Pressan - 07.05.1992, Side 15

Pressan - 07.05.1992, Side 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MAÍ 1992 15 fómarlömbin ætluðu að leita uppi bfla sína vom þeir komnir í eigu saklauss fólks sem hafði keypt þá í góðri trú. Og eins og margoft var rakið með fyrirtæki í kringum Úlfar Nathanaelsson vom fyrirtækin að lokum sett í hendumar á lepp- um og síðan send í eignalaust gjaldþrot. Skiptaráðandi hafði vanalega ekki tök á að gera meira en auglýsa eftir kröfum. í samtölum við skiptaráðendur hefur margoft komið fram að enginn kemur á skiptafund — hvorki eigendur né kröfuhafar. Fyrirtækin em því jörðuð í kyrr- þey, enda aldrei neitt til í búinu til að kosta rannsókn af neinu tagi. NÝ FYRIRTÆKIMED GAMLA KENNVTOLU Eins og áður segir em gömul fyrirtæki til margra hluta nyt- samleg, en oft er hægt að komast yfir íyrirtæki fyrir nánast ekkert. Þau em þá nafnið tómt — hafa lent ofan í skúffu og gleymst að slíta þeim. Það er einnig oft gert að taka fyrirtæki og breyta um nafh á því og halda um leið gömlu kenni- tölunni. Þetta var til dæmis gert þegar Naustaborg hf. var breytt í Grensásveg 14 hf. Grensásvegur 14 var stofhaður í ágúst síðast- liðnum en með kennitölu sem gefur til kynna að hann sé síðan 1971. Þetta er talið gulls ígildi, því viðskiptavinir telja þá að þeir séu að eiga viðskipti við „gamalt og rótgróið" lyrirtæki. Þá er nafhgiftin Grensásvegur 14 í raun blekkjandi, þvf félagið er bara stofnað um miðhæðina en ekki húseignina alla. Aðrir eigendur hússins höfðu því ekki hugmynd um að til væri félag með þessu nafni. en samkvæmt lögum um hlutafélög þarf ekki leyfi annarra eigenda til að stofha félag um ákveðið heimil- isfang. ÞEKKTBRÉF Ef skráð er fasteign í nafni einhvers félags eins og áður greinir setjast menn oft niður til að skrifa út veðskuldabréf á eignina. Við höfum dæmi um slíkt firá Rolf hf. og Aðalstrætis- húsinu á Akureyri. Það dæmi er reyndar fráleitt að mörgu leyti, því húsið var brunarústir einar. En þar tókst að lyfta matinu á húseigninni eins og einnig var gert með Grensásveg 14. „Rolf- bréfin" voru þekkt og heyrst hafa sögur af mönnum sem höfðu þann starfa að ,,nota“ þau. Um suma þeirra hefur verið fjallað í PRESSUNNI eins og Jón Ellert Tryggvason og Magnús Garð- arsson. I flestum tilvikum vom ábyrgðarmenn og vottar eigna- laust fólk. „Böðvarsbréfin" voru að sama skapi þekkt og voru mjög mikið nohtð í viðskiptum í kringum Ulfar Nathanaelsson. „Galdurinn við þessi bréf er að hafa þau ekki of lengi undir höndum," sagði heimildamaður. Lögmaður sem rætt var við sagði til dæmis að á síðasta ári hefði sér verið boðið að kaupa AFRIT Ce>. • 'm .m *‘rrov'r?<rinvr^ A I‘J I.U U,‘itn fjttifrdiw.Vi' með víxlum aö:;upphæö.kr-/. .4 __ hf. kt. 4812*8-3399, nrfj*Í»vql 12 »gyki*vi)c jáia hfr pkA tó tktUa hindhaU þ-uii úuUaWb r ' og 4tU hundruð - ■ íj Mi «í |<*ið« «n Wr k|Þ: Bf.vi>qn .w«|5_qj>ldtog«l „1! Kf. _________ - Vixia «9« 29. noy. 1900.j _ 134,600._________ . . Víx.íJUjwþ} gjotddogo .1,39.0.. — JL96*$(KU------ - „ YÍKUljneA gjaldjoga 20.. oKt_,i99Q. .' - U43.0Q0.---- - .JVixUl iteð gjalMoyti JB. tcv 1990..j - a.«.000.... __ _. Vix'.u ncí 9l«lai»íí ?B. »:s 1»»,.:---MSíPQSU------ T0 U)||lni(»r iVibfir |rdM« íVuWirlonar r>| ln*h<imluVoilnið«r, fl 1« k.msr. IwaV.'ui bifreöiiu. unum. P.56863 e<jt» erDalhataJ caraðe Arg.l Og X.9222 eetft er Ka2«Sa 121_Awjj.*MÍp_—:___________________ Sk)h 11 m4r h*fi Wf.Wna U)**öi f)ri Mrtrivlrðl þojoð fl (kUdin «r »0 tulfci jr tr)Qlofirfilrfu. Ef é| itenj ekkl I «lCut» um jNÍÖdu l eifium þtonl* Wl f »>]0d3«»r4^^. (I M eifcl uA* n vl*l t rétium jf«ldcj|». leljail þrtf «lir! J«liW«g» Ittlnir. W «fcui4in ð Ið ák*«ðl be«4 bráft «0« f« M<l *VVi vt «im tro ið trygjt xljtritli fcn umUagcngUiiDr'vádar tú« J*Ww fcnfiil < g UllS Ukfc »t*A) úr mlnnl v6c||« NUI dí »f tfcuU {XHit có« veOMininju <n4 rrfcfcTyrlr t»>rþl>(l R«)fc)ov(k«r unktcotl I; innchicr 11. tit« l>|» nr. H.VI9W.N lil (li^rmju undlrrlífc fg li)^in*ibn!f þciti f vlð irvul |vc(|.a vliundjrvoiu. er hfcffc nndlci a (ctt þcu >0 brf M vl Vu.j f.h. * .j 'N k*'i- n : '• • \t«ic •• tau vUfwnunttL -»•• , ....... t»li w* i,| cnfct'ínlt *|ri«-Hfc '•. ) 8«^». 15.08.1 W0.„ Uinalna hf. ílV$fK)399 rr vcdííiiurlvn «•! • ■n»ð fyrlrvara 1 ■ já á.-bakHllé _I9.?0.„. BBonB]árrwtom Tryggingabréfið sem Úlfar ógilti um leið og hann afhenti það. bréf útgefin af Útey hf. Átti hann að fá bréf að andvirði 6 milljóna króna fyrir eina og hálfa milljón. Hann sagðist hafa hafnað boð- inu. En það er oft hægt að gera góð kaup í slíkum bréfum. Heimilda- maður blaðsins úr þessum heimi sagðist gjaman kaupa bréf á „þekkta" athafnamenn sem væm á mörkum gráa svæðisins en freistuðust til að gefa út bréf sem þar væm seld. „Eg tek það fram að ég beiti ekki ofbeldi. Eg fer bara á skrifstofur þeirra og sit þar með bréfin. Þeir vilja vera fínir karlar og finnst því ekkert snið- ugt að hafa svona náunga inni á skrifstofu sinni. Þá hafa þeir mikið að gera og vera mín truflar þá. Þeir borga venjulega fyrir rest. Þetta er kosturinn við svona persónuleg sambönd, enginn hreyfir sig þó að þú látir þetta í bankarukkun.“ QFBELDISJFULLUR T0NN OG SIMB0DAR En þama er ofbeldisfullur undirtónn og samkvæmt heim- ildum fra rannsóknarlögreglunni hafa menn þar á bæ áhyggjur af slíkri þróun. Samkvæmt lýsing- um sem PRESSAN hefur aflað sér frá heimildamönnum á of- beldið sér oft stað innan hópsins — þ.e.a.s. menn nota slík meðul hver á annan í þeirri vissu að slíkt verði ekki kært. Blaðamaður PRESSUNNAR kynntist þessu reyndar í síðustu viku eftir að hafa skrifað um Grensásveg 14. Þá hringdi mað- ur sem kynnti sig sem Jón Magnússon og sagði að nafh sitt hefði komið fram í greininni. Fyrsti hluti samtalsins var þann- ig, samkvæmt hljóðritun: „Þetta verður kært og þessu verður fylgt eftir alla leiðina í botn og ef það er ekki hægt að fara dómstólaleiðina að þessu verður farin önnur leið — það er á hreinu. Ég er ekki að meina lflc- amsmeiðingar, ég tek það skýrt fram; það verður farin önnur leið að þessu. Þetta mál er ekki búið af minni hálfu, ég á sterka og stóra að ef á þarf að halda. Ég meina ekki líkamlega sterka heldur hinsegin." -Hvernig hinsegin? „Það er hægt að koma mönn- um í klípu á annan hátt en að beija þá.“ -Berað taka þetta sem hótan- ir? ,Já, þú átt að taka þetta sem hótanir." Það er áberandi hve erfiðlega gengur að hafa uppi á mörgum þessara „athafnamanna" þegar verið er að skrifa um fyrirtækja- rekstur þeirra. Margir þeirra skipta oft um heimilisfang og hafa ekki fastan vinnusíma. Flestir þeirra hafa þó nýtt sér símboðaþjónustu Pósts og síma. Eftir því sem komist verður næst er það einfaldlega til hægðar- auka — þeir geta þá alltaf séð hver hringir í þá. AFTURKALLA ÁVÍSANIR 0G OGILOA BREFIN En það gerist oft að braskar- amir sjá sig knúna til að greiða með einhverju til að losna úr klípu. Oft er gripið til þess ráðs að bjóða nýja pappíra og er þá undir viðtakanda komið hvort hann treystir nýju pappírunum betur en þeim gömlu. Énnfremur er oft brugðið á það ráð að greiða með ávísun og er hún síðan aft- urkölluð um leið og kröfuhafinn er kominn út úr dyrunum. Eftir því sem komist verður næst hef- ur það færst í vöxt að afturkalla ávísanir í bankakerfinu. Einnig hefur blaðamaður PRESSUNNAR undir höndum Tryggingabréf með víxlum út- gefhum af Rúminu hf. á Grens- ásvegi 12. Er það ffá þeim tíma sem það var í höndum Úlfars Nathanaelssonar. Átti bréfið að vera trygging íyrir því að víxlar sem afhentir vom í kringum bfla- kaup yrðu borgaðir. Viðtakandi bréfsins varaði sig ekki á klækj- um Úlfars, sem hafði skrifað neðst að undirritun sín væri með fyrirvara sem vísað var til á bak- hlið bréfsins. Þar segir Úlfar að gildi bréfsins sé háð því að aðrir í stjóm Rúmsins hf. samþykki veðsetninguna. Kemur því næst hin gullvæga setning: „Skrifi aðrir stjómarmenn ekki undir fellur mrn undirskrift niður og er ógild og er alls engin persónuleg ábyrgð tekin.“ Undir þetta skrif- aði Úlfar aftur og er auðvitað með ólíkindum að fólk skyldi taka við slflcu bréfi, en það gerð- ist eigi að síður, enda hafði tíma- pressa verið sett á. Viðkomandi tapaði vitaskuld andvirði bflsins. BÚA TB. TÍMAKREPPU Það gerist alltof oft að fólk lætur hafa sig út í viðskipti í tímakreppu þegar það þarf ein- mitt að hafa allan vara á. Oft byrja braskaramir að hugsa sér til hreyfings um helgar þegar þeir vita að erfitt er að leita upp- lýsinga um veðsetningar og áreiðanleika viðskiptabréfanna. Þó að flestar bflasölur með sjálfsvirðingu bjóði upp á bein- tengingu við bifreiðaskrár er slflct ekki alltaf fyrir hendi. Þá næla þeir sér í mörg fómarlamb- anna vegna tfmakreppu. Blaðamaður PRESSUNNAR hefur fengið lýsingu á dæmi- gerðu ástandi á bflasölu þegar á að pretta fólk, en atvikið átti sér stað á síðasta ári. Viðmælandi, sem er utan af landi, hafði hugs- að sér að kaupa vandaðan bfl í dýrari verðflokki. Til þess hafði hann meðal annars slegið lán til að nýta staðgreiðslumöguleika og gerði ráð fyrir að greiða um 1,5 milljónir léóna fyrir bílinn. Hafði hann haft pata af bfl, sem einnig var utan aflandi, og mælt sér mót við seljanda á bflasöl- unni þar sem ætlunin var að ganga frá kaupunum ef bfllinn stæðist skoðun. Bfllinn stóð und- ir þeim væntingum sem til hans voru gerðar en þegar aftur var komið á bflasöluna fóm ein- kennilegir hlutir að gerast. „Það vom allt í einu nokkrir náungar komnir á svæðið og augljós til- hlökkun í loftinu. Einhverra hluta vegna var bfllinn ekki leng- ur í eigu þess sem ég ædaði að kaupa hann af. Það höfðu ein- faldlega orðið eigendaskipti um nóttina. Þegar ég spurði um þetta var mér sagt að hafa engar áhyggjur—bfllinn stæði til boða á góðum staðgreiðslukjörum. Þó að mig langaði í bflinn hafði ég ekki geð í mér til að eiga í svona viðskiptum." Það sem þama gerðist var einfaldlega það að fyrri eiganda vom boðnar háar upphæðir í pappúrum með mis- jöfnu verðgildi á meðan góð- kunningjar bflasalans ætluðu að næla sér í staðgreiðsluupphæð- ina. Annað slflct tímapressudæmi kom ffam í PRESSUNNl 29. ág- úst í fýrra þegar rætt var um við- skipti með víxla þar sem Flögu- berg hf. var greiðandi. „Hann [Jón Ellert Tryggvason] kom hingað á laugardegi og vildi kaupa leðursófasett og greiða með víxlum. Honum lá mikið á og þar sem var laugardagur gat ég ekki athugað hvort óhætt væri að taka víxlana sem greiðslu. Ég seldi honum sófasettið og þegar ég fór með víxlana í bankann var nánast hlegið að mér fyrir að reyna að selja þá,“ sagði Guð- mundur Pálsson, kaupmaður í Hafnarfirði. HIRDA ALLT FÉMÆTTÁ METHRADA Braskaramir versla á markaði þar sem oftast er um að ræða lítil fyrirtæki, svo sem sölutuma, myndbandaleigur, veitingastaði, verslanir og smærri matvælafyr- irtæki. Frá slíkum viðskiptum var sagt hér fyrir skömmu, en þá sagði Franz Guðbjartsson frá því þegar hann seldi Jóni Ellerti Tryggvasyni og Magnúsi Garð- arssyni fyrirtækið íslenska skyndirétti. Svo „skemmtilega" vildi til að þeir greiddu með pappímm útgeftium af Rolf. „Þeir komu þessu í gegn á miklum hraða og nýttu sér hversu aðþrengdur ég var,“ sagði Franz, sem seldi fyrirtækið á rúmar tvær milljónir króna. Þeg- ar hann sá að bréfin voru verð- laus reyndi hann að nálgast eigur fyrirtækisins. Þá var hins vegar búið að selja öll tæki úr fyrirtæk- inu á methraða. Ekkert stóð eftir af fyrirtækinu. Slík „strippun“ á fyrirtækjum mun vera furðu al- geng. Þessi frásögn sannar líka að þrátt fyrir að „grái markaðurinn" virðist stór í sniðum konia sömu nöfnin upp aftur og aftur í mörg- um þessara viðskipta. Siguröur Már jónsson -3» w’ásil ___ ,____ S* 'íL“Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis llt§S&-,s*“'9 V;10’R"si ■ S ctíð öS6» '&& ; • "í €£ GHEIEIC GEGN : SJfV, " jv JÉKKA PESSUM 5724500+ 10< 1150265 Þessi ávísun var afturkölluð rétt áður en handhafi hennar komst meö hana í bankann. fékk hana þó ekki stimplaða í bankanum. Hann ÁSGEIR Hannes Eiríksson hefur svo rækilega sagt skilið við Sjálfstæðisflokkinn að maður gæti haldið að hann hefði aldrei verið þar. Nú einhendir hann stflvopnið framan í sína gömlu félaga og kallar þá eyðsluklær. Arni Johnsen reisti sér Þjóðleikhús um öxl, Kjartan Gunnarsson komst á flug í Flugstöðinni og Davíð Oddsson bar sök á Ráðhús- perlunni. Ásgeir er hins vegar ekki skyggn eins og EGGERT Haukdal, sem skrifar enn gegn lánskjaravísitölunni eins og hann skilji hana. Egg- ert er þar að auki búinn að grafa upp nýjan liðsmann í baráttu sinni þar sem er Ólaf- ur Thors. Þó að enginn hafi jrekkt lánskjaravísitölu á dög- um Ólafs telur Eggert sig hafa „óyggjandi" sannanir fyrir því að hann hafi verið á móti henni. Semsagt; upplýsingar að handan. En „fatlafói" vik- unnar er tvímælalaust JÓHANNA Sigurðardóttir sem lét bera sig um í hjólastól einn dag og má því segja að hún hafi farið í stólinn hans Davíðs, sem gerði þetta sama fyrir ári. Þá var reyndar mest rætt um kló- settsögur, en Jóhanna slapp við allt slflct. Reyndar fengu þingverðimir mesta bakverk- inn því þeir þurftu að koina henni á milli hæða í þinghús- inu. Þetta em hins vegar kraflamenn því aðeins þurfti þrjá til. En annar bakmaður og um leið hrakfallabálkur vikunnar er SIGURÐUR Jónsson, knattspymumað- urinn snjalli. Það hefur nefni- lega komið í ljós að ástæðan fyrir öllum þessum bak- meiðslum hans er sú að annar fóturinn er styttri. Læknamir hjá Arsenal vildu hins vegar hafa jretta flókið og fundu út að það væri vinstri fóturinn sem væri styttri en íslenskir læknar telja það hins vegar hægri fótinn. — Nema báðir fætumir séu styttri og þá er Siggi í vondum málum!

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.