Morgunblaðið - 16.04.2004, Side 51

Morgunblaðið - 16.04.2004, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 51 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert umburðarlynd/ur, ör- lát/ur og hjartahlý/r. Þú hef- ur dásamlega kímnigáfu og ert mjög tryggur vinur. Árið framundan getur orðið besta ár ævi þinnar. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú þarft að gefa þér tíma til að vera ein/n með sjálfri/ sjálfum þér í dag. Þú þarft tíma til að melta hlutina þannig að þú vitir nákvæm- lega hvað þú vilt gera. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú þarft að gefa þér tíma til að vera ein/n með sjálfri/ sjálfum þér í dag. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er líklegt að gamlir vinir banki upp á hjá þér þessa dagana. Það er um að gera að halda sambandi við fólk úr fortíðinni. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Gamalt vandamál kemur til umræðu á milli þín og for- eldra þinna eða yfirmanna. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Einhver, sem er langt í burtu, gæti haft samband við þig í vikunni. Það er margt að gerast í millilanda- samböndum þínum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þetta er góður dagur til að ganga frá gömlum skatta-, trygginga- og erfðamálum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er tilfinningahiti í sam- ræðum þínum við aðra í dag. Þetta má hugsanlega rekja til þess að gamall kærasti eða kærasta hafi skotið upp koll- inum að nýju. Farðu varlega. Það er ekki alltaf til góðs að reyna aftur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þetta getur orðið mjög af- kastamikill dagur í vinnunni. Reyndu að ganga frá lausum endum áður en þú ræðst í eitthvað nýtt. Láttu ekki tafir slá þig út af laginu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Gamlir kærastar eða kær- ustur gætu skotið upp koll- inum að nýju. Reyndu að muna að hamingjan er besta hefndin. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þetta er góður dagur til að ganga frá einhvers konar fjölskyldumálum. Eins og þú veist þá geturðu ekki fengið þér ný húsgögn fyrr en þú hefur losað þig við þau gömlu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er mikil hætta á töfum og samskiptatruflunum í dag og næstu daga. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ert sérlega sjálfsörugg/ur í viðskiptum í dag. Þú munt því hugsanlega láta verða af kaupum sem þú hefur lengi verið að velta fyrir þér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SKÖFNUNGUR Rúnar eru á mæki merktar, magnaðar í dverga sal; eggjar eru í eitri hertar, eldur býr í miðjum fal; ormur í hjöltum á sér ból, á þau má ei skína sól. Tómlátur er tangi benja, ef til hans þrífur bölvís hönd; kyrr í slíðrum gramur grenjar, gengur ei um friðarbönd; heill er Sköfnungs horfin þá, honum eigi bregða má. Ef staðgóður og stilltur drengur í stríði réttu Sköfnung ber, þá úr slíðrum greitt hann gengur, grandar því, sem fyrir er, kveður hátt við hanagal heljar yfir föllnum val. - - - Grímur Thomsen LJÓÐABROT Í TÍUNDU umferð Ís- landsmótsins tókst nokkr- um pörum að komast í sex lauf á þessar hendur: Norður ♠105 ♥K542 ♦G87 ♣7432 Suður ♠KD962 ♥Á7 ♦Á ♣ÁKDG10 Þótt sex lauf sé góð slemma er hún engan veg- inn örugg. Trompið í blind- um er óþægilega veikt og það skapar hættu á yf- irtrompun þegar reynt er að fríspila spaðann. Hvern- ig myndi lesandinn spila með hjarta út? Fyrsta hugsunin er sú að taka slaginn í blindum og spila spaða heim á kóng. Þessi byrjun kitlar spila- taugarnar, en er kannski ekki sú besta. Því hvað á þá að gera ef kóngurinn heldur slag? Á að taka eitt tromp eða tvö áður en spaða er spilað aftur? Það er vandinn. Norður ♠105 ♥K542 ♦G87 ♣7432 Vestur Austur ♠83 ♠ÁG74 ♥D963 ♥G108 ♦K106432 ♦D95 ♣8 ♣965 Suður ♠KD962 ♥Á7 ♦Á ♣ÁKDG10 Svona leit spilið út í heild sinni. Ef sagnhafi hefur byrjað á hjartakóng og spaða á kóng, verður hann nú að gera upp við sig hvort hann tekur eitt eða tvö tromp. Í töfluleik ákvað suður að taka ÁK í laufi áður en hann spilaði spaða á tíuna. Austur fékk slag- inn á gosann og banaði slemmunni með því að trompa út. Suður hefði unnið slemmuna með því að taka bara eitt tromp, en það gat hann alls ekki séð fyrir af öryggi. Það var byrjunin sem var röng. Betra hefði verið að taka fyrsta slaginn heima og spila spaðakóng. Hvort sem ásinn er í aust- ur eða vestur er líklegt að vörnin taki slaginn strax. Og þá hefur sagnhafi vald á trompinu. Hann getur tekið ÁK í laufi og stungið svo spaða tvisvar í borði. Auðvitað er til í dæminu að vörnin dúkki spaðakóng- inn, en varla án þess að upplýsa um ásinn. En jafn- vel þótt gert séð ráð fyrir þeirri ótrúlegu vörn að austur dúkki án umhugs- unar, getur sagnhafi aukið líkur sínar með því að spila hjarta á kóng og spaðatíu úr borði. Og þá verður fátt um varnir. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 Rf6 2. Bg5 d5 3. e3 e6 4. c4 c6 5. Rc3 Rbd7 6. cxd5 exd5 7. Bd3 Be7 8. Rge2 0-0 9. Dc2 He8 10. 0-0 Rf8 11. Hab1 Rh5 12. Bxe7 Dxe7 13. b4 a6 14. a4 Be6 15. b5 axb5 16. axb5 Rf6 17. bxc6 bxc6 18. Ra4 R8d7 19. Hfc1 Hec8 20. Rf4 Da3 21. Rxe6 fxe6 22. Ha1 Db4 23. h3 c5 24. Rxc5 Hxa1 25. Hxa1 Rxc5 Staðan kom upp í danska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu í Köge. Klaus Berg (2.436) hafði hvítt gegn Lars Bor- bjerggaard (2.376). 26. Hc1! Rxd3? Hyggilegra hefði verið að gefa peð í stað þess að fá stór- sókn hvíts á sig. 27. Dxc8+ Kf7 28. Hc7+ Kg6 29. Dh8 De1+ 30. Kh2 Rh5 31. De8+ Kh6 32. Dxe6+ g6 33. Dg8 Rf6 34. Df8+ Kg5 35. h4+ og svartur gafst upp. Hinn kunni skákbók- arhöfundur og alþjóðlegi meistarinn Steffen Ped- ersen vann mótið en það var líkt og Íslandsmótið haldið með útsláttarfyrirkomulagi. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MEÐ MORGUNKAFFINU Herrann þarna spyr hvort bjóða megi ungfrúnni minkapels með drykknum?      PRIMERA öllu Ein með Nýja Primeran er bíll framtíðar- innar. Hið einstaka N-FORM aksturskerfi gerir þér kleift að nota þrjá aðalrofa til að stjórna öllum helstu aðgerðum bílsins með fingurgómunum. Primeran er auk þess með myndavél að aftan sem sýnir þér hversu nálægt þú ert næsta bíl á skjá í mælaborðinu. Hugvitssamleg hönnun Nissan Primera kemur þér skemmtilega á óvart. Nissan Primera – prýðileg fyrir þá sem vilja eina með öllu. Komdu við hjá Ingvari Helgasyni og kynntu þér málið nánar. Verð frá 2.260.000 F í t o n / S Í A 0 0 9 2 9 5 ÁRNAÐ HEILLA 90 ÁRA afmæli. Sunnu-daginn 18. apríl nk. verður níræð Guðný Bald- vinsdóttir. Af því tilefni býður hún vinum og ætt- ingjum í kaffi á afmælisdag- inn milli kl. 14–17 í salnum á efstu hæð á Borgarbraut 65a, Borgarnesi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.