Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. JÚNÍ 1992 EGILL ÓLAFSSON. Er ekki vel við hæfi að þessi fremsti kvik- myndaieikari okkar fari með hlutverk Jóns forseta? JÓN SIGURÐS- SON. Það er heldur ekki fráleitt að Egill sé frekar líkur honum. LEIKUR EGILL JÓN FORSETA? Saga film, eitthvert öflugasta kvikmyndafyrirtæki á landinu, undirbýr nú gerð leikinnar heim- ildamyndar um Jón Sigurðsson forseta og er ætlunin að hún verði tilbúin og sýnd á fimmtíu ára afmæli lýðveldisins, 1994. Hefur fyrirtækið leitað eftir smðningi frá Sjónvarpinu hér og reyndar danska sjónvarpinu líka. Reiknað er með að tökur hefjist á næsta ári, en nú stendur yfir vinna við rannsóknir og hand- ritsgerð. En það er þegar búið að ákveða, eða svona næstum, hverjum hlotnast það hnoss að leika Jón Sigurðsson, þetta mesta stórmenni íslenskrar sögu síðari tíma, sverð Islands, sóma og skjöld. Það fellur að líkindum í hlut Egils Ólafssonar að túlka Jón. Egill er náttúrlega vel að því kominn; hann þótti standa sig vel í hlutverki Jóns í þætti Önnu Th. Rögnvaldsdóttur um Aðal- stræti 16, eins og er von og vísa þessa fremsta kvikmyndaleikara Islendinga. Og er ekki Egill, þegar öllu er á botninn hvolft, dálítið líkur Jóni Sigurðssyni? SIGURÐURE. FÉKK STYRKTIL AÐ HALDA UPP Á AFMÆLIÐ Forstjóri Húsnæðisstofnunar, Sigurður Elínmundur Guð- mundsson, átti sextugsafmæli þann 18. maí síðastliðinn. Af því tilefni efndi hann til veislu í húsakynnum stofnunarinnar hinn 15. maí, og bauð þangað starfsmönnum og stjómarmönn- um stofnunarinnar. Munu veislugestir hafa verið á milli 35 til 40 talsins og myndarlega veitt. Sigurður mun þó ekki hafa þurft að kosta veisluhöldin að öllu Ieyti sjálfur, því stjóm Hús- næðisstofnunar samþykkti á fundi að styrkja veisluhaldið með upphæð sem mun hafa ver- ið á bilinu 50-60 þúsund krónur. Mun hún hafa staðið straum af um helmingi af kosmaðinum við veisluna. Afganginn borgaði Sigurður. Stjómin vildi þó hafa vaðið fyrir neðan sig og beindi sér- stakri fýrirspum til Ríkisendur- skoðunar um hvort óhætt væri að styrkja veisluna. Ríkisendur- skoðun virðist hafa goldið jáyrði við og því getur stjómin líklega sofið rólegt. í framhjáhlaupi má svo nefna að stjómarformaður Húsnæðis- stofnunar er Ingvi Örn Krist- insson, hagfræðingur í Seðla- banka. ALLABALLAR MIS- MIKIÐ Á MÓTI EES Alþýðubandalagið heldur ráð- stefnu um samninginn um evr- ópska efhahagssvæðið á laugar- dag og daginn eftir er boðað til miðstjómarfundar til að taka af- stöðu til samningsins. Þær gagn- rýnisraddir hafa reyndar heyrst að ofmælt sé að kalla ráðstefn- una. því nafni, því þar tala ekki sérffæðingar eða óvilhallir menn, eins og yfirleitt tíðkast á slíkum samkomum, heldur munu þingmenn flokksins, níu talsins, tala hver á fætur öðmm og lýsa afstöðu sinni til EES. Annars segja heimildir að átökin á miðstjómarfundinum verði einkum milli þeirra sem eru ofboðslega mikið á móti samningnum og þeirra sem ekki em svo ofboðslega á móti hon- um. Þama megi einkum greina þrjá hópa: Þá sem em stjóm- lyndir í hugsun og beinlínis á móti fjórfrelsinu og frjálsum „Þessi norski Pavarotti reyndist vera asni“ nafni Vilja ekki norskan Pavarotti Kvikmyndafélagið Umbi stendur um þessar mundir í samningaumleitunum við stórsöngvarann Luciano Pavarotti og er honum ætlað hlutverk í mynd Guðnýjar Halldórsdóttur, Karlakómum Heklu. Hugmyndir vom uppi um að ráða norskan tvífara hans ef ekki yrði komist að samkomulagi., Jú, það er rétt að samningaumleitanir standa yfir við hann og hans fylgdarlið,“ segir Halldór Þorgeirsson, framleiðandi myndarinnar. „Eg leyfi mér hins vegar að efast um að-úr þessu verði og satt að segja tel ég líkurnar vera einn á móti tuttugu. Það hefur ekki verið sagt nei en fyrstu tölur em of háar. Ef tekst er það auðvitað flott.“ Halldór sagði að stórstjömur væm stundum tilbúnar að koma ffam í litlum myndum, „en hans apparat er ekki alveg á sömu nótum". Um tíma var uppi sú hugmynd að fá tvífara söngvarans, ítalskættaðan Norðmann að ] Benito NaVa, í hans stað, en hætt var við , J>að er fullt af mönnum sem fyrir að vera tvífarar hans, Halldór. „Það er líka einn til Miinchen og svo er til heilt Pavarotti-félag. Þessi norski reyndist hins vegar asni þegar talað var við hann.“ Þykir nú ljóst að annaðhvort verður notaður alvöm Pavarotti eða þá alls enginn. Það má svo fljóta með að Pavarotti kom einu sinni til fslands, á Listahátið. Kvöldið sem hann söng í Laugardalshöll vom umræður stjómmálaleiðtoga fyrir kosningar í sjónvarpinu. Hvort sem sú var ástæðan eða ekki söng Pavarotti fyrir hálftómu húsi. Það hefur víst ekki gerst oft á ferli þessa stórsöngvara, svo kannski minnist hann íslendinga ekki með neinum sérstökum fögnuði. viðskiptum, en í þeim hópi em ffemstir Steingrímur J. Sigfús- son, Hjörleifur Guttormsson og líklega Svavar Gestsson. Annar hópurinn hefur mestar áhyggjur af sjálfstæðismálum og fullveldi og em þar meðal ann- arra Guðrún Helgadóttir og Ragnar Arnalds. Til þriðja hópsins mun svo vera hægt að telja þá sem fyrst og fremst em á móti því að eitt- hvað gangi upp hjá Jóni Bald- vini Hannibalssyni, en hafa kannski minni áhyggjur af fúll- veldi og frjálsræði í viðskiptum. Þar mun vera langffemstur með- al jafningja Ólafur Ragnar Grímsson flokksformaður. Fjórða hópinn má nefna til sögunnar og hann er ekki ýkja fjölmennur og má sfn lítils. Það em þeir alþýðubandalagsmenn sem em heldur hallir undir EES- samninginn, einkum fólk úr Reykjavík og af Reykjanesi, til að mynda þeir sem hafa verið kenndir við Birtingu. í nýlegri skoðanakönnun Fé- lagsvísindastofnunar kváðust 45 prósent þeirra kjósenda Alþýðu- bandalagsins sem tóku afstöðu vera á móti EES, 30 prósent höfðu ekki skoðun og 25 prósent vom fylgjandi samningnum. I síðasttalda hópnum er eng- inn þingmanna flokksins. Þeir em allir á móti, bara mismikið. Samt er talið að engin afdráttar- laus niðurstaða fáist á miðstjóm- arfundinum, heldur Ifekar loðin ályktun, full af viðvömnum og vamöglum, þar sem er hvatt til þjóðaratkvæðagreiðslu og ýtr- ustu varkámi. KLERKAR MISSA SPÓNÚRASKISÍN- UM Sá boðskapur Ólafs Skúla- sonar biskups að prestar skuli ekki fá beinar greiðslur frá sókn- arbömum sínum fyrir embættis- gjörðir á borð við skímir, ferm- ingar, giftingar og jarðarfarir hlýtur, eðli málsins samkvæmt, að koma harðast niður á þeim presmm sem sitja í fjölmennustu sóknunum — og hafa þar af leiðandi mestu aukatekjumar. Biskup vill að prestar fái „umbun annars staðar ffá“ fyrir þessi verk, sem væntanlega þýð- ir ffamlag úr ríkissjóði og tals- verða og almenna tekjujöfnun milli presta. Af þeim prestum sem sitja í fjölmennustu sóknunum og eiga því hvað mest undir sér í þessu máli má nefna Pálma Matthías- son í Bústaðasókn, Frank M. Halldórsson og Guðmund Óskar Ólafsson í Nessókn, Valgeir Ástráðsson í Seljasókn, Arngrím Jónsson og Tómas Sveinsson í Háteigssókn og þá Birgi Snæbjörnsson og Þór- hall Höskuldsson í Akureyrar- sókn. Sjálfur sat biskupinn lengi í Bústaðasókn þar sem er mikið fjölmenni. Hann hefur semsagt haft ágætar tekjur af prestverk- um. En nú þarf hann varla að hafa áhyggjur af slíku. SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON. Húsnæðisstofnun styrkti hann til að halda afmælisveislu. INGVI ÖRN KRISTINSSON. Stjórnin vildi hafa vaðið fyrir neðan sig og spurði Ríkisendurskoðun um leyfi. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSÖN. Fyrst og fremst á móti því að eitthvaö gangi upp hjá Jóni Baldvini. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON. Fremstur þeirra sem eru ofboðslega mikið á móti EES. RAGNAR ARNALDS. Þjóðernissinnaðu.PÁLMI MATTHÍASSON. Gæti misst umtalsverðar tekjur vegna boðskapar biskups. Þið eruð ekkert að hugsa um að bjóða upp á hringjaranám? „ Við höfum boðið upp á hringjaranám! “ Ólafur Skúlason biskup skýrði frá því í setningarræöu á prestastefn- unni að boðiö verði upp á djákna- nám við guðfræðideild Háskóla fs- lands frá og með haustinu 1993. LÍTILRÆÐI af bílagöngugötu Ég hélt einusinni að mér þætti svolítið vænt um miðbæ- inn í Reykjavík og ekki að undra þarsem ég er borinn og bamfæddur í miðbænum og hef raunar alið mestallan aldur minn niðurvið Tjöm. Eg gekk meira að segja svo langt að skrifa lítið bókarkom um þessa átthaga mína, pésa sem þmnginn er síðrómantískri angurværð sveitamanna sem ævilangt una við ljúfa vanlíðan útaf því að hafa ekki innan seil- ingar bæjarhellu, hlaðvarpa, túnfót, læk, lautardrag eða blóm sem vaxa á þakinu. Mín bæjarhella, lækur og lautardrag var semsagt Kvosin, Tjörnin og Austurstræti. Mér fannst undur veraldar vera f miðbænum þarsem rætur mínar vom. , j lítilli kvos milli tveggja hæða, við litla tjöm þar sem fuglar himinsins eiga sér sumarathvarf eða heimkynni og afar mínir áttu löngum þá ósk heitasta að sofna brosandi og vakna hlæjandi en ömmur höfðu bakað kleinur í þúsund ár og sungið sáégspóa með bama- bömunum framí rauðan dauð- ann.“ Og ég fylgdist með því hvemig lífið kviknaði í Austur- stræti jregar sólin fór að skína, hvemig ungir, gamlir, fallegir og ljótir, blankir og ríkir, góðir og vondir fylltu Ausmrstrætið í farsælli sambúð með lífgjafa sínum, blessaðri sólinni. Og ég hugsaði með mér: - Hér á að vera göngugata. Það var bara eitt sem mér hafði láðst að taka með í reikn- inginn, neíhilega það að líklega var ég eini eftirlifandi íslend- ingurinn sem borinn er og bam- fæddur í miðbænum í Reykja- vik og hafði átt þar heima nær óslitið í sextíu ár. Ég var líklega einn um að eiga mér Tjömina og Austur- stræti að bæjarhellu, hlaðvarpa og túnfætinum ,Jieima“. Flestir, eða jafnvel allir aðrir, vom þama aðkomumenn. Og nú kem ég kannski að því sem einhvemtímann átti að verða mergurinn þessa máls. Flestum hefur alla tíð verið skítsama um Reykjavík, ein- faldlega vegna þess að þeir sem þangað hafa lagt leið sína hafa löngum verið aðkomumenn en ekki grónir upp þama á mölinni. Það er öllurn andskotans sama um Austurstræti nema kannski búðarlokum sem kalla sig Reykjavíkursamtök eða eitt- hvað svoleiðis og halda því fram að lífshamingjuna sé að- eins hægt að höndla með búða- rápi sem gefur af sér peninga en þvíaðeins að gatan sé opnuð fyrir bílaumferð aftur svo fólk sé ekki að þvælast í göngugöt- unni nema í verslunarerindum. Tómas Guðmundsson orti á sinni tíð ljóð um Austurstræti, ljóð sem í dag er að mínum dómi fremur ósannfærandi. „Og þúsund hjörtu grípw gömul kæti... “ „og bernsku vorrar alhvarf Austurslrœti... “ osfrv. Brjóstmynd af Tómasi var svo komið fyrir í göngugötunni, höfundi ljóðsins um Austur- stræti til heiðurs. Bústuna varð hins vegar að fjarlægja vegna þess að vegfarendur stóðust ekki freistinguna að míga fram- aní skáldið um leið og þeir gengu hjá. Umgengni manna í Austur- stræti bendir nefnilega til þess að enn vanti þann herslumun í andlegan þroska landsmanna að hægt sé að hafa í Reykjavík göngugötu. Þess vegna ber að opna Aust- urstræti aftur fyrir bílum og ganga um götuna líkt og hing- aðtil, einsog sorphaug.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.