Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 19
Reuters Frá heimsókn danska forsætisráðherrans Anders Fogh Rasmussen (í miðju) í herbúðir danskra hermanna í Basra í Suður-Írak í febrúar sl. TVEIR af fréttamönnum danska dagblaðsins Berlingske Tidende hafa ásamt fyrrverandi liðsmanni leyniþjónustu hersins, FE, verið ákærðir fyrir að hafa lekið til al- mennings trúnaðarupplýsingum úr skýrslum leyniþjónustunnar um meint gereyðingavopn Íraka. Vinstrimenn á þingi krefjast óháðrar rannsóknar á málinu og segja að kanna verði hvort ríkisstjórnin hafi beitt blekkingum til að fá stuðning við innrásina í Írak samþykkta. And- ers Fogh Rasmussen forsætisráð- herra ákvað í gær að láta birta op- inberlega umræddar skýrslur sem leyniþjónustan hafði áður lýst sig andsnúna að kæmu fyrir augu al- mennings. Stjórnarandstöðuþingmenn gagn- rýna Svend Aage Jensby varnar- málaráðherra fyrir að segja að þing- nefnd með fulltrúum allra flokka hafi á sínum tíma samþykkt túlkun stjórnarinnar á gögnum frá leyni- þjónustunni. Neita þeir því eindregið að hafa samþykkt umrædda túlkun. FE er andvígt því að skýrslurnar verði birtar í heild en í þeim komu að sögn danska blaðsins fram efasemd- ir um hægt væri að fullyrða að Íraks- stjórn réði yfir gereyðingarvopnum. Starfandi yfirmaður FE, Niels Henrik Hedegaard, gagnrýndi í gær harðlega túlkanir leyniþjónustu- mannsins fyrrverandi, Frank Sø- holm Grevils en mjög fátítt er að menn í stöðu Hedegaards tjái sig op- inberlega um slík mál. „Ef ég má taka þetta saman í fáum orðum var það allan tímann fram að Íraksstríðinu mat okkar að Írakar réðu sennilega yfir sýkla- og efna- vopnum,“ sagði Hedegaard. Hann viðurkenndi þó að mat af þessu tagi væri ávallt háð óvissu. En í fullyrð- ingum Grevils tæki hann einstök um- mæli úr samhengi. Hedegaard rifj- aði einnig upp að í skýrslu bandaríska vopnaeftirlitsmannsins Davids Kays væri sagt að jafnvel háttsettir menn í Íraksher hefðu tal- ið víst að stjórn Saddams réði yfir gereyðingarvopnum. Berlingske Tidende birti upplýs- ingarnar í skýrslunum í febrúar sl. og var Søholm Grevil rekinn úr starfi í mars, nokkrum dögum áður en hann hugðist hætta en hann starfar nú hjá einkafyrirtæki. Segir Fogh kannski ekki hafa beinlínis logið Grevil segir að leyniþjónustan hafi sent stjórnvöldum margar skýrslur og engin þeirra hafi stutt fullyrðing- ar um að Írakar ættu gereyðingar- vopn. „Ég tel ekki að forsætisráð- herrann hafi beinlínis logið. En eitt- hvað hefur farið úrskeiðis þegar hann segir annað en það sem við skrifuðum í skýrslunum,“ segir Grevil. Hann telur að ef til vill hafi ráðherrann verið í góðri trú er hann tjáði sig um vopnin. Fogh Rasmussen vísar ásökunum hans á bug. „Ég hafna þessum full- yrðingum algerlega. Upplýsingarn- ar sem ríkisstjórnin og ég lögðum fram voru í samræmi við þau gögn sem við höfðum fengið frá leyniþjón- ustunni,“ sagði Fogh Rasmussen í vikunni. Hann sagði Dani hafa stutt innrásina í Írak vegna þess að Sadd- am hefði neitað samvinnu við Sam- einuðu þjóðirnar eftir Persaflóa- stríðið 1991, vopnin hefðu ekki verið aðalástæðan. Umdeildar danskar leyniskýrslur birtar ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 19 LJÓST var í gær, að Afríska þjóð- arráðið (ANC) hafði unnið stór- sigur í þingkosningunum í Suður- Afríku á miðvikudag, en þegar búið var að telja 40% atkvæða hafði það fengið 68,7%. Er um að ræða þriðja sigur flokksins á 10 árum og styrkir það mjög stöðu Thabos Mbekis, forseta landsins. Í öðru sæti og langt á eftir var Lýðræðisbandalagið (DA) með 14,8% atkvæða og í því þriðja Inkatha-frelsisflokkurinn (IFP), flokkur Zúlúmanna, með 5,1%. 21 milljón var á kjörskrá en ekki hef- ur verið upplýst hver kjörsóknin var. Sigurinn tryggir Mbeki sitt ann- að kjörtímabil á forsetastóli og auðveldar honum að stíga út úr skugganum af Nelson Mandela, fyrrverandi forseta. Nýtur hann þess, að tiltölulega góður gangur er í efnahagslífinu en það hefur þó ekki komið í veg fyrir mikla fátækt og atvinnuleysi. Þá hefur afstaða hans til alnæmisvandans oft verið kölluð hneykslanleg en lengi vel af- neitaði hann í raun tilvist sjúk- dómsins. Varað við eins flokks ríki Þótt Lýðræðisbandalagið, sem nýtur aðallega stuðnings hvítra manna, sé ekki líklegt til að fá nema um 15% atkvæða, þá jókst fylgi þess mikið í kosningunum og er það nú eini stjórnarandstöðu- flokkurinn, sem eitthvað kveður að. Gagnrýndi leiðtogi flokksins, Tony Leon, Mbeki harðlega í kosn- ingabaráttunni og hélt því fram, að Suður-Afríka væri að verða að eins flokks ríki, áratug eftir að aðskiln- aðarstefna stjórnar hvíta minni- hlutans var afnumin og óskorað lýðræði komst á. Stórsigur Afríska þjóðar- ráðsins Pretoríu. AFP. Thabo MbekiTony Leon Kosningar í S-Afríku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.