Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ JARÐVÍSINDASTOFNUN Há- skóla Íslands verður til hinn 1. júlí næstkomandi við samruna Nor- rænu eldfjallastöðvarinnar og stofnunar jarðvísindahluta Raun- vísindastofnunar Háskóla Íslands. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntmálaráðherra, Páll Skúla- son rektor Háskóla Íslands og Sig- urður Helgason, aðstoðarfram- kvæmdastjóri norrænu ráðherranefndarinnar, undirrit- uðu samkomulag þess efnis við upphaf vígsluathafnar Öskju – Náttúrufræðahúss Háskóla Íslands – í gær. Norræna eldfjallastöðin er rannsóknarsetur í eigu Norrænu ráðherranefndarinnar. Í frétta- tilkynningu frá stofnuninni segir að þess sé vænst að starfsemin eflist enn frekar við nýjar og bættar aðstæður, bæði hvað varð- ar nánari samvinnu jarðvísinda- manna og einnig vegna stór- bættrar aðstöðu til rannsókna í hinu nýja Náttúrufræðahúsi Há- skólans, Öskju. Breytingarnar hafi samþættingu jarðvísindastarfsem- innar að leiðarljósi, þannig að sem mestur faglegur ávinningur náist, samhliða því sem norræn vídd í starfseminni haldist með heitinu Norræna eldfjallasetrið innan Jarðvísindastofnunar Háskólans. Þorgerður Katrín sagði við vígslu Öskju í gær að mennta- málaráðuneytið byndi miklar von- ir við þetta samkomulag og með því væri stigið stórt skref í þágu jarðvísindanna. „Ljóst er að ís- lensk jarðvísindi standa með mikl- um blóma um þessar mundir. Al- þjóðleg staða okkar á sviði jarðvísinda er afar sterk og við blasir að Háskóli Íslands getur ef rétt er á haldið haslað sér völl sem alþjóðlegt öndvegissetur á þessu sviði. Viðfangsefni sem hafa alþjóðlega skírskotun geta án efa laðað alþjóðlegt vísindasamstarf til samvinnu um metnaðarfullt verkefni,“ sagði Þorgerður Katr- ín. Hún sagði að menntamálaráðu- neytið styddi uppbyggingu seturs- ins, bæði með beinum fjárveit- ingum til rekstursins og einnig með framlagi til byggingar Öskju. Því til viðbótar mundi ráðuneytið beita sér fyrir uppbyggingu tækjakosts, en heimildir væru fyr- ir slíku í fjárlögum yfirstandandi árs. Jarðvísindastofnun Háskólans stofnuð HÍ gæti orðið alþjóð- legt öndvegissetur á sviði jarðvísinda Morgunblaðið/Kristinn Sigurður Helgason, Þorgerður K. Gunnarsdóttir og Páll Skúlason undir- rita samninginn um Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. FORYSTUMENN meirihlutans í bæjarstjórn Reykjanesbæjar hyggjast sækja um leyfi til að byggja hjúkrunarheimili í bæjarfélaginu. Kom þetta fram í máli Bjarkar Guðjónsdóttur, for- seta bæjarstjórnar, á fundi Sambands sveitar- félaga á Suðurnesjum um öldrunar- og heil- brigðismál sem haldinn var í gær. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra kvaðst á þessari stundu ekki geta lofað fjárveitingum til að byggja og reka slíkt heimili. Fyrir fundinn afhentu þeir sem staðið hafa fyrir söfnun undirskrifta gegn stefnu stjórn- enda Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja mót- mæli sín til sveitarstjórnarmanna og alþing- ismanna. Þar er lögð áhersla á þá kröfu að D-álma sjúkrahúss HSS verði notuð sem hjúkrunardeild fyrir aldraða sjúka. 2.200 kjós- endur á Suðurnesjum höfðu ritað nöfn sín und- ir þá kröfu. Hilmar Jónsson lýsti því yfir á fundinum að 80% aldraðra í Reykjanesbæ hefðu skrifað undir og áfram yrði haldið að safna undirskriftum, þar til yfir 3.000 manns hefur tekið þátt. Hilmar og nokkrir sveitarstjórnarmenn gagnrýndu harðlega þá ákvörðun stjórnenda HSS að reka almenna sjúkradeild á annarri hæð nýrrar D-álmu sjúkrahússins. Jóhann Geirdal í Reykjanesbæ og Jón Gunnarsson í Vogum voru í hópi þeirra sem lögðu áherslu á að D-álman hefði frá upphafi verið byggð til að hýsa hjúkrunardeild og sögðu að það væru svik við íbúana ef ekki yrði staðið við það. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra staðfesti það í sínu ávarpi að þannig hefði þessi bygging ver- ið hugsuð á sínum tíma. Ósammála um biðlistana Fundarmenn voru ekki sammála um hvað miklir biðlistar væru eftir vistun. Fram kom hjá Finnboga Björnssyni, framkvæmdastjóra Dvalarheimila á Suðurnesjum, að miklir bið- listar væru eftir að komast á hjúkrunarheim- ilið Garðvang í Garði og dvalarheimilið Hlé- vang í Keflavík og Siguður Garðarsson, formaður DS, sýndi fram á að hlutfallslega væru mun færri vistunarrými á Suðurnesjum en á landinu að meðaltali og hlutfallslega fleiri á biðlistum. Sigurður Árnason, yfirlæknir á sjúkrahúsinu, sagði aftur á móti að einungis 3 til 5 af þeim einstaklingum sem nytu þjónustu heimahlynningar þyrftu að komast á hjúkrun- arheimili og hvatti hann fundarmenn til að láta sig vita ef þeir vissu dæmi um annað. Jón Kristjánsson sagði slæmt að tölur væru jafn- mikið á reiki um vistunarmál og raun bæri vitni og vildi láta athuga í ráðuneytinu hvort hægt væri að bæta aðferðir við að meta biðlista. Spurður hvort fjárveiting fengist til að byggja og reka hjúkrunarheimili í Reykja- nesbæ, eins og meirihluti bæjarstjórnar hefur áhuga á, til viðbótar fyrirhuguðum fjárveiting- um til endurbóta og viðhalds á sjúkrahúsinu sagðist ráðherra ekki geta lofað slíku á þessari stundu. Á brattann væri að sækja með fjárveit- ingar til nýbygginga og ekki síður til reksturs nýrra stofnana. Það væri þó ekki vonlaust. Björk sagði að þótt leyfi fengist til að byggja hjúkrunarheimili þyrfti að leysa vanda þeirra íbúa Reykjanesbæjar sem nú þegar þyrftu á þessari þjónustu að halda og sagðist horfa til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja með það. Jón Kristjánsson sagðist vonast til að samkomulag næðist um lausn þess máls og að jafnframt gæti Heilbrigðisstofnunin haldið áfram að byggja sig upp samkvæmt þeim áætlunum sem unnið hefði verið eftir að undanförnu. Vilja byggja hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fundur sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum um öldrunarmál var fjölsóttur. Hér eru á fremsta bekk Jón Gunnarsson oddviti og alþingismaður, Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Nokkuð skiptar skoðanir voru á fundinum. Fjölmenni á fundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um öldrunar- og heilbrigðismál ALLS 152 erlendir einstaklingar á aldrinum 18 til 24 ára fengu dval- arleyfi hér á landi vegna hjúskapar við íslenska ríkisborgara á tíma- bilinu frá árinu 2000 fram til 1. mars 2004. Kemur þetta fram í skriflegu svari dómsmálaráðherra, Björns Bjarnasonar, við fyrirspurn Bryndísar Hlöðversdóttur, þing- manns Samfylkingarinnar. Í frumvarpi ráðherra, sem nú er til meðferðar á Alþingi, og fjallar um breytingar á lögum um útlend- inga, er m.a. ákvæði um að útlend- ingar skuli vera eldri en 24 ára til að unnt verði að veita þeim dval- arleyfi vegna hjúskapar. Þingmenn Samfylkingar og Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs gagnrýndu það ákvæði harðlega í fyrstu um- ræðu um frumvarpið í síðasta mán- uði. 152 fengu dvalarleyfi LÖGREGLAN hefur rannsakað tvö mál, á undanförnum árum, þar sem grunur lék á að stofnað hefði verið til hjúskapar í þeim tilgangi einum að afla dvalarleyfis hér á landi. Í öðru tilvikinu var grunur um skipulagða starfsemi og náði rannsóknin til 18 hjóna, sem komu hingað til lands frá sama upprunaríkinu á sama tíma. Þetta kemur fram í skriflegu svari dómsmálaráðherra, Björns Bjarna- sonar, við fyrirspurn Bryndísar Hlöðversdóttur, þingmanns Sam- fylkingarinnar. „Eftir frumrannsókn og skýringar aðilanna á aðstæðum sínum þóttu heimildir ekki vera fyrir hendi til að halda rannsókn áfram eða fylgja henni eftir með saksókn og féll málið niður,“ segir í svarinu. Hitt tilvikið kom upp árið 2003 og er enn til rannsóknar hjá lögreglu, segir sömuleiðis í svarinu. Eitt nauðungarhjónaband Í svarinu kemur einnig fram að færst hafi í vöxt að ungt fólk af er- lendum uppruna, sem telst til ann- arrar kynslóðar innflytjenda, sæki sér maka til upprunalands síns. Þó sé Útlendingastofnun einvörðungu kunnugt um eitt tilvik þar sem því var haldið fram að um nauðungar- hjónaband væri að ræða. „Hér á landi eru enn sem komið er ekki margar kynslóðir innflytjenda en útlendingasamfélagið á Íslandi hefur vaxið gífurlega á síðustu 10 ár- um. Það má því í raun segja að hér séu aðallega búsettir einstaklingar sem tilheyra fyrstu og annarri kyn- slóð,“ segir í svarinu. Lögreglan rannsakar gervihjónabönd STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra sagði á Alþingi í vikunni að kostnaður við tvöföldun Vest- urlandsvegar, frá Víkurvegi í Reykjavík að Skarhólabraut í Mos- fellsbæ, yrði mun meiri en fyrri áætlanir hefðu gert ráð fyrir. Hann yrði m.ö.o. að minnsta kosti níu hundruð milljónir króna, miðað við nýja kostnaðaráætlun. Sam- kvæmt gildandi vegaáætlun er gert ráð fyrir 520 milljónum til verkefnisins. Ráðherra sagði því ljóst að útboð á verkefninu gæti ekki farið fram fyrr en búið væri að leysa hvernig fjármagna ætti verkefnið. Úrskurður um mat á umhverfis- áhrifum fyrir verkið liggur fyrir og er unnið að verkhönnun. Að sögn ráðherra ætti þeirri vinnu að ljúka í lok apríl en hingað til hefur verið miðað við að bjóða þá verkið út. „Það sem við munum að sjálfsögðu gera er að fara yfir málið,“ út- skýrði ráðherra, „og leita leiða til þess að nýta þá ef til vill ónýttar fjárveitingar í öðrum verkum inn- an sama kjördæmis ef það mætti verða til þess að leysa málið.“ Valdimar L. Friðriksson, vara- þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðunnar um tvö- földun Vesturlandsvegarins og benti m.a. á að um umræddan veg- arkafla færu um 17 þúsund bílar á dag. Sagði hann að sú umferð kall- aði á tvöföldun vegarins. Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, sagði eftir fyrrgreind svör ráðherra að málið hefði dregist úr hömlu. „Málið hefur dregist úr hömlu, þ.e. hönnun verkefnisins, mat á umhverfisáhrifum og ferill- inn allur.“ Fjármagn til Vestur- landsvegar ekki tryggt ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag með utandagskrárum- ræðu um úrskurð kærunefndar jafn- réttismála um skipan hæstaréttar- dómara og viðbrögð dómsmála- ráðherra. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er málshefjandi umræðunnar. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra verð- ur til andsvara. Í tilkynningu frá þingflokki Sam- fylkingarinnar segir að Jóhanna muni m.a. spyrja ráðherra að því hver sé pólitísk ábyrgð ráðherra, sem Hæstiréttur dæmi að hafi með embættisfærslu sinni brotið lög eins og jafnréttislög. Þá mun hún m.a. spyrja ráðherra hvort hann sé reiðubúinn til að semja um skaða- bætur vegna fyrrgreinds úrskurðar kærunefndar. Ræða úr- skurð kæru- nefndar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.