Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ SAMHLIÐA innflutningur á lyfjum, þ.e. innflutn- ingur lyfja á vegum annarra en umboðsaðila, hefur ekki verið skoðaður hjá lyfsölukeðjunum tveimur, Lyfju hf. og Lyfjum & heilsu hf., en hvorugt fyr- irtækið flytur inn lyf. Ingi Guðjónsson framkvæmdastjóri Lyfju, seg- ir að samhliða innflutningur á lyfjum verði örugg- lega skoðaður, ef það geti verið leið til að ná niður verði. „Við erum mjög meðvituð um þann möguleika að fara út í samhliða innflutning, sérstaklega með tilliti til þess að ég vil meina að við séum ekki að fá þau kjör hjá okkar birgjum sem ætla mætti, miðað við veltu og stærð Lyfju,“ segir Ingi. „Við erum alltaf að leita leiða til að bæta okkar kjör hjá birgj- um. Ef þetta er leið sem er möguleg fyrir okkur til að ná niður verði þá munum við örugglega skoða það.“ Lyfja er í 45% eigu Inga Guðjónssonar og Ró- berts Melax, stofnenda fyrirtækisins, og í 55% eigu Haga hf., sem áður hétu Baugur Ísland og reka Hagkaup, Bónus og margar fleiri verslanir. Ingólfur Garðarsson, markaðsstjóri Lyfja & heilsu, segir að fyrirtækið stundi ekki innflutning á lyfjum, og samhliða innflutningur hafi ekki kom- ið til skoðunar hjá því. Lyf & heilsa er í samstarfi við Kaupás, en fyrir rúmu ári var gengið frá samstarfssamningi milli fyrirtækjanna sem felur í sér að Lyf & heilsa mun opna lyfjaverslanir í verslunarkjörnum þar sem Kaupás rekur dagvöruverslanir. Með samhliða innflutningi er átt við að þó svo að umboðsaðili fyrir ákveðið lyf flytji það inn til lands, þá geti hver sá sem hefur tilskilin leyfi keypt um- rætt lyf annars staðar og flutt það inn og selt. Ekki í samkeppni við sjálfa sig Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um lyfja- kostnað, notkun, verð og framboð lyfja á Íslandi, kemur fram að innflutningur og dreifing lyfja hér á landi er nær allur í höndum þriggja heildsölu- og dreifingarfyrirtækja. Þetta eru Lyfjadreifing ehf., PharmaNor hf. og Austurbakki hf. Markaðshlut- deild þessara þriggja fyrirtækja var samtals 99,9% á síðasta ári, en Lyfjadreifing og Pharma- Nor, og aðilar í viðskiptum við þau, flytja inn og dreifa yfir 90% lyfja sem eru á markaði hér á landi. Hreggviður Jónsson, forstjóri PharmaNor, seg- ir að fyrirtækið geti eðli máls samkvæmt ekki stundað samhliða innflutning á lyfjum. Pharma- Nor væri þá að fara út í samkeppni við sjálft sig, því samhliða innflutningur gangi út á að skrá sama lyfið á markað tvisvar sinnum. Það gengi ekki upp gagnvart þeim lyfjaframleiðendum sem Pharma- Nor er umboðsaðili fyrir. Fyrirtækið Lyfjaver flutti inn það 0,1% lyfja sem innflutningsfyrirtækin þrjú, Lyfjadreifing, PharmaNor og Austurbakki fluttu ekki inn. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær er sá samhliða innflutningur lyfja, sem nú er hér á landi, í hönd- um Lyfjavers. Fyrirtækið flytur nú inn samtals 11 lyf undir 27 vörunúmerum en vinnur að því að auka framboðið í um 100 lyf. Framkvæmdastjóri Lyfju hf. um samhliða innflutning á lyfjum Örugglega skoðað ef hægt er að lækka verð BYGGINGARFRAMKVÆMDIR við nýtt prentsmiðjuhús Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins, í Hádegismóum norðan Rauða- vatns ganga vel. Nýja húsið er um 7.500 fermetrar að stærð og er nú að mestu fokhelt. Uppsetn- ing prentvélar og annars vélbún- aðar er hafin og fyrirhugað er að Morgunblaðið verði prentað í nýrri prentvél um mánaðamót september, október í haust. Flyst þá starfsemi prentsmiðjunnar í Hádegismóa, en áfram verða aðr- ar deildir blaðsins með aðsetur í Kringlunni 1. Guðbrandur Magnússon, fram- leiðslustjóri Morgunblaðsins, seg- ir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um nýtingu gamla prentsmiðjuhússins í Kringlunni eða lóðar sem Morgunblaðið á þar ónýtta. „Með nýrri prentvél aukast litamöguleikar og afkastageta, en einnig rekstraröryggi. Prentgæði munu einnig aukast til muna. Þá verður mögulegt í nýrri prent- smiðju að hefta og skera blöð, sem áður hefur þurft að kaupa að, einnig verður mögulegt að gefa út blöð í litlu tímaritsbroti,“ segir Guðbrandur. „Búnaður til innskota á auglýsinga- og kynn- ingarefni verður afkastameiri en nú er og nýir möguleikar í mark- aðssetningu munu bjóðast auglýs- endum.“ Guðbrandur segir að þrátt fyr- ir að prentsmiðjan í Hádegis- móum sé í jaðri Reykjavíkur þá sé staðsetningin afar heppileg með hliðsjón af dreifileiðum, beinar leiðir liggi til allra átta. ÞG-verktakar hafa með hönd- um byggingu prentsmiðjuhússins í Hádegismóum og munu skila því fullbúnu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ný prentsmiðja í Hádegismóum MILESTONE Import Export Ltd., félag í eigu systkinanna Karls Wernerssonar, Steingríms Wern- erssonar og Ingunnar Werners- dóttur, hefur aukið hlut sinn í Ís- landsbanka um 3,5%. Eignarhlutur félagsins í bankanum eftir kaupin er 12,28%, en var 8,78% fyrir þau. Frá þessu var greint í tilkynningu til Kauphallar Íslands í gær. Fjöldi hluta í viðskiptunum er 350 milljónir, gengið 8,34 og kaup- verðið því liðlega 2,9 milljarðar króna. Karl Wernersson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þessi fjárfestingarákvörðun hefði verið tekin á svipuðum grunni og þegar Milestone bætti við sig 3% í Ís- landsbanka í febrúar síðastliðnum. „Við álítum að bankinn sé mjög góður fjárfestingarkostur, og vild- um fylgja þeim ávinningi, sem við höfum haft hingað til, betur eftir með því að fjárfesta enn meira,“ sagði Karl. Ætla má að Milestone Import Export Ltd. sé stærsti hluthafinn í Íslandsbanka eftir þessi viðskipti. Með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins Viðskiptin eru gerð með fram- virkum samningi, sem er á gjald- daga 15. júlí 2004, en það er Straumur Fjárfestingarbanki hf. sem fjármagnar kaupin. Þau eru jafnframt gerð með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins vegna ákvæða laga um virka eign- arhluti í fjármálafyrirtækjum. Í 40. grein laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki segir að aðilar sem hyggjast eignast virkan eign- arhlut í fjármálafyrirtæki skuli leita samþykkis Fjármálaeftirlits- ins fyrir fram. Með virkum eign- arhlut er átt við beina eða óbeina hlutdeild í fyrirtæki sem nemur 10% eða meira af eigin fé, stofnfé eða atkvæðisrétti, eða aðra hlut- deild sem gerir kleift að hafa veru- leg áhrif á stjórnun viðkomandi fyrirtækis. Lokaverð hlutabréfa í Íslands- banka í Kauphöll Íslands var 8,50 í gær. Wernersbörn með rúm 12% í Íslandsbanka ● NAFN Baugs Group var nefnt 339 sinnum í brezka viðskiptablaðinu The Financial Times síðastliðna 12 mánuði, sam- kvæmt lauslegri athugun Verzl- unarráðs Ís- lands. „Ekki er langt síðan að það taldist til tíðinda hér- lendis ef Ísland eða íslensk fyrirtæki voru nefnd í erlendum viðskipta- tímaritum. Nú er slík umfjöllun orðið daglegt brauð,“ segir í pistli á vef Verzlunarráðsins. Þannig bendir VÍ á að Pharmaco hafi verið getið 11 sinnum í danska viðskiptablaðinu Børsen á síðustu tólf mánuðum og Baugur tvívegis. Þá var Kaupþing nefnt 85 sinnum í sænska viðskiptablaðinu Dagens Industri. Talsverð umfjöllun var um deCODE Genetics í dagblöðum á borð við Wall Street Journal í Bandaríkjunum. „Umfjöllun um íslensk fyrirtæki í er- lendum fjölmiðlum er mikil landkynn- ing. Að sumu leyti má án efa fullyrða að útrásarfyrirtækin hafi smám sam- an verið að læra á erlendu pressuna en þýðingarmest er án efa sú stað- reynd að fyrirtækjunum hefur vegnað vel erlendis,“ segir á vef Verzl- unarráðs. Það kemur jafnframt fram að VÍ muni á næstu mánuðum, í sam- ráði við hin ýmsu millilandaráð og aðr- ar þær stofnanir sem fjalla um þessi mál hérlendis, skoða hvernig megi nýta þessi auknu tækifæri til að stuðla að meiri áhuga erlendra fjár- festa og fyrirtækja á því að vinna með íslenskum fyrirtækjum eða fjárfesta í þeim. Baugur nefndur 339 sinnum í FT ● TÆKNIVAL hefur hlotið viður- kenningu Cisco Systems vegna sér- þekkingar á þráðlausum stað- arnetum en slíkum kerfum fer fjölgandi hér á landi sem annars staðar. Við- urkenningin – Cisco Wireless LAN Specialized Partner – er veitt samstarfsfyrirtækjum sem skara fram úr á þessu sviði, að því er fram kemur í tilkynningu frá Tækni- vali. „Viðurkenning sem þessi felur í sér mikla gæðavottun fyrir Tækni- val,“ segir Sigurður Gunnar Giss- urarson viðskiptastjóri Tæknivals í tilkynningu. „Cisco vottar með við- urkenningu að fyrirtæki uppfylli til- tekin skilyrði um menntun og þjón- ustustig. Tæknival hefur lengi haft á að skipa sérfræðingum í Cisco- búnaði og með þessari endurnýjun verðum við áfram í fremstu röð.“ Tæknival fær viður- kenningu Cisco ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI RÚMLEGA fjórðungur veltuhæstu fyrirtækja landsins hyggst fjárfesta meira í ár en í fyrra. Þetta kemur fram í könnun IMG Gallup, sem sagt var frá í Vefriti fjármálaráðuneytis- ins í gær. Könnunin var framkvæmd 15. febrúar til 9. mars. Fram kom m.a. að 26% aðspurðra hyggjast fjár- festa meira í ár en árið 2003, 26% minna en 48% álíka mikið. „Fyrirtæki er starfa á sviði flutn- inga og ferðaþjónustu hyggjast auka hlutfallslega mest fjárfestingarút- gjöld sín á þessu ári eða um 146%. Fjármála- og tryggingafyrirtæki hyggjast auka fjárfestingu um 20% í ár og opinber fyrirtæki og stofnanir um 14,3%. Fyrirtæki er starfa á sviði verslunar og þjónustu hyggjast auka fjárfestingu sína um 10,5%, iðnaðar- og framleiðslufyrirtæki um 5,7% en samkvæmt könnuninni verða óveru- legar breytingar milli ára hjá ráð- gjafar- og þjónustufyrirtækjum. Í könnuninni kom hins vegar fram að sjávarútvegsfyrirtækin hyggjast draga úr fjárfestingum sínum í ár eða um þriðjung miðað við árið 2003,“ segir í Vefritinu. Könnunin náði til 400 veltuhæstu fyrirtækja landsins og var svarhlutfallið 79,5%. Fyrirtæki hyggjast auka fjár- festingu Sala M&S dregst saman ● SALA dróst saman á síðasta fjórð- ungi reikningsársins hjá bresku verslanakeðjunni Marks & Spencer, að því er segir í frétt Reuters- fréttastofunnar. Samdrátturinn var 5,2% í annarri vöru en matvöru, sem er mun verri niðurstaða en grein- endur á markaði höfðu spáð. Sala matvöru hefur dregist saman um 1,4% það sem af er ári, en búist hafði verið við 2% vexti. Gengi hlutabréfa M&S lækkaði í gærmorgun um 5% við þessi tíðindi. Fyrirtækið hefur ekki bætt mark- aðshlutdeild sína í fimmtán mánuði, en þar áður hafði hlutdeildin aukist um 1%. Markaðshlutdeildin er nú 11%, sem er 2% minni hlutdeild en í lok síðasta áratugar. Sala Big Food Group stendur í stað SALA í verslunum bresku verslana- keðjunnar Big Food Group (BFG) stóð í stað á fjórða fjórðungi reikn- ingsársins, mælt í sölu hverrar versl- unar fyrir sig, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þar kemur fram að samkeppni á markaðnum fari vaxandi, en að keðjan telji sig muni ná markmiðum um sölu fyrir árið í heild. Haft er eftir Bill Grims- ey, forstjóra BFG, að bætt framlegð og mikið kostnaðaraðhald myndi gera fyrirtækinu kleift að standa undir væntingum. Gengi BFG hefur lækkað úr um 180 pensum í febrúar í rúmlega 130 pens nú. Baugur Group á rúm 22% í BFG og gengistap hans frá því í febrúar er því umtalsvert. Baugur hefur þó hagnast um marga milljarða á fjár- festingunni því hann keypti þegar gengið var mun lægra en það er nú, m.a. stóran hlut á genginu 38 pens. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.