Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 24
SUÐURNES 24 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ  Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun  Nýttu þér áratuga reynslu okkar og traust í fasteignaviðskiptum Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 Námskeið fyrir ferðaþjónustuna Ferðamálasamtök Íslands halda námskeið um við- skiptaáætlanir, fjárhags- og rekstraráætlanir, fjár- mögnunarmál og bókhald miðvikudaginn 21. apríl nk. Námskeiðið verður haldið á Hótel Keflavík, Reykjanesbæ, frá kl. 10:00-16:00. Leiðbeinendur verða frá Deloitte, Ferðamálasetri Íslands og Landsbanka Íslands. Þeir, sem vilja nýta sér þetta, vinsamlegast skrái sig í síma 893 4096 hjá Kristjáni Páls- syni. Námskeiðsgjald er kr. 2.500, innifalið námskeiðsgögn, matur og kaffi. Ferðamálasamtök Suðurnesja Reykjanesbær | Hugmyndir sem bæjarstjórinn í Reykjanesbæ hefur kynnt forystumönnum íþrótta- félaganna í bænum gera ráð fyrir uppbyggingu nýs aðalleikvangs með stúku fyrir 1600 manns á bak við Reykjaneshöllina. Þar verði einnig byggðir fleiri vellir og íþróttamannvirki í framtíðinni. Jafnframt er í hugmyndunum gert ráð fyrir möguleikum á uppbygg- ingu svokallaðrar sportakademíu framan við Reykjaneshöllina. Keppnisvellir beggja knatt- spyrnufélaganna í Reykjanesbæ, Keflavíkur og Ungmennafélags Njarðvíkur, þarfnast endurnýjun- ar. Í nýlegri framtíðarsýn Kefla- víkurfélagsins er lýst yfir áhuga á að þeirra völlur verði lagfærður og byggð við hann stúka, samkvæmt kröfum Knattspyrnusambands Ís- lands og Knattspyrnusambands Evrópu sem taka gildi 2007. Í skýrslu félagsins er þeim mögu- leika þó haldið opnum að byggður verði nýr aðalleikvangur fyrir bæði félögin, ef bæjaryfirvöld vildu standa að því en Keflavíkursvæðið við Sunnubraut yrði áfram aðal fé- lagssvæði þess. Eins og Laugardalurinn Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ fengu Arkitektur.is til að koma með tillögur að skipulagi svæðisins við Reykjaneshöllina, meðal ann- ars í þágu íþróttahreyfingarinnar. Bæjarstjóri og arkitektarnir Páll Tómasson og Guðmundur Gunn- arsson kynntu hugmyndirnar for- svarsmönnum íþróttafélaganna á fundi í fyrrakvöld. Í hugmyndunum er gert ráð fyr- ir byggingu aðalleikvangs á bak við Reykjaneshöllina og myndi stúkan tengjast höllinni. Gert er ráð fyrir sætum fyrir 1500 til 1600 manns og að síðar verði hægt að byggja aðra jafnstóra stúku hinum megin vall- arins, ef á þyrfti að halda. Undir stúkunni eiga síðan að vera bún- ingsklefar, félagsaðstaða og þjón- usta við áhorfendur. Á svæðinu á bak við Reykjaneshöllina, sem í daglegu tali er nefnt Neðra-Nikk- elsvæði, er síðan gert ráð fyrir frekari uppbyggingu íþróttavalla og húsa. Þar er meðal annars gert ráð fyrir íþróttasvæði fyrir UMFN þar sem hugmyndin er að taka nú- verandi völl félagsins undir hjúkr- unarheimili og aðra uppbyggingu í þágu aldraða. Það kom þó skýrt fram hjá Árna Sigfússyni að Njarð- víkurvöllurinn yrði ekki tekinn undir aðra starfsemi fyrr en nýtt æfingasvæði yrði tilbúið. Jafnframt var tekið fram að núverandi fé- lagssvæði Keflavíkur við Sunnu- braut yrði áfram hjarta þess fé- lags, eins og félagið hefur lagt áherslu á. Á bak við Reykjaneshöllina er einnig gert ráð fyrir stóru útivist- arsvæði og jafnvel fjölskyldugarði. Fram kom hjá Páli að svæðið gæfi mikla möguleika til uppbyggingar á næstu 20 til 30 árum enda væri það um það bil jafn stórt og allur Laugardalurinn í Reykjavík. Neðra-Nikkelsvæðið er í eigu rík- isins og var auglýst eftir tilboðum í það fyrir mörgum mánuðum. Því ferli er ekki lokið en Árni sagði að óskað hefði verið eftir viðræðum við ríkið um kaup bæjarins á land- inu. Árni Sigfússon var ánægður með viðtökur forsvarsmanna íþrótta- félaganna. Hann sagði að hug- myndirnar yrðu ræddar við þá áfram og þróaðar frekar ef sam- staða næðist. Á fundinum kom fram að af þessum verkefnum væri aðalleikvangurinn brýnasta úr- lausnarefnið, vegna krafna KSÍ og UEFA, og taldi Árni unnt að byggja hann á næstu tveimur til fjórum árum. Aðstaða fyrir sportakademíu Framan við Reykjaneshöllina er gert ráð fyrir íþróttatorgi og að- stöðu fyrir stofnun, svokallaða sportakademíu, sem bæjaryfirvöld hafa verið að undirbúa. „Það er eðlilegt að byggja á styrkleikum sveitarfélagsins. Hér er mjög öflugt og fjölbreytt íþróttalíf. Þetta er gott framhald til að auka áhugann og styrkja enn frekar,“ segir Árni Sigfússon bæj- arstjóri um þetta verkefni og bætir því við að slík starfsemi væri at- vinnuskapandi. Hugmyndin með sportakademí- unni er að koma upp aðstöðu til starfsþjálfunar þjálfara og þjálfun- ar íþróttafólks og jafnvel frekari menntunar á þessu sviði. Hug- myndir arkitektanna gera ráð fyrir þessari aðstöðu framan við Reykja- neshöllina og að það yrði eins kon- ar miðja svæðisins enda stutt í öll helstu íþróttamannvirki bæjar- félagsins. Undirbúningur hefur staðið í nokkra mánuði og hefur meðal annars verið rætt við yfirvöld menntamála og fulltrúa íþrótta- hreyfingarinnar í landinu og einnig verið þreifað fyrir sér um stofnun undirbúningsfélags um að standa fyrir uppbyggingunni. Árni segir viðtökur jákvæðar en leggur áherslu á að málið sé enn á hugmyndastigi. Hugmyndir að nýju skipulagi við Reykjaneshöllina hafa verið kynntar fyrir íþróttaforystunni Nýr leikvangur og sportakademía Framtíðin: Á teikingu frá Arkitektur.is sést hluti hugmynda arkitektanna um uppbyggingu íþróttasvæðis í miðju Reykjanesbæjar. Reykjaneshöllin er stóra byggingin með hvíta hvolfþakinu, ofarlega til vinstri. Neðan við hana er sýndur nýr aðalleikvangur og stúkur teiknaðar beggja vegna. Á neðri hluta myndarinnar eru síðan sýndar hug- myndir um ýmsa íþróttavelli og annað stórt íþróttahús sem unnt væri að byggja í framtíðinni. Framan við Reykja- neshöllina, uppi í hægra horni myndarinnar, er gert ráð fyrir „háskólatorgi“ og aðstöðu fyrir sportakademíu. umhverfið annað en hún hafi átt að venjast. Málverkin sem hún sýnir eru öll ný en hún segir að þau séu þó í beinu framhaldi af lokaverkefnum hennar úr nám- inu, þó í öðru formi sé. Síðasta verkefnið í Kaliforníu var stórar kolateikningar, allt að fjórir metrar á hæð og sex á breidd og sýndi hún þau úti í Oakland. Sýningin í Grindavík er tólfta einkasýning Soffíu Sæmunds- dóttur en hún hefur auk þess tek- Grindavík | Soffía Sæmundsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í sýningarsal Saltfiskseturs Íslands í Grindavík á morgun, laugardag, klukkan 15. Sýningin er haldin í tilefni af þrjátíu ára afmæli Grindavíkurbæjar sem haldið er hátíðlegt um helgina. Soffía velur sýningunni heitið Himinn, jörð, flæði … Hún telur viðfangsefninu best lýst með texta sem settur er upp á sýningunni og hljóðar svo: Á ferð er eitt andartak ekkert renna saman tími jörð himinn flæði eftir standa brotin tínir þau saman heldur áfram. Soffía vill ekki vera svo hátíð- leg að kalla þetta ljóð heldur frekar lýsingu á hughrifum sem hún verður fyrir við vinnuna. Soffía lauk á síðasta ári meist- aranámi við Mills College í Oak- land í Kaliforníu og segir að þótt hún hafi oft sýnt hér heima sé hún enn að koma sér fyrir hér. Því hafi hún tekið fegins hendi boði um að sýna í Saltfisksetrinu í Grindavík þegar það barst. Sýn- ingarsalurinn sé skemmtilegur og ið þátt í fjölda samsýninga. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Saltfisksetrinu að hún hefur hlot- ið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín, meðal annars ný- verið bandarísk listverðlaun sem kennd eru við listmálarann Joan Mitchell og eru veitt af sam- nefndri stofnun í New York fyrir framúrskarandi árangur í málun. Sýningin stendur til 2. maí og er opin alla daga frá klukkan 11 til 18. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Andartak: Soffía Sæmundsdóttir við eitt verkanna sem hún sýnir í Grindavík. Soffía Sæmundsdóttir opnar sýningu í Saltfisksetrinu Himinn, jörð, flæði … AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.