Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 33 magnaði bygginguna að mestu, eins og aðrar byggingar háskólans. Páll sagði að Happdrættið hefði tekið lán, fyrst 250 milljónir á árunum 1998 og 1999 og síðan 700 milljónir árið 2003, vegna byggingar Öskju. Ríkissjóður lagði fram 146 milljónir til byggingarinnar vegna Norrænu eldfjallastöðvarinnar og að auki nýtti Háskólinn það fé sem fékkst þegar ríkissjóður leysti til sín Jarð- fræðihúsið fyrir Þjóðminjasafnið og hagnað af sölu Austurstrætis 16. Sagði Páll að Happdrætti Háskól- ans mundi á næstu árum end- urgreiða lánin. Áratugur er liðinn frá því hönnun hússins hófst. Í upphafi árs 1996 tók þáverandi menntamálaráð- herra, Björn Bjarnason, fyrstu skóflustunguna í Vatnsmýrinni, þar sem húsið stendur, sunnan við Nor- ræna húsið. Byrjað var á uppsteypu hússins haustið 1997 og lauk frá- gangi að utanverðu 2001. Í nóv- ember 2003 fluttu fyrstu starfs- mennirnir í húsið þegar rektor lagði hornstein þess. Kennsla hófst í Öskju í byrjun þessa árs. Dr. Maggi Jónsson arkitekt teiknaði húsið og var Brynjólfur Sigurðsson formaður byggingarnefndar. Lík náttúrulegri systur sinni Í Öskju eru fyrirlestrarsalir, fundaherbergi, kennslustofur fyrir verklegt nám, rannsóknarstofur, skrifstofur kennara og starfs- aðstaða fyrir rannsóknarnem- endur, bókasafn og matstofa. Nafn- ið var valið úr 2.534 hugmyndum sem bárust í samkeppni HÍ um til- lögur að nafni. Dregið var milli þeirra 13 sem lögðu til heitið Askja og hlaut Laufey Broddadóttir, nemandi í sálfræði, verðlaun, 100.000 krónur, sem rektor færði henni við vígsluna. „Askja er að mörgu leyti lík náttúrulegri systur sinni norðan Vatnajökuls. Hún er flókin og fögur, heilsteypt og heillandi. Og hún mun seiða til sín áhugafólk um undur náttúrunnar hvaðanæva úr heiminum, rétt eins og Askjan í norðri,“ sagði rektor. Starfsemi HÍ á einu svæði Hann sagði að með Öskju og breytingum í Haga og Neshaga 16, væri svo til öll starfsemi Háskólans, sem verið hafi á víð og dreif um borgina, komin í eigið húsnæði, á svæðinu frá Haga að Skógarhlíð. „Þótt þar með sé lokið merkum áfanga í uppbyggingu Háskóla Ís- lands er ljóst að betur má ef duga skal. Mikil gróska hefur einkennt starfsemi Háskólans á síðustu ár- um sem kemur skýrt fram í því að nú leggja um 1.130 nemendur stund á meistaranám og um 110 á dokt- orsnám við Háskóla Íslands. Þessi blómlega starfsemi kallar á stór- aukið húsnæði í nánustu framtíð til að hægt verði að tryggja nem- endum, kennurum og sérfræð- ingum fullnægjandi starfsaðstöðu,“ sagði Páll. Hann sagði að háskólafólk horfði nú einkum til tveggja verkefna, byggingar Háskólatorgs í námunda við Aðalbyggingu, sem væri ætlað að vera miðstöð háskólasamfé- lagsins, og Vísindagarða sunnan Öskju, sem mundu hafa afgerandi áhrif á þróun þekkingarsamfélags- ins á Íslandi, með samvinnu Há- skólans, fyrirtækja og stofnana. 7 þúsund hann ður er metra, lega 32 g- mlega 15 ur við nber krónur á heild- Öskju ar króna æmi við 2001. fjár- vígð við hátíðlega athöfn í gær n áhugafólk unnar“ Morgunblaðið/Kristinn ímsson, forseti Íslands, Þórólfur Árnason borg- einsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Geir tors. ð/Kristinn kju, í gær og fólkið nina@mbl.is Í fyrirlestri sem Jón Sigurðsson, forstjóri Nor- ræna fjárfestingarbank- ans, flutti á ráðstefnu um Norðlægu víddina í Evr- ópusambandinu sem Norðurlanda- ráð stóð fyrir í Helsinki kom fram að um 70% beinna erlendra fjár- festinga í Eistlandi hafa komið frá Norðurlöndum á undanförnum ár- um, og einnig verulegur hluti fjár- festinga í Lettlandi og Litháen. Viðskipti milli Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna hafa nærri tí- faldast á undanförum áratug. Hagvöxtur í Eistlandi, Lett- landi og Litháen hefur verið mikill á undanförnum fjórum árum, meiri en í öðrum tilvonandi aðild- arlöndum ESB. „Eystrasaltsríkin hafa, að mínu mati, mjög góð skil- yrði til hagvaxtar í framtíðinni. Þau hafa sýnt vilja til umbóta og þau búa yfir miklum auðlindum, einkum mannauði,“ sagði Jón. Íslenskar fjárfestingar mestar í Lettlandi Fjárfestingar Íslendinga hafa verið mestar í Lettlandi, og í lok árs 2002 nam bein heildarfjárfest- ing þeirra í landinu um 850 millj- ónum íslenskra króna samkvæmt tölum frá Seðlabankanum, en tæplega 570 milljónum króna í Litháen. Á undanförnum árum hefur bein fjárfesting allra nor- rænu ríkjanna í Eystrasaltsríkj- unum numið um 50–70 milljörðum íslenskra króna. Jón segir í samtali við Morg- unblaðið að töluvert berist af fyr- irspurnum frá íslenskum fyrir- tækjum um fjárfestingarmögu- leika í Eystrasaltsríkjunum þremur. Mörg þeirra vilja nýta sér lægri launakostnað þar. Jón segir að Eistland, Lettland og Litháen séu ekki sjálfkrafa alltaf besti kosturinn fyrir íslenska fjár- festa, en að ýmsir þættir væru þó sérstaklega jákvæðir frá sjónar- hóli Íslendinga. „Íslendingar njóta velvilja í þessum löndum frá þeim tíma þegar þeir voru fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði þeirra. Minningin um það lifir enn meðal fólks og getur opnað Íslendingum dyr.“ Jón bendir einnig á að hagkerfi Eystrasaltsríkjanna séu svipuð að stærð og það íslenska, þó að íbúa- fjöldinn sé mun meiri. Jafnframt segir hann að verið sé að gera breytingar á fjármálakerfi land- anna sem Íslendingar þekki vel vegna þess að þeir hafi sjálfir gengið í gegnum þær fyrir til- tölulega skömmu síðan. Norræni fjárfestingarbankinn hefur lánað mikið til uppbygging- ar grunnkerfis í Eystrasaltsríkj- unum, og er meðal annars stærsti einstaki fjármögnunaðili í orku- geira landanna. Ákveðið hefur verið að Eystrasaltsríkin gangi til liðs við Norræna fjárfestingar- bankann, og er gert ráð fyrir að aðildin komi til framkvæmda 1. janúar 2005. Jón segir að inn- ganga Eystrasaltsríkjanna muni greiða fyrir starfi bankans í Rúss- landi. Rússnesk yfirvöld opin fyrir samstarfi Igor Yurgens, varaformaður samtaka rússneskra iðnrekenda, sagði að nú væri lag fyrir Norð- urlönd að hasla sér völl í Norð- vestur-Rússlandi og efla samstarf bjartsýni er ríkjandi í fjármálalífi og gengi hlutabréfa hefur vaxið mjög. Morozov nefndi þó einnig vandamál, til dæmis það að Rúss- ar væru mjög háðir olíutekjum. Stækkun getur leitt til auk- innar verslunar með konur Stækkun Evrópusambandsins getur leitt til aukinnar verslunar með konur í Eistlandi vegna þess að landamærin opnast, sagði Kristina Luth, fulltrúi eistneska félagsmálaráðuneytisins, á mál- stofu um mansal. Hún sagði að Eistland væri ekki lengur aðeins uppspretta og viðkomustaður vændiskvenna á leið annað. Þess hefði orðið vart í auknum mæli að vændiskonur frá Moldovíu, Úkraínu og Rússlandi væru að koma til Eistlands til að starfa þar, og búast mætti við að sú þróun héldi áfram með vaxandi velmegun í landinu. Luth sagði að vitund yfirvalda, fjölmiðla og almennings í Eist- landi um verslun með konur hefði aukist mjög á undanförnum árum og að ungar konur gerðu sér bet- ur grein fyrir hættunni en áður. Skýra þarf stöðu Norðlægu víddarinnar Á ráðstefnunni kom fram að skýra þyrfti stöðu og eðli sam- starfs á vettvangi Norðlægu vídd- arinnar. Danski þingmaðurinn Jens Christian Larsen, sem fer með málefni Norðlægu víddarinn- ar í Norðurlandaráði, sagði hún væri pólitísk hugmynd sem hefði það markmið að koma á skipulagi og stefnu í samstarfi ESB, ein- stakra ríkja og samtaka í Norður- Evrópu. „Á þessum forsendum hefur Norðlæga víddin skilað góð- um árangri. Tekist hefur að vekja athygli á sérstökum landfræðileg- um, félagslegum og efnahagsleg- um aðstæðum í norðri“. Larsen sagði að ýmislegt mætti þó gagnrýna og gera betur. Hann benti meðal annars á að ákveða þyrfti hvort Norðlæga víddin ætti aðeins að vera pólitísk hugmynd eða áhersla, eða hvort einnig ætti að bæta við starfsliði og sjálf- stæðum fjárráðum. Hann sagði að skýra þyrfti verkaskiptingu þeirra aðila sem tengjast starfinu á þess- um vettvangi og móta viðmiðunar- reglur vegna styrkveitinga og verkefna. við yfirvöld á grundvelli Norð- lægu víddarinnar. Hann sagði að Vladimír Pútín forseti og þeir menn sem hann hefði skipað hefðu skilning á mikilvægi sam- starfsins í norðvestri og aðstæður væru því mjög breyttar frá því sem áður var, til dæmis á valda- tíma Borís Jeltsíns. Yurgens benti á gríðarlegar auðlindir Rússa og ónýtt tækifæri á ýmsum sviðum. Yurgens og Jón voru þó sammála um það að mikið umbótastarf væri óunnið í Rúss- landi áður en það gæti orðið hluti af vestrænu markaðskerfi á jafn- ræðisgrundvelli og að greiða þyrfti fyrir viðskiptum og atvinnu- starfsemi. Efnahags- og heilbrigðismál í Rússlandi og samskipti Norður- landa, Eystrasaltsríkjanna og Evrópusambandsins við grannann í austri voru efst á baugi á ráð- stefnunni, enda hefur starf á vett- vangi Norðlægu víddarinnar hing- að til beinst að Norðvestur- Rússlandi. Í fyrirlestrum kom fram að efnahagsástandið fer mjög batnandi, en vandamálin sem glíma þarf við eru engu að síður gríðarleg. Aðeins eitt prósent rússneskra alnæmissjúklinga fær þá læknis- meðferð sem þeir þurfa á að halda og mörg börn missa þess vegna foreldra sína. Þetta kom fram í máli Mikko Vienonen, fulltrúa Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinn- ar í Rússlandi. Sjúkdómar tengdir reykingum eru einnig mikið vandamál í Rússlandi, enda reykja sextíu prósent karla og þrjátíu prósent kvenna. Lungnakrabba- mein fer mjög vaxandi meðal kvenna. Áfengi veldur daglega dauða 4– 600 Rússa, þar af deyja um 120 úr áfengiseitrun. Hlutfallslega mun fleiri deyja af völdum umferðar- slysa í Rússlandi en í þeim lönd- um sem hafa skýra löggjöf um öryggisbeltanotkun, hámarks- hraða, ölvun við akstur og fleira. Rússneski hagfræðingurinn Aleksander Morozov, sem starfar hjá útibúi Alþjóðabankans í Rúss- landi, sagði frá jákvæðari þáttum þróunarinnar í Rússlandi, en hag- vöxtur var 7,3% í landinu í fyrra og er búist við að hann verði um 6% á þessu ári. Atvinnuleysi hefur minnkað og sömuleiðis fátækt. Fjárfestingar aukast og stöðug- leiki er í fjármálum ríkisins. Mikil Morgunblaðið/Helgi Þorsteinsson Jón Sigurðsson, forstjóri Norræna fjárfestingarbankans, og Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra Íslands í Finnlandi, voru meðal þeirra sem tóku þátt í umræðum um iðnþróun í Eystrasaltsríkjunum á fundinum. Mikil viðskipta- tækifæri í Eystra- saltsríkjunum Norðurlönd hafa fjárfest árlega fyrir um 50–70 milljónir íslenskra króna í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Helgi Þorsteinsson fylgdist með umræðu um samskipti Norðurlanda og nágrannalandanna á ráðstefnu í Helsinki. Morgunblaðið/Kristinn vi Gunnarsson, líffræðinemi við HÍ, sýnir gestum krabbadýr í Öskju í gær.  Hálft sjöunda hundrað stúdenta stundar að jafnaði nám í Öskju.  Um 130 kennarar, fræðimenn og sérfræðingar hafa þar aðsetur.  Askja er 8.657 fermetrar að stærð.  Heildarkostnaður við byggingu hússins nemur alls 2,4 milljörðum króna á núvirði. Heildarkostnaður á fermetra er 277 þúsund á nú- virði.  Hönnun hússins hófst 1994 og var fyrsta skóflustungan tekin ár- ið 1996. Kennsla hófst þar í byrjun þessa árs.  Nafnið Askja var valið úr 2.534 tillögum sem bárust í nafna- samkeppni Háskólans. Þrettán lögðu til heitið Askja. Náttúruvísinda- húsið Askja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.