Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 10

Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. MARS 1992 UNDIR ÖXINNI Amar Sígurmundsson FORMAÐUR FÉLAGS FISKVINNSLUSTÖÐVA Það verða gjaldþrot í sjávarútvegi Þjóðhagsstofnun hefur sagt að ef 12 prósent sjávarútvegsfyrirtækja færu í gjaldþrot myndi það bæta stöðu ann- arra fyrirtækja um 3 prósent. Er einhver ástæða til að koma í veg fyrir að hluti sjávarút- vegsfyrirtækja fari á hausinn og þar með batni afkoma ann- arra? „Um 10 prósent af þessum íyrirtækjum standa verr en önnur. Það hefur ekki komið fram hvemig þessi verst settu fyrirtæki dreifast um landið. Ef þetta verður er sagt að það bæti afkomu annarra. Þeir sem þetta segja gefa sér þær forsendur að fyrirtækin sem eftir verða fái kvóta hinna án þess að greiða fyrir hann. Þetta skiptir verulegu máli.“ Verður komist hjá því að mörg þessara fyrirtæki fari í gjald- þrot? „Persónuleg skoðun mín er sú að auðvitað verða gjaldþrot í sjáv- arútvegi og þau eru að eiga sér stað. Við sjáum ekki fram á sértækar aðgerðir. Það verður ekki farið í að bjarga einum og einum sérstak- lega. Úti á landi, þar sem byggðir eru veikar, gerist það í auknum mæli að sveitarfélögin koma inn í þennan rekstur. Ég tel það ekki af hinu góða. Þegar menn standa frammi fyrir svona hlutum verða þeir að meta hvort fyrirtækin eru burðarásar í sveitarfélögunum. Það eru engar einhlítar lausnir til. Gjaldþrot munu fara vaxandi. Það stefnir í þriggja og hálfs milljarðs króna halla á sjávarútveginum á þessu ári. Fyrirtækin munu stöðvast í auknum mæli.“ Er það ekki staðreynd að þar sem fyrirtæki, sem eru burðar- ásar, hafa farið í gjaldþrot hafa alltaf komið nýir rekstraraðilar, að Ólafsvík undanskilinni? Tökum sem dæmi Raufarhöfn, Suð- ureyri og Patreksfjörð. „Varðandi Raufarhöfn þá lentu þeir í erfiðleikum fyrir nokkuð mörgum árum. Þar hefur tekist ótrúlega vel til. Á Suðureyri eru nýj- ar lausnir sem menn binda vonir við. Ég held að allir séu sáttir við þær lausnir. Þar komu sterkir aðilar inn. Það má ekki gleymast að menn eru að sameina fyrirtæki í stómm stfl. Á síðasta ári urðu fimm stórar sameiningar í sjávarútvegi; fimmtán fyrirtæki urðu að fimm. Auðvitað held ég að þetta haldi áfram. Við segjum líka að raunvext- ir séu of háir. Sjávarútvegurinn greiddi á síðasta ári 12 til 13 millj- arða í vexti af um 85 milljarða króna veltu. Þótt vextir lækki eitt- hvað munu fyrirtæki engu að síður fara á hausinn." Eg spyr aftur hvort það þurfi að vera alvont? „Þá spyr ég hvar er lausnin? Sumir segja að eigi að stofha úreld- ingarsjóð fyrir fiskvinnsluna. Ef það er gert verður að tryggja að það rísi ekki samskonar fyrirtæki í næsta húsi. Hvar væri hagræðingin þá? Þeir sem hafa komið nýir inn í greinina með lítinn kostnað hafa ekki allir lifað lengi. Við verðum að ná niður kostnaði. Hráefnisverð hefur að hluta verið of hátt. Ég sé þróunina þannig að það verða nokkur stór og öflug fyrirtæki og mikill fjöldi smærri fyrirtækja. Fiskmarkaðimir ýta undir þessa þróun.“ Má rekja ástæðuna fyrir þessum staðreyndum til kvótans? „Kvótinn er ekki það sem veldur þessu. Samdráttur í þorskveið- um eitt árið í viðbót er það sem er að pína okkur. Vinnslan í landi líður einnig fyrir hversu mikið af vinnslunni hefur færst út á sjó.“ Er það ekki svo að þau fyrirtæki sem vinna aflann úti á sjó standa best? „Ég hugsa að þau fyrirtæki sem hafa komið best út séu fyrirtæki sem eru bæði með vinnslu í landi og á sjó. Sumir þættir í þessum fyrirtækjum koma þokkalega út, aðrir illa. Mikil ósköp, það em dæmi þess að fyrirtæki séu réttu megin við strikið.“ NAFNBREYTINGIN Á Ú8IDIIGOIEKKI Fátt eða ekkert getur komið í veg fyrir að rekstur Óss hf. hús- eininga stöðvist innan skamms. Löghald sem gert hefur verið á húseignunum í Suðurhrauni 2 í Garðabæ flýtir fyrir rekstrar- stöðvun fyrirtækisins. Eins og PRESSAN hefur margoft greint frá keypti fyrir- tækið eignimar af byggingarfé- laginu Osi. Kröfuhafar í Ósi óskuðu löghaldsins þar sem þeir telja að ðs-húseiningar hafi ekki staðið skil á kaupverðinu. Meðal þess sem á vantar er skuldabréf, að upphæð um 50 milljónir króna, sem aldrei virð- ist hafa verið gefið út. Til að halda eignunum þarf Ólafur Bjömsson, aðaleigandi Óss, að greiða hátt í eitt hundrað milljónir hið minnsta. Ekkert bendir til að honum takist þetta og þess vegna blasir rekstrar- stöðvun við. Ólafur Bjömsson hefur reynt að semja við kröfuhafana en til- boð hans hafa ekki þótt þess virði að tíma hafi verið eytt í að skoða þau frekar. Skuldir fyrirtækisins eru miklar og þeir sem til þekkja telja enga von til að Ós-húsein- ingar uppfylli skilyrði til greiðslustöðvunar. Það þýðir aðeins eitt; gjaldþrot. Olafur Björns- son. Allt bendir til að hann sjái á eftir enn einu fyrirtækinu í gjaldþrot. Allar tilraunir hans til að losna undan löghaldinu hafa verið árangurs- lausar. GJALDÞROTI Arnarborg hf. Nú er lokið skiptameðferð á búi Amarborgar hf. Ljóst er að ekkert fæst upp í kröfur upp á 21 milljón króna, en litlar sem engar eignir fundust. Tveir bflar með takmarkað verðgildi, sem í búinu fundust, runnu til veð- hafa. Amarborg hf. var rekin á Reykjavíkurvegi 68 í Hafnar- firði og annaðist fyrirtækið dreifingu og sölu myndbanda. Það var í eigu þeirra Jósteins Kristjánssonar og Bjöms Frið- þjófssonar, en þeir reka nú sam- an veitinga- og skemmtistaðinn L.A. Café við Laugaveg. Jó- steinn rak á sínum tíma Mynd- bandaleigu kvikmyndahúsanna ásamt Guðgeiri Leifssyni, en eftir brotthlaup Guðgeirs lenti fyrirtækið í erfiðleikum. Jó- steinn hefur ásamt Bimi rekið nokkur myndbandafyrirtæki, svo sem Á.B. vídeó og J.B. myndbönd. Lítill sem enginn rekstur var hjá Arnarborg árin 1990 og 1991 og fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði skiptaréttar Hafnarfjarðar, upp- kveðnum 11. nóvember 1991. Var það að beiðni eigenda fyrir- Flugfax gjaldþrota Guðmundur Óli starfar enn Flugfax, sem var umboðsaðili Flying Tigers, hefur verið úr- skurðað gjaldþrota. Nokkuð er um liðið síðan stjómendur fyrir- tækisins óskuðu gjaldþrota- skipta. Ekki var hægt að úr- skurða fyrirtækið gjaldþrota fyrr, þar sem tryggingin, 150 þúsund krónur, var ekki lögð fram fyrr en nokkrum vikum efitir óskina um skiptin. Stjómarformaður Flugfax var Guðmundur Óli Guðmundsson Iögmaður, en PRESSAN hefur áður greint frá kæmm á hendur honum, bæði hjá rannsóknar- lögreglu og eins hjá Lögmanna- félagi íslands. PRESSAN sagði frá því í síð- ustu viku að Skúli Sigurðsson lögmaður hefði skilað inn lög- mannsréttindum sínum til dómsmálaráðuneytisins. Þrátt fyrir mjög umdeildar starfsaðferðir Guðmundar Óla Guðmundssonar hefur hann ekki enn lagt réttindi sín inn til dómsmálaráðuneytisins. tækisins, en ljóst að þeir hafa ekki flýtt sér að fara fram á gjaldþrotaskipti. I þrotabúið barst meðal ann- ars 132.539 dollara (tæplega 8 milljóna króna) krafa frá Es- selte-dreifingarfyrirtækinu. Inn- lendar kröfur vom upp á tæp- lega 13 milljónir, þar af um 5 milljónir frá ríkissjóði. Krafa ríkissjóðs var meðal annars vegna áætlaðrar staðgreiðslu og virðisaukaskatts. Skiptameðferð er nú lokið á Arnarborg hf., fyrirtæki þeirra Jósteins Einarssonar og Björns Friöþjófssonar. Ekkert fékkst upp í 21 milljónar króna kröfu. Ekkert fékkst upp í 21 milljónar krðfur

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.