Morgunblaðið - 16.04.2004, Page 22

Morgunblaðið - 16.04.2004, Page 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ he im sæ kt u w w w .la nc om e. co m GIFTLE Glæsilegir kaupaukar*! KYNNING Í DAG OG Á MORGUN, LAUGARDAG Fjölmargar spennandi nýjungar s.s. Body Sculptesse sem mótar líkamann, glitrandi púður og farði sem fullkomnar húðina. *ef keyptar eru LANCÔME vörur fyrir 5.500 kr. eða meira. Kringlan • 533 4533 Laugavegur • 511 4533 Smáralind • 554 3960 Höfuðborgarsvæðið | Höfuðborg- arbúar mættu vera duglegri við að nýta sér ferðaþjónustu og af- þreyingu sem í boði er á heima- slóðum, og verður það skemmti- lega sem ferðamönnum stendur til boða í borginni og nágrenni henn- ar kynnt sérstaklega sumardag- inn fyrsta. Það er Höfuðborgarstofa, í samvinnu við Ferðamálaráð, Ferðamálasamtök höfuðborgar- svæðisins og Samtök ferðaþjón- ustunnar, sem blæs til viðburðar sem fengið hefur nafnið Ferða- langurinn 2004. Um 40 ferðaþjón- ustufyrirtæki taka þátt í því að bjóða höfuðborgarbúum og öðrum að kynnast svæðinu þennan dag, 22. apríl nk., en ráðgert er að þetta verði árlegur viðburður sumardaginn fyrsta. Íbúar mikilvægir gestgjafar „Markmiðið með þessum degi er að auka ásýnd ferðaþjónust- unnar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Dóra Magnúsdóttir, verk- efnisstjóri ferða- og markaðsmála hjá Höfuðborgarstofu. „Hugmyndin með þessum degi sumardaginn fyrsta er að kynna fyrir íbúum höfuðborgarsvæðisins allt þetta skemmtilega sem er í boði hér því þegar allt kemur til alls eru íbúarnir sem hér búa mik- ilvægustu gestgjafarnir fyrir ferðamenn, bæði íslenska utan af landi og erlenda ferðamenn. Svo við viljum að fólkið sem hér býr viti hvað er í boði og átti sig á því hvað það er gaman að fara til dæmis í hvalaskoðun, á hestbak, í kajaksiglingu og fleira.“ Meðal þess sem verður í boði þennan dag eru kynningarferðir í rútu um hin ýmsu hverfi borg- arinnar og nærliggjandi sveitar- félög, þar sem fólk fræðist um ýmislegt sem það vissi ekki fyrir með hjálp fróðra leiðsögumanna. tekist hafi að bjóða upp á fjöl- breytta dagskrá á mjög hagstæðu verði, og hvetur hún borgarbúa til að taka þátt í þessum degi og kynnast höfuðborgarsvæðinu sem ferðamannastað. Kostnaður vegna Ferðalangs 2004 er einkum vegna kynning- arstarfsemi í tengslum við daginn. Dóra segir kostnaðinn ekki kom- inn endanlega í ljós, en segir hann líklega verða um 4 milljónir króna. gera um helgar. Við viljum opna augu fólks til að það geti litið á höfuðborgarsvæðið með augum gestsins,“ segir Dóra. Hún segir leiðina að því mark- miði vera að fá aðila ferðaþjónust- unnar til að opna dyr sínar þenn- an dag og bjóða Íslendinga sérstaklega velkomna. Hún segir að vel hafi gengið að fá aðila í ferðaþjónustunni til að taka þátt í þessum degi, og yfir 40 fyrirtæki taka þátt í þessu. Dóra segir að Einnig verður boðið upp á útsýn- isflug yfir borgina á hagstæðu verði, söfn kynna kost sinn, hvala- skoðunarbátar sigla o.fl. Opna augu fólks „Það er alveg ótrúlega margt í boði hér innan höfuðborgarsvæð- isins og við jaðarinn, og mark- miðið er að gera fólki ljósa þessa gífurlegu afþreyingarmöguleika. Það er til dæmis hægt að gera svo margt annað en fólk er vant að Kynna höfuðborgarsvæðið fyrir íbúum borgarinnar sumardaginn fyrsta Sjá möguleika borgarinnar með glöggum gestsaugum Morgunblaðið/Heiðar Þór Augun opnuð: Reynt verður að gefa íbúum höfuðborgarsvæðisins nýja sýn á svæðið sumardaginn fyrsta. Seltjarnarnes | Bæjarstjórn Seltjarn- arness samþykkti nýverið að hækka greiðslur með börnum frá átján mánaða aldri sem sækja einkarekna leikskóla um 36%. Þeir sem helst nýta sér þjónustu einkarekinna leikskóla eru foreldrar barna sem verða 18 mánaða eftir að haust- úthlutun hefur átt sér stað. Pláss á leikskól- unum losna venjulega ekki yfir veturinn. Því er leikskólaplássum úthlutað á haustin þegar elstu börnin flytjast yfir í grunn- skóla. Foreldrar barna sem verða 18 mán- aða á skólaárinu geta þá oft fengið vist fyrir börnin á einkareknum leikskóla á meðan beðið er eftir tryggu plássi á leikskólum Seltjarnarness. Hækkunin mun einnig koma þeim til góða sem kjósa einkarekna leikskóla, t.d. vegna uppeldisáherslna.    Leikskólakostnaður jafnaður Breytt gatnagerðargjöld | Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti nýlega nýja gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld í Hafn- arfirði. Gjöldin haldast óbreytt fyrir ein- býlis-, rað- og parhúsalóðir þar sem þau eru reiknuð eftir fermetrum í lóð. Gjaldið fyrir lóðir undir fjölbýlishús, atvinnuhúsnæði og gripahús verður hins vegar hér eftir reikn- að út frá fermetrum í húsbyggingunni. Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ kem- ur ennfremur fram að í samræmi við nýja gjaldskrá verða gerðar endurbætur á út- hlutunarskilmálum og mun staðfesting- argjaldið verða fellt niður. Í stað þess þarf nú að greiða lágmarksgatnagerðargjald innan mánaðar frá úthlutun, annars fellur lóðarveitingin niður án frekari fyrirvara.    Ódýrara í sund | Viðmiðunaraldur full- orðinsgjalds í Sundlaug Seltjarnarness hef- ur nú hækkað, og miðast fullorðinsgjald hér eftir við 16 ára aldur. Með ákvörðun um þetta er Bæjarstjórn Seltjarnarness að bregðast við ábendingu Ungmennaráðs Seltjarnarnesbæjar um hækkun viðmið- unaraldurs. Hér eftir greiða því börn og ungmenni frá 5–16 ára aldurs 60 kr. fyrir aðgang að lauginni, en fullorðinsgjald er 200 kr.    Nafnasamkeppni | Efnt verður til sam- keppni meðal Garðbæinga um nafn á nýtt íþróttahús í Hofsstaðarmýri sem tekið verður í notkun í haust. Frestur til að skila inn tillögum verður til 25. maí 2004. Veitt verða þrenn verðlaun, árskort í sundlaug Garðabæjar og bókaverðlaun, en fyr- irkomulag samkeppninnar verður kynnt nánar á næstunni. Mosfellsbær | Gönguferðir eru hin prýðilegasta heilsubót. Hvort sem gengið er í sól og blíðu eða rigningu og slagviðri er útivistin til bóta fyrir líkama og sál og sambandið ræktað við guð og menn. Þessi litla fjöl- skylda tók sér góðan göngutúr í rigningunni í Mosfellsbænum og fylgdi hvutti hinn hressasti með í förinni. Morgunblaðið/Ásdís Gengið í „góða veðrinu“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.