Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 34

Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 34
34 ____FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. FEBRÚAR 1992_ ERLENDAR FRÉTTIR IFRJALS ]Frjáls að hluta ]ÓFRJÁLS Freedom House Frelsiskortið breytt Mllljúnir stúlku- barna drepnar Milljónir stúlkubarna hafa verið bornar út í Kína á und- anförnum árum vegna þess boðs Kommúnistaflokks Kína að hver fjölskylda megi að- eins eignast eitt barn. For- eldrar hafa gripið til þess ráðs að bera út stúlkubörn í von um að eignast síðar dreng. Sérstaklega mun þetta tíðk- ast til sveita. Ein afleiðing þessa er að um 20 milljónir ungra karla finna sér ekki maka og er talið að þessi pip- arsveinaher verði um 50 milljónir fyrir aldamót. Kosnlngar á Bretlandi Stjórn Johns Major á Bret- landi hefur tilkynnt að fjár- lögin verði lögð fram hinn 10. mars og telja stjórnmálaskýr- endur að þá geti kosningar ekki verið langt undan. Major verður lögum samkvæmt að boða til kosninga fyrir 9. júlí, en nú eru 9. apríl eða 7. maí taldir líklegustu kosninga- dagarnir. AT&T í Úkraínu Bandaríska símfyrirtækið AT&T hefur verið að færa út kvíarnar að undanförnu og tilkynnti á dögunum, að það myndi eiga 39% í nýju simfé- lagi í Ukraínu, sem mun setja upp, eiga og reka langlínu- kerfi þar í landi. Hollenska símfélagið mun eiga 10% og úkraínska ríkið 51%. Bretar klófestir Bretar eru komnir inn í tutt- ugustu öldina í framleiðslu á rafmagnstækjum. Nýlega til- kynnti breska stjórnin að framleiðendum rafmagns- tækja bæri skylda til að hafa kló á rafmagnssnúrum, en hingað til hefur breskur al- menningur mátt kaupa klóna sérstaklega og tengja yhana við brauðristina eða strau- járnið þegar heim konr: Það var áður en Hið konunglega slysavarnafélag komst að þeirri niðurstöðu að „það er viðtekin venja annars staðar í heiminum að selja rafmagns- tæki með klónni áfastri" Tuttugusta öldin er senn á enda, en í sögulegum skiln- ingi er henni að ljúka ef henni er þá ekki þegar lokið. Breski sagnfræðingurinn Paul John- son telur að 20. öldin hafi haf- ist með útgáfu seinnihluta af- stæðiskenningarinnar eftir Albert Einstein árið 1915, en aðrir telja nær lagi að miða við valdarán bolsévikka árið 1917 eða Versalasamningana 1918. Hins vegar hafa menn velt vöngum yfir því hvort henni hafi í raun ekki lokið þegar Berlínarmúrinn var rofinn um jól 1989 eða um síðustu áramót þegar Sovét- ríkin voru leyst upp. Það sem hæst bar á öldinni var hatrömm barátta hug- myndakerfa, tvær heims- styrjaldir, helför gyðinga, gú- lagið, kínverska menningar- byltingin, einræði í þriðja heiminum, hungursneyðir af manna völdum, kjarnorku- sprengjan og fullkomnari víg- vélar en nokkurn hafði órað fyrir. Á móti kemur að lýð- ræðið sigraði, friðsamleg hagnýting kjarnorkunnar hefur opnað nýjar dyr, mann- réttindi eru ekki einkamál einstakra ríkja, tækniframfar- ir hafa gert manninn frjálsari og lífið þægilegra. Flestir líta svo á að frelsið sé manninum sjálfgefin gæði, en hins vegar hafa ótrúlega fáir notið þess á öldinni. Allt til þessa dags eru frjálsir menn í minnihluta meðal mannkyns. En ástandið hefur breyst mjög til batnaðar. Bandaríska mannréttinda- stofnunin Freedom House hefur allt frá árinu 1955 gert svokallaða „frelsiskönnun" og gefið út „frelsiskort" til samræmis við niðurstöður hennar. Könnunin er þannig gerð að frelsinu er skipt niður í pólitísk réttindi og almenn borgararéttindi og er ein- kunn gefin fyrir hvorn flokk um sig frá 1 upp í 7, þannig að 1 fá þau ríki þar sem frelsi er talið algert en 7 þau, þar sem það er ekkert. Síðan er fengið meðaltal hvers ríkis og þeim skipt í flokkana frjáls (1,0—2,9), frjáls að hluta (3,0—4,9) og ófrjáls (5,0—7,0). Farið er eftir fleiru en opinberum réttindum; hryðjuverk, kynþáttahatur, ótryggt ástand vegna skæru- hernaðar, óeðlileg áhrif hers- ins í stjórnmálum og fleira getur komið til lækkunar ein- kunnarinnar. Niðurstöður könnunarinn- ar í ár eru í samræmi við þró- un undanfarinna þriggja ára og fækkar enn verulega þeim, sem búa í ófrjálsum ríkjum. Frá síðasta ári hafa 14 ríki bæst í hóp frjálsra, 8 eru frjáls að hluta og í hópi ófrjálsra hefur fækkað um 18. Til samanburðar má geta þess að fyrir 15 árum voru 43,9% íbúa jarðar ófrjáls, sem er 12,1% meira en nú. Mannkyni hefur fjölgað um 1,36 milljarða frá 1977 en ófrjálsum hefur fækkað um 56,4 milljónir á sama tíma. Á hinn bóginn hefur frjálsum fjölgað um 570 milljónir og frjálsum að hluta um 848 milljónir eða samtals um 1,418 milljarða. Af 5,4 milljörðum jarðar- búa teljast nú 1,36 milljarðar 13 verstumann- rétflndabrjótarnir Afganistan Búrma (Myanmar) Haítí frak Kína Kúba Líbýa Miðbaugs-Gínea Norður-Kórea Sómalía Súdan Sýrland Víetnam eða 26% vera frjáls, 2,31 milljarður eða 43% frjáls að hluta og 1,71 milljarður eða 32% ófrjáls. Þarna ráða ris- arnir tveir, Indland og Kína, miklu, en samanlagður íbúa- fjöldi þeirra er um tveir millj- arðar. (Indland, sem áður var talið frjálst, er nú talið frjálst að hluta, en mannréttindi hafa þar minnkað jafnt og þétt undanfarna þrjá áratugi.) Tveir þriðju hlutar mannkyns eru því frjálsir eða frjálsir að hluta. Hin mikla hreyfing ríkja úr hópi ófrjálsra þjóða vekur vonir um framtíðina, en talið er öruggt að mikill hluti þeirra ríkja, sem teljast frjáls að hluta, færist í flokk frjálsra innan tíðar nema verulegur afturkippur verði. Sem dæmi má nefna Níkaragúa, Tævan, Tyrkland, Úkraínu, Mexíkó, Singapore, Suður-Afríku og Rússland. Þá hafa ófrjáls ríki á borð við Kúveit, Sádí-Arab- íu, fyrrverandi ríki Júgóslav- íu, Kenýu og íran nokkra von um að komast í hóp frjálsra að hluta á næstu árum. Þá er ómögulegt að segja fyrir um þróun mála í ríkjum eins og Kúbu, Norður-Kóreu, Víetnam, Jórdaníu, Libanon og fjölda Afríkuríkja. Miðað við þróun mála í fyrrverandi leppríkjum Sovétríkjanna getur allt gerst á undra- skömmum tíma (Mongólía telst nú í hópi frjálsra ríkja!). Ef Sádar ákveða að losa um tökin má búast við breyting- um í grannríkjunum og sum þeirra, eins og Quatar og Sameinuðu furstadæmin, þurfa ekki endilega að bíða slíks fordæmis. í Afríku hefur hver einræðisstjórnin á faetur annarri fallið og engin ástæða til að ætla að sú þróun taki enda nú. Eftir fall Sovétríkjanna hafa mörg einræðisríki þriðja heimsins engan að halla sér að lengur og Vesturlönd hafa komið þeim skilaboðum á framfæri, að enginn þurfi að vænta aðstoðar þaðan nema breytingar í lýðræðisátt eigi sér stað. Þeir dagar eru liðnir að fyrirbæri á borð við Haile Mengistu í Eþíópíu geti vopn- að her sinn með Rússagulli og brauðfætt hann með mat- argjöfum vestrænna hjálpar- stofnana og ríkisstjórna. Síðast en ekki síst eru fleiri og fleiri að átta sig á því að sósíalisminn er dauðadæmd- ur, hvort sem er í Súdan eða Grímsnesinu, burtséð frá því hvort á spýtunni hangir efna- hagsaðstoð frá Vesturlöndum eður ei. Menn líta á lönd þar sem vestræn lýðræðishefð er í heiðri höfð og fylgnin milli hennar og velsældar brýtur öll lögmál tilviljunar — alveg eins og fylgni sósíalisma og örbirgðar gerir annars staðar. VALGERÐUR BJARNADOTTIR ÍSLENSKT SJÓNARHORN Mun EB taka Albaníu fram yfir Island? ,.:n7 Samvinna þjóða er ofar- lega á baugi hér í Brussel þar sem bæði eru höfuðstöðvar F.vrópubandalagsins og NATO. Á þeim rúmu fimm ár- um, sem ég hef búið hér, hafa orðið meiri breytingar á starf- semi þessara bandalaga en nokkurn hefði órað fyrir. Fyrir fimm árum fóru sírenur í gang ef austantjaldsmaður kom í 5 km radíus við höfuð- stöðvar NATO, nú lætur eng- inn sér bregða þegar Havel, Walesa eða utanríkisráð- herra Rússlands koma í heim- sókn á þann bæ. Evrópubandalagið var þá að ýta úr höfn áætlun um innri markaðinn, sem á að taka gildi 1. janúar 1993. Sá sem þá hefði spáð því að Sví- ar mundu sækja um aðild að EB árið 1991 hefði verið tal- inn hafa helst til auðugt ímyndunarafl, og vart þess verður að eyða miklum tíma í samræður við hann. við efnahag sænskra ná- Efnahagslegur ábati sam- granna sinna og miðuðu við „Það er athyglisvert að í umfjöllun um samskipti við ríki utan bandalagsins tala talsmenn EB alltaffyrst um samskiptin við löndin í Mið- og Austur-Evrópu og síðan um Evrópskt efnahagssvœði... “ starfs þjóða Evrópubanda- lagsins og væntingar um árangur innri markaðarins eru hins vegar slík að Svíar telja sig ekki geta staðið utan þessa samstarfs öllu lengur. Um landa sína sagði finnskur kunningi minn, að kæmust þeir ekki að sömu niðurstöðu væri það jafngilt því að þeir hættu að miða efnahag sinn Pólverja í staðinn. Þegar viðræður hófust um Evrópskt efnahagssvæði líktu sumir afstöðu EFTA- þjóðanna við köttinn, hund- inn og svínið í sögunni um Litlu gulu hænuna, sem hvorki nenntu né vildu baka brauðið en hins vegar ólm éta það. Kannski var svolítið til í þeirri samlíkingu. Varðhund- ar Rómarsamningsins, Evr- ópudómstóllinn, komust a.m.k. að þeirri niðurstöðu að embættismenn og stjórn- málamenn hefðu samið um meira en þeir höfðu umboð til samkvæmt þeim mark- miðum og reglum sem stjórn- málamenn höfðu sett sér og embættismönnum að starfa eftir. Ljóst er að enginn mun vinna fuilnaðarsigur, nú er reynt tii þrautar að finna málamiðlun sem allir geta unað við. Takist slík mála- miðlun ekki held ég að tap ís- lendinga verði mest. Aðrar EFTA-þjóðir verða að öllum líkindum orðnar aðilar að Evrópubandalaginu innan fárra ára. Ef við þá stöndum ein eftir í EES verður væntan- lega talið að við eigum rétt á hagstæðum samningi við bandalagið. Ef EES verður ekki að veruleika þá verðum við í hópi þjóða sem vilja sér- samninga við bandalagið en örugglega ekki í forgangsröð. Það er athyglisvert að í um- fjöllun um samskipti við ríki utan bandalagsins tala tals- menn EB alltaf fyrst um sam- skiptin við löndin í Mið- og Austur-Evrópu og síðan um Evrópskt efnahagssvæði, þótt samningurinn sé sá stærsti og flóknasti sem EB hefur gert við þriðju ríki eins og það er kailað. Komi til þess að við verðum ein efnahags- lega stöndugra þjóða í Evr- ópu utan EB þá held ég að varla sé vafi á að menn telji t.d. Eystrasaltsríkin og jafnvel Albaníu eiga meiri „kröfu" eða „rétt“ á sérsamningum við bandalagið en okkur. Höfundur er starfsmaöur Félags íslenskra iðnrekenda og Vinnuveitendasam- bandsins i Brussel.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.