Pressan


Pressan - 12.03.1992, Qupperneq 40

Pressan - 12.03.1992, Qupperneq 40
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. MARS 1992 „Hann gat varla stopp- að úti á götu þegar maður hitti hann, held- ur strunsaði áfram rauður í framan,“ lýsir Helga Bjartmars elsk- unni sinni, Hallgrími Thorsteinssyni, þegar hún sá hann fyrst á kvikmyndahátíð í Sviss. PRESSAN/í. Ól. Þú gerir hluti sem þig dreymdi aldrei um að þú gætir gert — liggur við að þú sért dómgreind- arlaus. Svefnlausar nætur taka við, dagdraumar, ímyndaðir ástarfundir, ráðabmgg og yfir- höfuð furðuleg hegðan. Þú ert ástfangin(n). Þegar þú ert skotin(n) tekurðu jafnvel upp á því að keyra trekk í trekk framhjá heimili goðsins ef svo heppilega vildi til að það asnaðist til að líta út um glugg- ann eða skreppa út í sjoppu. Þú ferð í bíó með elskunni þinni en eftir á manstu ekki um hvað myndin fjallaði. Öll orkan fór í að haldast í hendur, þó svo að lófamir væm sveittir og putt- amir límdir saman. Svona getur ástin leikið mann, þá sér í lagi fyrsta ástin og sjaldn- ast gerir hún boð á undan sér. Þú átt þéreinskis ills von, en þá ger- ist það. Astargeislinn hæftr þig og líf þitt er lagt í rúst. Að minns- ta kosti um tíma. Það em til óteljandi kenningar um ástæður og eðli þess að verða og vera ástfanginn. Freud hafði lag á að tengja flest sem við ger- um og hugsum við fortíðina og samkvæmt því leitar mannfólkið að móður sinni eða föður í mök- um sínum. Á hinn bóginn taldi hann að sumir leituðu andstæðu sinnar vegna sjálfsfyrirlitningar og enn aðrir hliðstæðu sinnar vegna trúar á eigið ágæti. Það hljóta allir að vera sam- mála um að einn besti vímugjafi sem völ er á er ástin. Það má jafnvel færa rök fyrir því að ein ástæða þess að fólk yfirgefur maka sína í leit að ástinni sé ein- faldlega löngun til að upplifa vímuna á nýjan leik. Síðan má ganga enn lengra og tengja ástarvellíðan við bemsk- una í undirmeðvitund okkar. Við þráum ef til vill að komast aftur í faðm móður okkar, þann örugga heim, þar sem við fyrst fundum fyrir ástinni. Sönn ást getur aðeins verið saklaus og ósjálfráð. Að sýnast ástfanginn án sannrar ástar er móðgun við lífið. LYF VIÐ ÁSTARSORG Ástinni getur fylgt viss gerð af þunglyndi, taugaveiklun, spenna og óróleiki. Það hefur reynst erf- itt að henda reiður á hvað í raun gerist í starfsemi líkamans, því rannsóknir sem snúa að heila- starfsemi eru mjög flóknar. Það er langt frá því að vísindamenn hafi þá starfsemi á hreinu. Þær hugmyndir sem ff am hafa komið em meira og minna úr lausu lofti gripnar, en sjálfsagt koma endor- fínin hér einhvers staðar við sögu. Sókrates er kannski að vísa til endorfíns þegar hann talar um hamingju, því líkamleg vellíðan er afleiðing af ástinni. Ástin er hugarástand, rétt eins og önnur geðshræring, eða jafn- vel gleði, en lífeðlisfræðilegur þáttur hláturs er til dæmis lítt þekktur. Það er í raun og vem ekkert vitað um þessi mál og því leyfilegt að spekúlera. Maður getur komið með alls konar hug- myndir án þess að nokkur mót- mæli — það veit enginn betur. „Þetta er allt að verða svo efnafræðilegt," segir Stefán B. Sigurðsson lífeðlisfræðingur. „Ef menn fyndu efni sem tengd- ist ástinni á einhvem hátt væri ef- laust hægt að gefa lyf við ástar- sorg, mótefni gegn þessu ástan- di. Maður tæki bara inn eina pillu þegar manni væri sagt upp! Þá væri það búið.“ FLESTIR HITTA ELSK- UNA SÍNA Á KENDERÍI En hvar hittist fólk í fyrsta sinn og hvar kviknar ástin? Að öllum líkindum hitta flestir elsk- una sína á kenderíi, á balli, í part- íi eftir ball eða biðröð við skemmtistað. Þá liðkast um mál- beinið, sannleiksþörfin eykst, feimnin fýkur út um gluggann, kynlífsfíkn gerir vart við sig hjá velflestum og „auðmjúk" sam- skiptaform verða ofan á. Það er öllu óalgengara að menn séu allsgáðir, að undan- skilinni ástarvímunni, og leikað- ferðir rómantískar. Við heymm sögur af ást í fjölbýlishúsum, milli hæða og stigaganga, ást í flugvélum, rútum og skipum, ást í gegnum bréfaskriftir og á vinnustað. Fólk hefur jafrível orðið ástfangið í rúllustiga í Kringlunni og í gamla daga urðu margar skautaferðimar á Tjöm- ina byrjunin á nýjum ástarævin- týrum. Ást vegna misskilnings og deilna eða eftir heiftarlegt rifrildi er algengari en margur ætlar. Eins einkennilegt og það hljóm- ar þá heilla reiðar konur margan manninn. Rétt eins og konan sem hakkaði í sig sér ókunnugan mann í boði því hann fór eitt- hvað í taugamar á henni. Hún var í meira lagi andstyggileg en heillaði hann að sama skapi upp úr skónum. Hann bankaði upp á hjá henni næsta dag og úr varð kærustupar. BER KONA OG MAÐUR Á GULUM JAKKA Ást í sundi er vafalaust ekki óalgeng, enda fylgjast allir vel með öllum á þeim vettvangi. Páll Stefánsson ljósmyndari hitti Ás- laugu Snorradóttur, elskuna sína, í Laugardalslauginni þar sem hann var að fylgjast með upptök- um á Bleikum slaufum Sigurðar Pálssonar. Eins og Sigurður orð- aði það í brúðkaupi þeirra fyrir stuttu þá komu aðdráttarlinsu- augu Páls að góðu gagni þennan sólríka maídag. „Eg var ber í sól- baði en Palli var í gulum jakka. Mér fannst hann nú svolítið spennandi og öðmvísi en aðrir,“ segir Áslaug þegar hún rifjar upp „þennan fjördag í laugunum". HALLGRÍMUR STRUNS- AÐI ÁFRAM RAUÐUR í FRAMAN Hallgrímur Thorsteinsson og Helga Bjartmars hittust fýrst á kvikmyndahátíð í Sviss. Helga var í samfloti með þýskum vini sínum og leikara og benti honum á Hallgrím sem dæmi um týpísk- an íslenska uppa sem væri merkilegur með sig. „Ég gerði mér bara ekki grein fýrir því að manngreyið væri svona feimið. Hann var bara að deyja, hann var svo skotinn í mér,“ segir Helga. „Hann gat varla stoppað úti á götu þegar maður hitti hann, heldur stmnsaði áffam rauður í framan." Stuttu seinna fluttist Helga til íslands frá Þýskalandi og fór Hallgrímur þá að gerast tíður gestur á heimili hennar. „Hann kom með blóm og strá til mín og síðan fylgdu sögur af svönunum á tjöminni. Ég vildi ekkert hafa með þennan mann að gera. Ef ég var ekki heima þá héngu stráin á húninum.“ En úr þessu öllu saman varð á endan- um mikil ást. LESTARFERÐ INN í FRAMTÍÐINA Það er einmitt í útlöndum sem mörg af sérkennilegri kynnum eiga sér stað. Lestarferðir um Evrópu geta verið einstaklega rómantískar um leið og þær em ákaflega þreytandi. Ungur ís- lendingur lenti í lestarklefa með nokkmm amerískum stúlkum. Þegar lestin kom á áfangastað y

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.