Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 14

Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. MARS 1992 Skoöanakönnun Skáís fyrir á IJTrfíffTTTi Skoðanakönnunin var framkvæmd helgina 6.-8. mars. Spurt var „Ef kosið væri til Alþingis nú, hvaða flokk myndir þú kjósa?“ 60% 50 40 30 & Öí) .s s o Uá 60% 12,5% ’90 91 HAFA 5 ÞINGMENN,' FENGJU 8 ’92 HAFA 9 ÞINGMENN, FENGJU 9 c3 ÖO m 1 [l4,5 HAFA 13 ÞINGMENN, FENGJU 1 5 HAFA io ÞINGMENN FENGJU 9 HAFA 26 ÞINGME FENGJU PRMSSAN/AM Enn minnkar fylgi SJálfstæðisflokksins Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem Skáís hefur gert fyrir PRESSUNA missir Sjálfstæðisflokkurinn enn fylgi. Fylgi flokksins mælist nú 34,9 prósent. Það er rétt tæpum 2 prósentustigum minna en í könnun Skáís í janúar síðast- liðnum og tæpum 4 prósentu- stigum minna en Sjálfstæðis- flokkurinn fékk í kosingunum í apríl í fyrra. FYLGISJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS Á NIÐUR- LEIÐ FRÁ KOSNINGUM Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að missa fylgi í öllum könnunum sem gerðar hafa ver- ið frá kosningunum síðastliðið vor. Flokkurinn fékk 38,6 pró- sent atkvæða í síðustu kosning- um en mældist hins vegar með 42 prósent fylgi í könnun sem gerð var í ágúst í fyrra. Síðan fékk hann 37,6 prósent í nóvem- ber, 36,8 prósent í janúar á þessu ári og mælist nú með 34,9 prósenta fyigi. Þessi niðursveifla Sjálfstæðis- flokksins hlýtur að vera enn al- varlegri fyrir flokksmenn þar sem flokkurinn hefur alltaf mælst með mun meira fylgi í könnunum en hann hefur fengið í kosningum. Þannig fékk hann 45,4 pró- senta fylgi í síðustu könnun Skáls fyrir kosningamar í apríl í fyrra en ekki nema 38,6 prósent atkvæða í kosningunum sjálf- um. Ef gert er ráð fyrir að sama yrði upp á teningnum nú mundi 34,9 prósenta fylgi í könnun gefa flokknum 29,7 prósent at- kvæða í kosningum. Það er álíka og hann fékk eftir klofn- inginn 1987. Það 34,9 prósenta fylgi sem flokkurinn mælist nú með gæfi honum 22 þingmenn. Nú eru 26 sjálfstæðismenn á þingi. Hann mundi því missa 4 þingmenn ef gengið yrði til kosninga nú. KRATARNIR SÆKJA í SIG VEÐRIÐ En á sama tíma og Sjálfstæð- isflokkurinn missir meira og meira fylgi sækja kratamir í sig veðrið. Fylgi þeirra mælist nú í 14,5 prósentum. Það er rétt tæp- lega 2 prósentustigum meira fylgi en í könnuninni í janúar en hins vegar 1 prósentustigi minna en í kosningunum í apríl. Samanlagt fylgi stjórnar- flokkanna er nú 49,4 prósent. Það er upp á gramm jafhmikið fylgi og í könnuninni í janúar. Það fylgi sem kratarnir hafa bætt við sig er akkúrat jafnmik- ið og sjálfstæðismenn hafa tap- að. Utkoma kratanna í könnun- inni nú er betri en þeir hafa mátt þola í skoðanakönnum í langan tíma. Fyrir ári mæidist fylgi þeirra 11,3 prósent. Það hækk- aði upp í 13,5 rétt fyrir kosning- ar en lækkaði síðan aftur í 12,6 prósent í ágúst. I nóvember féll það niður í 8,6 prósent en steig aftur í 12,6 prósent í janúar. Nú er það 14,5 prósent eins og áður sagði. En þó að þetta sé betri út- koma en kratar eiga að venjast úr skoðanakönnunum á undan- fömum misserum bendir hún engu að síður til að jaeir mundu missa einn þingmann af sínum tíu ef gengið yrði til kosninga nú. STÓR-FRAMSÓKN FEST- IRSIGÍSESSI Framsókn bætir við sig í þessari könnun. Fylgi hennar mælist nú 22,9 prósent en var 21,2 prósent í janúar. I kosning- unum í apríl fékk Framsókn 18,9 prósent atkvæða. Flokkur- inn mælist því með 3 prósentu- stigum meira fylgi nú en hann fékk í kosningunum. Fylgi Framsóknar jókst fyrst í haust. Flokkurinn fékk svipað fylgi í könnunum rétt fyrir og eftir kosningar og hann fékk í kosningunum sjálfum. í nóvem- ber fór fylgið hins vegar upp í 23 prósent. Það minnkaði síðan í 21,2 prósent í janúar en eykst nú aftur og mælist 22,9 prósent. Ef þetta fylgi kæmi upp úr kjörkössunum mundi það tryggja Framsókn tvo þingmenn til viðbótar við þá 13 sem flokk- urinn hefúr á þingi. KVENNALISTINN ENN MINNSTUR EN FER STÆKKANDI Það staðfestist í jjessari könn- un að Kvennalistinn er að rétta úr kútnum þótt enn sé hann minnstur flokka. Fylgi listans mælist nú 12,5 prósent. Það er rétt aðeins meira fylgi en hann fékk í könnuninni í janúar, en þá mældist hann í 12,3 prósentum. Þetta fylgi er umtalsvert meira en Kvennalistinn fékk í kosn- ingunum í apríl, þegar hann fékk 8,3 prósent atkvæða. Kvennalistinn er því sá flokkur sem mestu hefur bætt við sig eða heilum 4,2 prósentustigum. Fylgi Kvennalistans hefur ferðast eftir svipuðum brautum og fylgi Framsóknar. Eftir að hafa verið við kosningafylgi sitt í könnunum, bæði fyrir og eftir kosningar, bætti floldcurinn um- talsvert við sig í könnuninni í nóvember. Þá mældist fylgi hans 11,1 prósent. I janúar fór það í 12,3 prósent og nú mælist það 12,5 prósent. Ef flokkurinn fengi jjetta fylgi upp úr kjörkössunum mundi það tryggja Kvennalistanum 3 nýjar þingkonur til viðbótar við þær fimm sem listinn hefur á þingi nú. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ EINIANDSTÖÐUFLOKK- URINN Á NIÐURLEIÐ Á meðan Framsókn og Kvennalisti eru á samhliða sigl- ingu upp á við dettur æ meiri vindur úr seglum Alþýðubanda- lagsins. Fylgi þess mælist nú 15.2 prósent, sem er tæpu pró- sentustigi minna en í janúar. Al- — þýðubandalagið er samt enn yfir fylgi sínu í síðustu kosningum, en þá fékk flokkurinn 14,4 pró- sent atkvæða. Fylgi Alþýðubandalagsins lyfti sér ívið fyrr eftir kosningar en fylgi hinna stjómarandstöðu- flokkanna. Flokkurinn fékk 16,9 prósenta fylgi í könnuninni í ág- úst síðastliðnum eða 2,5 pró- sentustigum meira en í kosning- unum. I nóvember tók fylgið aftur stökk og mældist 19 pró- sent eða 4,5 prósentustigum meira en í kosningunum. Al- þýðubandalagið var komið í hefðbundna framsóknarstærð og miklu stærra en hinn A-flokkur- inn, Alþýðuflokkurinn. En í janúar dró úr fylginu. Þá mæld- ist það 16,0 prósent og nú fellur það í 15,2 prósent. Flokkurinn nálgast kosningafylgi sitt, en er eftir sem áður stærri en kratam- ir. Fylgi Alþýðubandalagsins í könnuninni nú mundi engu breyta um þingstyrk flokksins. Hann fengi 9 þingmenn eins og hann fékk eftir síðustu kosning- ar. STJÓRNIN MISSIR ÞING- MEIRIHLUTANN Miðað við niðurstöður þess- arar könnunar mundi ríkisstjóm- in missa þingmeirihluta sinn. Sjálfstæðisflokkur missir 4 þingmenn og kratar 1. Stjómin fengi því 31 mann kjörinn en stjómarandstaðan 32 þingmenn. Nýir þingmenn yrðu 2 úr röðum framsóknarmanna og þrír úr röðum kvennalistakvenna. I könnuninni var leitað svara hjá 600 manna úrtaki. Af úrtak- inu tóku 83,6 prósent afstöðu. Af heildinni sögðust 29,2 pró- sent mundu kjósa Sjálfstæðis- flokkinn ef gengið yrði til kosn- inganú, 19,1 prósent Framsókn, 12,7 prósent Álþýðubandalagið, 12.2 prósent Alþýðuflokkinnn og 10,4 prósent Kvennalistann. Aðrir flokkar vom ekki nefndir. Gunnar Smári Egilsson Þingstyrkur & fylgi ríkisstjórnarinnar Að ofan sést hvernig þingsæti skiptust á milli flokkanna miðað við NIÐURSTÖÐU SKOÐANAKÖNNUNARINNAR. INNAN SVIGANS ER RAUNVERULEG TALA ÞINGMANNA HVERS FLOKKS, EN INNST GEFUR AÐ LÍTA STUÐNINGINN, SEM AÐ BAKI LIGGUR. AÐ NEÐAN SÉST SVO STUÐNINGUR VIÐ RÍKISSTJÓRNINA. SPURT VAR „STYÐUR ÞÚ RÍKISSTJÓRNINA?" AF ÞEIM SEM AFSTÖÐU TÓKU VORU FLEIRI ANDVÍGIR HENNI EN FYLGJANDI ÞÓ AFARMJÓTT SÉ Á MUNUM. 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 Andvígir Fylgjandi PWSSAN/AM i

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.