Morgunblaðið - 16.04.2004, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 16.04.2004, Qupperneq 52
ÍÞRÓTTIR 52 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ANNA Soffía Víkingsdóttir vann til tvennra gullverðlauna á júdó- móti sem fram fór í Álaborg í Danmörku um síðustu helgi, en um var að ræða mót í juniora- flokki. Anna Soffía verður 19 ára á þessu ári en hún hefur æft júdó frá 7 ára aldri, með nokkrum hléum þó. Í Álaborg sigraði hún í –70 kg flokki og einnig í opnum flokki. „Ég byrjaði að æfa í Ólafs- vík sem barn og hef haldið áfram með nokkrum hléum frá þeim tíma. Langtímamarkmiðið hjá mér er að komast á Ólympíu- leikana í Peking í Kína árið 2008 en á þessu ári er heims- og Evr- ópumeistaramót unglinga á dag- skrá og þangað ætla ég mér að dóttir og Margrét Bjarnadóttir, en við erum allar mjög svipaðar í styrkleika þessa stundina,“ sagði Anna en hún stundar nám í Borg- arholtsskóla í Grafarvogi. „Ég er að klára verslunarbraut, og mun halda áfram og taka stúdentspróf í framhaldi af því.“ Anna er á unglingastyrk frá af- rekssjóð Íþrótta- og ólympíusam- bandsins en hún segir að það sé erfitt að ná í stuðningsaðila þar sem íþróttin sé ekki hátt skrifuð hér á landi. „Það er dýrt að fara í keppnisferðalög og styrkurinn sem ég fæ dugar ekki til en ég hef reynt að ná í styrki hjá fyr- irtækjum með misjöfnum árangri þó,“ segir Anna Soffía. komast,“ segir Anna en hún vann allar fimm glímur sínar í Dan- mörku með fullnaðarsigri en að hennar mati var mótið nokkuð sterkt þar sem keppendur komu aðallega frá Norðurlöndunum og einnig frá Þýskalandi. „Ég keppti við tvo Finna, tvo Svía og einn Dana, og er ánægð með árang- urinn en um næstu helgi fer ég ásamt fjórum öðrum keppendum á Opna breska meistaramótið. Þar má búast við mun erfiðari glímum enda styrkleikinn allt annar,“ segir Anna og segir að hún sé þegar með hugann við Ís- landsmótið sem fram fer í næsta mánuði. „Þar ætla ég mér stóra hluti líkt og Gígja Guðbrands- Morgunblaðið/Árni Sæberg Anna Soffía Víkingsdóttir „Tvö gull í Álaborg – markmiðið er að komast á ÓL í Peking eftir fjögur ár“ FÓLK  KEVIN Keegan, knattspyrnu- stjóri Manchester City, mætti til starfa á ný í gær eftir að hafa misst af fjórum síðustu leikjum liðsins. Keegan þurfti að gangast undir uppskurð í baki vegna meiðsla sem hafa hrjáð hann lengi. Arthur Cox stýrði liði City í fjar- veru Keegans og það gerði jafntefli í öllum fjórum leikjum sínum á meðan en er aðeins tveimur stigum frá fallsæti í ensku úrvalsdeildinni.  SPÆNSKIR fjölmiðlar greina frá því að Roberto Carlos knatt- spyrnumaður hjá Real Madrid á Spáni hafi nú þegar komist að samkomulagi við enska úrvals- deildarliðið Chelsea og muni leika með því á næstu leiktíð. Hinn 31 árs gamli landsliðsmaður heims- meistaraliðs Brasilíu segir hins vegar að hann hafi ekki gert slíkt samkomulag.  SPÆNSKIR fjölmiðlar segja ennfremur að vitað sé að Carlos eigi í útistöðum við Jorge Valdano sem stýrir íþróttamálum hjá Real Madrid og að auki hafi samkomu- lagið við forseta félagsins, Florent- ino Perez, ekki verið upp á það besta að undanförnu.  ÞÁ er sagt að Carlos Queiroz, þjálfari Real Madrid, verði ekki áfram hjá liðinu – þó svo að það verði meistari á Spáni. Talið er að hann fari aftur til Man. United.  OTTMAR Hitzfeld þjálfari þýska meistaraliðsins í knattspyrnu, Bay- ern München, segir að félagið muni líklega gera tilboð í Deco, leikmann portúgalska liðsins Porto. „Hann er á óskalista okkar og við munum fylgjast grannt með honum á næstunni, en formlegt til- boð hefur ekki verið lagt fram enn sem komið er,“ segir Hitzfeld.  HINN 26 ára miðjumaður hefur farið á kostum í Meistaradeildinni með liði sínu en hann er frá Bras- ilíu og heitir fullu nafni Anderson Luis de Souza. Hins vegar hefur Deco fengið ríkisborgararétt í Portúgal og mun hann leika með landsliðinu á heimavelli í úrslita- keppni Evrópumóts landsliða í sumar.  HOLLENSKI landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Marc van Bommel, mun hitta forráðamenn enska úr- valsdeildarliðsins Tottenham um næstu helgi en miðjumaðurinn hef- ur leikið með PSV í heimalandi sínu undanfarin ár. Umboðsmaður hans segir við þýska tímaritið Kicker að þýska 1. deildarliðið Schalke 04 hafi einnig áhuga á leikmanninum sem er 26 ára, en samningur hans við PSV rennur út í lok næstu leiktíðar.  VIKASH Dhorasoo, miðjumaður Lyon í Frakklandi, hefur skrifað undir tveggja ára samning við frá- farandi Evrópumeistara í knatt- spyrnu, AC Milan frá Ítalíu. MAGNÚS Aðalsteinsson hefur verið kosinn þjálfari ársins í úr- valsdeild kvenna í blaki í Dan- mörku. Magnús þjálfar lið HIK Aalborg sem hafnaði í þriðja sæti á nýloknu tímabili í Danmörku og kom sá árangur talsvert á óvart. Þjálfarar í deildinni völdu lið ársins og kusu Magnús þjálf- ara þess en þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingur hlýtur slíkan heiður á erlendri grundu. Magnús er 33 ára og varð margoft Íslandsmeistari með KA og Þrótti R. á árum áður en hann hefur nú stýrt liði HIK í þrjú ár. Magnús þjálfari ársins í Danmörku Okkur sveið tapið fyrir norðan áþriðjudagskvöldið og vildum sýna fram á að við gætum gert bet- ur og það tókst okk- ur svo sannarlega,“ sagði Heimir Rík- arðsson, þjálfari Fram, glaður í bragði í leikslok. „Við vorum bara alls ekki tilbúnir í að fara í frí og það kom greinilega fram. Hungrið var mikið meira hjá okkur en KA- mönnum það var alveg ljóst í byrj- un leiksins þegar okkur tókst al- gjörlega að slá þá út af laginu með sterkri vörn,“ sagði Heimir sem kvíður því ekki að mæta með sveit sína til leiks nyrðra á morgun. Það var ekki að sjá á upphafs- mínútum leiksins að KA-liðið væri skipað nokkrum helstu vonar- stjörnum íslensks handknattleiks. Byrjendabragurinn var algjör og engu var líkara en þarna væri á ferð hópur ungra manna sem væri í fyrsta sinn að spila opinberlega. Hver sókn KA rann út í sandinn, flestar vegna mislukkaðra send- inga eða þá stórlega vanhugsaðra markskota. Framarar tóku Arnór Atlason úr umferð frá fyrstu mín- útu og þar sem stóðu sóknarmenn KA-liðsins ráðalausir og virtust ekki vita hvaðan á sig stóð veðrið þegar þeir sóttu að vörn Framarar sem skorulega var stjórnað af Hús- víkingum og heljarmenninu með Framblóðið, Guðlaugi Arnarssyni. Hann fór hreinlega hamförum og sá að því er virtist rautt í hvert sinn sem hann sá gulklæddan KA- mann. Guðlaugur batt saman vörn Fram af þvílíkum myndarskap frá upphafi til enda að leitun er að annarri eins frammistöðu. Fram- arar skoruðu fimm fyrstu mörkin í leiknum. Þegar hálf sjötta mínútu var liðin af leiktímanum og staðan var 4:0 brá Jóhannes Bjarnason, þjálfari KA, á það ráð að taka leikhlé. Las hann sínum mönnum pistilinn svo hátt að undir tók í íþróttahúsi Fram. „Nú er leikurinn byrjaður, gerið ykkur grein fyrir því,“ var meðal þess sem Jóhannes hrópaði yfir hausamótunum á sín- um mönnum. Lesturinn breytti litlu því þrjár næstu sóknir KA runnu einnig út í sandinn. Það var ekki fyrr en í tíundu sókn, eftir rúmlega sjö mínútna leik sem Ein- ar Logi Friðjónsson kom KA á blað. Framarar gáfu ekkert eftir og röðuðu hverju markinu á fætur öðru á lánlitla leikmenn KA sem aldrei tókst að finna taktinn. Níu marka forskot í lok fyrri hálfleik, 18:9, þar sem Fram hefði auðveld- lega getað verið 15 mörkum yfir hefðu þeir ekki verið einstakir klaufar í nokkrum hraðaupphlaup- um og opnum færum. Ekki spillti heldur fyrir að Egidijus Petkevic- ius varði vel að baki sterkri Fram- vörninni í fyrri hálfleik, alls 15 skot, þar af tvö vítaköst. KA-menn reyndu hvað þeir gátu framan af fyrri hálfleik að komast inn í leikinn. Þeir tóku Valdimar Þórsson alveg út úr sóknarleik Fram og reyndu einnig að hleypa upp hraðanum í leiknum. Mest tókst KA að minnka muninn í fjög- ur mörk, 22:18, en lengra komust þeir ekki. Máttlitlar tilraunir þeirra á síðasta stundarfjórðung- um báru engan árangur. Við vorum niðurlægðir „Byrjunin var hroðaleg hjá okk- ur, við vorum alls ekki rétt stemmdir og vorum hreinlega nið- urlægðir. Við þurftum síðan að súpa seyðið af því allan leikinn,“ sagði Reynir Stefánsson, aðstoðar- þjálfari KA. „Menn voru bara með hugann annars staðar en við þenn- an leik, sérstaklega fyrstu 15 til 20 mínúturnar og í raun má segja að við getum þakkað fyrir að vera ekki meira en níu mörkum undir í leikhléi. Nú er ekkert sem heitir, við verðum að tryggja okkur sigur á heimavelli fyrir framan stuðnings- menn okkar á laugardaginn, þá verðum við að snúa blaðinu við, það gefst ekki annað tækifæri,“ sagði Reynir sem er reyndar uppalinn í röðum Fram í Safamýrinni. „Sterkur varnarleikur okkar í fyrri hálfleik var fyrst og fremst það atriði sem skóp sigurinn að mínu mati,“ sagði Heimir, þjálfari Fram. „Í síðari hálfleik snerist málið fyrst og fremst um að halda aftur af KA-mönnum, hleypa þeim ekki inn í leikinn. Það er erfitt gegn KA, þar sem leikmenn liðsins gefast aldrei upp en við vorum meðvitaðir um það og tókst að halda sjó. Það er alveg ljóst að það verður um hörkuleik að ræða fyrir norðan á laugardaginn. Þetta eru tvö hörkulið sem gefa ekki þumlung eftir. Það er verst að þurfa að mæta þeim núna, það hefði verið skemmtilega að mæta þeim í sjálfri úrslitarimmunni. Við mætum óhræddir til leiks í KA-heimilinu,“ sagði Heimir Ríkarðsson. KA rassskellt í Safamýrinni FRAMARAR sýndu bikarmeisturum KA enga miskunn á heimavelli sínum í Safamýrinni í gærkvöld. Þeir hreinlega rassskelltu bikar- meistarana í fyrri hálfleik og tókst síðan að halda fengnum hlut í síðari hálfleik og vinna með sex marka mun, 31:25, eftir að hafa verið níu mörkum yfir í hálfleik, 18:9. Sú forysta var síst of lítil því að minnsta kosti fimm hraðaupphlaup fóru í súginn hjá leik- mönnum fram í fyrri hálfleik. Framarar uppskáru eins þeir sáðu til, þeir fá að sækja KA-menn heim að nýju að þessu sinni í oddaleik og þá verður leikið til þrautar. Ívar Benediktsson skrifar    /:&;) ':/*(!%;) % # *<<=> *< ;%/ -/ -)$ F+ &  ? 48 @ A B 8 B @ A 9 7 9 C F+ &  ?    2 7  4 A4 A8 A4 5= 5= >>&  3  P 4 7B AD @4 % (              ÚRVALSDEILDARLIÐ ÍBV í knattspyrnu fékk góðan liðsstyrk í gær en þá ákvað Einar Þór Daníelsson að taka tilboði Eyja- manna og skrifar hann undir eins árs samning við liðið á næstu dögum. Einar Þór hefur leikið með Íslands- meisturum KR mörg undanfarin ár og hefur um árabil verið í hópi bestu knattspyrnu- manna lands- ins. Einar er 34 ára gamall miðju- og sóknarmaður sem hefur leikið 183 leiki með KR-ingum í efstu deild og hefur 42 mörk í þeim leikj- um. Þá á Einar 21 leik að baki með íslenska A-landsliðinu en hann hef- ur að auki spilað með Stoke á Eng- landi, Lilleström í Noregi, OFI í Grikklandi, Zwickau í Þýskalandi, Kermt í Belgíu og Grindavík. Flest af liðunum í úrvalsdeild- inni voru á höttunum eftir Einari en Eyjamenn hrepptu hnossið og var Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, ánægður þegar Morgunblaðið spjallaði við hann í gær. „Einar á örugglega eftir að nýt- ast okkur vel og ég fagna því að fá hann til ÍBV. Við ætluðum að styrkja liðið með nokkrum leik- mönnum og það hefur tekist,“ sagði Magnús. Auk Einars Þórs hefur ÍBV feng- ið í sínar raðir Jón Skaftason, Magnús Má Lúðvíksson og Banda- ríkjamanninn Mark Schulte og þá verða tveir liðsmenn enska 2. deildarliðins Crewe með liðinu í sumar, miðjumaðurinn Ian Jeffs líkt og síðasta sumar og varnar- maður sem enn er ekki ljóst hver verður. Einar Þór valdi ÍBV Einar Þór
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.