Morgunblaðið - 16.04.2004, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 16.04.2004, Qupperneq 36
UMRÆÐAN 36 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ M áttur kapítalism- ans verður að sönnu seint skil- inn til hlítar. Hann getur um- breytt heilu samfélögunum á undraskömmum tíma. Kapítal- isminn er fær um að leysa úr læðingi óheftanlegan sköp- unarkraft og kalla fram stjórn- lausa eyðingu. Naglföst hug- myndakerfi milljónahundraða standast ekki framrás hans. Auðhyggjan á rætur sínar í sammannlegu frumafli sem megnar að umsteypa viðteknum viðmiðum. Og kollsteypa viðmiða er ein mik- ilvægasta for- senda fram- fara. Því hefur jafnvel verið haldið fram að þann- ig verði bylt- ingar á sviði vísindalegrar þekk- ingar. Umbreytingarkraftur auð- hyggjunnar hefur birst Íslend- ingum á undanliðnum árum. Ís- lenska „frelsisbyltingin“ hefur á skömmum tíma kallað fram ný viðmið og aðrar leikreglur. Nýjar samsteypur fyrirtækja rísa enda „umbreytingarskeið“ hafið í ís- lensku viðskiptalífi, hagræðing- arkrafan hljómar hvar sem kom- ið er; fjölmiðlar flytja endalausar fréttir af peningum og tilfærslu á valdi fjármagnsins. Blessunarlega ber fátt annað til tíðinda í þessu góða landi. Í þjóðfélögum sem teljast þró- uð hefur nokkur hefð myndast fyrir því að beina einkum sjónum að græðginni sem í senn er for- senda og fylgja kapítalismans. Þetta þekkja menn héðan úr Skátalandi. Sú nálgun er um flest eðlileg. Ísland telst þróað ríki þótt mörgum virðist sem sú skilgreining eigi einungis við um afmörkuð þjóðfélagssvið. Í slíkum samfélögum eru græðgin og öfundin helstu sýni- legu drifkraftar kapítalismans. Í þjóðfélagi þar sem yfirgnæfandi meirihluti býr við ágæta afkomu og margir ráða yfir fjármunum sem eru öllum hinum óskiljan- legir verður græðgin sýnilegri en ella og getur af sér illvilja og öf- und. Margir telja að slíkt ástand reyni sérstaklega á innviði dvergsamfélaga. En drifkraftar kapítalismans eru miklu fleiri og sumir þeirra heillandi birtingarmyndir mann- legrar reisnar. Þróun undanliðinna ára verður ekki snúið við. Næstu verkefni íslenska kapítalismans liggja á sviði heilbrigðis- og menntamála. Þar verður barist líkt og á vett- vangi fjármagns og viðskipta og átökin verða mun harkalegri. Trúlega verður ríkismenningin síðasta vígi gamla tímans. Vel fer á því. Íslenska „frelsisbyltingin“ hef- ur farið fram á afmörkuðu sviði. Enn er mikið starf óunnið. Opn- ara samfélag kallar á aukið um- burðarlyndi og virðingu fyrir verðmætamati, lífsháttum og sýn annarra til veruleikans. Í frjálsu, opnu samfélagi á fólk skilyrð- islausan rétt á að fá að vera í friði. Í slíku samfélagi eru op- inber lífsháttastýring og forræð- ishyggja birtingarmyndir hins liðna. Þrátt fyrir „frelsisbyltinguna“ á frjálsynt fólk sér fáa málsvara í íslenskum stjórnmálum. Pólitísk rétthugsun, ríkisvaldstrú og for- ræðishyggja gera að verkum að þjóðfélagið líkist einna helst „Skátalandi“; samfélagi þar sem „foringjar“ og lífsháttastjórn- endur af ýmsum gerðum en allir á framfæri skattborgaranna fjar- stýra þegnunum með lúðra- blæstri og bendingum. Þeir sem telja að frelsið geti aldrei verið bundið við fjármagn og viðskipti heldur beri skilyrð- islaust að viðurkenna rétt fólks til að ráða og bera ábyrgð á eigin lífi eiga sér enga fulltrúa á Al- þingi Íslendinga. „Unga fólkið“ sem átti svo brýnt erindi við þjóðina í þingkosningunum fyrir tæpu ári reynist t.a.m. fátt hafa fram að færa í þessu efni sem öðrum. Komið hefur á daginn að „unga fólkið“ á Alþingi líkist einna helst öðru fólki; fólkinu sem þar er fyrir. Lygilega einsleitur hópur mið- aldra ríkishyggjumanna hefur tekið að sér að hafa stjórn á um- breytingaskeiðinu á Íslandi. Á Vesturlöndum er ágæt hefð fyrir því að ungt fólk láti til sín taka þegar samtíminn krefst breyt- inga. Eðlilegt er talið að hinir yngri hafi áhrif á eigin framtíð. Á Íslandi er kyrrstaðan slík að aldur skiptir engu í stjórnmál- unum. Sífellt færri telja sig enda eiga samleið með þeim stjórnmála- flokkum sem á Íslandi starfa. Í nýrri könnun á viðhorfi Íslend- inga til lýðræðis (sjá Morg- unblaðið 11. þessa mánaðar) kváðust 49% þátttakenda frekar eða mjög óánægð með þróun lýð- ræðis á Íslandi. Tæp 63% sögð- ust ekki geta tekið undir þá full- yrðingu að Íslandi væri í „megindráttum stjórnað í sam- ræmi við vilja fólksins“. Og heil 72% þeirra sem gáfu upp hug sinn töldu íslenska stjórn- málaflokka „ekki vera í takt við kjósendur sína“. Þessar niðurstöður eru stór- merkilegar og hefðu í flestum þróuðum ríkjum kallað fram um- ræðu og viðbrögð. Stjórnmálaflokkarnir eru trú- lega stöðnuðustu fyrirbrigði ís- lensks þjóðlífs og sýnast ófærir um að endurnýja sig í samfélagi sem þessi árin snýst um fátt annað en endurskoðun viðmiða og nýsköpun. Á tímum mikilla breytinga á sviði atvinnulífs og viðskipta verður hin pólitíska stöðnun sýnilegri en áður. Frels- isblaður fyrri ára verður í besta falli grátbroslegt þegar rík- ishyggju- og stjórnræðismenn sýna sitt rétta andlit með til- heyrandi skattahækkunum, hamslausri ríkisútþenslu, íhalds- semi, höftum, valdstrú og bönn- um. Markaðsvæðingin og fjár- magnsfrelsið kallar á nýja póli- tíska hugsun á Íslandi. Svo djúp- stæðar breytingar geta til lengri tíma litið aldrei verið bundnar við afmarkað svið samfélagsins. Kapítalið í Skáta- landi Þrátt fyrir „frelsisbyltinguna“ á frjálslynt fólk sér fáa málsvara í stjórnmálunum. VIÐHORF Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is ÞÆR fréttir berast nú að Bush Bandaríkjaforseti sé búinn að skrifa upp á einhliða áætlun Shar- ons varðandi her- teknu svæðin. Sharon hefur siglt öllum frið- arviðræðum vísvit- andi í strand. Hann hefur um leið hótað því að ef frið- arviðræður leiddu ekki til neins, þá myndi hann sjálfur ásamt herforingjum sínum ákveða framtíð herteknu svæðanna. Landtökubyggðirnar á Gaza, sem ná yfir 13% svæðisins, eru Ísrael dýrar í rekstri. Þar búa aðeins 7.500 Ísraelar og í trássi við alþjóðalög, en Palestínumenn á Gazaströnd eru 1,3 milljónir. Syðst á Gaza er landamæra- bærinn Rafah. Þar er verið að eyða allri byggð, heimilum fólks og aldingörðum til að útbúa „örygg- issvæði“ fyrir Ísraelsher sem að- skilja á Palestínumenn frá Egypta- landi. Sharon heitir því jafnframt að styrkja hernámið á Vesturbakk- anum og í Austur-Jerúsalem, Ísr- aelar muni aldrei að eilífu sleppa þeim landtökusvæðum. Sharon hefur löngum verið staðfastur í sín- um brotavilja og nú er Bush og Bandaríkjastjórn að skrifa upp á ábyrgðarvíxil. Sá víxill á svo sann- arlega eftir að falla. Trúverðugleiki Bandaríkjanna sem málamiðlara gagnvart Ísrael og Palestínu hefur náð nýju lágmarki. Einhliða áætlanir Sharons varðandi Gaza Því fer fjarri að sú áætlun sem Sharon hefur uppi um að flytja ísraelskt herlið og landtökufólk frá Gaza og koma því fyrir á Vesturbakkanum muni stuðla að friði. Alls óvíst er hvort nokkuð verður úr þessu. Ef af verður, mun það gert í þeim tilgangi að landránið verður skipulegra og varanlegt. Einhliða áætlanir Sharons varðandi Gaza fela í sér að gera svæðið til frambúðar að risastór- um fangabúðum. Pal- estínumönnum verður ekki leyft að hafa nein landamæri að Egypta- landi, fá ekki að hafa höfn og ekki flugvöll. Örlög íbúa á Gaza verða innilokun, von- leysi og örbirgð. Íbú- arnir verða alfarið upp á náð og miskunn Sharons og fanga- varða hans komnir. Talar um brottflutning hers en stuðlar að hungursneyð Sharon hefur tekist að draga athygli að einhliða áætlun sinni um að flytja herafla og landtökufólk að einhverju leyti frá Gaza og á Vesturbakkann eins og hér sé um einhverja eftirgjöf að ræða. Á sama tíma er hann að reyna að svelta fólkið á Gaza til upp- gjafar. Ekki nóg með að sjómönnum hafi lengi verið meinað að róa til fiskjar, nema í mjög takmörkuðum mæli, heldur er ferkílómetrum eftir ferkílómetra af aldingörðum eytt, þannig að fólkið er rænt allri lífs- björg. Nú berast fréttir af því UNRWA, flóttamannastofnun Sam- einuðu þjóðanna fyrir palestínska flóttamenn, fái ekki lengur að flytja matvæli inn á Gaza-svæðið og hafi því orðið að hætta neyðaraðstoð sinni. Þetta hefur í för með sér að hundruð þúsunda barna og fullorð- inna, sem nú þegar lifa langt neðan fátæktarmarka, eru ofurseld hungri. Tilvist palestínsku þjóðarinnar afneitað Það er ekkert nýtt við þessar áætl- anir Sharons. Svipaðar hugmyndir hafa áður verið settar fram en ekk- ert orðið af efndum. Það er heldur ekkert nýtt við grimmd Sharons og meðreiðarsveina hans. Það sem er nýtt er, að Bandaríkjastjórn gerir ekki athugasemdir við EINHLIÐA aðgerðir af hálfu Sharons. Einhliða aðgerðir fela í sér að það sé ekki við neina að semja. Það hefur raunar verið yfirlýst stefna Sharons frá því að hann náði völdum árið 2001 að ræða ekki við forseta Palestínu og forsmá algerlega lögmæta fulltrúa palestínsku þjóðarinnar. Með því freistar Sharon þess að færa daga- talið til baka til þess tíma er palest- ínsk þjóð var ekki til samkvæmt kokkabókum Ísraelsstjórnar. Það varðaði fangelsisvist í Ísrael að ræða við fulltrúa PLO, Frelsissamtaka Palestínu. Bandaríkjastjórn leit áður á sig sem málamiðlara Það var raunar Reagan-stjórnin í Bandaríkjunum sem viðurkenndi í verki PLO, þessi heildarsamtök pal- estínsku þjóðarinnar, sem höfðu þá verið viðurkennd af Sameinuðu þjóðunum um árabil sem eini lög- mæti fulltrúi palestínsku þjóð- Hefur Bandaríkjastjórn misst glóruna? Sveinn Rúnar Hauksson skrif- ar um hernám Ísraela í Palestínu ’Það sem er nýtter, að Banda- ríkjastjórn gerir ekki athuga- semdir við ein- hliða aðgerðir af hálfu Sharons.‘ Sveinn Rúnar Hauksson ALÞINGI fjallar þessa dagana um tvö frumvörp dómsmálaráð- herra sem snerta málefni útlend- inga í landinu. Ákvæði sem kveða á um hertar reglur varðandi fjöl- skyldu-sameiningar hafa vakið sérstaka at- hygli og ýmsar spurn- ingar. Hvers vegna á að binda dvalarleyfi á grundvelli giftingar á milli landa við að út- lendingurinn sé orð- inn 24 ára gamall? Hvers vegna á að veita Útlendingastofnun víðtækt vald til að krefjast DNA rann- sóknar, þegar fullgilt ætterni er oft ekki út- kljáð með líf- fræðilegum teng- ingum? Hafa stjórnvöld engar áhyggjur af því að óvenjuleg ákvæði á borð við þessi brenni- merki ákveðinn minnihluta-hóp í landinu? Er ekki mikilvægara að vinna að því að þessi hópur verði jafnrétthár öðrum í þjóðfélaginu, og hann verði ábyrgur og virkur í samfélaginu, ef okkur á að takast að halda þjóðinni saman sem einni á næstu áratugum? Í athugasemdum með frumvarp- inu kemur fram að 24-ára reglan sé fengin að láni úr dönskum lög- um. Dönsku innflytjendalögin munu vera þau ströngustu í Evr- ópu. Er sérstök ástæða fyrir okkur að elta uppi fyrirmyndir úr hörð- ustu innflytjendalögum álfunnar? Eru innflytjendamál slík vanda- mál á Íslandi að efni séu til slíkra aðgerða? Í Evrópu og Ameríku snúast innflytjendaumræður um ólöglega innflytjendur, vandamál sem varla er nefnt í opinberri um- ræðu hér á landi; eða er það skoð- un yfirvalda að mikið sé um ólög- lega innflytjendur á Íslandi? Og á hverju byggist svo 24- ára reglan? Hvaða ástæður liggja að baki því að spjótum er beint að yngra fólki? Á það var bent í um- ræðum um dönsku lögin að innfæddir Danir gifta sig jafnan mun eldri en innflytj- endur, t.d. af asískum uppruna. Fram hjá því verður ekki litið að giftingaraldur er mis- munandi eftir menn- ingarheimum. Hafa stjórnvöld litið til þessarar hliðar málsins? Eins og kunnugt er úr umræðu um líftækniiðnað er DNA-rannsókn talin geta upplýst um ógrynni arftekinna einkenna þeirra einstaklinga sem hún er notuð á. Í framtíðinni mun hún væntanlega geta gefið enn frekari upplýsingar um einstaklingana. Nið- urstöður úr DNA-greiningum gefa því mjög víðtækar upplýsingar um líffræðilega einkahagi hvers ein- staklings. Þær eru öflugasta líf- fræðilega gegnumlýsingaraðferðin sem völ er á. Því hefur hingað til þurft mjög ríkar ástæður fyrir að skikka fólk til slíkrar greiningar, og henni helst beitt á grunaða sakamenn eftir úrskurð dómstóla. Nú er ætl- unin að veita einni ríkisstofnun rétt til að krefja ákveðinn hóp einstaklinga um slík erfðafræðipróf. Eftir hvaða reglum á þessi tiltekna ríkisstofnun að fara eftir varðandi prófin? Hvað á að verða um niðurstöður prófanna eða þau sýni sem tekin verða? Verða þau varðveitt eða verður þeim eytt? Hver mun hafa aðgang að upplýsing- unum sem þau gefa? Hafa reglur ver- ið mótaðar í þessu sambandi? Þetta eru nokkrar af þeim spurn- ingum sem vakna við lestur frum- varpa dómsmálaráðherra. Grunur margra er sá að með þessum frum- vörpum sé verið að beita róttækum aðferðum, sem ganga nálægt einka- högum og mannréttindum ein- staklinga, á óljós vandamál sem ekki hefur verið sýnt fram á að séu til staðar. Forsendur frumvarpanna eru hvorki skýrar né sannfærandi. Hætt- an er sú að með aðgerðum af því tagi sem í frumvörpunum felast sé verið að torvelda samlögun þeirra hópa sem mynda munu íslenskt samfélag í næstu framtíð. Róttækar aðgerðir á óljósum forsendum Anh-Dao Tran skrifar um konur af útlendu bergi brotnar ’Hættan er sú að meðaðgerðum af því tagi sem í frumvörpunum felast sé verið að tor- velda samlögun þeirra hópa sem mynda munu íslenskt samfélag í næstu framtíð.‘ Anh-Dao Tran Höfundur er formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.