80% einstaklinga og lið- lega 90% lögaðila skila nú skatt- framtölum sínum með rafrænum hætti til ríkisskattstjóra og er þetta hlutfall hærra hér á landi en þekk- ist annars staðar í heiminum. Þrem þúsundum fleiri hafa skilað rafrænt en í fyrra Indriði H. Þorláksson, ríkisskatt- stjóri, segir að í þeim löndum þar sem krafist er viðbótarupplýsinga umfram forskráðar upplýsingar séu hvergi jafnmikil rafræn skil og hér á landi. „Í fyrra fengum við um 82% af öllum einstaklingsframtölum inn með rafrænum hætti. Við erum nú komin með þrem þúsundum fleiri framtöl á Netinu. Í fyrra skiluðu at- vinnuframteljendur, þ.e. endurskoð- endur og bókarar, í gegnum sér- stakt rafrænt kerfi 68 þúsund framtölum en þeir hafa lengri skila- frest en einstaklingar. Við reiknum með að það verði einhver tilflutn- ingur þarna á milli, þ.e.a.s. að fram- tölum sem koma gegnum endur- skoðendur og bókara muni fækka og að fleiri noti sér þetta beint, bæði vegna þess að menn sjá hversu einfalt þetta er og eins vor- um við líka að loka hringnum. Nú geta allir skilað á vefnum, t.d. bændur o.fl. sem ekki gátu það í fyrra,“ segir Indriði. Indriði segir margt ávinnast með rafrænum skilyrðum, einkum þó betri þjónusta við einstaklinga og fyrirtæki. „Ég held raunar að svona góð þátttaka fengist ekki nema menn væru almennt ánægðir með þetta. En við spörum líka ákveðna vinnu, s.s. við skráningu, villutékk því við byggjum inn í þetta kerfi mjög ýtarlegar afstemmingar og höfum samfara þessu þróað skilvirk eftirlitskerfi sem fara í raun í gegn- um framtölin þannig að við afgreið- um rúmlega helminginn af framtöl- unum án þess að nokkur starfs- maður á skattstofunum hafi komið þar nálægt. Hins vegar er mun meiri forvinna sem fylgir þessu við að safna upplýsingum saman og sjá til þess að þær séu réttar,“ segir Indriði. Um 117 þúsund einstakling- ar skiluðu framtali á Netinu                           LÖGREGLAN á Selfossi handtók í gær þrjá menn grunaða um innbrot í Grunn- skóla Hveragerðis í fyrrinótt. Stolið var skjávarpa og tölvu- búnaði og við handtöku fannst þýfi í fórum mannanna auk talsverðs magns fíkni- efna, bæði hass og fleiri efna. Að sögn lögreglunnar á Sel- fossi hefur verið talsvert um innbrot að undanförnu í ná- grenni Selfoss, m.a. á Eyr- arbakka og Stokkseyri, bæði í hús og bíla. Stolið hefur verið fartölvum og ýmsum öðrum verðmætum. Ekki er ljóst hvort tengsl séu á milli þeirra mála og innbrotsins í Hveragerði, en rannsókn málanna er enn ekki að fullu lokið. Handtekn- ir vegna innbrots
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.