Morgunblaðið - 16.04.2004, Síða 40

Morgunblaðið - 16.04.2004, Síða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólafur Jón Þórð-arson fæddist á Hrafnseyri við Arn- arfjörð 24. septem- ber 1930. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 8. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Þórður Guðni Njálsson, f. 10.1. 1902, d. 28.4. 1983, bóndi og hreppstjóri á Auð- kúlu í Arnarfirði, og kona hans Daðína Jónasdóttir, f. 3.1. 1904, d. 31.3. 1993. Systkini Ólafs eru: Njáll, f. 11.6. 1932; Nanna, f. 11.9. 1935, d. sama ár; Ólafur Veturliði, f. 5.2. 1937; Hreinn, f. 6.1. 1939; Nanna Jóna Kristjana, f. 7.6. 1941; Sigurður Júlíus, f. 4.12. 1943, d. 22.3. 1971; Rósamunda, f. 11.2. 1945; Bjarni Þorkell Sigurður, f. 8.12. 1946; Halla Ólöf, f. 30.8. 1950, og upp- eldisbróðirinn Sigurður Guðni Gunnarsson, f. 11.12. 1951. Ólafur kvæntist 7.9. 1956 Þór- eyju Jónsdóttur, f. 5.5. 1936. Þau skildu. Dætur þeirra eru: 1) Guðný Jóna, f. 3.2. 1957, maki Guðjón Guðmundsson, börn a) Ey- þór Ólafur Frímannsson, f. 24.7. 1978, b) Kristjana, f. 18.9. 1982, c) Erla Þóra, f. 23.9. 1984. 2) Daðey Þóra, f. 15.7. 1959, barn Ólöf Vala Schram, f. 19.5. 1989. 3) Erla, f. 29.9. 1961, maki Fjölnir Þorsteins- son, börn a) Fanndís, f. 25.7. 1991, b) Þorsteinn Freyr, f. 5.7. 1993. Ólafur kvæntist 30.12. 1972 Val- gerði Jóhannsdóttur, f. 3.2. 1935. Stjúpdóttir Ólafs og kjördóttir Valgerðar er Þórdís Óladóttir, f. 1.6. 1962, maki Skafti B. Baldurs- son, f. 10.7. 1962, börn a) Ástrós Ósk, f. 20.1. 1993, b) Ásta Valgerður, f. 10.6. 1995, c) Óli Þór, f. 10.6. 1995. Ólafur lauk lands- prófi frá Núpsskóla 1948 og prófum frá framhaldsdeild Sam- vinnuskólans 1952. Hann var bókari hjá Kaupfélagi Fá- skrúðsfjarðar 1952– 56, fulltrúi kaup- félagsstjóra hjá Kaupfélagi Dýrfirð- inga 1956–60, starfs- maður Kaupfélags Suður-Borgfirðinga 1960–67 og þá m.a. kaupfélagsstjóri um tíma, bókari hjá Trésmiðjunni Akri 1967–70, fulltrúi á Skattstofu Vesturlands í þrettán ár, skrif- stofustjóri Rafveitu Akraness 1984–96 og aðalfélhirðir Akranes- veitu 1996–2000. Ólafur starfaði mikið í ung- mennafélögum í Auðkúluhreppi, á Fáskrúðsfirði, á Þingeyri og á Akranesi. Hann hefur undanfarin ár verið formaður Öldungaráðs Frjálsíþróttasambands Íslands. Þá hefur hann starfað í Rótarý- hreyfingunni, Frímúrararegl- unni, í Stangaveiðifélagi Akra- ness og í Framsóknarflokknum. Ólafur var bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokksins á Akranesi 1962– 70, sat í stjórn bæjar- og héraðs- bókasafnsins á Akranesi um ald- arfjórðungsskeið og var formaður þess í nokkur ár, sat í yfirkjör- stjórn Akranesbæjar og formaður hennar um tíma og var endur- skoðandi Akranesbæjar 1970–84. Útför Ólafs verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Kveðja frá dætrum Heppinn var sá er hafði þig að vini, hógvær gekkstu þínar jarðlífsbrautir, kvaddir snöggt í kvöldsins aftanskini, með kjarki tókstu glímuna við þrautir. Best að sofna, baráttunni linna, birta kærleiksljósa mun þér skína, fylgja munu bænir barna þinna og birtu varpa á kæra minning þína. (Þ.J.) Tengdafaðir minn Ólafur Jón Þórðarson lést á skírdag eftir stutta baráttu við illvígan sjúkdóm. Ólafur var Vestfirðingur, fæddur á Hrafns- eyri og uppalinn í Stapadal og á Auð- kúlu í Arnarfirði. Hann hélt mikilli tryggð við átthagana og fólkið sem þar býr og skrapp vestur eins oft og við varð komið, en hann bjó á Akra- nesi s.l. 44 ár. Ólafur var mikill fjölskyldumaður og hélt góðu sambandi við systkini sín. Honum þótti ekki tiltökumál að skjótast vestur á firði eða til Blöndu- óss að heilsa upp á bræður sína, hvað þá að skutlast til Hafnarfjarðar, Reykjavíkur og Hvanneyrar þar sem önnur systkini hans búa. Auðkúlu- systkinin og afkomendur þeirra hafa haldið ættarmót á þriggja ára fresti um langt árabil og naut Ólafur sín þar vel með sínu fólki og hlakkaði hann mikið til næsta ættarmóts sem haldið verður í sumar. Hann var í nánu sambandi við dætur sínar og barnabörn og var þeim afar góður og alltaf til staðar ef þau þurftu á að halda, enda héldu þau öll mikið upp á hann. Ólafur var með fróðari mönnum sem ég hef kynnst, enda las hann óhemju mikið og fylgdist vel með því sem var að gerast í kringum hann. Þá þekkti hann landið sitt flestum betur, enda hafði hann sérlega gaman af að aka um landið í rólegheitum og skoða það sem fyrir augun bar. Varla var til það kennileiti sem hann þekkti ekki og oft undraðist ég hvað hann tók grannt eftir ýmsu sem aðrir taka ekki eftir þegar þeir þjóta um landið. Hann elskaði náttúru landsins og eitthvað það skemmtilegasta sem hann gerði var að veiða í góðri lax- veiðiá og njóta umhverfisins. Ólafur var mikill félagsmálamaður og kom þar víða við. Hann tók að sér ýmis verkefni fyrir Framsóknar- flokkinn um áratugaskeið, var m.a. bæjarfulltrúi á Akranesi í átta ár og í fjölmörgum nefndum í bæjarkerfinu allt til dauðadags. Hann hafði afskap- lega gaman af íþróttastarfi og keppti í frjálsum íþróttum innan raða UMFÍ og FRÍ. Á seinni árum tók hann mikinn þátt í starfi eldri frjáls- íþróttamanna, keppti með þeim á Evrópu- og Norðurlandamótum og hafði mjög gaman af. Hann varð að hætta keppni fyrir tveimur til þrem- ur árum eftir að annað hnéð gaf sig en hélt áfram sem formaður Öldungaráðs FRÍ og hafði mikla ánægju af því starfi í góðra vina hópi. Þá var Ólafur mjög virkur í starfi Frímúrara s.l. aldarfjórðung, einnig í Rotaryklúbbi Akraness um langt árabil. Þegar hann lést átti hann sæti í stjórn Stangveiðifélags Akraness, ritnefnd Sögu Akraness, yfirkjör- stjórn Akraness og úthlutunarnefnd atvinnuleysisbóta á Vesturlandi. Öll- um þeim félagsmálastörfum sem Ólafur tók að sér gegndi hann af þeirri samviskusemi og trúmennsku sem honum var í blóð borin. Ólafur var vandaður maður og um- burðarlyndur og sérlega umtalsgóð- ur um annað fólk. Oft ræddum við þjóðmálin og bæjarmálin og varð aldrei sundurorða þó við ættum ekki samleið í pólitíkinni og alltaf fann ég góðan hug frá honum til minna starfa í bæjarstjórn og á Alþingi. Við höfum haft þann ágæta sið í mörg ár á mínu heimili að Ólafur kom í hádeginu á laugardögum og borðaði fiskrétt með fjölskyldunni og ræddi við okkur um heima og geima. Oft var svo litið á enska boltann í sjónvarpinu á eftir, en Ólafur hafði mikinn áhuga á fót- bolta og ekki síst frammistöðu ÍA liðsins. Ekki minnkaði sá áhugi eftir að dóttursonur hans og nafni varð varamarkmaður liðsins á síðasta ári og mjög gladdist hann yfir þremur sigurleikjum liðsins í deildarbikarn- um á síðustu vikum þar sem nafni hans stóð í markinu. Ég vil að leiðarlokum þakka Ólafi fyrir samfylgdina og alla hans vin- áttu og umhyggju fyrir mér og minni fjölskyldu. Ólafur var heiðursmaður. Guð blessi minningu hans. Guðjón Guðmundsson. Mig langar að setja niður á blað nokkrar línur um mann sem mér þótti mjög vænt um og leit upp til. Hann afi minn var svolítið merki- legur maður, hjálpfús og bóngóður ef maður þurfti á því að halda og það nýtti maður sér og leitaði oft til hans með aðstoð. Hann var ekki vanur að kvarta eða barma sér og alltaf var stutt í brosið hjá honum. Aldrei man ég eftir að hafa heyrt hann segja neitt neikvætt um aðra eða aðra segja neitt neikvætt um hann. Þannig er kannski best að lýsa því hvernig maður afi minn var. Afi var svo heppinn að eiga stóra ætt og fjölmennan hóp systkina og afkomenda sem þótti vænt um hann og studdi hann í hans veikindum. Þegar einhver er tekinn svona frá manni þá finnst manni maður eiga svo margt ósagt. Ég veit bara að mér þótti alveg óskaplega vænt um hann afa minn og ég reyndi að sýna honum það. Við fórum alltaf saman í lax á sumrin, það þótti mér óskaplega gaman þó stund- um léti veiðin standa á sér. Það var einhvern veginn nóg að fá að vera í kringum afa og í hans félagsskap, það skipti meira máli en aflabrögðin. Enda þótti mér nú laxinn aldrei spennandi matur, nema þá helst grafinn eða reyktur. En við nafnarnir áttum góðar stundir saman í veiðinni og kenndi hann mér margt um þenn- an dyntótta fisk og að umgangast náttúruna af virðingu. Ég er mjög montinn af því að bera sama nafn og hann og mun ég reyna að gera það sem ég get í framtíðinni til að gera nafna stoltan og ánægðan því ég er viss um að hann fylgist með mér. Eyþór Ólafur. Það er óendanlega sárt að hugsa til þess að afi sé farinn. Hann var tekinn frá okkur allt of fljótt og það var svo margt sem við áttum eftir að spjalla um og gera saman. Þegar ég var lítil var ég svo stolt af honum afa mínum. Afi átti skrifstofu alveg eins og ég ætlaði að vinna á þegar ég yrði stór, hann átti vegg fullan af verðlaunapeningum fyrir íþróttirnar sem hann var alltaf að keppa í, hann ferðaðist og lýsti öllu svo skemmtilega þegar hann kom heim. Og sú ofurtrú sem ég hafði á afa þegar ég var yngri minnkaði ekki heldur óx – hann vissi bara allt! Það var nefnilega alveg sama að hverju við spurðum hann, hann hlustaði á allt með sömu athyglinni og átti alltaf svarið. Það var ekki staður á landinu sem hann ekki þekkti, hann virtist alltaf vita hvað var að bílnum, hann gat öllu svarað þegar maður strand- aði í einhverju verkefni í skólanum. Afi var svo góður maður og hjarta- hlýr að öllum leið vel í návist hans. Hann talaði aldrei illa um nokkurn mann, var alltaf jákvæður, alltaf brosandi og vildi allt fyrir alla gera. Hann fylgdist vel með okkur öllum og það var svo gaman að segja hon- um hvað maður var að fást við hverju sinni því hann samgladdist manni svo innilega. Ég vildi óska að við hefðum fengið að hafa afa lengur hjá okkur en veit að honum líður vel núna og fylgist með okkur öllum. Söknuðurinn er óendanlegur en minningarnar um hann eru ómetanlegar. Hvíl í friði, elsku afi. Kristjana. Elsku afi. Aldrei grunaði mig að barátta þín yrði svona stutt. Því er erfitt að sætta sig við að þú sért far- inn fyrir fullt og allt. Þú varst svo yndislegur maður, betri afa er ekki hægt að óska sér. Alltaf brosandi og í góðu skapi, svo hlýr og ástkær. Það var ekkert sem þú ekki vissir og ekkert sem þú ekki vildir gera fyrir okkur barnabörnin. Þú fylgdist alla tíð grannt með öllu sem við gerðum og varst alltaf jafn stoltur af okkur. Ég mun reyna eins og ég get að halda áfram að gera þig stoltan, afi minn. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Takk fyrir allt, elsku afi. Hvíl í friði. Erla Þóra. Hann Óli, stóri bróðir minn, er dá- inn. Stutt en leiftursnögg veikindi lögðu þennan góða bróður að velli, veikindi sem hann ætlaði að hrista af sér eins og hann sagði og verða síðan allra karla elstur. En svona er lífið, enginn veit sína ævina. Í mínum huga var Óli alltaf minn stóri bróðir. Við vorum alin upp í hinu vestfirska umhverfi í Arnarfirðinum, komum úr stórum systkinahópi þar sem níu barnanna komumst til full- orðinsára að viðbættum fósturbróð- ur. Í árum talið voru þau 20 árin sem voru milli okkar Óla, hann var elstur í systkinahópnum en ég litla systirin var örverpið. Þegar ég var lítil stelpa var Óli að miklu leyti farinn að heim- an, fyrst til mennta og síðan til starfa. En mér er minnisstætt hve tilhlökk- un mín var sterk eftir því að stóri bróðir kæmi heim. Ég sé mig sjálfa fyrir mér þar sem ég er að sópa stig- ann heima, sópa vel og vandlega hvern krók og kima því „hann Óli er kannski að koma heim“. En þrátt fyrir þessi 20 ár sem voru milli okkar varð ég aldrei vör við að þau sköpuðu skil okkar á milli. Óli kom ávallt fram við mig sem jafn- ingja, hvort sem ég var stelpurófa eða fullorðinn einstaklingur. Þannig kom Óli líka fram við hvern sem var, barn, ungling eða fullorðinn og ræddi við viðkomandi á jafnræðisgrunni og þar var hægt að fara vítt um völlinn, fjalla um hin ýmsu málefni dagsins í dag á sviði þjóðmála, íþróttamála eða hvers sem var, þar var ekki komið að tómum kofunum. Á sama hátt var Óli líka brú milli kynslóða, stór hlekkur í því að flytja vitneskju áfram milli kynslóða. Til hans var hægt að leita með spurningar um allt milli himins og jarðar, um ættingja jafnt sem at- vinnuhætti og þjóðmál. Hann var ótrúlega minnugur og sagði skemmtilega frá. Nú er þessi trausti hlekkur ekki lengur til staðar, ekki lengur hægt að ganga að þeim brunni sem hann veitti svo ríkulega úr. Náttúruunnandinn og veiðimaður- inn á bökkum Fáskrúðar. Óli var mikill unnandi íslenskrar náttúru. Hann naut þess vel að ferðast um landið okkar hvort sem það var á far- artæki á fjórum hjólum eða gangandi og þá var nú ekki slæmt að ganga meðfram einhverri ánni og jafnvel haldandi á veiðistöng í hendinni. Frá unga aldri hafði hann mikla ánægju af stangveiði og það eru margir sem hafa fengið að deila þeirri ánægju með honum, í fjölda veiðiferða víðs- vegar um landið og eru þakklátir fyr- ir þær góðu stundir. Íþróttamaðurinn að kasta kúlu. Óli var íþróttamaður fram á síðustu stundu. Sem ungur maður var hann einn af stofnfélögum Ungmenna- félagsins 17. júní sem var stofnað í Auðkúluhreppi fyrir miðja síðustu öld og starfaði í nokkur ár. Við lestur laga þessa félags kemur fram hve markið hefur verið sett hátt með til- urð þessa félagsskapar. Tilgangur fé- lagsins var m.a. eins og segir í 2. grein: „Að hjálpa félagsmönnum og öðrum æskulýð til aukins menning- arþroska, með fræðslu og líkams- þjálfun og til að rökhugsa þjóðnytja- mál og vinna að framgangi þeirra.“ Stefnuskráin var víðtæk og miðaði í heild að því að efla ungmennin í sem víðustum skilningi. Það held ég að hafi svo sannarlegt tekist með Óla. Fyrir hönd þessa félags svo og seinna annarra íþróttafélaga keppti hann í ýmsum greinum, m.a. í kúlu- varpi á fjölda íþróttamóta og vann til verðlauna. Og þótt árin færðust yfir var ekki gefið eftir. Óli keppti á all- mörgum íþróttamótum öldunga og fór á sitt síðasta mót í Finnlandi árið 2003. Á sama hátt fylgdist hann grannt með íþróttamálum almennt, mætti á völlinn – þar var ekki ein grein annarri fremri. Fjölskyldumaðurinn á ættarmóti. Óli var mikill fjölskyldumaður. Tengsl hans við sína nánustu fjöl- skyldu voru traust og sterk, það sama má segja um tengslin við okkur systkinin og okkar fjölskyldur. Þótt hópur okkar systkinanna frá Auð- kúlu og afkomenda sé orðinn býsna stór náði Óli að hafa yfirsýn og tengsl við alla og eins að rækta frændgarð sinn og vinahóp. Við Atli, synir okkar og þeirra fjöl- skyldur þökkum Óla fyrir gleðiríka og gjöfula samleið. Kæra Valla, dæt- ur og fjölskyldur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minning um góðan mann mun lifa með okkur öllum. Hvíl í friði, minn kæri bróðir. Halla. Mér þykir sárt að vera ekki hjá systrum mínum núna og geta kvatt hann Óla, pabba þeirra. Frá blautu barnsbeini var ég eins og systur mín- ar með annan fótinn hjá þeim hjón- um. Þó svo ég sé ekkert skyld Óla leit ég alltaf á hann sem minn auka pabba og hann lét það bara gott heita. Það var alltaf yndislegt að koma til Óla og Völlu, þar var maður alltaf velkominn. Ég var svo viss um að sjá þig aftur, Óli minn, þrátt fyrir mikil veikindi. Þú varst alltaf svo brattur að ég var viss um að þú myndir, eins og hann Þórður Njálsson pabbi þinn, verða alveg eldgamall með langt sítt skegg, nema ég myndi vera vaxin upp úr að toga í það eins og hjá honum. En ég vona að þér líði betur núna þar sem þú ert. Hvíldu í friði, elsku Óli. Valla, ég samhryggist þér innilega, elsku Guðný, Dadda, Erla og Dísa, ég hugsa til ykkar og fjölskyldna ykkar. Kveðja frá Þýskalandi. Eygló Peta Gilbertsdóttir. Elsku besti afi minn alltaf varstu góður. Aldrei mun ég hætta að sakna stundanna með þér. Alltaf gastu gert mig glaða og ég mun aldrei gleyma þér. Guð geymi þig, afi minn. Ólöf Vala. Það var á haustdögum árið 1950 sem 27 væntanlegir nemendur í Sam- vinnuskólanum í Reykjavík söfnuð- ust saman á gangi 4. hæðar Sam- bandshússins þar sem skólinn var til húsa. Fæstir höfðu sést áður, enda komnir úr öllum landsfjórðungum. – Meðal Vestfirðinganna tók ég eftir fremur lágvöxnum en mjög þreknum pilti, stilltum vel og brosmildum. Hann reyndist vera frá Auðkúlu í Arnarfirði, afreksmaður í íþróttum og þá einkum kastgreinum. – Ein- hvern veginn höguðu atvikin því svo að við löðuðumst hvor að öðrum og áttum mikið saman að sælda um vet- urinn. Maðurinn reyndist vel greind- ur, einstaklega dagfarsprúður og með trausta skapgerð. Þegar vora tók höfðum við báðir tekið ákvörðun um að setjast í framhaldsdeild skól- ans næsta vetur og leigja okkur sam- an herbergi. Sá vetur var ævintýraríkur og það- an á ég margar ógleymanlegar minn- ingar í sjóði – minningar sem tengj- ast m.a. búskaparbasli okkar Ólafs við lítil efni og litla þekkingu á þvott- um og öðru heimilishaldi en mikla gleði og bjartsýni ungra manna sem vænta mikils af lífinu framundan. Við nutum vináttunnar og sam- vista við skólalok báðir ánægðir með góðan árangur í prófunum, og kvödd- ÓLAFUR JÓN ÞÓRÐARSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.