Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 30
DAGLEGT LÍF 30 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Mikið úrval af fatnaði frá Str. 36-56 Íslenskur dýralæknir, Nanna Lúth- ersson, sem hefur sérhæft sig í hestasjúkdómum, hefur vakið at- hygli fyrir verkefni, sem hún vinnur nú að í Taílandi, og stærsta dagblað Taílendinga, Bangkok Post, sló verkefninu upp á forsíðu hjá sér fyrir skömmu. Nanna, sem er 38 ára að aldri, hefur verið búsett í Danmörku í tutt- ugu ár, en hún fór utan til að læra dýralækningar við Landbún- aðarháskólann í Kaupmannahöfn og hefur síðan starfað sem dýra- læknir í Danmörku. Síðustu níu árin hefur hún rekið hestalæknastofu í Köge ásamt fimm öðrum dýralækn- um, en ákvað að fylgja dönskum eig- inmanni sínum, Ole Pedersen líf- fræðingi, til Bangkok í nóvember 2002 eftir að hann var ráðinn á veg- um DANIDA, Þróunarsam- vinnustofnunar Dana, til þess að kenna líffræði við háskóla í Bangkok í tvö ár. „Við hjónin og börnin okkar tvö, Kamilla 10 ára og Jakob 14 ára, ákváðum að breikka sjóndeild- arhringinn og prófa eitthvað nýtt. Við sjáum svo sannarlega ekki eftir því. Þetta hefur verið mjög skemmtilegur og lærdómsríkur tími.“ Nanna viðurkennir að erfitt geti orðið fyrir sig að loka Taílands- kaflanum í lífi sínu alfarið þar sem hún hefur nú ýtt þar úr vör miklu átaksverkefni, sem hefur það að markmiði að bæta líf og heilsu hesta í borginni Lampang í Norður- Taílandi, en borgin Lampang er mikill ferðamannastaður og er í um klukkutíma akstursfjarlægð frá Chi- ang Mai, höfuðborg Norður- Taílands. Í röngu loftslagi „Hestar eiga til að fá ótal sjúk- dóma vegna rangrar fóðrunar, en til að gera langa sögu stutta hafði við mig samband kona, taílenskur dýra- læknir, mánuði eftir að við fluttum til Taílands og bauð mér að líta á hrossin í Lampang, en hún er að vinna að erfðarannsóknum á hross- um þessum í samstarfi við Michigan State University í Bandaríkjunum sem lúta að því að komast að upp- runa hrossanna. Ekki liggja enn fyr- ir niðurstöður úr erfðarannsókninni, en talið er að hestategundin sé mjög gömul og hafi varðveist þarna lengi án þess að hafa blandast öðrum teg- undum. Hestar þessir minna um margt á íslenska hestinn að því leyti að þeir eru sterkbyggðir, vinnu- samir og þola mikið álag. Mér var það hinsvegar fullljóst þegar ég kom á staðinn að þarna var fullt af vanda- málum, tengdum rangri fóðrun, við að etja. Og það sem verra var, heimamenn virtust ekki vita betur en að allt væri í stakasta lagi,“ sagði Nanna í samtali við Daglegt líf þegar hún var stödd í stuttri heimsókn hér á landi fyrir skömmu. „Hitabeltisloftslag Taílendinga og annarra nágrannaríkja er í fyrsta lagi ekki heppilegt fyrir hross að lifa í, ekki endilega vegna lofthitans, heldur miklu fremur vegna þess að þær plöntur, sem vaxa í þessu lofts- lagi, hafa ekki að geyma góða sam- setningu fyrir hesta. Þetta orsakar alls kyns vandamál svo sem stein- efna- og kalkskort enda hafa heima- menn ekki fé til að kaupa fóður og því hafa hestarnir aðallega verið fóðraðir á svokölluðu hrísgrjóna- klíði. Vandinn við klíðið, sem er það sem eftir verður eftir að hrísgrjónin hafa verið fjarlægð, er að kalk- innihald þess er mjög lágt og fosfor- innihaldið mjög hátt. Það framkallar of mikla mýkt í bein hrossanna. Höf- uð hestanna stækkar og tennurnar losna enda hefur sjúkdómur þessi á ensku verið kallaður „big head“. Hestar í þessu ásigkomulagi eiga mjög bágt með að tyggja fóðrið og deyja því raunverulega úr næring- arskorti auk þess sem ýmsir aðrir sjúkdómar geta komið til líka. Leitað að fjármagni Þessi slæma ásjóna hestanna fór ekki úr huga Nönnu, sem hugsaði sitt ráð. Til að bæta fóðrunina leitaði hún að fjármagni hjá fjölmörgum dönskum fyrirtækjum síðastliðið sumar sem öll sýndu málinu skilning en ekkert þeirra vildi borga. En svo fóru hjólin að rúlla hraðar en Nanna átti von á eftir að hún komst í sam- band við alþjóðlegu dýrahjálp- arstofnunina WSPA, World Society of Protection of Animals, sem er með höfuðstöðvar í Lundúnum, en sú stofnun veitti henni styrk að upp- hæð 50 þúsund bandaríkjadala sem svarar til 3,5 milljóna íslenskra króna. „Verkefnið nær yfir 200 hross, sem öll voru bólusett og gefin ormalyf auk þess sem við höfum byggt upp læknastofu í kringum verkefnið. Við einbeitum okkur ekki síst að því að kenna heimamönnum að fóðra, járna og umgangast hest- ana rétt svo fyrirbyggja megi sjúk- dóma. Við viljum með verkefninu sýna heimamönnum fram á að allt þetta skipti máli til að breyta ástandinu og svo viljum við auðvitað að hugur þeirra fylgi máli þegar við svo hverfum á braut. Markmiðið er að kenna heimamönnum að hjálpa sér sjálfir, en þessi hross lifa við nú- verandi lífsskilyrði að meðaltali í fimm til sex ár, en ættu samkvæmt öllu eðlilegu að lifa í fimmtán til tutt- ugu ár. Í fyrstu höfðu eigendur hest- anna engan áhuga á þessu, en við er- um smám saman að ná til þeirra og fá þá með okkur eftir því sem okkur miðar áfram. Hrossin hafa fengið kalk og steinefni í fjóra mánuði og árangurinn er nú þegar farinn að láta á sér kræla. Hestarnir líta betur út og tyggja betur,“ segir Nanna og bætir við að hollenskt fyrirtæki ætli að gefa tvö þúsund skeifur til verk- efnisins, en dæmi eru um að Taílend- ingarnir hafi smíðað skeifur úr gömlum bíldekkjum. Nanna er enn- fremur komin í samband við spánsk- an háskólaprófessor, sem ætli að greina blóðprufur úr hestunum sem gefi til kynna að hvaða marki að- gerðir Nönnu bæti líðan hestanna. „Við ætlum að vinna þetta vís- indalega svo að hægt sé að nýta nið- urstöðurnar í önnur slík verkefni. Ég geri mér vonir um að geta sýnt fram á að aðgerðirnar hafi áhrif á skömmum tíma þó enn sé of snemmt að segja til um hversu góð hesta- heilsan verður að aflokinni með- ferð,“ segir dýralæknirinn Nanna Lúthersson.  DÝRALÆKNINGAR Taílenskir hestar fá íslenska aðhlynningu ÍSLENSKI dýralækn- irinn Nanna Lúthersson stýrir verkefni í Norð- ur-Taílandi sem lýtur að því að bæta líf og heilsu sjaldgæfs hestakyns. Hún sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að þegar væri sjáanlegur munur á hestunum. Ferðaþjónusta: Hestarnir eru flestir notaðir til að draga kerrur ferða- manna, sem eru að skoða sig um. Stórt höfuð: Sjúkdómurinn fram- kallar mýkt í bein með þeim afleið- ingum m.a. að höfuðið stækkar og tennur losna. join@mbl.is Skeifusmíði: Dæmi eru um að Taí- lendingar smíði skeifur úr gömlum bíldekkjum. Dýralæknirinn: Nanna Lúthersson. Á SAMA tíma og ég naut þess til fullnustu að vera með þig og hugsa um á allan hátt, fór lundin að þyngjast þegar vik- urnar liðu. „Þú verð- ur að vera góð við hann,“ sagði vinur minn eitt sinn við mig þegar við vorum að ræða barneignir og upplifun pabb- anna. Hann var að vísa í sína eigin upplifun sem pabbi, en sjálf hafði ég í nokkra daga tekið eftir því að ég hafði verið svolítið afskiptalaus við pabba þinn. Reyndar hafði ég áhuga á fæstu nema þér. Þegar pabbi þinn stakk upp á eins dags jeppaferð með vinafólki og systkinum þínum reyndi ég allt til að koma mér undan. Mig langaði ekki að fara frá þér og var ekkert spennt að hitta fólk yfir höf- uð. Daginn áður en við fórum síðan í þessa jeppaferð, tók ég þetta snið- uga próf sem ég var búin að segja öllum frá að ég myndi taka til að meta mína andlegu líðan. Í ljós kom að stigagjöfin var mér engan veginn í hag, reyndar var ég nálægt því skori sem heilsugæslan metur sem það stig sem konan á að fá einhverja hjálp. Ég held samt að þú sért svo meðvituð um þetta að þetta verði bara allt í lagi, sagði hjúkrunarfræð- ingurinn við mig þegar við vorum búin að ræða þetta í nokkra stund. Aðalmálið er að ræða þetta og þá fyrst og fremst við maka þinn. Ég var þessu sammála en vissi ekki al- veg hvernig ég ætti að fara að því. „En ég er að reyna hvað ég get,“ sagði pabbi þinn í bílnum á leiðinni heim þegar ég var búin að segja honum skorið úr prófinu. Hvernig? spurði ég, en vissi um leið að auðvit- að átti ég frekar að segja að ég vissi það. Mér varð hugsað til vinar míns sem hafði sagt mér að vera góð við pabba þinn. Konunni hans fannst hann ekki nógu tillitssamur eða taka nógu mikinn þátt á tímabili. Ég hafði fundið fyrir sams konar tilfinningu og ég gat t.d. ekki skilið hvernig hann gat misst af því að vera hjá þér þegar þú vaknaðir, hvers vegna hann baðaði þig ekki oftar ánægj- unnar vegna eða hvers vegna hann skipti ekki oftar á þér. Ég átti að taka prófið aftur í næstu skoðun. Það voru þrjár vikur til stefnu og við pabbi þinn ákváðum í samein- ingu að reyna að hífa okkur upp. Næstu daga vann ég markvisst að því að reyna að létta lundina. Að sjálfsögðu fórum við í jeppaferðina og auðvitað skemmti ég mér bara jafn vel og hinir. Við pabbi þinn ákváðum líka að panta okkur ferð austur fyrir fjall á rómantískt sveita- hótel og gista þar eina nótt.  DAGBÓK MÓÐUR Almennt áhugaleysi Meira á þriðjudag. Á STÆRSTU upplýsingatæknisýn- ingu heims, Cebit, sem haldin var í Hannover í Þýskalandi fyrir skömmu, var áberandi hvað fram- leiðendur leggja nú mikla áherslu á samruna ýmissa algengustu heim- ilistækjanna. Sýningin fór fram á 330.000 fermetrum, þar sem yfir 6.400 framleiðendur hvaðanæva úr heiminum kynntu vörur sínar og framtíðarsýn. Meðal þess sem sjá mátti voru tölvur og sjónvarp sam- sett í einu tæki, færanleg mynd- bandstæki, og sífellt minni farsímar með æ fleiri möguleikum og búnaði. Skilin milli upplýsingatækni og farsíma verða æ óljósari. Innan skamms mun farsíminn verða eins konar færanleg margmiðl- unarmiðstöð sem gerir fólki kleift að vera stöðugt tengt við Netið, tölvu- póst og skyndiskilaboðaþjónustu. Útbreiðsla þriðju kynslóðar farsíma hefur ekki verið jafn hröð og upp- haflega var talið. En nú er útlit fyrir að hún taki við sér, þegar minni og fullkomnari UMTS-símar eru að koma á markað, með stórum lita- skjám og myndavélum sem geta tek- ið upp hreyfimyndir. Fyrirsjáanlegt þykir að framleið- endur muni í auknum mæli þurfa að koma sér saman um sameiginlega staðla fyrir vörur sínar, eftir því sem krafa neytenda vex um að þeir geti til dæmis fært gögn á milli mynda- vélar, sjónvarps, tölvu og farsíma frá mismunandi vörumerkjum. Á Cebit gat einnig að líta ýmsar vörur sem ólíklegt er að næðu mikilli sölu, en kættu engu að síður augu sýningargesta. Má þar nefna sam- byggðan sígarettukveikjara og öskubakka sem sækir straum í inn- stungu á heimilistölvunni, MP3- spilara með púlsmæli og hitaein- ingateljara, og vesti í felulitum með marga vasa til að geyma öll hin að- skiljanlegu tæki sem nútímamað- urinn ber á sér.  UPPLÝSINGATÆKNI Samruni heim- ilistækjanna Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.