Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 44

Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 44
44 ______FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. FEBRÚAR 1992_ LÍFIÐ EFTIR VINNU LIFÐI AF OC KEMUR HINÚAÐ Við gátum ekki stillt okkur um að birta þessa mynd af Ginger Baker. Einu sinni þótti nefnilega fullvíst að hann myndi aldrei lifa að sjá árið 1970. Svo voru svakalegar sukksögurnar af Ginger. Það var fyrir aldarfjórðungi og nú kvað hann vera á leiðinni til íslands. En hver er þá Ginger? Jú, einu sinni taldi hann sig vera besta trommara í heimi (og reyndar voru margir á sama máli) og reifst um þá nafnbót við djassarann Bud- dy Rich. Á fyrstu árum rokks- ins þótti ekki skipta miklu máli að popparar væru góðir á hljóðfæri; Ginger Baker og meðspiiarar hans Eric Clap- ton, Jack Bruce og Steve Win- wood breyttu því. Einar Guðmundsson er nítján vetra nemi í Fjöl- brautaskólanum í Garða- bæ. Hann er formaður Rökréttar, sem tengist ekki búskap á nokkurn hátt heldur sér um allt sem viðkemur hinni miklu mælskulist, þar sem þeir Garðbæingar hafa staðið framariega í flokki undan- farin ár. Hvað borðarðu í morg- unmat? „Ég borða ávallt ser- íos með íslenskri nýmjólk, miklu af rúsínum og örlitlum sykri. Rúsínurnar eru fyrir meltinguna." Hvar vildirðu helst búa ef þú ættir þess ekki kost að búa á íslandi? „í Noregi. Hvernig stelpur eru mest kynæsandi? „Ef þær eru hreinar undir nöglunum eru þær fínar.“ Hefurðu lesið biblíuna? „Já já, að langmestum hluta." Gætirðu hugsað þér að reykja hass? „Nei.“ Syngurðu í baði? „Já, mikið og aðallega Frank Sin- atra-lög (My Way). Hvaða rakspíra notarðu? „Lacoste. Annars er ég mest gefinn fyrir náttúrulega lík- amslykt, að táfýlu undanskil- inni.“ Ertu daðrari? „Það fer bara eftir veðri." Ef ég gæfi þér fyrir fegr- unaraðgerð hvað mynd- irðu láta iaga? „Ég hef alltaf verið mjög sáttur við sjálfan mig í einu og öllu. Hvaða orð lýsir þér best? „Hugljúfur." Áttu þér eitthvert mottó í lífinu? „Ást.“ UppÁ^Alds Lúöuík Geirsson formaður Blaðamannafélags íslands „Uppáhaldsrauöuínid mitt erMarquis de Riscal. Eg uerö einnig aö nefna gin og tónik, því mér þykir sá drykkur góöur." Glnger Baker; taldi sig besta trommara í heimi. LISTAVERK FYRIR SUBARU 1.8DL4WD WAOON „Listaverk fyrir Subaru 1.8DL 4WD Wagon" er heitið á. myndverki sem þessa dag- ana er til sýnis á götum Reykjavíkur. Það er reyndar undir hælinn lagt hvort og hvernig listunnendur geta nálgast verkið, því það er staðsett í geymsluhólfi Su- baru-bifreiðar sem er í eigu Helga Þorgils Friðjónssonar og Möggu konu hans. Keyra þau bílinn meðan á sýning- unni stendur. Höfundur þessa óvenjulega listaverks heitir Ólafur Gísla- son og er búsettur í Þýska- landi. Ólafur er frekar stór- tækur þessa dagana, því auk hinnar hreyfanlegu sýningar h'efar hann sett upp verk á tveimur stöðum í bænum. í Galleríi einn einn á Skóla- vörðustíg sýnir hann „lista- verk fyrir kaffi, öskubakka o.fl.“ og er ekki laust við að það minni á hversdagslífið á íslenskum vinnustað. Þar sýnir hann einnig ögn hefð- bundnara verk (sem hlýtur þó að teljast öfugmæli), „staðlaðar myndstærðir" sem hann kallar í sjö hlutum. Og heima hjá Helga og Möggu, þar sem heitir Galll- erí Gangur á Rekagranda, sýnir Ólafur „póstsendingu". Það er gulur bylgjupappa- kassi sem þýski pósturinn notar, stærð nr. 2. Ferlið er Hamborg-Reykjavík. Listaverkið er í bíl Helga og Möggu. CAMAN CAMAN CAMANLEIKHÚS „Gamanleikhúsið er orðið rúmlega sex ára og hefur sett upp átta verk. Við höfum far- ið á leiklistarhátíðir erlendis og einnig staðið fyrir nám- skeiðum hér heima á sviði leiklistar," segir Magnús Geir Þórdarson, leikari, mennta- skólanemi, leikstjóri, stofn- andi Gamanleikhússins og hver veit hvað. Magnús ánetjaðist Talíu strax á unga aldri og síðan hefur fátt annað komist að en ieiklistin. Og það þarf engum að koma á óvart svo sem að hann stefnir á Leiklistarskól- ann og síðar á nám í leik- stjórn. í upphafi var Gamanleik- húsið leikfélag barna, en þau börn hafa nú fullorðnast og þá sér náttúrlega hver maður að núna er Gamanleikhúsið unglingaleikhús. Eða leikhús ungs fólks eins og Magnús vill kalla það. Magnús segir metnaðinn hafa aukist með árunum og viðfangsefnin vera orðin annars eðlis. Nú æfir unga fólkið af miklum krafti Grænjaxla eftir Pétur Gunnarsson og Spilverkið. Frumsýning er áætluð þann 29. febrúar í Borgarleikhús- inu, en Gamanleikhúsið er fyrsta áhugaleikfélagið sem þar sýnir. Og það á ekkert að fara að hætta þessu? „Nei nei nei, við hættum aldrei," svarar Magn- ús. Spilverksins. Harpa Björnsdóttir myndlistarkona PRESSAN fékk Hörpu til að stilla upp kvöldverðarboð- inu í þetta sinn. Hún hafði eins og venja er frjálsar hendur með val gesta og er listi hennar á þennan veg: Willian Heinesen því ég held að hann hafi verið svo skemmtilegur. Tóta því hún er svo mikill lífs- kúnstner. Guðbergur Bergsson vegna samræðu- og frá- sagnarsnilli. Ragnhildur Vigfúsdóttir (Dussa) sem yrði fyrirtaks veislu- stjóri og hefði ýmislegt að segja við Guðberg. Paul Klee •til að örva samræður um listina. Ásta Ólafsdóttir því hún segir svo góðar sögur. Sigurður Guðmundsson því hann sér hlutina frá óvenjulegu sjónarhorni og myndi taka nikkuna með. Sóley Eiríksdóttir því hún er svo skemmti- leg. Sókrates til að dansa við. Þá er framumlan besta fyrsta lielgi í mánuði á öllu árinu. Kannanir mínar sýna að ein- mitt nú, þegar jóla-Visa- reikningamir koma, fari flest- ir út að skemmta sér og séu lausastir á fé. Það er eina ráðið sem þessir grey Visa- þrselar hafa til að að þreyja þorrann; bseta aðeins við skömmina. Og við hinir; við njótum ávaxtanna. Maður sest bara út í liom, setur upp skilningsríkan svip og bt'ður eftir að einhver þrsellinn birt- ist. Þegar hann dæsir þá dæs- ir maður líka. Þegar hann bölvar jólunum þá bölvar maður þeim einnig. Og áður en varir er maður kominn með glas í hönd. KLASSÍKIN • Myndir á sýningu. Hrun komm- únismans i Sovét varð aldrei jafn dramatískt og mikilúðlegt og mynd- irnar á sýningu Mússorgskis, sem var furðufugl, örlagafyllibytta og mikið tónskáld þótt hann raunar kynni svo litið í músík að önnur tón- skáld urðu að útsetja verk hans fyrir hljómsveit. Það er raunar allt í lagi, útkoman verður mögnuð heild enda hafa fáir kunnað betur að nota hljómsveitina en Ravel sem utsetti Myndir á sýningu. I kaupbæti á EMMYLOU HARRIS AT THE RHYMAN Það er nokkurn veginn hægt að treysta Emm- ylou til að gera góða hljómplötu. Þessi er tekin upp með nýrri hljómsveit og nýju efni. Sýnir platan að hún nýtur sín best á hljómleikum. Tónlistin er meira í blue- grass-stíl en undanfar- ið. Tekur lög eftir Springsteen, Fogerty, Clements og fleiri. Fær 8 af 10 möguleg- um. þessum Sinfóníutónleikum nýtt verk, Sinfónía nr. 2 eftir John Speight. Fim. kl. 20. • Margrét Boasdottir og Trió Reykjavikur fara til Akureyrar um helgina og halda tónleika i Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju, sem er ein- hver glúrnasta bygging á íslandi og minnir helst á álfabyggð. Þau leika meðal annars verk eftir þann kvalda snilling Shostakovich. Lau. kl. 77. MYNDLIST • Grétar Reynisson. Grétar er ein skærasta stjarnan í hópi ungra myndlistarmanna sem eru að kom- ast á miðjan aldur. Hann er óhrædd- ur við að prófa nýjan efnivið og finna honum form sem passar. Hann er lika svo snjall leikmyndasmiður að hann á það til að bera leikstjóra sem eru minni spámenn ofurliði. Grétar opnar tiundu einkasýningu sína á laugardag í Galleril G15 á Skóla- vóröustíg og sýnir teikningar unnar á þessu ári, aðallega með blýantl og kaffi (svo) á pappír. • Edvard Munch. Sjálfsmynd með beini. Sjálfsmynd með sigarettu. Veika stúlkan. Kossinn. Kvöld (þunglyndi). Aðdráttarafl. Þetta eru nöfn nokkurra þeirra grafíkmynda eftir Munch sem Listasafn islands byrjar að sýna á laugardag. Menn skyldu semsagt ekki búast við nein- um gleðilátum. En seiðmagnið, dul- úðin, lífsangistin — að þvílíku getur maður gengið vísu hjá þessum mikla listamanni. • Ingibjörg Eyþórsdóttir. Myndirn- ar minna dálítið á Georg Guðna, mínus mystíkina. Samt er sýningin vel þess virði að henni sé gaumur gefinn, líklega er þarna visirað meiri afrekum á listabrautinni. i Gallerí Nýhöfn, en allt búið eftir helgi. ÓKEYPIS • Vaxmyndasafnið. Þjóöminja- safnið hefur loksins dustað rykið af LÁRETT: 1 hranalega 6 fínn 11 aur 12 dund 13 áfjáða 15 kóng 17 eiri 18 berji 20 muldi 21 fyrirgefa 23 harmur 24 tala 25 hlutdeild 27 ónytjungur 28 spjaldið 29 rusl 32 blað 36 kramur 37 vex 39 stelpa 40 kista 41 galdurs 43 eyðing 44 krankur 46 stilli 48 svipuhögg 49 áhugi 50 lúsarlegri 51 myrkrinu. LÓÐRÉTT: 1 ídýfuna 2 skip 3 gröf 4 uppspretta 5 stútskál 6 grátur 7 heyúrgangi 8 frjóangi 9 ærslast 10 vitskert 14 truflun 16 athuga- semd 19 drollari 22 pallur 24 skammir 26 leðja 27 mjöll 29 fjárleit 30 sárakanna 31 hreinsitæki 33 drap 34 frumeind 35 kroppinu 37 farsæld 38 óttinn 41 skjótur 42 skóbotn 45 lykt 47 byrðingur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.