Morgunblaðið - 16.04.2004, Page 18

Morgunblaðið - 16.04.2004, Page 18
LÖGREGLAN í Toronto í Kanada sló sann- arlega ekki á létta strengi með fiðlumeist- ara einum sem handtekinn var nýverið eftir að upp hafði komist að hann hafði verið að æfa sig – við stýrið á bíl sínum þar sem hann ók eftir hraðbrautinni inn í borgina. „Til allrar hamingju spilar hann á fiðlu en ekki selló,“ sagði lögreglunni Cam Woolley við dagblaðið Toronto Sun. Um er að ræða 54 ára gamlan konsert- meistara sem handtekinn var á hraðbraut- inni inn í Toronto en aksturslag hans hafði þótt heldur undarlegt. „Þeir óku fyrst upp að hlið bílsins og þá kom í ljós að maðurinn var að leika á fiðluna sína af miklum móð,“ sagði Wolley. Mun maðurinn hafa gefið þá skýringu að hann væri að æfa sig vegna tónleika síðar sama dag. Þunglyndur fíll DÝRALÆKNAR í Santa Fe í Argentínu veittu sirkusfílnum Mesry í vikunni lækn- isaðstoð vegna streitu en þeir segja að dýrið hafi þjáðst af þunglyndi í kjölfar þess að það hafði eytt nokkrum dögum fjarri vinum sín- um í sirkusnum. Mesry er meðal vinsælustu skemmti- krafta sirkussins sem ferðast víða um Arg- entínu. Í síðustu viku var Mesry flutt af sirk- ussvæðinu og til borgarinnar El Recreo, um 480 km norður af Buenos Aires, eftir að kom í ljós að bann var lagt við því á viðkomandi stað að dýr tækju þátt í mannamótum eins og sirkussýningum. Tók fljótt að bera á því eftir komuna til El Recreo að Mesry væri heldur daufur í dálkinn. Voru dýralæknar frá Santa Fe þá kallaðir til og greindu þeir krankleika skepnunnar. Er vonast til þess að Mesry geti senn hitti vini sína á ný. ÞETTA GERÐIST LÍKA Fiðluleikur á hraðbrautinni Heppni fylgir því að fæðast í maí ÞEIR sem fæðast í maímánuði eru heppnari en annað fólk. Segja má hins vegar að ólán- ið elti þá sem fæðast í október; a.m.k. ef eitthvað er að marka nýjar rannsóknir bresks vísindamanns. Meira en fjörutíu þúsund manns tóku þátt í rannsókn sálfræðingsins Richards Wisemans, sem kennir við háskólann í Hertfordskíri. Fólk veitti honum upplýs- ingar um fæðingardaga sína í gegnum Net- ið og svaraði síðan spurningum sem gáfu til kynna hversu mikillar lukku það telur sig njóta í lífinu. Niðurstöðurnar sýndu að meira en helmingur fólks sem fæddist í maí telur sig heppið á meðan aðeins 43% þeirra sem fæddust í október gerðu slíkt hið sama. „Skýringin gæti falist í þeim mun sem er á samskiptum sumra foreldra við börn sín á sumarmánuðum annars vegar og vetr- armánuðum hins vegar,“ sagði Wiseman. Sjálfur er hann fæddur í september. Varð háð Haribo KONA í Þýskalandi hefur stefnt þýska sæl- gætisframleiðandanum Haribo fyrir dóm- stóla en hún segist hafa orðið háð lakkrís frá fyrirtækinu, með þeim afleiðingum að hún þjáist nú af hjartasjúkdómum. Konan er 48 ára gömul. Hún hefur farið fram á skaðabætur upp á 6.000 evrur, um 522 þúsund kr., en hún segir heilsuskaða sinn stafa af því að hún hafi borðað 400 grömm af Haribo-lakkrís daglega í heila fjóra mánuði; á endanum varð hún veik og segist hún fyrir vikið hafa verið frá vinnu í marga mánuði. Haribo hafnar hins vegar með öllu að bera ábyrgð á ástandi konunnar. ERLENT 18 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Reuters TVÍBURAR af gerð gullapa í faðmi móður sinnar, Dabao, í dýragarði í Peking í gær. Líkurnar á því að tví- burar af þessari tegund apa séu aldir í þennan heim eru sagðar einn á móti tíu þúsund og ekki er vitað til að það hafi áður gerst í Kína. Einstæðir tvíburar LEIÐTOGAR Evrópuríkjanna vísuðu í gær á bug boði hryðju- verkaforingjans Osama bin Lad- ens um „vopnahlé“ og sögðu það fáránlega tilhugsun að semja við fjöldamorðingja á borð við hann. Á hljóðsnældu frá bin Laden býður hann frið þeim Evrópuríkj- um, sem ekki halda uppi hernaði gegn múslímum eða draga her sinn frá múslímskum ríkjum. Höfnuðu talsmenn stjórnvalda í Bretlandi, Spáni og Ítalíu, sem öll eru með herlið í Írak, þessu boði umsvifa- laust og sagði talsmaður breska ut- anríkisráðuneytisins, að aldrei yrði samið við samtök, sem helguðu sig engu öðrum en ofbeldi og morðum. CIA segir röddina vera bin Ladens Var hljóðsnældan leikin í Al- Arabiya-sjónvarpinu í Dubai og kom þar fram, að boðið myndi standa í þrjá mánuði. Á henni talar bin Laden um sættir við Evrópu- ríkin en hótar aftur á móti Banda- ríkjamönnum öllu illu. CIA, bandaríska leyniþjónustan, staðfesti í gær, að röddin á snæld- unni væri bin Ladens. Nákvæm hljóðgreining hefði leitt það í ljós. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, staðfesti þetta einnig í viðtali sem pólska sjón- varpið tók við hann í gær. Breska utanríkisráðuneytið sagði í gær, að tilgangurinn með boðinu væri augljóslega að reka fleyg á milli Evrópu og Bandaríkj- anna og leiðtogar Frakklands, Þýskalands og Póllands höfnuðu tilmælum bin Ladens sem firru. Romano Prodi, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, sagði, að Evrópuríkin myndu ekki beygja sig fyrir hót- unum hryðjuverkamanna. „Vopnahlésboði“ hafnað Líklega tilraun til að reka fleyg á milli Bandaríkjanna og Evrópu                    !" #$ %  $ &  " '    ' "(  ) $  % *  '  + % ,-.  /         /  '&  $ 0   ! .122 " ! .  #  ! .23 #$ !1 %  !324 &'( ! . 1 )  !2.1 *  ! 45 %+!, ! !) !-! !./ ! ! ! !0.$  !1 !- .+ !   ! !( + 2! !01 +3$$ 1 2!4&0%!. ! ! ! !  5!-$2!)  2!.1 $6 2 !.  ! 7!)   $ ! ! . ! ! . !4&0% (!8 /.2$-! ! 2 !"$! -! ' $2 9.61 $ !: ,$ $62  +.212!  /2 1! !) ! !- 2 ;+ !  ! !  !, . ! !! ! < = + !3 >"$2!2 &- 1!4 %  ! ? !. 1 @9  !  &- ! 1 A  ! .4 B $- !2 2  !5 #$  !31 8 !5 0/ ! @3  ! 3 : ,( ! 5 :  ! 2 C  !4 6   *  '   !) ! !0.$  !) !0.$        London. AFP. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lét nýlega undan kröfum um að skip- uð yrði óháð rannsóknarnefnd til að fara í saumana á viðskiptum með íraska olíu í tíð Saddams Husseins. Árið 1996 var slakað á við- skiptaþvingunum gagnvart stjórn Saddams og Írökum leyft að selja olíu en skilyrðið var að SÞ hefðu umsjón með því að tekjurnar rynnu að mestu til kaupa á mat, lyfjum og öðrum nauð- synjum en ekki til vopnakaupa. Var þessi til- högun nefnd olía-fyrir-mat-áætlunin. Vísbend- ingar hafa komið fram í skjölum sem fundist hafa í Bagdad er benda til spillingar meðal embættismanna hjá SÞ er sáu um áætlunina. Rætt er um að fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Paul Volcker, muni stýra rann- sóknarnefndinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandarískir þingmenn hafa krafist þess að spillingarmálið verði kannað vandlega en ljóst er að endurskoðun reikninga áætlunar SÞ um olíusölu Íraka var frá upphafi bágborin. Rich- ard Lugar, formaður varnarmálanefndar öld- ungadeildarinnar, sagði nýlega að þegar væri orðið ljóst að milljarðar dollara, sem nota hefði átt til að lina þjáningar almennings í Írak, hefðu hafnað í höndum Saddams og manna hans. „Enn meiri áhyggjum veldur að hugsanlegt er að andstaða ríkisstjórna eða einstakra emb- ættismanna við ákvörðun bandamanna (undir forystu Bandaríkjamanna) um að beita hervaldi gegn Saddam Husseins hafi að hluta til stafað af því að félli stjórn hans myndi spilling í tengslum við olíu-fyrir-mat-áætlunina verða öllum ljós,“ sagði Lugar. SÞ fengu 3% í þóknun SÞ eru nú að afhenda Írökum og Bandaríkja- mönnum gögn um áætlunina. Að sögn embætt- ismanna samtakanna seldu Írakar olíu með lög- legum hætti fyrir um 67 þúsund milljónir dollara frá 1996 til 2003 er Saddam var velt úr sessi með innrás bandamanna. SÞ fengu 3% af tekjunum af löglegu olíusölunni og var það þóknun fyrir að hafa eftirlit með áætluninni. Hluti fjárins var notaður til að kosta eftirlitið með meintum gereyðingarvopnum Saddams. Írakar höfðu það fram á sínum tíma að þeir skyldu sjálfir tilgreina hvað þyrfti að kaupa, hvaða fyrirtæki utan landsins fengju að gera samninga um að kaupa af þeim olíu og hverjir fengju að selja þeim nauðsynjavörur. Ljóst er nú að Saddam og menn hans kröfðust þess ávallt að viðskiptaaðilar greiddu allt að 10% aukaskatt á alla viðskiptasamninga og rann féð beint í einkasjóði Saddams og manna hans. Ólöglegu tekjurnar af leyniskattinum og mútum sem Írakar fengu frá áhugasömum fyr- irtækjum erlendis munu hafa verið um 4,4 þús- und milljónir dollara, að sögn sérfræðinga Bandaríkjaþings. Hafa komið fram ákveðnar vísbendingar um að sumir embættismenn SÞ hafi vitað vel af aukaskattinum áðurnefnda en ekki aðhafst neitt og sumir ef til vill tekið þátt í svindlinu. Einnig smygluðu Írakar olíu, einkum um Jórdaníu og Tyrkland, með tankbílum og voru tekjurnar af þeim viðskiptum um 5,7 þús- und milljónir dollara. Ekki er enn ljóst hve mikið fé Saddam og synir hans höfðu lagt inn á leynilega reikninga erlendis en talið að það geti verið allt að 40 þús- und milljónir dollara. Aðeins hefur tekist að finna um tvo milljarða dollara og hefur féð verið notað til uppbyggingar í Írak. Endurskoð- unarskrifstofa Bandaríkjaþings segir að mikið skorti á að ýmis Evrópuríki hafi lagt sig fram um að hafa uppi á fénu. Saddam notaði þessar ólöglegu tekjur, alls liðlega 10 þúsund milljónir dollara eða um 730 milljarða ísl. kr., meðal annars til að tryggja sér velvild mikilvægra manna í ýmsum löndum. Áhrifamönnum í öðrum löndum var hyglað með því að láta þá hafa með leynd sérstakar heim- ildir til að kaupa olíu á lægra verði en aðrir. Ol- íuna seldu þeir síðan með drjúgum hagnaði. The Washington Post segir að gögn bendi til þess að frönsk fyrirtæki sem vildu tryggja sér samninga um olíukaup, ekki síst stóra samn- inga þegar olía-fyrir-mat-áætlunin yrði end- anlega felld úr gildi, hafi mútað íröskum emb- ættismönnum með vitund stjórnvalda í París. Sendiherra Frakklands í Washington, Jean- David Lafitte, brást að sögn AFP-fréttastof- unnar reiður við ásökunum fjölmiðla og sagði að um óhróður hægrisinna vestra væri að ræða. Breskur kaupsýslumaður, Claude Hankes- Drielsma, hefur rannsakað skjölin í Bagdad fyrir framkvæmdaráðið íraska og hafa upplýs- ingar hans, sem skýrt var frá í þarlendu dag- blaði, Al-Mada, fyrir skömmu, vakið mikla at- hygli. Segir Hankes-Drielsma að meðal þeirra sem nafngreindir eru sem mútuþegar í skjölum Saddam-stjórnarinnar séu Benon Sevan, er stjórnaði áætluninni fyrir hönd SÞ og hefur lengi starfað fyrir samtökin. Hann lét af störf- um fyrir nokkrum vikum. Sevan er 65 ára og segir ásakanirnar vera uppspuna. Áðurnefnt dagblað í Írak segir að auk Sevans hafi breski þingmaðurinn George Galloway, sem var ákaf- ur andstæðingur Íraksstríðsins, þegið leyni- legar heimildir til að kaupa ódýra olíu og fleiri þekkt nöfn hafa verið nefnd. Árum saman var þögult samkomulag um að horfa í gegnum fingur þegar Saddam smyglaði olíu til grannlandsins fátæka, Jórdaníu, meðal annars var þeim viðskiptum lýst í breska tíma- ritinu The Economist á sínum tíma. Einnig nutu íraskir Kúrdar góðs af olíuflutningum yfir svæði þeirra til Tyrklands, þeir tolluðu flutn- ingana. En margir benda á að umfang annarra ólöglegra viðskipta og mútugreiðslnanna sé mikið og með ólíkindum sé að það hafi farið framhjá SÞ öll þessi ár. Fyrirtæki hvergi á skrá Á vef SÞ er sagt frá því að verið sé að hnýta alla lausa enda en formlega lauk öllu eftirliti SÞ með viðskiptum Íraka í nóvember í fyrra. Skýrt er frá ýmsum undarlegum hlutum á vefsíðu áætlunarinnar, að sögn heimildarmanna, til dæmis að stöðvaðir hafi verið nokkrir samn- ingar um kaup á vörum eða þjónustu til Íraks vegna þess að umrædd fyrirtæki hafi hreinlega gufað upp. Þau finnist hvergi á skrá. Eitt af því sem hefur vakið grunsemdir er að fyrirtækið Cotecna í Sviss, sem átti að tryggja að allt færi fram í samræmi við réttar viðskipta- reglur, er sagt vera að hluta í eigu Kojo Ann- ans, sonar Kofi Annans. Sjálfur neitar sonurinn að hafa haft nokkur afskipti af þessum þætti umsvifa fyrirtækisins en Kojo Annan vann hjá fyrirtækinu um miðjan tíunda áratuginn. Samið var við Cotecna í árslok 1998 um eftirlit með Íraks-viðskiptunum en Kojo var enn á launa- skrá hjá fyrirtækinu sama ár, þá sem ráðgjafi. Mútuðu Írakar embættis- mönnum SÞ með olíugróða? Kofi Annan lætur óháða nefnd rannsaka spillingu í tengslum við áætlun samtakanna um olíusölu 1996–2003 til að afla fjár fyrir mat og lyfjum Reuters Stúlka í Bagdad með steinolíubrúsa. Saddam Hussein stakk milljörðum dollara af þjóðar- auðnum í eigin vasa meðan fólkið leið skort. ’Mikilvægum mönnum íöðrum löndum var hyglað með því að láta þá hafa með leynd sérstakar heim- ildir til að kaupa olíu á lægra verði en aðrir. ‘ kjon@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.