Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 41 ✝ Hrefna Gunnars-dóttir fæddist á Stokkseyri 6. janúar 1917 og ólst þar upp. Hún lést 8. apríl síð- astliðinn á Hjúkrun- arheimilinu Eir. For- eldrar hennar voru Ingibjörg Sigurðar- dóttir, f. 1883, d. 1976, og Gunnar Gunnarsson járn- smiður, f. 1877, d. 1963, sem bjuggu að Vegamótum á Stokkseyri. Systkini Hrefnu eru: Sigríður, f. 1906, Gunnar, f. 1908, Sigurgeir, f. 1911, Ingólfur, f. 1913, Þórir, f. 1920, og Þorvarður, f. 1923. Hrefna giftist árið 1937 Þor- steini Gíslasyni bifreiðastjóra, f. 1908, d. 1968. Eftir fráfall eigin- manns síns gerði Hrefna út leigu- bíl á Hreyfli í mörg ár. Börn þeirra Hrefnu og Þorsteins eru: 1) Gunnar Smári Þorsteinsson, f. 1933, eiginkona Kristín Jónsdótt- ir. Börn þeirra Jón Bjarni og Hrefna. 2) Ingibjörg Larsen (Þor- steinsdóttir), f. 1937, eiginmaður Sven Larsen. Börn þeirra Thor og Lynn. 3) Þorsteinn Smári Þorsteinsson, f. 1940, börn hans Gunnar Laxfoss og Þorsteinn. 4) Gísli Þorsteinsson, f. 1943, kona hans er Lovísa Jónsdóttir. Börn: Þorsteinn, Kjartan og Katrín. 5) Erla Þorseinsdóttir, f. 1945, maður henn- ar Tryggvi Eyjólfs- son. Börn: Hrefna Clausen, Sveinn Eyj- ólfur og Þorsteinn Tryggvasynir. 6) Ingólfur Þorsteinsson, f. 1947, kona hans er Aldís Hjörleifsdóttir. Börn þeirra: Kristrún, Hrefna, Lilja og Guðríður. 7) Katrín Þor- steinsdóttir f. 1955, barn Salóme Bernharðsdóttir. 8) Róbert Þor- steinsson, f. 1962, eiginkona Misae Thorsteinsson. Börn: Sat- oru Gunnar og Kakeru Steini. Langömmubörnin eru orðin 19. Hrefna flutti til Reykjavíkur 16 ára og bjó þar æ síðan, lengst af í Eskihlíð 18a eða frá 1955. Útför Hrefnu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Í minningunni skein alltaf sól þegar maður var lítill. Sérstaklega í stóra eldhúsinu hennar ömmu í Eskihlíð. Þar sitjum við Hrefnurnar oft saman í rólegheitum og allt er baðað sólskini. Ég ofan á gamla saumavélarkassan- um með garnhnykil og heklunál sem ég þvæli á milli handanna. Læst vera að hekla falleg teppi og milliverk eins og amma. Hún í rauða eldhússtólnum sínum við borðið með kaffibollann í hendinni, gleraugun á nefinu og les minningargreinar úr Morgunblaðinu: ,,Mikið lifandis óskup deyr nú af blessuðu fólkinu.“ Svo lítur hún upp og athugar hvort ekki sé allt í lagi með nöfnu sína sem hamast við að hekla og nýtur þess þegar amma dáist að handbragðinu og dásamar hekluverkið sem ekkert er nema garnflækja. Þeirri litlu vex ásmegin og heklar áfram af kappi. Al- sæl. Aldrei hefur nokkur maður fyrr eða síðar farið eins fögrum orðum um hæfileika hennar í hannyrðum. Svo er staðið upp, hekludótið sett á sinn stað, kaffibollinn skolaður og snú- ið á hvolf við eldhúsvaskinn, Morgun- blaðið brotið snyrtilega saman. Nú á að fara í bæinn að útrétta með strætisvagni númer sjö. Ég er sett í nokkrar peysur og úlpu og mótmæli af veikum mætti: – ,,Já, en amma, það er sól úti!“ Of ung til að skilja að það er og hefur alltaf verið gagnslaust að andmæla ömmu. Hún er föst fyrir eins og fleiri af Vega- mótaættinni og það má mikið ganga á til að það fólk skipti um skoðun. – ,,Uss, það er ekkert að marka þótt það sé sól. Manni getur alltaf orðið kalt úti og þá er nú eins gott að vera vel klæddur. Amma fer í kápu, setur slæðu um háls og hatt á höfuð. Lagar sig vand- lega fyrir framan spegilinn. Fullvissar sig um að fötin fari vel. Enginn asi á hlutunum. Svo fer hún aftur inn í eldhús og kveikir sér í einni sígarettu áður en haldið er af stað. Stendur við eldhúsgluggann, reykir og horfir hugsandi út. Svolítið eins og varkár kisa sem undirbýr sig undir að fara af stað. Og fer ekki fyrr en hún ákveður það sjálf. Þá opnar hún útidyrnar, tekur um hönd nöfnu sinnar og leiðir hana af stað. Og vissulega minnti amma mig um margt á kisu þótt ekki væri hún sjálf hrifin af þeirri dýrategund. Þætti þessi samlíking eflaust óttalega kjánaleg. En kötturinn hefur jú níu líf og það hafði hún amma mín svo sann- arlega líka. Á sinni 87 ára löngu ævi hafði þessi litla, netta kona oft orðið svo fárveik að henni var vart hugað líf. En öllum að óvörum tókst henni alltaf að hífa sig upp aftur og komast á kreik. Lífsvilji og kraftur hennar var nefnilega meiri en margan grunaði. Og þrjóskan hjálpaði líka til! Það var líka svo yndislegt hvað hún hélt alltaf sinni andlegu reisn alveg fram í andlátið. Hjá henni var ekkert til sem hét elliglöp eða gleymska. Í samtölum okkar undanfarið hefur æsku hennar oft borið á góma. Það var eins og hugurinn leitaði mikið austur í Flóa þar sem hún fæddist og ólst upp. Hún sagði mér sögur af því þegar hún fylgdi Geira bróður sínum og Ingibjörgu móður þeirra fyrst austur í Þrándarholt þangað sem Ingibjörg fór í kaupamennsku á sumrin því laun Gunnars langafa míns á Vegamótum við járnsmíðar dugðu ekki alltaf til að framfleyta heimili þeirra. Seinna var hún send ein í Hverakot á hestvagni í slagveð- ursrigningu til sumardvalar til að létta á heimilinu. Níu ára gömul er hún svo send ein með mótorbát til Vestmannaeyja í vist þar sem hún dvaldi heilt sumar. Nærri má geta hve erfitt það hefur verið fyrir svo litla stúlku, enda átti hún ekki auðvelt með rifja upp minn- ingar frá þessu sumri. Sama varð ekki sagt um vistina hjá bankastjórahjónunum, Margréti og Hilmari á Selfossi. Þar undi hún sér mjög vel og naut þess að segja mér sögur frá þeim tíma. Við fráfall ömmu minnar stendur ein tilfinning upp úr hafsjó þeirra minninga sem sækja á huga minn, þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa verið hornsteinninn og öryggið í lífi mínu, amma í Eskihlíð sem alltaf var tilbúin að gera allt fyrir dótturdóttur sína og nöfnu. Það hefur verið ómetanlegt veganesti í mínu lífi að hafa átt svo góða og yndislega manneskju að. Erla dóttir mín, sagði fyrir stuttu: ,,Mér finnst þið langamma vera að verða svolítið líkar.“ Orð hennar glöddu mig mikið. Þau eru sönnun þess að Hrefna Gunnarsdóttir lifir áfram í mér og öll- um afkomendum sínum. Á skírdagskvöld beið hún mín dag- inn eftir heimkomu mína frá Frakk- landi. Ég naut þeirra forréttinda að sitja við dánarbeð hennar og kveðja hana hinstu kveðju. Þetta var afmælisdagur Róberts, og skírnardagur minn. Páskarnir að ganga í garð, tími fyrirgefningar, birtu og trega. Framundan er upp- risan, og um leið endurnýjun alls lífs- ins sem vaknar af dvala. Hún liggur í rúminu sínu og horfir inn í kvöldsól- ina sem brýst skyndilega út úr skýja- flókanum og baðar herbergið. Allt í einu finnur hún rétta augna- blikið til að leggja af stað. Nú er hún tilbúin. Hún sleppir takinu á mér og heldur af stað inn í ljósið. Í þetta skiptið fer hún ein og leiðir mig ekki með sér. Ekki núna. Elsku hjartans amma mín. Þakka þér samfylgdina. Ég kem svo til þín seinna. Þín Hrefna. Elsku amma mín. Mig dreymdi svo fallegan draum um þig. Þar varstu komin á nýtt og skemmtilegt vist- heimili. Þar var líf og fjör, dansað og þar var leikið leikrit. Ég fór inn til þín og kom fljótt út aftur og kallaði á mömmu og sagði mamma, hún amma mín er ekkert dáin, hún er hérna inni og er alveg frísk. Mamma kom inn og sá að þetta var satt. Ég kallaði líka á Hrefnu frænku og hún kom. Elsku amma mín, mig langar til að þakka þér allt hið góða sem þú hefur kennt mér. Fyrir að hafa staðið með mér og fylgst með mér vaxa úr grasi, læra meira og meira. Þú hefur ávallt verið óþreytandi við að hvetja mig til að halda áfram að gera betur og læra meira. Ég var ekki gömul þegar ég kom með litlu fiðluna mína fyrst til hennar ömmu minnar í Eskihlíðina og spilaði fyrsta lagstúfinn minn. Í fyrra gast þú komið og hlýtt á mig spila á tónleikum ásamt hóp af fiðlu- krökkum. Mikið var gaman að þú gast komið. Það var svo gott fyrir mig að hafa notið þín þessi ár og þú hafðir líka ánægju af að fylgjast með okkur öll- um barnabörnunum þínum vaxa úr grasi. Alltaf var gaman að vera komin til ömmu og oft hittum við þar aðra ætt- ingja og þar var miðstöð og þú varst drottningin í ríki þínu. Allt svo fínt og fallegt, maturinn sá besti sem ég hef fengið og öll jól sem þú varst heima kom ég til þín og við áttum saman ógleymanlegar stundir. Stundum á virkum dögum þegar ég kom úr leikskólanum Sólhlíð var sest niður og tekið í spil eða bara spjallað. Amma mín hafði góðan smekk bæði fyrir því sem fallegt var og gæðum. Hún kunni að velja föt, hafði góðan tónlistarsmekk og spilaði sjálf eftir eyranu á píanóið. Hafði yndi af að vera í góðum félagsskap og hitta skemmti- legt fólk, skiptast á sögum af mönnum og málefnum. Hún var líka góð eft- irherma og gat hermt eftir mörgum skemmtilegum körlum og kerlingum. Henni þótt fátt skemmtilegra en hlusta á góða músík sérstaklega voru í uppáhaldi hjá henni góðir söngvarar eins og Gigli, Di Stefano, Pavarotti og margir fleiri. Hún kunni sjálf margar aríur og lög og söng oft á góðri stund. Amma mín var frá Stokkseyri og var komin af góðum stofni, pabbi hennar var járnsmiður og mamma hennar var húsmóðir á stóru heimili. Hún þurfti ung að fara að vinna fyrir sér og var t.d. send til Vestmannaeyja í vist níu ára gömul á mótorbát alein. Amma mín eignaðist átta börn sem öll komust til manns og barnabörnin eru orðin fjölmörg. Oft hefur verið verið í nógu að snúast hjá henni og dagurinn oft ekki nægur til að ljúka öllu. Kvöldin voru þá oft einu næðis- stundirnar og kvöldin voru oft drjúg. Þá var gott eftir eril dagsins að setjast við eldhúsborðið og leggja einn kapal eða fá sér eina sígó og kaffi. Amma mín hafði yndi af því að halda veislur og var alltaf gaman þeg- ar gestir voru komnir saman og leið öllum vel. Amma var líka alveg frábær hús- móðir, kokkur og gat saumað og hekl- að hvað sem var. Hún lét ekki frá sér neitt verk nema vera ánægð með það, hvert smáatriði skipti máli. Hún kenndi mér vandvirkni og að gefa sér tíma til að ljúka því sem þurfti. Síðustu árin var amma mín orðin lasburða og oft veik en alltaf var jafn- gaman að koma í heimsókn. Skemmtilegast var þegar við fórum til hennar Dóru sem var besta vin- kona hennar mömmu minnar þar. Hún var á þriðju hæðinni og best var ef að við gátum tekið eina flösku af sérríi og smákonfekt með okkur. Þá var nú aldeilis skemmtilegt, þegar Dóra skellihló að sögunum hennar ömmu. Elsku amma mín. Hafðu þökk fyrir allt hið góða og ljúfa. Ég er rík að hafa átt þig að og mun alltaf minnast þín með gleði í hjarta. Mig langar að kveðja þig með smá- ljóði eftir mig sem er svona: Okkar ljós er gott. gott eins og guð. Guð er gott ljós. Hann er okkar ljós. Elsku amma mín. Far þú í friði. Þín Salóme Jórunn. Með þessum fáu orðum viljum við minnast ömmu okkar Hrefnu Gunn- arsdóttur. Eftir að við fórum að muna eftir ferðum okkar að vestan til Reykjavík- ur, bjó amma í Eskihlíðinni með tveimur yngstu börnum sínum, Katr- ínu og Róbert. Þar kynntumst við þeim sem einni samhentri fjölskyldu sem alltaf var notalegt að heimsækja og borða læri eða hrygg sem amma matreiddi á sinn einstaka hátt. Það var alltaf jafngaman að ræða við ömmu, sérstaklega vegna þess hversu minnug og glögg hún var á alla hluti. Hún hélt þeim hæfileikum sínum allt fram á síðustu stundu. Það var alveg eins að tala við hana núna síðustu skiptin sem við fengum að njóta návistar hennar og þegar við mundum fyrst eftir samtölum okkar fyrir tæpum aldarfjórðungi síðan. Dæmi um gott minni og athyglisgáfu ömmu var þegar hún kom vestur á Rauðasand í fermingu Steina 1985, þá hafði hún ekki komið síðan Hrefna systir var fermd 1978. Hún hafði orð á öllu sem hafði breyst og sérstaklega varð okkur minnisstætt hve fljótt hún veitti því athygli að litla veðurathug- unarhúsið hafði verið fært spölkorn til á túninu frá því er hún kom síðast. Síðasta skiptið sem við heimsóttum ömmu meðan hún gat verið í Eskihlíð- inni var haustið 1999. Þá átti hún erf- itt um gang og studdist við göngu- grind. Þegar hún frétti að við værum enn á gamla ,,gula bílnum“ þótti henni það miklum tíðindum sæta. Hún hafði fylgst lengi með þessum gamla bíl og var undrandi yfir seiglu hans. Vildi hún endilega standa upp og sjá hann út um eldhúsgluggann þar sem hann stóð niðri á bílaplaninu. Amma hafði mikinn áhuga á bílum og gat talað um ,,karbatora og köttát“ eins og besti bifvélavirki. Þekking hennar á bílum helgaðist af því að eftir ótímabært lát afa árið 1968, gerði amma sjálf lengi út leigubíl frá Hreyfli þar sem afi starfaði sem bifreiðarstjóri til fjölda ára. Okkar síðustu stundir með ömmu voru á hjúkrunarheimilinu Eir í febr- úar s.l. Við sátum saman við gluggann, horfðum yfir sundin á Snæfellsjökulinn og amma sagði: ,,Ég veit að jökullinn er þarna þó ég sé hætt að sjá hann núna sökum veik- inda. Hann verður alltaf eins í huga mínum.“ Þannig viljum við kveðja ömmu okkar og minnast hennar. Við hættum að sjá hana en hún verður alltaf til í huga okkar. Guð geymi hana. Þorsteinn Gunnar og Sveinn Eyjólfur Tryggvasynir, Lambavatni, Rauðasandi. Nú er hún farin blessuð gamla kon- an og annars staðar bíður hennar æðra hlutskipti. Það vitum við fyrir víst og sú staðreynd að þurfa að kveðja hana nú í hinsta sinn er okkur því ekki eins erfið og oft vill verða um slíkar kveðjustundir. Langamma var búin að vera lasin lengi og því er til- hugsunin um hana farna ekki svo slæm heldur finnum við fremur fyrir þakklæti fyrir þær stundir sem við áttum með henni og fyrir það að hún hafi loksins fengið að hvíla lúin bein, fengið hvíld frá kvölunum sem fylgdu veikindunum og geti nú gengið um og horft í kringum sig. Við munum eftir langömmu sem góðri og gjafmildri konu sem allt vildi fyrir mann gera. Gjafmildin var slík að ef maður kom með súkkulaðistykki handa henni þá bað hún um að það yrði skorið niður svo að allir gætu fengi sér bita. Nú, meira en nokkru sinni, er okk- ur svo verðmæt handvinnan sem eftir hana liggur. Teppi, sængurver, vett- lingar og margt fleira sem hefur og mun verða notað kynslóð eftir kyn- slóð. Elsku langamma, takk fyrir allt. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Þín barnabarnabörn Ella Björg, Kristín, Hrefna Björk, Bryndís Helga, Björg- vin Smári og Gunnhildur. HREFNA GUNNARSDÓTTIR umst á bryggjunni, er ég sigldi norð- ur á heimaslóðir en hann þræddi ströndina með sínu strandferðaskipi til heimahaga. – Báðir gerðumst við starfsmenn kaupfélaga á næstu ár- um, sinn á hvoru landshorni. Skrif- uðumst lengi vel á og fylgdumst hvor með öðrum. Alltaf voru miklir fagn- aðarfundir er við hittumst þegar leið- ir lágu saman og nú síðast er við fögnuðum saman 50 ára útskriftaraf- mæli en þá var heilsa hans orðin þannig að af honum var runninn mesti garpsskapurinn. Að leiðarlokum er ég kveð Ólaf þakka ég honum ógleymanlegar samverustundir og trausta vináttu og votta konu hans og afkomendum innilega samúð. Ásgeir Jóhannesson. Traustur samstarfsmaður og góð- ur vinur um langt árabil er hrifinn á braut. Minningarnar sækja á hug- ann. Ólafi J. Þórðarsyni kynntist ég fyrst þegar Landsmót UMFÍ var haldið á Akranesi 1976. Hann vann ötullega að undirbúningi og fram- kvæmd mótsins ásamt fleiri félögum úr Ungmennafélaginu Skipaskaga, en ég kom að því verkefni sem bæj- arstjóri Akraness. Ólafur hafði hinn sanna ungmennafélagsanda, sem lifði hjá honum fram á síðasta dag. Hann var reyndur keppnismaður og verðlaunahafi bæði á frjálsíþrótta- mótum og Landsmótum UMFÍ og á síðari árum á íþróttamótum öldunga. Samskipti okkar og kynni urðu ná- in eftir að Ólafur var ráðinn skrif- stofustjóri Rafveitu Akraness á árinu 1984, en ég starfaði þar sem rafveitu- stjóri. Hann gegndi skrifstofustjóra- starfinu til ársloka árið 1995, en þá var rafveitan sameinuð fleiri fyrir- tækjum í Akranesveitu. Leiðir okkar Ólafs lágu áfram saman. Hann gegndi starfi aðalgjaldkera en ég starfi veitustjóra. Jafnframt var Ólafur gjaldkeri Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar og Andakílsár- virkjunar. Það var fengur að fá Ólaf til þessa starfs og keppnisreynsla hans kom í góðar þarfir við lausn á vandasömum verkefnum. Hann var í framvarðasveit þeirra ágætu starfs- manna Akranesveitu, sem lögðu grundvöll að hagstæðri stöðu Akur- nesinga í orkumálum. Hæst ber minningin um góðan dreng, sem var reiðubúinn til að tak- ast á við erfið verkefni og vandamál. Alltaf jákvæður, ósérhlífinn og tilbú- inn til þess að veita öðrum lið og láta gott af sér leiða. Oft var fjör á kaffi- stofunni á Dalbraut 8, þegar skipst var á skoðunum um menn og málefni. Ekki síst þegar Vestfirði eða Vest- firðinga bar á góma, en við Ólafur ásamt fleirum vorum ættaðir að vest- an og sáum til þess að ekki væri hall- að á þann ágæta þjóðflokk. Það var gott að leita til Ólafs með ýmis vandamál. Því hélt ég áfram þótt við værum báðir hættir störfum. Síðast leitaði ég til hans fyrir þremur vikum. Hann tók mér vel eins og hann átti vanda til og ekki datt mér þá í hug að það yrði okkar síðasti fundur í þessum heimi. Já, margs er að minnast. Ég og fjölskylda mín ásamt fyrr- um samstarfsmönnum Ólafs hjá Raf- veitu Akraness og Akranesveitu sendum Valgerði, dætrum Ólafs og öðrum aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur. Magnús Oddsson. Kveðja frá Stangveiðifélagi Akraness Með þessum línum vill Stangveiði- félag Akraness þakka Ólafi J. Þórð- arsyni fyrir góð störf í þágu félags- ins, en hann var gjaldkeri þess til margra ára. Gegndi hann því starfi af einstakri trúmennsku og samvisku- semi. Verður hans sárt saknað af fé- lögum hans í stjórninni. Aðstandend- um Ólafs sendir félagið innilegar samúðarkveðjur. Góður og traustur félagi er horfinn á braut. Fyrir hönd félagsins, Hafsteinn Kjartansson formaður.  Fleiri minningargreinar um Ólaf Jón Þórðarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.