Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 26
LANDIÐ 26 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Vestmannaeyjar | Um páskahelgina var haldin myndlistarsýning nem- enda Steinunnar Einarsdóttur í Vélasalnum. Steinunn hefur kennt Eyjamönnum myndlist síðan 1996 og hafa námskeið hennar ávallt verið vel sótt. Alls sýndu nítján nemendur afrakstur vetrarins. Eins og áður á sýningum nemenda Stein- unnar var ákveðið þema í gangi og í ár var það Í fjöruborðinu. Það sýndi sig um helgina að Steinunni lætur vel að kenna mynd- list enda margar myndir stórglæsi- legar á sýningunni og nemendurnir greinilega afkastamiklir þar sem hver veggur í Vélasalnum var vel nýttur. Steinunn hefur kennt bæði með olíulitum og vatnslitum síðan 1996. Þá byrjaði hún með lítinn hóp í stofunni heima hjá sér í húsinu Einarshöfn. Seinna flutti hún sig yf- ir í Listaskólann, í lítið herbergi í austurhluta hússins. Í dag er hún með kennsluna í Vélasalnum þar sem sýningin var. Alltaf að læra eitthvað nýtt Sigurður Hauksson var eini karl- maðurinn sem sýndi um helgina en hann hefur verið í námi hjá Stein- unni síðan 1998. Er þetta sjöunda nemendasýningin sem hann tekur þátt í. „Konan atti mér eiginlega út í þetta. Hún gaf mér námskeið hjá henni Steinunni í afmælisgjöf en ég hafði byrjað að mála í veikindum ári áður.“ Sigurður meiddist á öxl og var talsvert lengi frá vinnu og eins og hann segir sjálfur, hundleiddist honum á meðan og varð hreinlega að finna sér eitthvað að gera. „Ég byrjaði á námskeiði hjá Steinunni í stofunni heima hjá henni. Var ansi þröngt á þingi þar ásamt því sem olíubrækjan var talsverð en Stein- unn lét sig hafa það,“ sagði Sig- urður sem hefur fylgt henni síðan, fyrst upp í Listaskóla og nú síðast í Vélasalinn. „Mér hefur líkað mjög vel hjá henni Steinunni, hún er góður kennari og svo hefur mannskap- urinn á námskeiðunum verið ein- staklega góður.“ Sigurður hefur einvörðungu mál- að með olíulitum og segist kunna sérstaklega vel við þá. Aðspurður hvort áhuginn á myndlist hafi alla tíð blundað í honum sagði hann svo ekki vera. „Nei, ég get ekki sagt það. Þetta kom allt í einu þegar maður byrjaði að fikta. Auðvitað teiknaði maður talsvert sem krakki. Ég teiknaði mikið báta sem peyi enda mjög hrifinn af sjónum. Í dag mála ég mikið myndir af hús- um en einnig báta en annars er þetta mikið í bland, landslag og fleira. Svo eru margir sem fara eft- ir ljósmynd, fá hugmyndina þaðan en breyta svo örlítið. Það er allt til í þessu.“ Sigurður hefur verið eini karl- maðurinn á námskeiðum Stein- unnar í vetur en þegar mest var voru þeir þrír. „Það er voða oft sem ég heyri, stelpur, komið og sjáið,“ sagði Sigurður og hló en segir sér líka vel í þessum hóp. „Það er auð- vitað öðruvísi spjall en á karla- vinnustöðum en það er alltaf gaman að spjallinu yfir góðum kaffibolla.“ Eins og áður hefur komið fram er þetta sjöunda nemendasýningin sem Sigurður tekur þátt í en hann hefur verið jafnmarga vetur í læri hjá Steinunni. Fer ekki að líða að útskrift? „Nei, nei, maður er alltaf að læra meira og meira. Sumar hafa nú verið lengur en ég og svo er ég farinn að mála talsvert heima líka. Ef fólk dettur inn í þetta þá vill það festast enda er þetta af- skaplega skemmtilegt og gefandi.“ Aðspurður hvort hann sé ekki kominn með efni í einkasýningu sagðist hann ekki hafa leitt hugann að því. „Það kemur kannski. Ég hef málað slatta af myndum, selt sumar og gefið aðrar en á talsvert safn af myndum. Kannski kemur að því að ég haldi einkasýningu, hver veit?“ Gaman á námskeiðinu Einn af nýjustu meðlimum mynd- listarhóps Steinunnar er Guðný Stefnisdóttir en hún var að ljúka sinni þriðju önn ef svo má segja en eitt námskeið er á haustin og annað yfir veturinn. „Þetta kom þannig til að Alla vinkona skráði mig hrein- lega á námskeið hjá Steinunni. Mig hafði lengi langað að fara á svona námskeið og hafði öfundað Jóný vinkonu mikið en hún hafði verið á námskeiðum hjá Steinunni. Eitt sinn vorum við saman á Cafe Maria í kaffi þegar Alla dró mig hreinlega upp til hennar Steinunnar og gekk frá skráningunni.“ Guðný segir þetta hafa verið al- veg hrikalega gaman þó hún hafi ekki getað sinnt þessu eins vel og hún vildi vegna veikinda. „Það er svo gaman að skapa eitthvað og fá útrás í að nota hendurnar.“ Guðný ber Steinunni vel söguna og segir hana sérstaklega góðan kennara. „Hún kann að kenna fólki og þetta eru virkilega þægilegar kennslustundir. Létt andrúmsloft og engin hamagangur þar.“ Hún segist alla tíð hafa haft unun af því að teikna. „Allt frá því að maður fattaði að maður gat teiknað eitthvað.“ Olíulitir hafa verið hennar að- algrein en þó hefur hún sótt styttri námskeið í vatnslitum og stefnir á að bæta jafnvel við sig í þeim efnum á næstunni. „Annars á olían vel við mig. Ég er samt svo nýbyrjuð í þessu að ég er að finna minn stað í myndlistinni. Ég hef verið í fínni myndum en nýlega prufaði ég að- eins grófari myndlist og mér finnst það eiga betur við mig.“ Aðspurð hvort framhald verði á náminu sagði hún það ekki vera spurningu. „Þetta er svo gaman og ég mun að sjálfsögðu halda áfram,“ sagði Guðný að lokum en hún var ánægð með sýninguna um helgina en rúmlega 200 manns litu inn. Myndlistarsýning nemenda Steinunnar Einarsdóttur í Vélasalnum „Það er svo gaman að skapa“ Morgunblaðið/Sigurgeir Steinunn Einarsdóttir myndlistarkennari, lengst til hægri á myndinni, ásamt nemendum sínum. Morgunblaðið/Sigurgeir Sigurður Hauksson fyrir framan listaverk sem hann sýndi um páskana. Mývatnssveit | Um allmörg und- anfarin ár hefur Laufey Sigurð- ardóttir í Höfða gengist fyrir tón- leikahaldi um páska, hér í sveit. Þetta hefur henni farist einkar vel. Að þessu sinni voru tvennir tónleikar. Hinir fyrri voru í Skjólbrekku á skír- dagskvöld. Á fyrri hluta dagskrár- innar var píanókvintett í Es-dúr, op. 44 eftir Robert Schumann. Hljóð- færaleikarar voru Anna Áslaug Ragnarsdóttir við flygilinn, Laufey Sigurðardóttir og Sigurlaug Eðvalds- dóttir með fiðlur, Þórunn Ósk Mar- inósdóttir með víólu og Sigurður Bjarki Gunnarsson með selló. Eftir hlé var það svo Arndís Halla Ásgeirsdóttir sópransöngkona, sem heillaði tónleikagesti með kröftugum söng og líflegri sviðsframkomu við undirleik Önnu Áslaugar Ragn- arsdóttur. Á söngskránni voru vinsæl íslensk lög og óperuaríur eftir Mozart og Donnizetti. Fjölmargir lögðu leið sína í Skjólbrekku af þessu tilefni og nutu kvöldsins. Að kvöldi langafrjádags voru síðan tónleikar í Reykjahlíðarkirkju þar sem þessir sömu listamenn fluttu meðal annars tónlist eftir Bach, Dvo- rak, Telemann, Leclair og Puccini, við hrifningu þakklátra tónleikagesta. Anna Áslaug og Arndís Halla í Skjólbrekku. Tónlist í Mývatns- sveit um páska Morgunblaðið/BFH Hrunamannahreppur | Mikil um- ræða varð um upptöku neta á vatna- svæði Ölfusár á aðalfundi Veiðifélags Árnesinga, sem haldinn var á Hótel Selfossi 13. apríl sl. Ákveðið var að halda áfram undirbúningsvinnu við þau mál. Á fundinum var gerð grein fyrir störfum nefndarinnar sem unn- ið hefur að þessum athugunum síð- astliðið ár. Reyndar var búið að halda fund um þetta mikilvæga mál- efni í mars þar sem hugsanleg upp- taka á netum var rækilega kynnt. Sitt sýnist hverjum enda þarf að skoða málið vandlega frá hinum ýmsu hliðum, en svæðið er mjög víð- feðmt og hagsmunir og sjónarmið mismunandi. Ákveðið var að halda áfram sama fyrirkomulagi á veiði nú í sumar og á næsta ári og verið hefur á undanförnum árum. Starfsmenn Suðurlandsútibús Veiðimálastofnunar á Selfossi, þeir Magnús Jóhannsson og Benóný Jónsson, gerðu afar góða grein, í máli og myndum, fyrir rannsóknum sínum og veiðiskýrslum á vatna- svæðinu. Þar kom meðal annars fram að seiðabúskapur ánna er slak- ur og hefur ekki batnað síðustu miss- eri. Heldur hefur verið aukning á veiðum á sjóbirtingi og magn seiða aukist ef marka má rannsóknir. Far- ið er nú síðustu ár að fylgjast með laxagöngu með senditækjum sem þegar eru farnar að gefa nokkrar vís- bendingar. Það er mjög athyglisverð nýjung en eins og víða er vöntun á fjármagni til að geta sinnt vísinda- legum rannsóknum sem skyldi. Gunnar Gunnarsson á Selfossi, sem gegnt hefur starfi gjaldkera um langt árabil, færðist undan endur- kosningu en í hans stað var kjörinn Páll Lýðsson, Litlu-Sandvík, og varamaður Jörundur Gauksson, Kaldaðarnesi. Þess má geta að Landssamband stangaveiðifélaga gengst fyrir ráðstefnu nk. laugar- dag, 17. apríl, kl 14–16 á Hótel Sel- fossi undir heitinu: „Laxinn – auðlind á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár.“ Sama fyrirkomulag verður á veiði í Ölfusá og Hvítá og verið hefur Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Loftur Þorsteinsson Haukholtum, fundarstjóri, Guðmundur Þorvaldsson Bíldsfelli, varaformaður félagsins, og Tryggvi Steinarsson Hlíð, fundarritari. Skeifan 2 - 108 Reykjavík - S. 530 5900 poulsen@poulsen.is - www.poulsen.is NSK legur og pakkdósir LÍFSGLEÐI www.heilsuvernd.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.