Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ RÆDDI VIÐ BUSH Davíð Oddsson forsætisráðherra, sem staddur er í New York, átti í gærmorgun símasamtal við George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, þar sem þeir ræddu stöðu varnar- samnings þjóðanna og ástandið í Írak. Davíð segir Bush hafa rætt stöðu varnarsamningsins og segir hann að komið hafi fram að Bush telji varnarsamstarfið við Ísland mjög mikilvægt. Heimför hermanna frestað Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að fresta fyrirhugaðri heimför um 20.000 bandarískra hermanna í Írak um þrjá mánuði vegna átakanna þar síðustu vikur. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá þessu í gær og sagði að hermönnunum í Írak yrði ekki fækk- að í vor eins og ráðgert var. Þá sagði hann að hernámsliðinu hefði tekist að halda uppreisnarmönnum í borg- inni Fallujah í skefjum. Áforma einkarekstur í haust Læknar tæknifrjóvgunardeildar Landspítala – háskólasjúkrahúss áforma að hefja einkarekstur utan spítalans í haust í kjölfar þess að loka á deildinni í sumar. Þrír læknar hafa sagt upp störfum og vinna að undirbúningi einkarekstrar ásamt starfsfélögum sínum. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 36 Viðskipti 16 Umræðan 36/37 Erlent 17/19 Minningar 38/44 Höfuðborgin 22 Kirkjustarf 47 Akureyri 13 Bréf 48 Suðurnes 24 Dagbók 50/51 Austurland 25 Íþróttir 52 Landið 26 Leikhús 56 Listir 27/29 Fólk 56/61 Daglegt líf 30/31 Bíó 58/61 Forystugrein 32 Ljósvakamiðlar 62 Þjónusta 35 Veður 63 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport- @mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Á SUNNUDAGINN  Vítahringur götunnar  Mæðginin Tinna og Ólafur Egill  Fyrstu sporin í heimsborginni  Endurgerðar kvikmyndir  Margur er knár þótt hann sé smár  Sumargjafir fyrir stóra og smáa  Á slóðum fræga fólksins Sunnudagur 18.04.04 ENDURGERÐIR HAFA LÖNGUM VERIÐ VINSÆLT VIÐFANGSEFNI Í KVIKMYNDAIÐNAÐINUM OG HOLLYWOOD ER EKKERT HEILAGT FÓLKIÐ Á GÖTUNNI Um 100manns eru heimilislausir á höfuðborgarsvæðinu Tveir „útlendingar“, Hjalti Karlsson og Jan Wilker, stofnuðu hönnunarfyrirtæki í New York Ákvörðun Bush gagnrýnd Jacques Chirac Frakklandsforseti gagnrýndi í gær George W. Bush Bandaríkjaforseta fyrir að fallast á þau áform Ariels Sharons, forsætis- ráðherra Ísraels, að innlima hluta Vesturbakkans í Ísrael. Chirac sagði áformin „hættuleg“ og setja „vara- samt fordæmi“. Tilboði bin Ladens hafnað Leiðtogar Evrópuríkja vísuðu í gær á bug boði hryðjuverkaforingj- ans Osama bin Ladens um „vopna- hlé“ og sögðu að ekki kæmi til greina að semja við fjöldamorðingja á borð við hann. Atlanta kaupir breiðþotur Flugfélagið Atlanta tekur á næst- unni tvær Boeing 747-400-breið- þotur í þjónustu sína, en það eru fyrstu þoturnar af nýrri kynslóð B747-400 sem skráðar verða á Ís- landi, sem og á Norðurlöndunum. Félagið leigir þoturnar frá Singa- pore Airlines og leigir þær áfram til spænska flugfélagsins Iberia. HARALDUR Blöndal hæstaréttarlögmaður lést 14. apríl sl., 57 ára að aldri. Haraldur var fæddur hinn 6. júlí árið 1946 í Reykjavík og voru foreldrar hans Kristjana Benediktsdóttir hús- móðir og Lárus H. Blön- dal alþingisbókavörður. Haraldur lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri ár- ið 1966 og embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1972. Hann varð héraðsdómslögmaður 1977 og hæstaréttarlögmaður 1982. Haraldur var fulltrúi á málflutnings- skrifstofu Ágústs Fjeldsted, Bene- dikts Blöndals og Hákonar Árnason- ar frá 1975 til 1988. Frá 1988 til 1992 rak hann málflutningsskrifstofu í fé- lagi við Ágúst Fjeldsted og Skúla Th. Fjeldsted en frá 1992 rak hann stofuna einn. Haraldur gegndi fjölmörgum störfum á ferli sínum og sat m.a. í lagahreinsunarnefnd sem skipuð var af Al- þingi og starfaði frá 1985 til 1990. Hann var formaður Rann- sóknanefndar sjó- slysa 1984–1991 og 1997–2000. Hann var varaborgarfulltrúi í Reykjavík 1986–1994 og var í yfirkjörstjórn Reykjavíkur frá 1991. Hann var sæmdur gullmerki Stúdenta- félags Reykjavíkur árið 1981. Haraldur skrifaði í áranna rás fjölda greina í Morgun- blaðið þar sem hann var blaðamaður á námsárum sínum og annaðist um skeið stjórnmálaskrif í blaðið. Voru tengsl hans við blaðið ávallt náin. Morgunblaðið þakkar Haraldi sam- fylgdina og sendir fjölskyldu hans og ástvinum innilegar samúðar- kveðjur. Haraldur lætur eftir sig fjögur börn. Andlát HARALDUR BLÖNDAL ELDUR kviknaði í risíbúð í húsi gegnt bandaríska sendiráðinu við Laufásveg í gærkvöldi. Íbúar húss- ins höfðu ráðið niðurlögum eldsins áður en slökkvilið kom á vettvang. Eldurinn kviknaði út frá eldavél, en húsráðandi mun hafa sofnað út frá eldamennskunni. Að sögn slökkviliðs var ekki um mikinn eld að ræða. Íbúi í húsinu var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi í öryggisskyni. Eldur á Laufásvegi TALSMAÐUR danska uppboðshúss- ins Bruun Rasmussen segir að Pétur Þór Gunnarsson, fyrrverandi eigandi Gallerís Borgar, hafi árið 1992 keypt af sér málverk eftir danska málarann Mogens Hoff sem tveimur árum síðar hafi verið selt hjá Galleríi Borg, þá sem verk eftir Jóhannes Kjarval. Þetta kom fram í frétt RÚV í gær. Haft er eftir talsmanninum að Pét- ur Þór hafi keypt verkið árið 1992. Tveimur árum síðar var verkið selt frá Galleríi Borg eftir að málað hafði verið yfir það og myndin merkt Jó- hannesi Kjarval. Í frétt Morgunblaðsins frá 11. mars var sagt frá því að málverkið Pige med Harpe eða Stúlka með hörpu, sem eignað er Kjarval og bjóða átti upp í lok mars hjá Bruun Rasmussen, væri að öllum líkindum falsað. Var þá greint frá því að verkið hefði verið boðið upp 1985 sem verk eftir Mog- ens Hoff og aftur hjá Galleríi Borg í maí 1994, þá undir heitinu Vorkoma. Pétur Þór Gunnarsson segir frétt- ina af kaupum hans á málverki Mog- ens Hoff 1992 koma sér í opna skjöldu. „Þetta er gjörsamlega út í hött. Ég kannast ekki við að hafa keypt þessa mynd. Lögreglan hefur rannsakað öll mín málverkakaup í Danmörku og fengið lista yfir öll verk sem ég hef keypt. Þetta verk er ekki á þeim lista,“ segir Pétur Þór. Hann segist ekki vita hvernig frétt safnsins af kaupum hans sé til komin en ætlar að kanna það. Það hafi gerst nokkrum sinnum á sínum tíma að verk hafi ver- ið keypt í hans nafni eða Gallerís Borgar í Danmörku að honum for- spurðum. Pétur Þór keypti verkið á uppboði árið 1992 Verk eftir danskan málara eignað Kjarval Morgunblaðið/Aðalheiður Þorst. Ólafur Ingi Jónsson forvörður skoðar fölsuðu myndina í húsnæði for- vörsludeildar danska Þjóðminjasafnsins í Kaupmannahöfn. Styttist í samning milli Sam- iðnar og SA SAMNINGANEFNDIR Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins (SA) áttu saman viðræður í gær um gerð nýs kjarasamnings. Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnu- markaðssviðs SA, segir viðræðurn- ar ganga vel og líkur á að sam- komulag náist eftir helgi. „Menn eru bjartsýnni en áður á að það fari að sjást til lands,“ segir Ragn- ar. Samtök atvinnulífsins áttu einnig í gær fund með samninganefndum verslunarmanna í húsakynnum rík- issáttasemjara og hefur nýr fundur verið boðaður í dag. Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, segir við- ræður við verslunarmenn hafa þok- ast áfram og skýrst. Enn sé þó- nokkuð í land að samningar takist. Margir í viðræðum Samtök atvinnulífsins eiga í við- ræðum við fleiri launahópa. Fundað var með MATVÍS í gær, sem er félag matreiðslumanna, þjóna, kjötiðnaðarmanna og bak- ara, og einnig rætt við samninga- nefnd flugmanna. Þá er nýr virkj- anasamningur ókláraður og sömu- leiðis viðræður SA og LÍÚ við sjómenn. Þar hefur samningafund- ur verið boðaður eftir helgi. Ótaldir eru hópar múrara, pípu- lagningamanna, bókagerðarmanna, vélstjóra og lyfjafræðinga, sem ósamið er við hjá SA. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.