Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 43
nýrri útfærslu, bara við tveir, þú kunnir það nú ekki alveg, varst alltaf að ruglast. Það var alltaf svo gott að fá að kúra hjá ykkur ömmu og alltaf varstu til í að passa mig. Þú varst alltaf svo góð- ur, elsku afi minn. Vonandi líður þér vel á himninum og ferð í göngutúr með Kol. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Þinn afastrákur, Arnór Snær (Nattnór). Elsku afi. Mér brá alveg rosalega þegar mamma sagði mér að þú hefðir veikst og þurft að fara á spítala. Ég grét og hugsaði til þín og ætlaði aldr- ei að geta sofnað þá um kvöldið. Morguninn eftir þegar pabbi sagði mér að þú hefðir dáið um nóttina fór ég að gráta, ég vorkenndi svo ömmu og öllum sem þekktu þig. En ég veit að þú ert kominn til Guðs og líður vel og búinn að hitta Kol og þið munuð passa okkur, alveg eins og Kolur passaði mig þegar ég svaf í barna- vagninum, þegar ég var lítil á Sól- vallagötunni. Ég gleymi aldrei ferðalögunum með þér og ömmu, í Laugarásnum, tjaldvagninum eða á Skúfsstöðum hjá Huldu frænku. Kær kveðja frá mömmu með inni- legu þakklæti fyrir allt. Henni þótti líka vænt um þig, elsku afi. Ég ætla að hjálpa pabba og mömmu að hugsa vel um ömmu. Stórt knús, þín afastelpa, Elva Dögg. Elsku besti afi minn, ég sakna þín svo mikið. Nú á ég engan afa og ég spurði Rakel systur hver ætti að stríða mér. Hún sagði að þú sæir okkur og ég vinka þér stundum upp í himininn. Núna ertu búinn að hitta Kol, þið voruð svo miklir vinir og get- ið farið í labbitúr saman. Ég veit að þér líður betur í hjart- anu þínu og Guð hefur vantað svona góðan mann og englarnir þurfa að hafa mann sem syngur svona vel, en ég er samt dálítið sorgmædd því ég sakna þín. Kannski lúlla ég stundum hjá ömmu og passa hana fyrir þig, elsku afi minn. Ég elska þig og sendi þér þúsund kossa og stórt, stórt knús. Þín Anna Margrét. Elsku langafi. Þegar mamma sagði mér að þú værir mikið veikur í hjartanu þínu, varð ég mjög leið og sorgmædd. Mamma sagði að lækn- arnir væru að hjálpa þér og þegar ég fór að sofa um kvöldið bað ég Guð um að hjálpa þeim. En daginn eftir sagði pabbi mér að þú værir dáinn og þá varð ég meira sorgmædd. Ég, Anna Margrét frænka og mamma vorum saman allan daginn og rifjuðum upp margar sögur um þig, um það hvað þú varst skemmtilegur, góður og stríðnispúkann í þér og þá fórum við að hlæja. Við áttum líka góða kvöld- stund saman og kveiktum á kerti og sátum saman og töluðum um þig, afi minn. Ég man hvað þú varst alltaf svo góður. Þú bauðst mér og Önnu Mar- gréti í veiðiferð og það var nú gaman. Við veiddum enga stóra fiska en veiddum bara lítil síli í staðinn. Það var líka gaman þegar við fengum að fara með þér og ömmu í flotta hús- bílnum þegar við fórum í berjamó í fyrra. Mér þykir svo vænt um þig, elsku afi minn. Ég vona að þér líði vel á himninum, þar sem Kolur og fleiri eru sem þér þótti svo vænt um. Þeg- ar Kolur dó þá sagði mamma að allir þeir sem deyja fái stjörnu á himn- inum. Alltaf þegar ég og mamma er- um að keyra á kvöldin þá finnum við stjörnuna hans Kols, og nú ert þú dá- inn og við mamma erum búin að sjá stjörnuna þína og þá vitum við alltaf hvar þú ert og finnum að þú ert að fylgjast með okkur og gæta okkar. Ég gleymi þér aldrei, elsku afi minn. Þín langafastelpa, Birta Dröfn. Stundum ríða áföllin svo óvænt og miskunnarlaust yfir og lítilfjörleg stöndum við gagnvart gangi lífsins. Þriðjudagsmorguninn 6. apríl barst okkur sú harmafregn að hann Skarp- héðinn frændi væri látinn. Við höfð- um hitt hann svo glaðan og hressan í fermingarveislu aðeins átta dögum fyrr og ræddum um að hittast aftur sem fyrst. Fráfall frænda minnti okkur óþægilega á andlát Huldu systur hans og móður okkar sem lést fyrir rúmum þremur árum. Bæði fóru þau án mikils fyrirvara, á svipuðum aldri og stödd á þeim tímamótum að hafa lokið ævistarfi sínu, tilbúin að eyða ævikvöldinu með ástvinum sínum og sinna hugðarefnum. Milli þeirra systkina Huldu og Skarphéðins ríkti mikill kærleikur, líkt og þau vildu bæta upp bernskuárin þegar þau voru aðskilin af óviðráðanlegum ástæðum. Að leiðarlokum leitar hugurinn til baka, fyrst til Siglufjarðar þar sem við áttum fyrst heima og síðan upp í Hjaltadal. Skarphéðni var mikið í mun að viðhalda góðu sambandi við systur sína, mág og börnin þeirra. Hann leit ætíð við í sveitinni ef hann átti leið hjá í starfi sínu sem rútubíl- stjóri og síðar sem lögreglumaður. Á vorin komu svo frændsystkini okkar að sunnan, eins og farfuglarnir, til sumardvalar. Við systkinin á Skúfs- stöðum mátum Skarpa frænda okkar mikils og geymum í hjarta okkar margar góðar minningar. Hann var virðulegur í glæsilegum búningi lög- reglumanns og góður og skemmti- legur frændi sem öllum gat komið í gott skap. Skarphéðinn hafði skoð- anir á flestum málefnum og var oft óspar á þær. Þó var ætíð stutt í hlát- urinn og glensið og hann hafði alltaf lag á að sjá skoplegu hliðina á hlut- unum. Hann hafði líka alltaf frá mörgu að segja og sagði skemmti- lega frá. Þau hjón, Anna Margrét og Skarp- héðinn, bjuggu lengst af í Keflavík. Fyrir þau var aldrei of langt norður í Hjaltadal og einhvern tíma varð hon- um að orði að „leiðin milli heimila tveggja vina væri aldrei of löng“. Þegar móðir okkar lést, var ef til vill hætta á að samskiptin minnkuðu milli fjölskyldnanna, en Skarphéðinn var ákveðinn í að láta ekkert slíkt eiga sér stað. Þau hjónin voru enn duglegri en áður að koma norður, okkur öllum til mikillar ánægju. Það er sárt að hugsa til þess að sjá hann Skarphéðin okkar ekki framar í þessu lífi. Hans er sárt saknað. Nú er það okkar sem eftir stöndum, að halda minningu hans og móður okkar á lofti. Við vitum að eftir okkur er lit- ið og í anda þeirra væri það best gert með því að halda hópnum þeirra saman. Elsku Anna Margrét, Hólmfríður, Njáll, Jón Valgeir, Sigurður, Ey- steinn og fjölskyldur. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð, sorg ykkar er sorg okkar. Fjölskyldan frá Skúfsstöðum. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 43 REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Blómabúð MICHELSEN ÞÚ VELUR AÐEINS ÞAÐ BESTA Í GLEÐI OG SORG 44 ÁRA STARFSREYNSLA Í ÚTFARARSKREYTINGUM MICHELSEN HÓLAGARÐI SÍMI 557 3460 Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KRISTÍN ERLENDSDÓTTIR, Egilsbraut 9, Þorlákshöfn, frá Eystri-Hellum, Gaulverjabæjarhreppi, verður jarðsungin frá Þorlákskirkju laugar- daginn 17. apríl kl. 13.30. Jarðsett verður í Gaulverjabæjarkirkjugarði. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær amma okkar og langamma, SIGRÍÐUR MARGRÉT VILHJÁLMSDÓTTIR, lést í Seljahlíð fimmtudaginn 8. apríl. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju mánu- daginn 19. apríl kl. 13.30. Karl Logason, Yngvi Páll Þorfinnsson, Hrafn Logason, Sigríður Margrét Þorfinnsdóttir, Áshildur Logadóttir, Aron Njáll Þorfinnsson, Sigrún Birna Logadóttir, Guðmundur Reynir Gunnlaugsson, Kristinn Máni Þorfinnsson, Ellen Alexandra Gunnlaugsdóttir og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA KRISTÍN ÁMUNDADÓTTIR, áður til heimilis á Hverfisgötu 30, Hafnarfirði, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtu- daginn 8. apríl, verður jarðsungin frá Víði- staðakirkju mánudaginn 19. apríl kl. 13.30. Hjalti Gunnarsson, Ámundi Gunnarsson, Anna Sæmundsdóttir, Sigurjón Gunnarsson, Helga Vilhjálmsdóttir, Kristbjörg Gunnarsdóttir, Guttormur Páll Sölvason, Ásgeir Gunnarsson, Sólveig Gunnarsdóttir, Hafsteinn Sigurjónsson, ömmubörn og langömmubörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ÁSTU KETILSDÓTTUR, Mýrargötu 18, Neskaupstað. Nanna Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Gíslason, Gunnar Gunnarsson, Guðfinna Ásdís Svavarsdóttir, Gylfi Gunnarsson, Ásdís Hannibalsdóttir, Jóna Sigríður Gunnarsdóttir, Þórarinn Ölversson, Víglundur Sævar Gunnarsson, Ína Dagbjört Gísladóttir, Katla Gunnarsdóttir, Emil Thoroddsen, barnabörn og barnabarnabörn. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLUR JÓSEPSSON frá Arndísarstöðum, verður jarðsunginn frá Þorgeirskirkju mánu- daginn 19. apríl kl. 14.00. María Kristín Helgadóttir, börn, tengdabörn, afa- og langafabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, HARALDUR BLÖNDAL hæstaréttarlögmaður, er látinn. Þórarinn Blöndal, Hanna Hlíf Bjarnadóttir, Gunnar Örn, Unnar og Marsibil, Margrét H. Blöndal, Sölvi Magnússon, Steinunn H. Blöndal, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Sveinn H. Blöndal, Halldór Blöndal, Ragnhildur Blöndal. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi.  Fleiri minningargreinar um Skarphéðin Njálsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.