Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 20
Ólafsfjörður | Árshátíð Gagn- fræðaskólans í Ólafsfirði fór fram í félagsheimilinu Tjarn- arborg fyrir skömmu. Hátíðin hjá skólanum fer þannig fram að nemendur í 8., 9 og 10. bekk bjóða foreldrum, vinum og ættingjum í mat og eftir matinn er boðið upp á skemmtiatriði á sviði. Um það bil 150 manns voru á skemmt- uninni. Að þessu sinni voru flest skemmtiatriðin tengd þema- vinnu sem fram fór í skól- anum dagana á undan. Þema vinnuvikunnar voru Íslend- ingasögur, Víkingatíminn, fólkið, húsin, fatnaður og mat- ur, vopn og siðir. Myndin var tekin þegar tvær víkinga- stúlkur, Síssa og Tinna, biðu þess spenntar að koma fram á sviðið. Þá sungu þær Inga Úlfars- dóttir og Ásdís Ægisdóttir lagið What’s Up, sem þær sungu á Samféshátíðinni í vet- ur, svo nokkur atriði séu nefnd. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Víkingar á Ólafsfirði Hátíð Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Hafna sameiningu | Fulltrúar meirihlut- ans í bæjarstjórn Sandgerðis, Samfylkingar og óháðra og Sjálfstæðisflokks, felldu tillögu sem fulltrúa Framsóknar- flokksins lögðu fram í fyrradag um að skoðaðir verði kostir og gallar þess að sameina Sandgerðisbæ, Reykjanesbæ og Sveitar- félagið Garð. Fulltrúi Sandgerðislistans greiddi tillögunni atkvæði. Tillagan var fram komin vegna óska stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suður- nesjum um hugmyndir sveitarstjórnanna um sveitarfélagaskipan. Þegar tillagan hafði verið felld samþykktu fulltrúar meirihlutans þá stefnu að í ljósi vaxtar og stöðu Sandgerð- isbæjar yrði sveitarfélagaskipan óbreytt. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Semja við Valtý | Samráðsnefnd Ása- hrepps og Rangárþings ytra hefur ákveðið að ráða Valtý Valtýsson, oddvita Rang- árþings ytra, í stöðu skólastjóra Lauga- landsskóla í Holtum til eins árs, náist um það samningar. Auk Valtýs sótti Eyjólfur Magnússon Scheving um starfið. Fulltrúar sveitarstjórnanna og fræðslu- nefnd töldu Valtý hafa mun meiri stjórn- unarreynslu og þekkingu og reynslu af gerð fjárhagsáætlana. Að auki er það nefnt að vegna fyrri starfa sinna þekki Valtýr afar vel til skólastarfs að Laugalandi. Valtýr var sveitarstjóri Holta- og Land- sveitar fyrir sameiningu og síðan oddviti Rangárþings ytra. Hann upplýsti að hann myndi hvorki gegna starfi oddvita né sitja í hreppsráði yrði hann ráðinn skólastjóri. Skólabörn virkja | Lýsuhólsskóli í Stað- arsveit fékk úthlutað 200 þúsund krónum úr Þróunarsjóði grunnskóla til verkefnis sem heitir: Umhverfismennt – Stubba- lækjavirkjun. Í frétt á vef Snæfellsbæjar segir að verk- efnið felist í því að byggja upp stíflu í læk og nýta orkuna til að dæla vatni í gróðurhús sem hugsað sé sem liður í náttúrufræði- kennslu, ljúka við að koma upp sjálfvirkri veðurstöð sem knúin er sólarorku, vinna garð til útiræktunar og að lokum að leggja göngustíga. Tónlistarfélag Kefla-víkur heldur tón-leika í Listasafni Reykjanesbæjar í Duus- húsum næstkomandi sunnudag klukkan 18. Yf- irskrift tónleikanna er Bassarnir 3 frá Keflavík. Eins og nafnið bendir til koma fram þrír bassa- söngvarar úr Keflavík. Það eru Davíð Ólafsson, Bjarni Thor Kristinsson og Jóhann Smári Sæv- arsson og er þetta í fyrsta skipti sem þeir syngja saman opinberlega. Davíð er fastráðinn við Íslensku óperuna og Bjarni Thor og Jóhann Smári syngja er- lendis, Jóhann er nú við óperuhúsið í Regensburg. Undirleikari á píanó verð- ur Kurt Kopecky. Forsala aðgöngumiða er í Bókasafni Reykjanes- bæjar í dag og á morgun á meðan safnið er opið. Auk þess verða miðar seldir við innganginn, á meðan hús- rúm leyfir. Þrír bassar Hólmavík | Grunnskólinn á Hólmavík átti tvo verð- launahafa í stærðfræði- keppni Vesturlands í ár, annað árið í röð. Raunar hefur skólinn aðeins tvisvar tekið þátt í keppn- inni, en í fyrra urðu Sig- urður Orri Kristjánsson og Grétar Matthíasson, þáverandi nemendur í 10. bekk, í fyrsta og þriðja sæti í keppninni. Að þessu sinni voru það þau Indriði Einar Reynis- son frá Hafnardal við Ísa- fjarðardjúp og Þorbjörg Matthíasdóttir frá Húsa- vík við Steingrímsfjörð sem færðu Hólmvíkingum verðlaunin heim og er myndin af þeim. Indriði hafnaði í 4. sæti og Þor- björg í 7.–9. sæti, en þau eru bæði nemendur í 8. bekk skólans. Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Tveir verðlaunahafar Það hefur verið tölu-vert af nafnavísumá Leirnum að und- anförnu sem gefur tilefni til að rifja upp gamla vísu eftir Sveinbjörn Bein- teinsson á Draghálsi: Bagar angur bragargang brims ég stangast vési blæinn stranga fæ í fang fram af Langanesi. Sveinbjörn var gaman- samur og gerði það sér til skemmtunar breyta þess- ari oddhendu í nýhendu með því að bæta tveim at- kvæðum inn í 2. og 4. vísu- orð. Gott ef Jóhannes þessi var ekki frá Raufarhöfn: Bagar angur bragargang brims ég stangast hörðu vési blæinn stranga fæ í fang fram af langa Jóhannesi. Séra Þórleifur Jónsson á Skinnastað var einn fremsti fræðimaður sinn- ar tíðar á forn fræði en þótti sérkennilegur í hátt- um og stórbrotinn. Hann orti: Sólin gyllir haf og hauður heldur svona myndarlega. Ekki er Drottinn alveg dauður, ekkert ferst honum kindarlega. pebl@mbl.is Bragargangur ÍSLENSK stjórnvöld hafa ítrekað óskað eftir því við varnarliðið á Keflavíkurfluvelli að mannvirki yfirgefnu ratsjárstöðvarinn- ar Rockville á Miðnesheiði verði rifin. Varnarliðið hefur ekki haft fjármagn til að ráðast í verkið. Eftir að meðferðar- heimilinu Byrginu sem þar starfaði í nokk- ur ár var útvegað nýtt húsnæði skiluðu ís- lensk stjórnvöld eignunum í Rockville aftur til varnarliðsins og óskuðu eftir að mannvirkin yrðu fjarlægð og urðuð og gengið frá svæðinu á viðunandi hátt, hvorutveggja með tilliti til umhverfissjón- armiða. Talið er að asbest hafi verið notað sem byggingarefni og þarf að taka tillit til þess við niðurrifið. Matthías G. Pálsson hjá varnarmála- skrifstofu utanríkisráðuneytisins segir að erindið hafi verið ítrekað. Varnarliðið hafi sýnt málinu skilning en hafi ekki haft fjár- magn til að ráðast í verkið. Hafa ekki fjár- magn til að rífa Rockville MINNI viðskipti hafa verið með greiðslu- mark mjólkur á þessu ári en undanfarin ár og kvótaverðið hefur farið lækkandi. Kem- ur þetta fram í Bændablaðinu. Það sem af er verðlagsárinu sem lýkur 1. september næstkomandi hefur verið til- kynnt um aðilaskipti að 2,8 milljónum lítra mjólkur og telur Bændablaðið að það bendi til þess að heildarviðskipti með mjólkur- kvóta verði innan við fjórar milljónir lítra á verðlagsárinu í heild. Eru það minnstu við- skipti í fimm ár. Blaðið hefur heimildir fyr- ir því að kvótaverðið hafi lækkað úr 270 krónum á lítrann, þegar það fór hæst, í um eða undir 200 krónur. Þetta kemur Snorra Sigurðssyni, fram- kvæmdastjóra Landssambands kúa- bænda, ekki svo mjög á óvart. Haft er eftir honum að kvótaverðið hafi verið óvenju hátt í upphafi verðlagsársins og minnkandi eftirspurn leitt til verðlækkunar. Verð á mjólk- urkvóta fer lækkandi ♦♦♦      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.