Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Smáfólk VIÐ MÝSNAR ERUM BÚNAR AÐ KJÓSA UM ÞAÐ, OG ÞIÐ MEGIÐ BÚA ÁFRAM Í HÚSINU TAKK FYRIR. ÆÐISLEGT! ER ÞAÐ EKKI? HVAÐ ÞYKIST ÞIÐ VERA? ÉG BJÓ TIL HEITT KAKÓ HANDA OKKUR HVERNIG SMAKKAST? EF AÐ ÉG VÆRI F0ST FYRIRAFTAN VÍGLÍNU ÓVINARINS OG ÞAÐ VÆRI ÞRJÁTÍU GRÁÐU FROST, ÞÁ MYNDI ÉG SEGJA AÐ ÞAÐ VÆRI GOTT... ÉG GERI EKKI RÁÐ FYRIR ÞVÍ AÐ ÞETTA HAFI VERIÐ HRÓS HALLO, SIGGI? ÉG HEYRÐI LAG Í ÚTVARPINU SEM MINNTI MIG SVO MIKIÐ Á ÞIG... KANNSKI SEINNA, ÞEGAR VIÐ ERUM GIFT, ÞÁ HRINGI ÉG Í ÞIG Í VINNUNA OG SEGI ÞÉR HVAÐ ÉG ER AÐ HUGSA MIKIÐ UM ÞIG... VÆRI ÞAÐ EKKI SKEMMTILEGT? ÞAÐ ER ENGINN NOTANDI MEÐ ÞETTA SÍMANÚMER... VINSAMLEGAST LEGGIÐ Á OG REYNIÐ EKKI AFTUR SÍÐAR! ÆI! Lalli lánlausi ©LE LOMBARD ÉG VARA ÞIG VIÐ LALLI. STJÖRNUSKOÐUN UM HÁBJARTAN DAG ER EINS OG AÐ FARA Í SÓLBAÐ AÐ NÓTTU TIL MÉR GENGUR ÁGÆTLEGA AÐ SKOÐA STJÖRNUR KÆRI NÁGRANNI ÉG ER AÐ SKOÐA HIMINGEIMINN TIL ÞESS AÐ FINNA SKILABOÐ SEM GEIMVERUR GÆTU HAFA SENT OKKUR HVAÐ? HEIMURINN ER FULLUR AF SIÐMENNTUÐUM ÞJÓÐUM SEM ERU AÐ REYNA AÐ HAFA SAMBAND VIÐ OKKUR. OG ÉG, LALLI, VERÐ FYRSTI MAÐURINN TIL ÞESS AÐ HAFA SAMBAND VIÐ ÞÆR SKOÐAÐU LALLI, SKOÐAU! ÞARNA! ÉG SÉ EIN SKILABOÐ! ÉG VERÐ AÐ VERA FLJÓTUR AÐ SKRIFA ÞAU NIÐUR Á MEÐAN ERTU EKKI AÐ REYNA SKRIFA UPP EFTIR MÉR ÞESSI SKILABOÐ ERU Á DULMÁLI. ÞAU HAFA ÖRUGGLEGA VERIÐ SKRIFUÐ AF HÁÞRÓAÐRI VERU Ó LALLI! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í HUGVEKJU sem birtist í Morg- unblaðinu 11. apríl síðastliðinn og er rituð af Sigurði Ægissyni kom fram staðhæfing sem ég tel mig knúinn til að leiðrétta. Í greininni segir hann, „Það var upprisan sem breytti hvíldar- deginum, sem áð- ur var laugardag- ur, í sunnudag.“. Ef hvíldardegin- um var breytt frá laugardegi í sunnudag við upp- risuna, af hverju minntist Kristur ekki einu orði á þessa breytingu, hvorki fyrir uppris- una né þá 40 daga sem hann var á jörðunni eftir upprisuna? Alltaf þegar talað er um hvíldardaginn í ritning- unni er verið að tala um hinn sjöunda dag vikunnar sem er laugardagur sbr. 2. Mósebók 20.8–11. Fyrsti dagur vikunnar er nefndur 8 sinnum í ritn- ingunni og aldrei í samhengi við hvíld- ardagshelgihald. Öll vitum við að sunnudagurinn er fyrsti dagur vik- unnar. Samkvæmt Matteus 24.20 var- aði Kristur lærisveinana við því að flýja á hvíldardegi, sjöunda deginum, við fall Jerúsalem, árið 70 eftir Krist, og brjóta þannig hvíldardagshelgi- haldið. Þarna bað Kristur lærisvein- ana að virða hvíldardaginn 40 árum eftir upprisuna. Postularnir komu saman strax eftir upprisuna, hinn fyrsta dag vikunnar, af ótta við Gyð- inga en ekki til tilbeiðslu, enda vissu þeir ekki að Kristur var upprisinn. (Jóh. 20.19) Í Postulasögunni, sem gerist eftir upprisuna, er oftsinnis tal- að um að postularnir komu saman til tilbeiðslu í samkundunni á hvíldar- degi. (Post.13.14; 13.42–44). „Eftir venju sinni gekk Páll inn til þeirra, og þrjá hvíldardaga ræddi hann við þá og lagði út af ritningunum.“ Post. 17.2. „Hann ræddi við menn í sam- kunduhúsinu hvern hvíldardag og reyndi að sannfæra bæði Gyðinga og Grikki“. Post. 18.4. Í Post. 20.7 komu lærisveinarnir saman fyrsta dag vik- unnar, sunnudag, til að brjóta brauð- ið. En það var dagleg athöfn sam- kvæmt Post. 2.46 og kom hvíldardagshelgihaldinu ekkert við. Í ritningunni er hvergi talað um að breyting á hvíldardeginum hafi átt sér stað. Aftur á móti viðurkennir kaþólsk kirkja að hafa gert þessa breytingu á kirkjuþingi í Laódíkeu á 4. öld eftir Krist. Einnig má lesa um þessa breytingu í „The convert’s cate- chism of catholic doctrine“ (Kaþólskt spurningakver) 1977, bls. 50. En þar segir: „Við virðum (höldum) sunnu- daginn í stað laugardagsins vegna þess að kaþólsk kirkja færði helgi- haldið frá laugardegi yfir á sunnu- dag.“ Þetta sýnir að breytingin var gerð af mönnum en ekki Kristi. Enda sagði Kristur í Lúk. 16.17. „En það er auðveldara, að himinn og jörð líði undir lok, en einn stafkrókur lögmáls- ins falli úr gildi.“ Í Postulasögunni 5.29 segir að „framar beri að hlýða Guði en mönnum.“ Guð hefur gefið okkur frjálsan vilja og til að þessi vilji komi að einhverjum notum hvað varðar andleg efni, þurfum við að kynna okkur sannleik biblíunnar en ekki taka orð manna trúanleg. „Kjós- ið í dag hverjum þér viljið þjóna.“ Jós- úa 24.15. STYRMIR GEIR ÓLAFSSON, Lyngheimum 2, 801 Selfossi. Vegna skrifa Sigurðar Ægissonar Frá Styrmi Geir Ólafssyni: Styrmir G. Ólafsson SAMKVÆMT skoðanakönnun er ykkar þáttur vinsælastur allra inn- lendra þátta Rúv. Og kannski ekki að undra því þið eruð miklir hæfi- leikamenn og fáið fólk til að hlæja og svo sannarlega er gott og gaman að geta hlegið. Ég og maðurinn minn vorum búin að horfa á þáttinn hjá Gísla Marteini, laugardagskvöldið fyrir páska og ætluðum að horfa á Spaugstofuna á eftir. En viti menn, efnið sem þið völduð varð síst af öllu til að vekja hjá okkur hlátur. Heilög kvöldmáltíð þar sem Jesús og læri- sveinarnir sitja til borðs. „Nei nú er mér allri lokið,“ segi ég við manninn minn, „hvernig geta þeir gert þetta? Þetta er guðlast“ og við slökktum á sjónvarpinu en settum Jóhannesar- passíu Bachs á fóninn í staðinn! Síð- an hringi ég í systur mína sem býr ein og venja hjá okkur að talast við á kvöldin. Ég spyr: „Ertu nokkuð að horfa á Sjónvarpið?“ „Nei, ég var að slökkva“ og bætir við „Mikið eru þeir fátækir.“ „Já,“ segi ég, „mér finnst það.“ Svo hringir sonur minn sem líka býr einn: „Ég var fljótur að slökkva á Spaugstofunni, þetta er óþolandi“! Á páskadagsmorgun fór- um við í Hafnarfjarðarkirkju og fengum þar góða páskamessu og á eftir var boðið upp á kaffi og brauð með meiru af miklum rausnarskap. Þarna settist kona nálægt okkur sem ég vissi engin deili á en við fórum að tala um efni Spaugstofunnar kvöldið áður. Hún segir „Það er svo leiðin- legt hvað þeir verða oft til að særa fólk því nú eru þetta miklir leikarar og mjög hæfileikaríkir og geta svo sannarlega fengið mann til að hlæja.“ Jæja, þetta hefur ekki látið mig í friði og verð ég því að koma þessu frá mér og ætla að enda með guðspjalli annars páskadags sem er að finna í Lúkasarguðspjalli, 24. kafla 13.-35. vers: Vertu hjá oss því degi hallar og kvölda tekur. Og hann fór inn til að vera hjá þeim! Lof sé þér Kristur. PETRÍNA HELGA STEINADÓTTIR, Lækjasmára 2, Kópavogi. Kveðja til Spaugstofumanna! Frá Petrínu Helgu Steinadóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.