Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Í ljósi kvennasögunnar!
Kvenréttindafélagið hefur undirbúning að hátíðarhöldum í tilefni af 100 ára afmæli félagsins árið 2007 á
glæsilegri hátíðardagskrá í tengslum við aðalfund félagsins laugardaginn 17. apríl nk.
Dagskráin felst í því að fjórar valinkunnar kvenréttindakonur rifja upp hver sín 25 árin í sögu félagsins frá
stofnun þess árið 1907 til dagsins í dag. Á eftir hverri upprifjun flytur einn brautryðjandi úr hópi kvenna
stuttan texta tengdan tímabilinu. Að lokum fjallar Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður KRFÍ, stuttlega um
markmið félagsins á nýrri öld.
Við hvetjum allar félagskonur og aðra velunnara félagsins til að taka daginn snemma og fjölmenna á fróð-
legan og skemmtilegan fund í sal Kvenréttindafélagsins á Hallveigarstöðum við Túngötu.
Fundurinn hefst kl. 10.00 f.h. og er áætlað að honum ljúki kl. 12.15
Sagnfræðiupprifjun: Upplestur: Tímabil:
Sigríður Erlendsdóttir Vigdís Finnbogadóttir 1907-1932
Björg Einarsdóttir Elín Pálmadóttir 1933-1958
Inga Jóna Þórðardóttir Þórhildur Þorleifsdóttir 1959-1984
Bryndís Hlöðversdóttir Auður Haraldsdóttir 1985-2004
Þorbjörg Inga Jónsdóttir Framtíðin!
DÓMNEFND Blaðamannaverð-
launa Blaðamannafélags Íslands
hefur komist að niðurstöðu um til-
nefningar til verðlaunanna fyrir árið
2003. Samkvæmt reglum verð-
launanna eru þrjár tilnefningar í
hverjum flokki og verður einn verð-
launahafi valinn úr hverjum flokki
fyrir sig. Blaðamenn á Morgun-
blaðinu fengu þrjár tilnefningar.
Tilkynnt verður um sigurvegar-
ana á sérstakri hátíð, sem haldin
verður 21. apríl (síðasta vetrardag) á
Hótel Borg. Að lokinni verðlaunaaf-
hendingu verður haldið Pressuball.
Í dómnefnd eru: Birgir Guð-
mundsson (formaður), Elín Alberts-
dóttir, Elín Pálmadóttir og Lúðvík
Geirsson.
Tilnefningar fyrir rannsókn-
arblaðamennsku
Þau sem tilnefnd eru fyrir rann-
sóknarblaðamennsku ársins eru:
Brynhildur Ólafsdóttir, Stöð 2, fyrir
öfluga umfjöllun um varnarmál og
boðaða brottför hersins.
Guðrún Helga Sigurðardóttir,
Frjálsri verslun, fyrir kortlagningu á
viðskiptaveldi Gaums, sem sett var
fram á myndrænan og skýran hátt.
Þórhallur Gunnarsson og Jóhanna
Vilhjálmsdóttir, Stöð 2, fyrir umfjöll-
un sína í Íslandi í bítið um kynlífs-
markaðinn hér á landi þar sem m.a.
var flett ofan af ólöglegu vændi í bíl-
skúr í Hafnarfirði.
Besta umfjöllun ársins
Eftirtaldir eru tilnefndir fyrir
bestu umfjöllun ársins: Agnes
Bragadóttir og Ómar Friðriksson,
Morgunblaðinu, fyrir ítarlega um-
fjöllun um skattamál Jóns Ólafsson-
ar.
Reynir Traustason, Frétta-
blaðinu, fyrir frumkvæði og heild-
stæða umfjöllun um rannsókn Sam-
keppnisstofnunar á samráði olíu-
félaganna.
Unnur Hrefna Jóhannsdóttir,
Mannlífi, fyrir upplýsandi úttekt þar
sem ljósi er varpað á þann grimma
veruleika sem HIV-smitaðir einstak-
lingar á Íslandi búa við.
Blaðamannaverðlaun
ársins 2003
Þeir sem tilnefndir eru til blaða-
mannaverðlauns ársins 2003 eru:
Agnes Bragadóttir, Morgunblaðinu,
fyrir afhjúpandi greinaflokk sinn
Baráttan um Íslandsbanka og henn-
ar hlut í umfjöllun blaðsins um
skattamál Jóns Ólafssonar.
Björn Jóhann Björnsson, Morg-
unblaðinu, fyrir hlutlæg og umfangs-
mikil skrif um stóriðju og virkjana-
mál á tilfinningaþrungnum um-
brotatímum.
Reynir Traustason, Frétta-
blaðinu, fyrir beitt fréttaskrif og for-
ystu í fréttaumfjöllun um samráð
olíufélaganna og rannsókn Sam-
keppnisstofnunar.
Tilnefningar til Blaðamannaverðlauna ársins 2003
Blaðamenn Morgunblaðs-
ins með þrjár tilnefningar
STARFSMENN Vegagerðarinnar unnu í fyrradag við
að reka niður stálstaura sem munu bera uppi nýja tví-
breiða brú sem verið er að byggja yfir Brúará á Laug-
arvatnsvegi í Árnessýslu og mun leysa af hólmi einbreiða
brú sem var þar áður. Alls munu 58 níu metra langir stál-
staurar bera uppi nýju brúna sem verður 40 metra löng
og byggð í tveimur höfum, þ.e. með einum millistöpli.
Sveinn Þórðarson, brúarsmiður hjá Vegagerðinni,
segir að framkvæmdir hafi byrjað í lok febrúar. Gamla
brúin var brotin niður og bráðabirgðabrú byggð í stað-
inn. Hann segir að Vegagerðin sé nú að ljúka undirbún-
ingi sjálfrar brúarsmíðinnar og eigi í samningaviðræðum
við verktakann sem átti lægsta tilboð í verkið H.B. Harð-
arson, sem bauð 34 milljónir sem er 72% af áætluðum
verkkostnaði. Verktakinn muni hefjast handa eftir helgi
og á brúin að vera tilbúin hinn 1. júlí í sumar.
Sveinn segir að það hafi verið svolítið um umferð-
aróhöpp við gömlu brúna. „Svo er umferðarþunginn orð-
inn það mikill þarna að það var orðið tímabært að skipta
henni út,“ segir Sveinn. Eftir að nýja brúin verður tekin í
notkun verður ekki yfir einbreiða brú að fara alla leið
upp að Geysi, en Sveinn segir að enn séu einhverjir tugir
einbreiðra brúa í uppsveitum Árnessýslu. Smíði ann-
arrar tvíbreiðrar brúar yfir Brúarfljót neðar í árfarveg-
inum við Spóastaði á Biskupstungnabraut sé á áætlun
Vegagerðarinnar fyrir næsta ár.
Morgunblaðið/Nína Björk
Tímabært að skipta gömlu brúnni út
MJÖG mikil spurn er nú eftir þorsk-
kvóta í aflamarkskerfi og er talið að
aukin eftirspurn skýrist af niður-
stöðum stofnmælingar Hafrann-
sóknastofnunarinnar, togararallsins
svokallaða, sem voru fremur jákvæð-
ar og gefa vonir um aukinn þorsk-
kvóta á næsta fiskveiðiári.
„Fyrirspurnir hafa almennt verið
með meira móti, vegna vonar um að
fiskveiðiheimildir muni aukast 1.
september,“ segir Eggert Sk. Jó-
hannesson, hjá Skipamiðluninni bát-
um og kvóta. Hann minnir þó á að
engin ákvörðun þar um liggi fyrir
ennþá.
„En það eru þó ýmsir sem virðast
veðja á það og sumir búast við tals-
verðri aukningu á þorskkvótanum,
allt að 15%. Það eru margir spákaup-
menn á ferðinni og fyrirspurnunum
rignir inn.
Í dag er allur þorskkvóti í afla-
markskerfinu uppseldur hjá okkur,
því það hefur verið lítið framboð af
varanlegum heimildum í þorski.
Handhafar kvótans halda að sér
höndum og við erum komnir með
menn á biðlista eftir þorskkvóta.
Áður en niðurstöður rallsins voru
kynntar var kílóið af varanlegum
þorskkvóta að seljast á 1.200 krónur
en eflaust væri hægt að fá fyrir það
hærra verð í dag. Það vill bara
enginn selja,“ segir Eggert.
Eggert segir aftur á móti þokka-
legt framboð af kvóta í krókakerfinu
og kaupverðið mjög hagstætt nú um
mundir, þar sem verðið hafi lækkað
talsverð frá síðustu fiskveiðiáramót-
um. „Það eru flestir sammála um það
núna að verð á krókakvóta var orðið
of hátt en það var um tíma næstum
því jafnhátt og á kvóta í stóra kerf-
inu. Auk þess hafa margir farið illa á
verðlækkunum í ýsu en verð á ýsu-
kvóta hefur lækkað um nærri helm-
ing á einu ári. En skuldir manna
lækka ekki þó kvótaverðið lækki.
Auk þess hefur lækkandi fiskverð
áhrif á alla verðmyndun á kvóta. Til
dæmis má nefna að steinbítsvertíðin
fyrir vestan hefur algerlega brugð-
ist. Í fyrra gátu menn leigt frá sér
kílóið af steinbítskvóta á 40 krónur
en fá nú aðeins 32 krónur fyrir hvert
kíló sem þeir landa. Það nær ekki
einu sinni fyrir rekstrarkostnaði.
Minni eftirspurn er nú eftir sókn-
ardagabátum miðað við sama tíma í
fyrra en vertíðin hjá þeim er ekki
kominn í fullan gang. Viðskiptin í
sóknardagakerfinu taka oft á tíðum
vel við sér þegar góðar horfur eru
með fiskirí og verð á fiskmörkuðum
hagstætt,“ segir Eggert.
Morgunblaðið/Jim Smart
Væntingar Spurn eftir þorskkvóta hefur stóraukist í kjölfar þess að birtar
voru jákvæðar niðurstöður úr togararalli Hafrannsóknastofnunarinnar
Menn á biðlista
eftir þorskkvóta
FORMAÐUR Árborgar, félags smá-
bátaeigenda á Suðurlandi, Þorvaldur
Garðarsson, segir stóru ógnina í sjáv-
arútvegi nú vera fiskverðið, sem
hann líkir við hamfarir. Ýsan seljist á
þriðjungi þess verðs sem var fyrir ári
og keila, langa og karfi á helmingi af
verði frá sama tíma. „Því miður tel ég
að botninum sé ekki náð,“ sagði Þor-
valdur á fundi félagsins nú í vikunni.
Þorvaldur gerði páskastoppið að
umtalsefni og deildi hart á tímasetn-
ingu þess. „Þar virðist ráða svokall-
aður „möppudýrahugsunarháttur“
sem einkennist af því að gera þolend-
um sem mest til miska. Ótrúleg væri
sú ákvörðun að hefja páskastoppið á
annan í páskum, í stað þess að fella
það inn í páskana, dæmi um óskilj-
anlega stjórnunarhætti.“
Þorvaldur deildi einnig á starfsemi
Hafrannsóknastofnunar og sagði
vinnubrögð hennar handahófskennd.
Ráðgjöf Hafró um keilu og löngu
væri algjörlega út í loftið og greini-
legt að þekking sérfræðinganna á
þeim væri ákaflega takmörkuð.
Í lok ræðu sinnar gerði Þorvaldur
línuívilnunina að umtalsefni og sagði
að ráðherra hefði með frumvarpinu,
trúlega sett Íslandslandsmet í útúr-
snúningi á því sem talað hefði verið
um fyrir kosningar.
Þorvaldur Garðarsson, formaður
Árborgar, endaði ræðu sína á að
hvetja sjávarútvegsráðherra og Al-
þingi til að festa sóknardagakerfi
handfærabáta í sessi þannig að dagar
yrðu ekki færri en 23.
Í lok fundar var samþykkt eftirfar-
andi ályktun: „Fundurinn lýsir yfir
miklum áhyggjum varðandi þróun
verðlagsmála undanfarin misseri,
þar sem verð á flestum fisktegundum
hefur fallið mjög mikið og jafnvel
hrunið.
Fundurinn telur þessa þróun verð-
lagsmála vera stærstu ógnina við
smábátaútgerðina sem stendur.
Fundurinn telur ljóst að þar sem
þorskstofninn hafi mælst mun stærri
í nýafstöðnu togararalli heldur en á
undanförnum árum, hljóti Hafrann-
sóknastofnun að mæla með tölu-
verðri aukningu aflamarks í þorski á
komandi fiskveiðiári.
Jafnframt telur fundurinn að
óhætt sé að auka verulega við keilu-
og löngukvóta eða jafnvel taka þessar
tegundir alveg úr kvótasetningu.
Fundurinn hvetur til þess að við-
unandi lausn verði fundin varðandi
málefni dagabáta og gólf verði sett í
fjölda veiðidaga og verði miðað við
ekki færri en 23 daga.
Fundurinn mótmælir harðlega
þeim útúrsnúningi að miða línuíviln-
un eingöngu við landbeitta línu og
krefst þess að allir dagróðrabátar
minni en 100 brúttótonn sem róa með
línu njóti línuívilnunar án tillits til
þess hvernig línan er beitt.
Fundarmenn lýsa furðu sinni á
þeirri tilhögun að láta páskastopp ut-
an 4 sjómílna hefjast á annan í pásk-
um í stað þess að hafa páskahátíðina
inni í stoppinu.
Þessi tilhögun veldur óþægindum
og tjóni fyrir sjómenn og útgerðar-
menn og einnig landverkafólk og
fiskvinnsluna í heild, og veldur lakari
gæðum afurða.“
Lágt verð á fiski
ógnar útgerðinni