Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 37 arinnar. Þetta gerðist eftir sjálf- stæðisyfirlýsingu Palestínu á þjóðþinginu 15. nóvember 1988 sem Yasser Arafat, formaður PLO og forseti Palestínu, las upp. Sú yfirlýs- ing fól í sér viðurkenningu á Ísrael og þar með tveggja ríkja lausninni svokölluðu. Fimm árum síðar, haust- ið 1993, var Óslóaryfirlýsingin und- irrituð af Rabin og Arafat undir verndarvæng Clintons Bandaríkja- forseta. Í því fólst ekki síst gagn- kvæm viðurkenning og vilji til að semja frið á grundvelli ályktana Ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þannig að endi yrði bundinn á her- námið. Sharon og Bush gegn friði og alþjóðalögum Sharon var á móti Óslóarsam- komulaginu og hefur verið stað- fastur í andstöðu sinni við sérhverja raunverulega friðarviðleitni. Honum og fylgismönnum hans hefur nú tek- ist að ganga af Óslóarsamkomulag- inu dauðu sem og Vegvísinum til friðar, tilrauninni sem gerð var í fyrra til að endurvekja frið- arviðræður. Og það sem alvarlegast er, þá hefur Sharon tekist að fá Bandaríkjastjórn inn á þá braut að afneita Palestínu sem samningsað- ila. Í því felst að afneita grundvall- arréttindum og tilvist palestínsku þjóðarinnar. Síðustu fréttir af samþykki Bush Bandaríkjaforseta við einhliða áætlanir Sharons, sem fela í sér varanlega landtöku á Vesturbakk- anum og Austur-Jerúsalem, sýnir að Bandaríkjastjórn hefur snúið baki við alþjóðalögum og álykt- unum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna varðandi hernám Ísraela í Palestínu. Afstaðan til Jerúsal- emborgar og réttinda flóttafólks til að snúa heim aftur ber að sama brunni. Hér er um mjög alvarlega þróun að ræða, því að með þessari afstöðu er Bandaríkjastjórn að slíta lögin ekki bara gagnvart pal- estínsku þjóðinni heldur gjörvöllu samfélagi þjóða heims. Höfundur er formaður Félagsins Ísland-Palestína. MIKIÐ brottfall nemenda úr námi er eitt stærsta vandamál ís- lenska skólakerfisins. Orsakir vand- ans eru eflaust samspil margra þátta. Í rannsókn á námsferli framhalds- skólanemenda kemur fram að flestir sem hættu í framhaldsskóla höfðu lokið fáum náms- einingum. Þrátt fyrir það töldu nemendur oftar að námsleiði, pen- ingavandræði eða til- boð um gott starf væri skýring á brottfallinu fremur en slakur námsárangur. Ekki tekist að draga úr brottfalli Allir framhaldsskólar landsins stefna að því að minnka brottfall. Um- talsverð umræða hefur farið fram og telja margir lausnina felast í að fjölga námstilboðum í framhaldsskólum. Í þessu samhengi hefur átt sér stað töluverð ný- sköpun á framhalds- skólastigi og nýjar námsbrautir orð- ið til. Jafnframt hafa skólar lagt áherslu á að bæta umsjónarkerfið og auka persónulega ráðgjöf við nem- endur, auk þess sem víða hefur verið tekið upp reglubundið foreldra- samstarf. Kjarni málsins er þó sá að þessar aðgerðir hafa lítið dregið úr brottfalli og lausn er að óbreyttu ekki í sjónmáli. Hins vegar gefa nið- urstöður nokkurra langtímarann- sókna tilefni til að álykta að aukin stærðfræðikunnátta nemenda geti minnkað brottfall. Einkunn í íslensku og stærð- fræði vísbending um árangur Jón Torfi Jónasson prófessor hefur í tveim- ur langtímarann- sóknum kannað náms- framvindu íslenskra ungmenna, fæddra 1969 Jón Torfi Jón- asson og Andrea Jóns- dóttir: Námsferill í framhaldsskóla. Reykjavík 1992. og 1975 Jón Torfi Jón- asson og Kristjana Stella Blöndal: Ungt fólk og framhaldsskól- inn. Reykjavík 2002., á aldursbilinu 16–24 ára. Rannsóknirnar veita mikilvægar upplýs- ingar um náms- árangur, próflok, brott- fall og viðhorf nemenda í framhaldsskólum. Í báðum rannsóknum koma fram skýr tengsl milli einkunna á sam- ræmdu prófi í íslensku og stærðfræði við lok grunnskóla og námsframvindu í framhaldsskóla. Rannsókn Jóns Torfa Jónassonar og Kristjönu Stellu Blöndal á nem- endum fæddum 1975 sýnir eftirfar- andi tengsl einkunna á grunnskóla- prófi og árangurs í framhaldsskóla:  Líkur á að ljúka stúdentsprófi eru:  yfir 70% ef nemandi er með ein- kunn 7 eða hærra í íslensku og/eða stærðfræði. Líkur fara vaxandi eftir því sem einkunn er hærri.  allt að 25% ef nemandi er með ein- kunn 4 eða lægra í íslensku og/eða stærðfræði. Líkur fara minnkandi eftir því sem einkunn er lægri.  Líkur á að hætta í framhaldsskóla án þess að ljúka prófi eru:  um 50% ef nemandi er með ein- kunn 4 eða lægra í íslensku og/eða stærðfræði.  undir 15% ef nemandi er með ein- kunn 7 eða hærra í íslensku og/eða stærðfræði. Þannig er nemandi með háa ein- kunn á samræmdu prófi í lítilli brott- fallshættu og mjög líklegur til að ljúka stúdentsprófi á meðan nem- andi með lága einkunn á samræmdu prófi er í mikilli brottfallshættu og líkur á að hann ljúki stúdentsprófi eru litlar. Á heimasíðu Námsmatsstofnunar, www.namsmat.is, má sækja upplýs- ingar um dreifingu einkunna í sam- ræmdum prófum. Þar kemur fram að síðastliðin fimm ár (1999–2003) voru að meðaltali um 46% þeirra sem þreyttu samræmt grunnskólapróf með einkunn 7 eða hærra í íslensku. Nokkru færri, eða að meðaltali um 33%, voru með 7 eða hærra í stærð- fræði. Þessir nemendur ættu að eiga góða möguleika á að ljúka námi af ofangreindum ástæðum. Mun fleiri slakir í stærðfræði en íslensku Þegar litið er til neðri hluta ein- kunnaskalans blasir hins vegar al- varan við. Verulegur munur er þar á árangri nemenda í íslensku og stærðfræði, stærðfræðinni í óhag. Þannig voru að meðaltali 6,2% nem- enda á tímabilinu með einkunn 4 eða lægra í íslensku (samtals 1.210 ein- staklingar) á meðan að meðaltali 30,5% nemenda voru með einkunn 4 eða lægra í stærðfræði (samtals 5.852 einstaklingar). Það þýðir að á fimm ára tímabili hefur sem svarar einum og hálfum árgangi nemenda útskrifast úr grunnskóla með ófull- nægjandi undirbúning í stærðfræði. Þetta unga fólk á mjög á hættu að fylla flokk brottfallsnemenda. Nemendur sem koma inn í fram- haldsskólann með ófullnægjandi námsundirbúning í stærðfræði munu lenda í erfiðleikum í námi. Þetta vita allir sem starfa í fram- haldsskólum. Rannsókn Jóns Torfa og Kristjönu Stellu sýnir að stærð- fræði var sú námsgrein sem algeng- ast var að nemendur féllu í þegar komið var í framhaldsskólann: Um 60% nemenda fæddra 1975 féllu ein- hvern tíma í stærðfræði og um 36% féllu í tveimur eða fleiri áföngum í stærðfræði. Er lausn í sjónmáli? Hér að framan hafa verið rakin tengsl milli einkunnar í íslensku og/ eða stærðfræði á samræmdu grunn- skólaprófi og árangurs í framhalds- skóla. Þegar litið er til þess hversu stór hópur nemenda lýkur grunn- skóla með lægri einkunn í stærð- fræði en íslensku liggur nærri að álykta að lítil stærðfræðikunnátta sé veruleg ástæða brottfalls í fram- haldsskólum. Því er eðlilegt að spyrja, hvort hægt sé að fjölga þeim sem útskrifast úr framhaldsskóla með því að styrkja stærðfræðikunn- áttu nemenda? Stærðfræðikunnátta er lykill að árangri Viðamikil bandarísk langtímarann- sókn bendir eindregið til þess að lyk- illinn að því að minnka brottfall úr námi sé að bæta stærðfræðikunn- áttu nemenda. Clifford Adelman: Answers in the Tool Box: Academic Intensity, Attendance Patterns, and Bacherlor’s Degree Attainment. U.S. Department of Education 1999. Niðurstöðurnar eru birtar á vefsíðu bandaríska menntamálaráðuneyt- isins, slóðin er: www.ed.gov/pubs/ Toolbox. Rannsóknin sýnir að samsetning náms á unglingastigi og við upphaf framhaldsskóla (þ.e. magn, inntak og gæði náms í „high school“) hefur mest áhrif á það hvort bandarísk ungmenni ná að ljúka fyrstu há- skólagráðu. Þessi þáttur vegur þyngra en einkunnir á lokaprófi og félagsleg staða nemenda, sem einnig skipta máli. Þegar mæld var hlutdeild ein- stakra námsgreina í samsetningu náms á unglinga- og framhalds- skólastigi kom í ljós að stærðfræðin hafði algjöra sérstöðu. Því betri und- irbúning í stærðfræði sem nemand- inn hafði því meiri voru líkurnar á að hann lyki BA- eða BS-námi. Rennir þetta ekki stoðum undir þann grun að bæta megi námsárangur íslensks námsfólks með því að styrkja stærð- fræðikunnáttuna? Meiri stærðfræði! Reynist þessar niðurstöður réttar er það mjög hvetjandi. Þær gefa ótví- rætt til kynna að nemandinn sjálfur og skólayfirvöld geta hvor með sín- um hætti brugðist markvisst við. Öruggasta leiðin til að bæta náms- árangur og draga úr brottfalli er að auka og efla stærðfræðikunnáttu nemenda. Skilaboðin til ungs fólks eru því skýr: Lærið eins mikla stærðfræði og þið mögulega getið! Skólamenn og stjórnmálamenn þurfa að tryggja metnaðarfulla nám- skrá, aðgang að góðu námsefni, góða kennslu og mikinn námsstuðning við nemendur. Sérstaklega þarf að hlúa að stærðfræðinni í grunn- og fram- haldsskólum. Þá eru líkur á að við getum minnkað brottfall úr námi verulega! Minnkum brottfall úr námi með meiri stærðfræði Guðrún Hrefna Guðmunds- dóttir vill minnka brotthvarf frá námi ’Allir fram-haldsskólar landsins stefna að því að minnka brott- fall.‘ Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Talnataka og var ritari nefndar um mótun menntastefnu. Stóryrði Árna Johnsen Í MORGUNBLAÐINU 31. mars síðastliðinn fer Árni Johnsen mikinn um fangelsismál á Íslandi og segir að stjórn fangelsismála á Íslandi sé í molum. Skortir þar ekki gífuryrðin og fullyrðing- arnar um stórkostleg brot á réttindum fanga og fjölskyldna þeirra, geðþótta- ákvarðanir fyrrver- andi forstjóra Fang- elsismálastofnunar, andlegar pyntingar og fleira í þeim dúr. Sjaldan hef ég í einni blaðagrein lesið jafn mikið af órök- studdum upphróp- unum, staðlausum stöfum og ásökunum. Mér blöskrar að fyrrverandi alþing- ismaður skuli flytja mál sitt á þennan hátt. Það er vegið að fleirum en forstjóra Fangels- ismálastofnunar, sem lét af störf- um þennan dag, í þessari grein. Undirrituð starfaði sem lögfræð- ingur hjá Fangelsismálastofnun um fimm ára skeið og naut þar samstarfs við marga mæta menn og konur á stofnuninni sjálfri sem í fangelsunum, þ.m.t. fyrrv. forstjóra stofnunarinnar. Að starfa við þennan málaflokk er einstök reynsla og ógleymanleg en verkefnið er að fullnusta refsi- dóma. Þannig er kveðið á í lögum. Refsingar Hvað þýðir refsing í huga fólks? Jónatan Þórmundsson lagaprófess- or skilgreinir refsingu svo í riti sínu, Viðurlög við afbrotum: „Refs- ing er ein tegund viðurlaga, sem ríkisvald beitir þann, sem sekur hefur reynst um refsivert brot. Hún felur í sér vanþóknun eða for- dæmingu samfélagsins og er til þess fallin að valda dómþola þján- ingu eða óþægindum.“ Við sem bú- um í þessu samfélagi verðum að horfast í augu við þær leikreglur sem við höfum kosið okkur og al- þingismenn, þ.m.t. Árni Johnsen, hafa séð um að leiða í lög. Refsing er neikvætt hugtak, það er hinn blákaldi sannleikur. Við dæmum meðbræður okkar til refsingar, til að hljóta makleg málagjöld og standa reikningsskil gjörða sinna við sam- félagið. Það er ekki boðið upp á það að skipta skyndilega um skoðun þegar mað- urinn er kominn á bak við lás og slá og byrj- aður að afplána sína refsingu. Þeim sem dæmdir eru til refs- ingar er boðið upp á meðferð við afplánun en þeir eru ekki þvingaðir til þess, þeir fá ýmiss konar þjónustu sem þeir eru auð- vitað háðir eðli málsins samkvæmt vegna frelsissviptingarinnar. Norræn fangelsi Góðu heilli eru fangelsi á Norð- urlöndum mannúðleg í samanburði við aðra heimshluta. Það er eðlilegt að borin séu saman fangelsismál milli Norðurlandanna en of lítið hefur farið fyrir því að mínu mati að litið sé til þess í þeim sam- anburði þar sem íslensk fangelsi standa e.t.v. framar en önnur nor- ræn. Eitt aðaleinkenni íslenskra fangelsa er vinna. Hún hefur löngum verið meiri en annars stað- ar á Norðurlöndunum og hærra launuð. Menn skulu ekki draga úr mikilvægi þessa þáttar. Alltaf eru einhver dæmi þess að fangar sem koma til afplánunar hafi lítt stund- að vinnu áður, m.a. vegna langvar- andi vímuefnaneyslu, og leitast sé við að styðja þá til atvinnuþátttöku meðan á afplánun stendur. Erfitt getur þó reynst að útvega vinnu fyrir alla fanga en leitast er við að útvega þeim vinnu sem vilja og geta unnið. Einnig eru dæmi um það að fangar fái sjálfir að útvega sér verkefni til að vinna við meðan á afplánun stendur. Þetta er ís- lensk menning sem ber að standa vörð um. Það þarf ekki allt að heita meðferð eða prógramm til að virka mannbætandi. Eftirlit með stjórnsýslu fangelsismála í góðum höndum Góðu heilli, einnig, er eftirlit með íslenskri stjórnsýslu öflugt og vandað. Stofnun á borð við Fang- elsismálastofnun heyrir undir dómsmálaráðuneyti sem hefur eftirlit með störfum hennar og fangelsanna. Frá því að embætti umboðsmanns Alþingis tók til starfa hefur umboðsmaður tekið til athugunar mörg mál sem snerta fanga. Hafa Fangels- ismálastofnun og dómsmálaráðu- neyti fundið töluvert fyrir aðhaldi umboðsmanns og er það vel. Þangað geta fangar leitað, telji þeir að á sér hafi verið brotið, án þess að bera af því kostnað. Ekki má svo gleyma dómstólunum og Alþingi, sem hafa að sínu leyti eftirlit með hvers konar meðferð framkvæmdavalds. Öllu þessu gleymir Árni Johnsen og ekki síst sinni ábyrgð sem fyrrverandi al- þingismanns en Alþingi sam- þykkir tugi refsi- og viðurlaga- ákvæða ár hvert. Leyfi úr refsivist Það er mjög alvarlegt að sögn Árna að mönnum sé ekki heimilað að vera viðstaddir giftingar, út- farir og annað slíkt hjá fjölskyldu eða vinum. Um þetta eru ákveðnar reglur og þetta er heimilað í ákveðnum tilvikum sbr. 21. gr. laga um fangelsi og fanga- vist, nr. 48/1988. Gleymum því ekki hins vegar að þetta eru allt frávik frá þeirri frelsissviptingu sem viðkomandi einstaklingur er dæmdur til af dómstólum og fangelsisyfirvöld hafa auðvitað ekkert umboð eða heimild til að hafa skoðanir á því hvort það var með réttu gert eður ei. Þegar vit- að er að megnið af þeim fíkniefn- um sem berast inn í fangelsin kemur því miður með gestum sem koma til að heimsækja fanga eða með föngum úr leyfi er enn vandrataðri sá millivegur að stuðla að góðum tengslum við ættingja og vini, sem vissulega er mikilvægt, og að tryggja öryggi í fangelsunum. Það þykir jú alvar- legt að svo mikið sem eitt hass- gramm komist inn í fangelsin. Það er hægara sagt en gert að slá á eftirspurn refsifanga eftir fíkniefnum í einu vetfangi þegar þeir koma inn fyrir dyr fangels- isins þegar þeir hafa verið háðir þessum efnum e.t.v. áratugum saman. Til þess þyrftu starfs- menn fangelsiskerfisins hreint og beint að vera göldróttir. Ég er þess fullviss að starfsmenn fang- elsiskerfisins á öllum stigum vinna störf sín af einurð og sam- viskusemi og gera sitt besta til að nýta þá aðstöðu sem fyrir hendi er. Molar um fangelsismál Sigrún Ágústsdóttir svarar Árna Johnsen ’Við sem búum í þessusamfélagi verðum að horfast í augu við þær leikreglur sem við höf- um kosið okkur og al- þingismenn, þ.m.t. Árni Johnsen, hafa séð um að leiða í lög.‘ Sigrún Ágústsdóttir Höfundur er lögfræðingur og starfaði áður hjá Fangelsismála- stofnun ríkisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.