Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 57 SANNKALLAÐAR ævintýra- myndir með hugprúðum riddurum, æsilegum mannraunum, framandi slóðum, sverðaglamri og soldánum, eru í útrýmingarhættu. Samtíðin vill takmarkaða rómantík, af- skræmd veröld teiknimyndasagna er í mestu uppáhaldi. Hin ljúfa og fallega Hidalgo er því talsvert sér á báti. Aðalpersónurnar eru kúreki og hesturinn hans. Frank Hopkins (Viggo Mortensen), er fyrrum kú- reki og sendiboði af sléttunum miklu í Vesturheimi; Núverandi sýningargripur í Sirkus Buffalo Bill, ásamt essi sínu, stólpagripn- um Hidalgo. Báðum leiðist þófið. Bill kynnir hann sem besta knapa á besta gæðing veraldar, hvort- tveggja fer fyrir brjóstið á araba- höfðingjanum Riyadh (Omar Shar- if). Sá kynþáttur telur sig yfirburða hestamenn og gæðinga sína ósambærilega við aðra, ekki síst „óhreina“ sléttuhesta frá Am- eríku og sjálfur er knapinn Hopk- ins bannsettur bastarður, með hluta af Lakotaindjána í blóði sínu. Riyadh skorar á hann að sanna sig og taka þátt í hrikalegasta veð- hlaupi allra tíma, 3.000 mílna vít- isreið yfir sólbakaðar auðnir Arab- íu. Þeir víkja sér ekki undan því, félagarnir að vestan. Í stuttu máli er Hidalgo gullfalleg og ljúf skemmtun, tekin af Shelly Johnson (The Others), upprennandi stór- menni á sínu sviði. Johnson fangar eftirminnilega dulúð eyðimerkur- innar og hrífandi átök hesta og manna. Tónlistin er eftir James Newton Howard og við stjórnvöl- inn er Joe Johnston (October Sky, Jurassic Park III.), tvímælalaust einn af áhugaverðari leikstjórum Bandaríkjanna í dag. Að þessu sinni skilar hann óaðfinnanlega af sér fáguðum átakaatriðum sem virðast blessunarlega laus við tölvutækni, líkt og myndin í heild. Hidalgo fer hægt yfir sögu, sem er megingalli á sannkölluðu augna- konfekti. Johnston teygir lopann svo úr verður 136 mínúta löng eyðimerkurópera, hálftími hefði gjarnan mátt missa sig. Myndin er afþreying í ævintýrastíl og hefði betur einbeitt sér að því markmiði. Tilraunir til að hefja innihaldið upp í áminningu til mannkyns um jafn- rétti og bræðralag, tefur aðeins fyrir. Hesturinn Hidalgo er stjarna myndarinnar, ekki Mortensen, eins og til er ætlast. Gæðingurinn er reistur og glæstur, Mortensen er viðkunnanlegt valmenni í útliti og yfirbragði öllu, með aðlaðandi rödd. Guðsgjafirnar færðu honum óvæntan stjörnusess um sinn, hann gerir þó ekki betur en að halda í við Sharif gamla, hrossin og eyði- merkurnæturnar. Að líkindum verður Mortensen seint talinn senuþjófur. Yfir höf og lönd KVIKMYNDIR Sambíóin, Háskólabíó Leikstjórn: Joe Johnston. Handrit: John Fusco. Kvikmyndatökustjóri: Shelly Johnson. Tónlist: James Newton Howard. Aðalleikendur: Viggo Mortensen, Zul- eikha Robinson, Omar Sharif, Louise Lombard, Adam Alexi-Malle, Said Taghmaoui, Silas Carson. 136 mínútur. Touchstone Pictures. Bandaríkin 2004. Hidalgo  ½ Sæbjörn Valdimarsson NEW YORK, 13. APRÍL. Fyrir nokkrum árum orti Óskar Árni Óskarsson ljóðskáld um regnhlífarnar í New York. Regnhlífarnar eru líka býsna ljóðrænar, jafnvel þær sem vindsveipirnir hafa rifið og fólk skilið eftir í ræsinu. Þær eru margar á lofti í borginni þessa dagana, enda hellirigning og þrumuskúrum spáð út vikuna. Dagbók ljósmyndara Morgunblaðið/Einar Falur Ljóðrænar regnhlífar Sagan af Paikeu (Whale Rider) Stórkostlegt kvikmyndaverk.(H.L.) Háskólabíó. Hilmir snýr heim (The Return of the King) Hringadróttinssögu lýkur með glæsibrag. (H.J.) Smárabíó. Glötuð þýðing (Lost in Translation) Í alla staði ein besta mynd ársins. (S.V.) Smárabíó, Regnboginn. Kaldaljós Gullfalleg kvikmynd. (H.J.) ½ Háskólabíó. Sá stóri (Big Fish) Finney fer fyrir mögnuðum leikarahópi. (S.V.) ½ Regnboginn. Kaldbakur (Cold Mountain) Mikilfengleg og vönduð epík. (S.V.)  ½ Sambíóin, Háskólabíó. Leitin að Nemó (Finding Nemo) Bullandi sköpunargleði. (H.J.) ½ Sambíóin, Háskólabíó. Dögun hinna dauðu (Dawn of the Dead) Hröð og hugmyndarík, gáskafull og viðun- andi hlutfall ógeðs.(S.V.)  Sambíóin. Pétur Pan Það er nýr og betri Pétur Pan sem birtist í þessari mynd. (H.J.)  Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri. Líftaka (Taking Lives) Raðmorðingjamynd sem nær góðu flugi. (S.V.)  Háskólabíó, Sambíóin. Rokkskólinn (The School of Rock) Ótrúlega skemmtileg. (S.V.)  Háskólabíó. Gefið eftir (Something’s Gotta Give) Keaton og Nicholson eiga frábæran samleik. (H.J.)  Sambíóin, Háskólabíó. Starsky og Hutch (Starsky & Hutch) Stiller og Wilson fara á kostum. (H.J.) ½ Háskólabíó, Sambíóin. Fastur við þig (Stuck on You) Bráðfyndin á nokkrum köflum en of hæversk. (S.V.)  Háskólabíó. Hidalgo Falleg ævintýramynd um hetjur og skúrka á þeysireið um eyðimerkur arabalanda.(S.V.)  ½ Háskólabíó, Sambíóin. BÆJARINS BESTU Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Enn er verið að sýna eina bestu gamanmynd síðari ára, Rokkskólann. 6,3 milljón virkir dílar sem með fjórðu kynslóð Super CCD HR gefa allt að 12,3 milljón díla myndir! Með tilkomu nýs myndstýrikerfis sem byggir á sérhannaðri ASIC IC flögu þá er vélin u.þ.b. 1,3 sekúndur að verða tökuklár! Og hún þarf aðeins 1,1 sekúndu milli ljósmynda! Topp kvikmyndataka: 640x480 dílar, 30 rammar á sekúndu! Hæfilega lítil, 195gr. Fjöldi tökuhátta og möguleika. Vélinni fylgir lithium endurhleðslu rafhlaða, vagga, straumbreytir, minniskort, hugbúnaður og snúrur fyrir tölvu og sjónvarp. Verð kr. 69.900,- Skipholti 31, Reykjavík, s: 568 0450 ı Kaupvangsstræti 1, Akureyri, s: 461 2850 Myndsmiðjan Egilsstöðum ı Framköllunarþjónustan Borgarnesi ı Filmverk Selfossi Ný stafræn vél – Finepix F610 Taktu þátt í ferðaleik Fujifilm til 01. maí 04. Ferðavinningur að verðmæti kr. 250.000. HELDUR ÁFRAM! ÞRÓUNIN Bæklingur á www.fujifilm.is LIL’ KIM, bandaríski rapp- arinn sem þekkt er fyrir dirfsku í klæðaburði og textagerð, var í gær kærð fyrir að ljúga að kvið- dómi varðandi skotbardaga ár- ið 2001. Rapp- arinn, sem er 29 ára og heitir réttu nafni Kimberly Jones, kom fyrir alríkisdómstól í New York og lýsti sig saklausa af ákæruatriðunum. Henni var sleppt gegn 500 þúsund dala tryggingu, sem nemur 36,7 milljónum króna. Lögmaður hennar, Mel Sachs, segir engan fót fyrir ákærunni. Lil’ Kim vildi sjálf ekki tjá sig um málið. Yf- irvöld segja að til skotbardaga hafi komið þegar Lil’ Kim og föruneyti hennar var að yfirgefa hipp-hopp útvarpsstöð og einn af keppinautum hennar, hljómsveitin Capone-N- Noreaga, var að fara inn á stöðina. Einn maður úr því föruneyti særðist. Lögreglan segir að skotbardaginn hafi sprottið af rifrildi milli Lil’ Kim og keppinautar hennar, Foxy Brown, sem syngur eitt lag á plötu Capone-N-Noreaga. Í yfirheyrslu neitaði Lil’ Kim að gefa lögreglu upp nafn þeirra sem voru með henn- ar er til skotbardagans kom. Saksóknari segir að hún hafi í þrjú skipti logið að kviðdómi á síð- asta ári og ekki viljað viðurkenna að hennar menn hafi tekið þátt í skot- bardaganum. Saksóknari segir að Lil’ Kim hafi þakkað Jackson í orð- sendingu á plötuumslagi og lýsti yfir væntumþykju sinni til hans. Þá segir saksóknari að Lil’ Kim, Jackson og Butler hafi öll verið í rapp- hljómsveitinni Jr. M.A.F.I.A. sem stofnuð var af rapparanum Notorio- us B.I.G. sem nú er látinn. Verði Lil’ Kim dæmd sek gætu þó átt yfir höfði sér allt að 30 ára fang- elsi. Lil’ Kim vann til Grammy- verðlauna ásamt þeim Christina Aguilera, Pink, Mya og Missy Elliot en þær sungu allar saman lagið „Lady Marmalade.“ Lil’ Kim kærð fyrir meinsæri Lil’ Kim mætir í rétt- arsalinn í vikunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.