Morgunblaðið - 16.04.2004, Síða 8

Morgunblaðið - 16.04.2004, Síða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ef ekki barn síns tíma, Árni minn, þá allavega kerling síns tíma. Málþing um samkynhneigð ungmenna Umræðan hef- ur opnast mikið Andspænis sjálfumsér – samkyn-hneigð ungmenni, ábyrgð og innsæi fag- stétta“ er yfirskrift mál- þings sem Fræðslunet Suðurlands gengst fyrir í samvinnu við Háskólann á Akureyri og landlæknis- embættið föstudaginn 23. apríl nk. á Hótel Selfossi, klukkan 10 til 16. Morgun- blaðið lagði nokkrar spurningar fyrir dr. Sig- rúnu Sveinbjörnsdóttur, lektor í sálfræði við HA, og fara svör hennar hér á eft- ir. – Segðu okkur fyrst að- eins hvað felst í yfirskrift málþingsins … „Þegar ungt fólk finnur að kynhneigð þess víkur frá hefðbundnum háttum, skapar slík tilfinning mikið rót og veldur oft angist. Ábyrgð þeirra sem vinna með ungu fólki er því mikil og ríður á að fagfólk hafi gott innsæi og átti sig á aðstæðum.“ – Hvert er tilefni málþingsins? „Tilefni málþingsins er að staldra við og draga saman þá fræði- og fagþekkingu sem safn- ast hefur um málefni samkyn- hneigðra ungmenna. Umræða um samkynhneigð hefur verið nokkur á undanförnum árum og skilning- ur aukist á margbreytileika kyn- hneigðar. Því er nú tímabært að leiða saman fagfólk ólíkra starfs- stétta og fjalla um málefni sam- kynhneigðra frá öllum hugsanleg- um hliðum. Frumkvæði kemur frá Fræðsluneti Suðurlands, sem jafnframt heldur málþingið, en samstarfsaðilar eru Háskólinn á Akureyri, landlæknisembættið og félagsmálaráðuneytið eru sam- starfsaðilar. Áhuginn fyrir því að takast málefnalega á við viðfangs- efnið samkynhneigð er því víð- tæk.“ – Helstu áherslurnar? „Áherslur þingsins eru tvíþætt- ar; annars vegar verða kynntar niðurstöður íslenskra rannsókna um mál sem snerta samkynhneigð og hins vegar verður hlustað á raddir fagfólks sem vinnur með ungmennum, hlustað á reynslu þeirra og viðhorf. Markmiðið er það að læra af báðum hópum og reyndar er áætlað að taka erindin saman í bók eða hefti til útgáfu sem fræðsluefni síðar.“ – Segðu okkur meira frá mál- þinginu … „Grunnskólakennarar greina frá niðurstöðum úr tveimur rann- sóknum úr grunnskólum, annars vegar um viðhorf samkyn- hneigðra ungmenna og umsjónar- kennara úr efstu bekkjum til kennslu og umfjöllunar um kyn- hneigð og hins vegar um viðhorf skólastjórnenda til samkyn- hneigðra kennara. Framhalds- skólakennari greinir frá rannsókn um glímu ungs fólks við að koma úr felum og guðfræðingur/sið- fræðingur greinir frá rannsókn sem tekur á samkyn- hneigð og kristinni sið- fræði. Aðrir sem halda erindi eru geðhjúkrun- arfræðingur, sem fjallar um sjálfsvígs- áhættu í hópi samkyn- hneigðra, en hún kemur frá land- læknisembættinu, heilsugæslu- læknir tekur fyrir starf stéttar sinnar m.t.t. samkynhneigðar, fé- lagsráðgjafi Samtakanna ’78 greinir frá reynslu sinni í starfi með samkynhneigðum, námsráð- gjafi fjallar um náms- og starfsval og sálfræðingur fjallar um sam- kynhneigð og sálmeinafræði. Sjálf mun ég halda inngangserindi ráð- stefnunnar og fjalla um efnið á al- mennum nótum, það að lifa í sátt og þýðingu þess að vera maður með mönnum.“ – Er þetta umræðuefni sem fær nú opnari umfjöllun í þjóðfélag- inu? „Umræða um samkynhneigð hefur opnast mikið á allra síðustu árum og nú er svo komið að hægt er að ræða saman á málefnalegan og vitiborinn hátt um mannlegt eðli. Menn eru óðum að átta sig á hve óheilsusamlegt það er að lifa í felum og í þögn og því að hinn samkynhneigði á líf sitt undir því að umhverfið samþykki hann/ hana eins og hún/hann er. Tíðarandinn er að breytast samkynhneigðum í hag. Rann- sóknum fjölgar ört og nú er svo komið að kennslubækur í þróun- arsálfræði hafa flestar bætt við upplýsingum um samkynhneigð, hættuna sem unglingum stafar af umhverfi sínu ef samkynhneigð er fordæmd, sjálfsmynd unglinga með tilliti til þessa og síðast en ekki síst um samkynhneigða for- eldra og fjölskyldur. Almenningur sem kominn er á miðjan aldur er hins vegar alinn upp í tíðaranda sem fordæmdi samkynhneigð og því eru enn margir haldnir ranghugmyndum sem eru samkynhneigðu fólki, ekki síst unglingum, stórhættu- leg. Sumt ungt fólk er einnig með forn viðhorf sem eru samkyn- hneigðum hættuleg, þótt senni- lega sé unga fólkið al- mennt opnara gagnvart nýjum við- horfum en þeir sem eldri eru. Fagfólk sem vinnur með fólki, sér- staklega ungu fólki, þarf að gera sér grein fyrir þeim áhrifum sem það getur haft á þá sem þeir vinna með eða fyrir. Því teljum við brýnt að koma þekk- ingu á framfæri til hjálpar þeim sem haldnir eru kynhneigðar- hroka, ótta við samkynhneigð, til hagsbóta fyrir þá sem eru sam- kynhneigðir og raunar fyrir sam- félagið allt.“ Sigrún Sveinbjörnsdóttir  Sigrún Sveinbjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 19. júní árið 1946. Hún lauk kennaraprófi frá KÍ árið 1966, embættisprófi í sál- fræði frá Gautaborgarháskóla í Svíþjóð árið 1975 og dokt- orsprófi í sálfræði frá La Trobe- háskóla í Melbourne, Ástralíu, árið 2001. Er lektor í sálfræði við Háskólann á Akureyri. Maki Sig- rúnar er Brynjar Ingi Skaptason, verkfræðingur og kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri, þau eiga þrjú uppkomin börn og fjögur barnabörn. … sem haldn- ir eru kyn- hneigð- arhroka HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt VSÓ ráðgjöf ehf. til að greiða Umhverfisrannsóknum ehf. rúmlega eina milljón króna í vinnu- launamáli sem reis milli aðila í tengslum við rannsóknir á svæði Norðlingaölduveitu. Málavextir voru þeir að samkomulag var gert með aðilum haustið 2000 um að stefnandi, dr. Ragnhildur Sigurðar- dóttir hjá Umhverfisrannsóknum, tæki að sér að vinna að verkefni fyrir VSÓ. Ekki var gerður skriflegur samningur en fyrir lá uppkast að samningi frá VSÓ frá 1. nóvember 2000, sem Ragnhildur sagði að ekki hefði verið undirritaður, þar sem hún hefði ekki verið fyllilega sátt með ákvæði hans um höfundarrétt, þagnarskyldu og samkeppnishöml- ur. Fram kemur í dómi héraðdsóms að samkvæmt uppkasti stefnda af verksamningnum hafi verið gert ráð fyrir því að vinna Ragnhildar tæki 500 klst. að hámarki á tímabilinu 1. nóvember til 30. apríl 2001. Reiknað hefði verið með að stærsti hluti þess verks yrði unninn á tímabilinu nóv- ember 2000 til febrúar 2001. Þá hefði verið mælt fyrir um að gildistími samningsins væri frá 1. nóvember 2000 til 31. maí 2001. Mat VSÓ stóðst engan veginn Af þessu mætti ráða hvað forráða- menn stefnda – í byrjun nóvember 2000 – töldu hæfilegan tíma fyrir Ragnhildi til að taka saman rann- sóknaniðurstöður úr rannsóknum, sem unnar höfðu verið á svæði Norð- lingaölduveitu. Jafnframt væri ljóst að skoðun eða mat þeirra að þessu leyti hefði engan veginn staðist, enda létu þeir það gott heita að Ragnhildur héldi áfram þessum störfum fyrir stefnda eftir 31. maí 2001, og greiddu raunar einkahluta- félagi hennar mánaðarlega án fyr- irvara fyrir störfin, allt þar til ágreiningur reis 7. mars 2002. Stefndi hefði byggt á því að stefn- andi krefði hann um greiðslu fyrir fleiri vinnustundir en munnlegur samningur aðila gæfi tilefni til, og raunar hefðu verið unnar af stefn- anda til hagsbóta fyrir stefnda, auk þess sem stefnandi krefðist hærri greiðslu fyrir hverja vinnustund en um var samið. Ekki kæmi ótvírætt fram í gögn- um málsins að stefndi hefði mælt fyrir um afmarkaðan fjölda vinnu- stunda, er hann var tilbúinn að greiða stefnanda fyrir, eftir að áætl- un stefnda frá 1. nóvember 2000 stóðst ekki. Engin verkáætlun lægi fyrir frá stefnda til stefnanda, sem tilgreindi fjölda tíma, sem ætlað væri að einstakir verkþættir tækju og jafnvel ekki einu sinni verkið í heild. Þá segði ekki frá skilatíma verkþátta, loka verks og gæðakröf- um. Og þó að í samningsuppkastinu frá 1. nóvember 2000 – sem aðilar væru sammála um að hefði verið lagt til grundvallar í samskiptum aðila lengst af á verktímanum – hefði ver- ið gert ráð fyrir föstum vikulegum fundum á meðan vinna stæði, lægi ekki fyrir í málinu afrit fundargerða nema að mjög takmörkuðu leyti. Af þessu yrði stefndi að bera hallann. Framlögð matsgerð í málinu teld- ist þá ekki sanna með óyggjandi hætti hver hefði verið eðlilegur og sanngjarn klukkustundafjöldi vinnu- framlags Ragnhildar fyrir stefnda á tímabilinu 9. janúar 2002 til 7. mars 2002. Ljóst þætti af gögnum málsins í heild og framburði matsmanns fyr- ir rétti, að matsmaðurinn fékk ekki tæmandi gögn eða upplýsingar í hendur til að geta metið með réttum hætti það sem fyrir hann var lagt. Þar sem stefndi hefði ekki hnekkt því að stefnandi hefði unnið fyrir hann þær vinnustundir, sem stefn- andi krafðist greiðslu fyrir, og ekki tekist að sýna fram á að öðru leyti að umkrafin fjárhæð væri ósanngjörn, yrði stefndi dæmdur til að greiða stefnanda 1.060.796 krónur auk dráttarvaxta. Umhverfisrannsóknir voru jafnframt sýknaðar af kröfum gagnstefnanda VSÓ ráðgjöfd ehf. Málið dæmdi Páll Þorsteinsson héraðsdómari. Sigurður Guðmunds- son hdl. flutti málið fyrir stefnanda og Erla S. Árnadóttir hrl. fyrir stefnda. Dæmd til að greiða laun vegna rannsókna á Norðlingaöldu Ekki sýnt fram á að krafan sé ósanngjörn Morgunblaðið/RAX Krafa dr. Ragnhildar Sigurðardóttur tengist rannsókn hennar á svæði Norðlingaölduveitu. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi henni í vil.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.