Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. LÆKNAR tæknifrjóvgunar- deildar Landspítala – háskóla- sjúkrahúss (LSH) áforma að hefja einkarekstur utan spítalans í haust í kjölfar þess að loka á deildinni í sumar. Þrír læknar deildarinnar sögðu upp starfi sínu um síðustu mán- aðamót, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, og vinna nú að undirbúningi einkarekstrar ásamt starfsfélögum sínum á deildinni, sem alls eru tólf talsins. Áformað er einnig að taka við sjúklingum frá öðrum löndum og auka þessa starfsemi hér á landi. Á deildinni hafa verið fram- kvæmdar um 600 aðgerðir á ári, þar af um 300 glasafrjóvganir og 300 tæknisæðingar. Guðmundur Arason, læknir og sérfræðingur á tæknifrjóvgunar- deild, staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið. Hann segir málið enn á vinnslustigi en þar sem allt virðist stefna í að deildinni verði lokað á spítalanum í sumar sé ætl- unin að hefja einkareksturinn í haust. Vel gangi að finna nýtt hús- næði, sem mun bjóða upp á betri aðstöðu fyrir sjúklinga og starfs- menn. „Við höfum búið við mikið óör- yggi á þessari deild þar sem upp- sagnir og lokanir hafa verið yf- irvofandi. Í nokkur ár höfum við óskað eftir heimild til að starf- rækja glasafrjóvgunardeild utan spítalans en engin svör fengið. Á sama tíma hefur staðið til að leggja deildina niður,“ segir Guð- mundur en auk hans eru sérfræð- ingar á deildinni læknarnir Þórð- ur Óskarsson og Tanja Þorsteins- son. Kostnaður á ekki að þurfa að aukast Spurður um mögulegar breyt- ingar á kostnaði við tæknifrjóvg- un með því að færa hana yfir í einkarekstur segist Guðmundur líta svo á að hann eigi að verða sá sami og áður. Kostnaðurinn við aðgerðir sé þekktur og eigi ekki þurfa að aukast með þessari breytingu. Ríkið hafi að meðaltali greitt um helming kostnaðar á móti sjúklingunum. Guðmundur segir viðræður hafa átt sér stað við heilbrigðisráðuneytið og Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hafi síðasta sumar tekið ágætlega í hugmyndir um einkarekstur. Landspítalinn hafi hins vegar lagst gegn þeim. Síðar í vetur hafi komið tillögur frá spítalanum um að loka deildinni en þá hafi ráðu- neytið lagst gegn því. „Þetta hef- ur því farið fram og til baka í kerf- inu og skapað mikla óvissu fyrir starfsmenn og aðstandendur deildarinnar. Við viljum eyða þeirri óvissu,“ segir Guðmundur. Hann segir erlenda aðila hafa sýnt áhuga á að senda sjúklinga til glasafrjóvgunarmeðferðar hér á landi. Sökum aðstöðuleysis hafi ekki verið hægt að verða við slík- um óskum til þessa. Læknar tæknifrjóvgunardeildar LSH hafa sagt upp störfum Áforma einkarekstur í glasafrjóvgun næsta haust TÆKNIFRJÓVGUNARDEILD kvennadeildar LSH hóf starf- semi í október árið 1991 í 70 fer- metra húsnæði en vegna mikillar eftirspurnar varð að stækka að- stöðuna. Formlega tók deildin svo til starfa í ágúst 1996 í því húsnæði þar sem hún er í dag, sem er um 280 fermetrar að flatarmáli í byggingu kvenna- deildar. Í fyrstu voru um 100 pör meðhöndluð árlega en nú eru um 600 aðgerðir framkvæmdar á ári. Að auki fá um 90 pör með- ferð þar sem settir eru upp fryst- ir fósturvísar. Í dag bíða um 200 manns eftir meðferð á deildinni. Fyrsta „glasabarnið“ sem varð til við meðferð hér á landi fædd- ist árið 1992 og síðan þá hafa fæðst yfir eitt þúsund börn í kjölfar meðferðar á tækni- frjóvgunardeild, að því er fram kemur á vef Landspítalans. Um 200 manns bíða eftir með- ferð á tæknifrjóvgunardeildinni FLUGFÉLAGIÐ Atlanta tekur á næstunni tvær Boeing 747-400-breiðþotur í þjónustu sína. Eru það fyrstu þoturnar af nýrri kyn- slóð B747-400 sem skráðar verða á Íslandi og sömuleiðis þær fyrstu á Norðurlöndum, að sögn Hafþórs Hafsteinssonar, forstjóra Atlanta. Félagið leigir þoturnar frá Singapore Air- lines og leigir þær áfram til spænska flug- félagsins Iberia með áhöfn og viðhaldsþjón- ustu. Fyrri þotan verður tekin í gagnið í lok júní og sú síðari í byrjun júlí. Atlanta og Iberia hafa samið til tveggja ára um farþegaflug milli Madrid á Spáni og Kanaríeyja og Kúbu. Garðar Forberg, deild- arstjóri söludeildar, segir tekjur Atlanta af samningnum nema um 5,8 milljörðum króna. Félagið annaðist flug fyrir Iberia árin 1997 til 2001 og segir hann þennan nýja samning staðfestingu á góðu samstarfi félaganna. Þar sem um nýja tegund er að ræða þurfa flugmenn að fara í grunnþjálfun og að sögn Hafþórs hefur verið samið við Cargolux um að taka að sér þá þjálfun. Í fyrstu verða 15 áhafnir þjálfaðar. „Þetta er ekki bara stór áfangi hjá okkur heldur einnig stór áfangi í íslenskri flugsögu. Þessar vélar eru að ryðja sér til rúms á markaðnum, eru hagkvæmar í rekstri og leysa eldri tegundir af hólmi smátt og smátt. Þetta er líka í fyrsta sinn sem þessar Boeing-vélar eru skráðar á Norðurlöndum,“ segir Hafþór, sem reiknar með að Atlanta taki fleiri vélar í notkun á næsta ári af gerð- inni B747-400. Taka breiðþoturnar um 400 farþega í sæti. Atlanta með 35 þotur í flotanum Alls verða 35 Boeing-þotur í flota Atlanta með tilkomu þessara nýju véla og starfs- menn um 750. Félagið sérhæfir sig sem kunnugt er í leigu flugvéla með áhöfn og annast viðhald þeirra og tryggingar. Dóttur- félög fyrirtækisins eru Air Atlanta Europe og Aviaservices á Bretlandi og Shannon MRO á Írlandi. Þá er Atlanta kjölfestu- eigandi í Excel Airways, einu stærsta leigu- flugfélagi í Bretlandi. Atlanta semur um flug á nýjum Boeing-breiðþotum fyrir 5,8 milljarða króna Fyrstu þoturnar sem skráðar eru á Norðurlöndum Atlanta tekur brátt í notkun tvær breiðþotur af nýrri kynslóð B747-400 eins og þessa sem merkt er Boeing-verksmiðjunum. EINN af hinum ljúfu vorboðum í Húsdýragarðinum er þegar kiðlingarnir koma í heiminn. Huðnan Fína bar á föstudaginn langa gráflekkóttum hafri. Þetta er fyrsti kiðlingur Fínu og því fékk hún nokkra daga fjarri ys og þys til að kynnast afkvæmi sínu og átta sig á móð- urhlutverkinu. Hún er nú kom- in í fjárhúsið þar sem gestir geta litið á þau mæðginin. Fað- ir litla hafursins er hann Kappi, fjögurra vetra hafur, gráhött- óttur að lit. Fína er svartflekk- ótt og tveggja vetra. Með- göngutími huðna er fimm mánuðir og eignast þær yf- irleitt einn til tvo kiðlinga. Morgunblaðið/Sverrir Það var ekki annað að sjá en nýfæddi kiðlingurinn kynni vel að meta þá athygli sem honum var sýnd. Fallegur kiðlingur í Húsdýra- garðinum MILESTONE Import Export Ltd., félag í eigu systkinanna Karls Wernerssonar, Steingríms Wernerssonar og Ingunnar Wernersdóttur, á nú 12,28% eignarhlut í Íslandsbanka. Tilkynnt var í gær að félagið hefði keypt 3,5% hlut í bank- anum. Kaupverðið er liðlega 2,9 milljarðar króna. Hlutur Milestone Import Export í Íslands- banka hefur rúmlega tvöfaldast á tæpum tveim- ur mánuðum því félagið keypti 3% hlut í bank- anum í lok febrúar síðastliðins. Karl Wernersson sagði að þau systkinin álitu Íslandsbanka mjög góðan fjárfestingarkost. Þau hefðu viljað fylgja þeim ávinningi, sem þau hefðu haft hingað til, betur eftir með því að fjár- festa enn meira. Kaupa í Íslands- banka fyrir 2,9 milljarða  Wernersbörn/16 ÁFORM eru uppi um gerð nýs aðalleikvangs og fleiri mannvirkja við Reykjaneshöllina í Reykja- nesbæ. Árni Sigfússon bæjarstjóri hefur kynnt þessar hugmyndir meðal forystumanna íþrótta- félaganna í bænum. Reisa á 1.600 manna stúku við aðalleikvanginn og þá eru uppi hugmyndir um að reisa svonefnda sportakademíu framan við höllina. Þar á að vera aðstaða til starfsþjálf- unar þjálfara, þjálfunar íþróttafólks og jafnvel frekari menntunar á þessu sviði. Undirbúningur að þessu hefur staðið í nokkra mánuði og m.a. verið rætt við yfirvöld menntamála og fulltrúa íþróttahreyfingarinnar í landinu. Sportakademía við Reykjaneshöll  Nýr leikvangur/24 ♦♦♦ BÚIÐ er að opna Leikfélag Reykjavíkur fyrir nýjum félögum. Kjörfundur verður haldinn í byrjun maí, en hann er sá fyrsti í 107 ára sögu fé- lagsins þar sem félagsaðild er öllum opin. Breyt- ingar á lögum félagsins í fyrra gera þetta kleift og núverandi formaður, Ellert A. Ingimundar- son, kveðst binda vonir við að þær hleypi nýju lífi í félagið. „Sú grundvallarbreyting verður á skipan stjórnar Leikfélags Reykjavíkur að ekki mega vera fleiri en tveir stjórnarmenn af fimm úr hópi starfsmanna leikhússins. Starfsmenn geta því ekki myndað meirihluta stjórnar Leikfélags Reykjavíkur. Þetta fannst okkur vera algjört lykilatriði við breytingar á lögum og stjórn fé- lagsins,“ segir Ellert. Leikfélag Reykja- víkur opið öllum  Leikfélag Reykjavíkur/27 ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.