Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 31
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 31 EFTIR langan og gráan vetur er fátt sem garðeigendur hlakka jafn mikið til og að planta út sum- arblómunum í garðinn. Sumarblóm eru misharðgerð og eru sum betur fallin til þess að þola kulda en önn- ur. Þessar kuldaþolnu tegundir eru það harðar af sér að þær þola svo- lítið næturfrost án þess að það bitni á áframhaldandi þroska plantn- anna. Viðkvæmari tegundir sum- arblóma eru hins vegar alls ekki frostþolnar og í sumum tilfellum má hitastigið ekki fara niður fyrir 5-6 C án þess að það bitni á plönt- unum, blöðin verða blá og vöxtur stöðvast. Það er því mjög skyn- samlegt að byrja útplöntun sum- arblóma að vori til á því að nota harðgerðu tegundirnar því það er alltaf hætta á næturfrosti, allt fram í byrjun júní. Fjólur og stjúpur Harðgerðustu tegundir sum- arblóma hafa margar hverjar verið ræktaðar um áratugaskeið á Ís- landi. Það eru fremstar í flokki stjúpurnar og fjólurnar sem eiga sér langa ræktunarsögu hérlendis. Stjúpur og fjólur blómstra í öllum regnbogans litum, eru sérstaklega vindþolnar og harðgerðar plöntur og ekki spillir fyrir að þær eru sér- staklega blómviljugar. Blómg- unartími þeirra hefst snemma í maí og stendur langt fram á haust, jafn- vel fram að jólum í góðri tíð. Vin- sældir þessara plantna eru engin tilviljun, þær hafa sýnt það og sann- að að þær geta boðið íslenskri veðr- áttu byrginn, hvort sem um er að ræða slagveður af 17. júní gerðinni, hífandi rok, steikjandi hita eða frost og snjókomu, allt standa þær af sér og eru alltaf jafn brosandi blómstr- andi á eftir. Það er því vel við hæfi að stjúpur og fjólur séu meðal fyrstu sumarblómanna sem plantað er í garða landsmanna á vorin. Stjúpur og fjólur: Eru meðal fyrstu sumarblómanna sem plantað er í garða landsmanna ár hvert. Harðgerð sumarblóm  GARÐYRKJA Guðríður Helgadóttir garðyrkju- fræðingur. Félag garðplöntu- framleiðenda BRÁTT hefst prófatímabil á öllum skólastigum með tilheyrandi lestri og upprifjun. Gott er að huga að mataræði til að heilinn virki sem best og á vef BBC eru ábendingar sem geta gagnast nemendum. Fram kemur að rétt mataræði geti hjálpað til við einbeitingu, svefn og minnkað kvíða. Forðast ber sæt- indi eins og súkkulaði og kexkökur. Orku- skotin sem slík fæða gefur endast ekki lengi og geta þvert á móti gert mann þreyttari. Snakk og kartöfluflögur er heldur ekki hentugur matur rétt fyrir próf þar sem hann inniheldur mikla fitu og slíkt gæti reynst erfitt fyrir maga kvíðins nemanda að melta. Ef nemandinn finnur hjá sér þörf fyrir smásnarl ætti hann að taka sér almennilegt hlé til þess og fá sér ferska eða þurrkaða ávexti, samloku, súpuskál, ósaltaðar hnetur, jógúrt eða ostbita. Einnig verður að gæta að því að drekka nóg. Rannsóknir hafa sýnt að krakkar sem drekka nóg af vatni geta betur einbeitt sér, tekið við upplýsingum og notað hugann. Þeir þjást líka síður af höfuðverk. Forðast ber sykraða drykki og ekki treysta á koffein- drykki, hvað þá koffeintöflur. Kvöldið fyrir próf er best að borða pasta, hrísgrjón, kartöflur eða brauð þar sem slík kolvetnarík fæða stuðlar að góðum nætursvefni. Mjólkurglas er líka gott fyrir svefn- inn. Í morgunverð fyrir próf er gott að fá sér próteinríka máltíð og trefjaríka. T.d. egg og ristað brauð eða hafragraut, múslí eða trefjaríkt morgunkorn. Ef prófkvíðinn er of mikill til að borða heila máltíð er banani, rúsínur eða ávaxtadrykkur góð byrjun.  MATUR|Hnetur, þurrkaðir ávextir, súpa eða jógúrt er tilvalið snarl í próflestri Morgunblaðið/Ásdís Snakk og kartöfluflögur: Er ekki hentugur matur rétt fyrir próf. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Hollt snarl: Ósaltaðar hnetur eru góður kostur í próflestri. Rannsóknir hafa sýnt að krakkar sem drekka nóg af vatni geta bet- ur einbeitt sér. Fæða fyrir heilann Q-10 er nauðsynlegt fyrir orkumyndum frumanna! “Við byggðum okkur upp með Q-10 fyrir klifurferð í Andesfjöllum. Það gaf góðan árangur” Ari Trausti Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.