Pressan - 25.06.1992, Síða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25.JÚNÍ 1992
21
STJÓRNMÁL
U-beygja hjá Heklu
ÓLAFUR HANNIBALSSON
Er það hollt fyrir fyrirtækið Heldu og
viðskiptavini þess að hægt sé að skjótast
af nyrðri vegarhelmingi Laugavegar,
þvert í gegnum austurumferðina á syðri
helmingnum, inn í innkeyrslu fyrirtækis-
ins? Eða eru þvert á móti líkur á því að
þeir fari sér og öðrum vegfarendum að
voða? Um þetta var tekist á í borgarstjóm
á dögunum og svo einkennilega vildi til
að skoðanir manna á þessu umferðarmáli
féllu nákvæmlega saman við flokkslínur:
tíu sjálfstæðismenn snerust gegn tillögu
varaborgarfulltrúa Kvennalistans um að
loka opi í miðeyju milli vegarhelming-
anna, — til að viðskiptavinir Heklu geti
áfram keyrt þvert á alla umferð austur
Suðurlandsbraut.
A borgarstjóranum var helst að skilja,
að um væri að ræða að loka aðkomu að
fyrirtækinu, eins og þetta væri eina leiðin
fyrir þá, sem þangað vilja og þurfa að
sækja þjónustu, að komast þar upp á hlað.
Nú vita allir að svo er ekki og raunar líka
að Hekla á engan skæðan keppinaut þama
í nágrenninu, sem er líklegur til að sölsa
undir sig viðskiptin, ef menn væm neydd-
ir til að aka nokkmm tuga metra lengri
vegalengd og verða að lokum að taka
hægri beygju inn á Heklustæðið, í stað
vinstri beygju þvert í gegnum austumm-
ferðina. Sjálfur hef ég reyndar aldrei nálg-
ast fyrirtækið nema frá hægri, og ég held
að flestum viðskiptavinum þess sé svo
farið að þeim þyki það mun ömggari
kostur.
Eftir afgreiðsluna í borgarstjóm hafa
óvægin orð verið látin fjúka. Olína Þor-
varðardóttir benti á að Hekla hf. hefur
verið einn af máttarstólpum Sjálfstæðis-
flokksins, greitt ríflega í sjóði hans, og
lagt frammámönnum eins og Davíð
Oddssyni og Bimi Bjamasyni til húsnæði
undir kosningaskrifstofur í prófkjömm.
Þetta em út af fyrir sig staðreyndir, sem
em á allra vitorði og enginn hefur reynt að
fara dult með. Hitt kann að vera eríiðara
að sanna, að þessar staðreyndir valdi úr-
slitum um að skoðanir manna á umferðar-
mannvirkjum á þessum slóðum falla ná-
kvæmlega að flokkshríum.
En er í rauninni hægt að lá Olínu og
öðmm minnihlutafulltrúum að minna á
þessar staðreyndir? Hvemig skýra menn
annars forsögu málsins?
I fréttum hefur komið fram frá starfs-
manni borgarverkfræðings, að væri þessi
gata lögð í dag mundi ekki hvarfla að
neinum að hafa þetta op á miðeyjunni.
Þama hafa orðið mörg óhöpp, þar af fjög-
ur meiriháttar slys, árin 1986 til 1990.
Þann 17. apríl í fyrra varð þar svo bana-
slys.
Fyrir nokkm var í fréttum að skrifstofa
borgarverkfræðings hefði komið upp
‘punktakeifi til að meta slysastaði, svo-
nefnda svarta bletti. Með þessu kerfi er
hægt að meta saman slysatíðni, alvarleika
umferðaróhappa og kostnað við úrbætur.
Það mun umdeilt hvort þetta Hekluop sé
einn af svörtu blettunum eða liggi þar á
mörkunum, en augljóst að ódýrt og fljót-
legt er að loka því. Hitt hef ég eftir for-
manni Umferðamefndar, Haraldi Blön-
dal, að þetta Hekluop, eins og raunar öll
slík op í miðeyju fjögurra akreina götu, sé
brot á öllum núgildandi umferðar-
pnnsippum.
Annars virðist gangur málsins þessi.
Það er þáverandi yfirverkfræðingur Um-
ferðardeildar borgarinnar, Þórarinn
Hjaltason, sem leggur til með bréfi 7. maí
1991, að opinu verði lokað, og umferðar-
nefnd samþykkir það einróma 8 dögum
síðar.
Þaðan fer svo tillagan rétta boðleið til
hinna pólitísku stofnana og er samþykkt í
borgarráði 28. maí og send lögreglustjóra
til staðfestingar. Þann 14. júní óskar Ingi-
mundur Sigfússon í Heklu bréflega eftir
því að borgarráð endurskoði ákvörðun
sína vegna „verulegs óhagræðis og rösk-
unar hagsmuna fyrirtækisins", án þess að
það sé rökstutt nokkm nánar. Þann 25.
júní vísar borgarráð bréfi Ingimundar til
umferðamefndar. Þann 4. júh' samþykkir
umferðamefnd að vísa bréfinu til Borgar-
skipulags, fresta lokun opsins á meðan, en
banna strax U-beygjur. Borgarráð stað-
festir þetta 10. júlí. Þann 17. júli' skilar
Borgarskipulag pöntuðu áliti og leggur til
„að núverandi op á miðeyju verði þrengt
til muna, en leyfður akstur ffá austri inn á
Heklulóð. Leitast verði við að afstýra
akstri lfá Heklulóð til vesturs. U-beygjur
verði þama alfarið bannaðar". Þann 13.
ágúst vísar borgarráð bréfi Borgarskipu-
lags til umsagnar umferðamefndar. Þann
28. ágúst er þrengingu opsins frestað þar
til reynsla sé komin á Ú-beygjubannið.
Þann 28. október kveður Þórarinn Hjalta-
son uppúr með það, að „það þýðir ekkert
að þrengja opið til að útiloka beygju til
vesturs á meðan vinstri beygja úr austri er
leyfð“. Niðurstaða: Effir bréf Ingimundar
Sigfússonar til borgarráðs tekur málið al-
gera U-beygju í borgarstofnunum, þangað
til ekkert er effir nema U-beygjubannið.
Könnun 5. september sfðastliðinn
sýndi að á einni klukkustund bmtu 6 aðil-
ar beygjubannið. Því kemur aftur fram til-
laga í umferðamefnd í apríl í vor um að
loka miðeyjaropinu. Þá hafnaði meirihluti
nefndarinnar tillögu, sem hún sjálf hafði
samþykkt einróma skömmu eftir bana-
slysið í fyrra. Tillagan var síðan borin
ffam í borgarstjóm af fulltrúa Kvennalist-
ans, Margréti Sæmundsdóttur, og felld
þar 10:5, eins og áður segir.
Allt finnst manni þetta óneitanlega bera
keim af því að faglegt álit og umferðar-
prinsipp séu hundsuð af því að kippt hafi
verið í pólitíska spotta. Nú kann það að
villa mér sýn að ég missti kæran frænda
minn í banaslysi á þessum stað í fyrra. Ég
þekki þá Heklumenn að góðu einu og á
erfitt með að ímynda mér hvað þeim ætti
að ganga til, að halda opinni leið að fyrir-
tæki sínu gegnum slysa- eða jafnvel
dauðagildm og er raunar dálítið hissa á að
þeir skuli telja það vænlega auglýsingu
fyrir fyrirtækið að grípa inn í skipan um-
ferðarmála borgarinnar með þessum
hætti.
Mér finnst það líka fyrir neðan virð-
ingu borgarstjómarmeirihluta sjálfstæðis-
manna að gjalda húsaleigu háttsettra
flokksmanna með því að taka órökstuddar
óskir Heklumanna framyfir faglegt álit
starfsmanna borgarinnar og umferðar-
prinsipp. Svo kann að fara að sú húsaleiga
verði mæld í mannslífum.
STJÓRNMÁL
MÖRÐUR ÁRNASON
Jón Baldvin, — er hann enn í námi?
Lögfræðingafundurinn á Hótel Sögu
um síðustu helgi var vemlegt áfall fyrir
Jón Baldvin Hannibalsson og aðra þá ís-
lenska leiðtoga sem hafa litið á EES-mál-
ið sem einskonar pólitískt einkamál sitt.
Af sex lögfræðingum sem þar töluðu
sögðu þrír — Guðmundur Alfreðsson,
Ragnar Aðalsteinsson og Eiríkur Tómas-
son — að það væri eðlilegt að breyta
stjómarskránni fyrir EES-staðfestingu.
Með öðmm orðum: Að með því að sam-
þykkja EES án slíkra breytinga væm
þingmenn að brjóta stjómarskrána sem
þeir hafa unnið að sérstakt drengskapar-
heit. Með enn öðmm orðum: Ef samning-
urinn yrði samþykktur án stjómarskrár-
breytingar gæti Hæstiréttur komist að því
— eftir hálft ár eða heilt eða tvö eða þijú
— að Evrópska efnahagssvæðið stæðist
ekki, það yrði dauður bókstafur og meira
og minna ógildar allar athafnir á þeim
gmnni.
Menn hafa áður haldið þessu ffatn, og
stjómarandstaðan vildi í vetur að þingið
bæði óháða lögfræðinga að kanna þetta
rækilega. En utanríkisráðherra fussaði og
sveiaði og ákvað að lokum að skipa sjálf-
ur nefnd til þess ama. Sem hefúr þann
mikla ókost að ef niðurstöður hennar
verða í samræmi við óskir ráðherrans taka
menn ekki fullt mark á niðurstöðunum.
Því að stjómarskránni verður ekki breytt
án þingkosninga. Og þær vill Jón Baldvin
síst af öllu.
Hinsvegar kemur í rauninni ekkert á
óvart að það þurfi stjómarskrárbreytingar
til að samþykkja samning á EES-nótum.
Stjómarskrá lýðveldisins er að stofni til
19. aldar-skjal, samið í þeim anda að
þjóðríkið lifði eitt og sjálft einsog eyland í
miðju hafi, — þar sem aðrar eyjar vom úr
augsýn og ekki til nema við sérstök tæki-
færi sem um giltu sérstakar reglur, aðal-
lega hervalds og auðvalds. Nú er öldin
önnur, og ríkin lifa stór og smá í fullkom-
inni nálægð hvert við annað. Hafið utan-
um eyjamar hefrír breyst í einskonar tafl-
borð með margskonar samtengingu, bæði
ógnum og tækifæmm, þarsem heildin
felst í samhengi hlutanna: Enginn er ey-
land.
Stjómarskráin hentar illa þessum
breyttu aðstæðum. í henni em engin ör-
yggisákvæði um aukinn þingmeirihluta,
þjóðaratkvæðagreiðslu eða einhverskonar
þjóðfund þegar upp koma stórmál sem
geta einsog EES tengt innlent stjómkerfi
við önnur ríki þannig að varði fríllveldið
og stofnanir þess. Stjómarskráin gerir
ekki heldur ráð fyrir neinum gæslumanni
í formi stjómlagadómstóls eða ámóta
apparats í vafatilvikum, heldur einungis
seinfarinni dómstólaleið eða þá að forset-
inn setji sig upp á móti þinginu sem aldrei
„Svo hlýleg skýringar-
tilgáta breytir því ekki
að utanríkisráðherra
hefur gert alvarleg mis-
tök með því að gera
ekki ráð fyrir stjórnar-
skrárbreytingu í tengsl-
um við EES. “
hefrír gerst í lýðveldissögunni.
í Noregi og Svíþjóð er beitt nýlegum
stjómarskrárákvæðum um aukinn meiri-
hluta í EES-málinu. Frakkar vom rétt um
daginn að breyta sinni stjómarskrá —
sjálfum arfinum frá de Gaulle — til að
geta samþykkt Maastricht-samkomulag-
ið. I öllum vestrænum ríkjum er spurt
fyrst um stjómarskrársamræmi áður en
ráðamenn láta sér detta í hug að pára staf-
ina sína undir alþjóðaskuldbindingar.
Þar er að vísu ein undantekning. Það er
Bretland, sem hefrír enga stjómarskrá. En
í þvísa landi lærði Jón Baldvin einmitt
forðum daga til forsætisráðhenra, og gæti
þá þetta mál allt bent til þess að Jón sé enn
með hugann við þarlendar aðstæður, og
sé með sjálfrím sér ekki kominn ennþá al-
mennilega heim frá þessu merkilega
námi.
Slíkt sálarástand gæti reyndar varpað
ljósi á ýmsar stílæfmgar Jóns Baldvins
Hannibalssonar í pólitík síðustu árin.
En svo hlýleg skýringartilgáta breytir
því hinsvegar ekki að utanríkisráðherra
hefur gert alvarleg pólitísk mistök með
því að gera ekki frá upphafi ráð fyrir
stjómarskrárbreytingu í tengslum við
EES. Og það er fríllkomið ábyrgðarleysi
— ef það fellur þá ekki undir hegningar-
lögin — að ætla sér að nota aldursmerkin
á stjómarskránni til þess að láta einsog
hún sé ekki til, keyra þetta umdeilda mál í
gegn án tillits til áleitinna efasemdaradda
frá þeim sem við höfrím menntað sérstak-
lega til að hafa vit á einmitt þessari lög-
ffæði.
Það er eðlilegt að það sé kátt í höllinni
hjá Samtökunum gegn Evrópu þessa dag-
ana. Því að það klandur sem Jón Baldvin
og félagar em nú orðnir uppvísir að renn-
ur einkum til rifja stuðningsmönnum
EES-málsins, þeim sem væntu þess að
um þetta skref gæti tekist sæmileg sátt
meðal þjóðarinnar, vonuðu að sjálfhverfir
skammsýnismenn í hópi pólitíkusa yrðu
ekki til þess að tortryggni og öryggisleysi
mótuðu afstöðu almennings til þessa mik-
ilvæga samnings.
FJÖLMIÐLAR
Kvartanir
Ég ætla að nota þennan pistil til að
kvarta aðeins.
1 fyrsta lagi yfir þætti Kristrúnar Heim-
isdóttur í Ríkissjónvarpinu um kvenna-
íþróttir sem sýndur var á mánudagskvöld.
Éftir að hafa lagt út frá litlum ffegnum af
íþróttum kvenna í íslendingasögum og
fáum tilnefningum þeirra til íþróttamanns
ársins á seinni árum var þátturinn sam-
felldur leiðari Kristrúnar um nauðsyn
fjárhagslegs og siðferðislegs stuðnings
við keppnisíþróttir kvenna. Inn á milli
skaut hún viðtölum við afrekskonur í
íþróttum. Engin þeirra tók jafneinarða af-
stöðu og Kristrún og sumar þeirra sögðu
reynslu sína allt aðra en þá sem Kristrún
lýsti. Hún var því sá álitsgjafi í þættinum
sem fékk mestan tíma og hafði bein-
skeyttustu skoðanimar.
Ég hef aldrei verið þeirrar skoðunar að
blaðamenn og aðrir fjölmiðlamenn eigi
að útmá spor sín og látast vera algjörlega
áhrifalausir um útkomuna á því efni sem
þeir vinna við. I því felst ákveðinn óheið-
arleiki gagnvart lesandanum.
En það þýðir ekki að blaða- og fjöl-
miðlamenn eigi að nota miðla sína til að
útbreiða eigin skoðanir. Öllu má ofgera.
Og það gerði Kristrún í þessum þætti.
Ekki vegna þess að skoðanir hennar
væru vitlausar eða hættulegar. Heldur
vegna þess að ást hennar á eigin skoðun-
um gerði þáttinn álíka aðlaðandi og sam-
komu hjá Krossinum.
í öðm lagi vil ég kvarta yfir lýsingum
íþróttadeildarinnar á Evrópufótboltan-
um, en geri það þó með hálfrím hug. Það
hlýtur að vera erfitt að halda dampi í eins
og hálfs klukkutíma einræðu. Stundum
getur hún teygst upp í þijá tíma. En það
er eftir sem áður sorglegt að enginn
þeirra, sem hafa lýst leikjunum ffá Evr-
ópuboltanum, skuli hafa náð leikni í
þessari þrauL
Verst finnst mér jregar þeir magna upp
leiðindin á vellinum með því að tuða sí-
fellt um hversu vondur leikurinn sé. Ég
hefði talið að þá reyndi einmitt mest á að
þulimir skemmtu áhorfendum. Þess í
stað áminna þeir þá sem ef til vill gætu
haft gaman af einu og einu atviki.
í þriðja lagi vil ég kvarta yfir þeirri
stefnu fréttastofu Ríkissjónvarpsins að
fylla fréttatímann í gúrkunni með því að
lengja hverja frétt fyrir sig. Fréttimar
breytast í erindi um daginn og veginn
eða litla fræðsluþætti. Og stundum er
ágætri frétt slátrað með endalausum eft-
irmála um alls óskyld mál.
Gunnar Smári Egilsson
„Sem betur fer er
skilningur þjóðar-
innar á því að
fara verður með
gát meiri en áður
og við verðum að
vona að hann
komi fram ímeiri
sparnaðarvilja
þjóðarinnar. “
Friðrik Sophusson
fjármálaráðherra.
°£jcitctc et ýcc krCC'Cí-’L.
jtý t tt Li>(tlt JiCii/iC/icv/
„Það sem mér hefur þótt
ánægjulegast er hvað listamönn-
unum hefur þótt gaman að koma
ffam á íslandi."
Helga Hjörvar, framkvæmdastjóri
Listahátiðar.
~Utc vcí
„Það er sjúkt hvemig fólk hér
á landi getur búið til sögur.“
Linda Pétursdóttirfegurðardís.
íHj'cccjti.cciycc'ct.
„Við höfum ekkert aðhafst
þama sem gæti tmflað einn né
neinn.“
Hrafn Gunnlaugsson
kvikmyndaleikstjóri.
j>c\- rrxcc^s
'jjó-tv c vcí&ýcctcctc
‘ce.cýLcc?
„Ég vil sjá það sem ríkjandi
reglu að utanaðkomandi fólk eigi
jafna möguleika á faglegum
grundvelli.“
Ólafr G. Einarsson stöðuveitandi.
er'ctscvLcLici, ■fé.Lctí,
Lcctci
i'cywc (y&’ccp.cCi
2!
,Á þessum tíma seldi ég meira
af svínakjöti en Þorvaldur Guð-
mundsson í Síld og fiski.“
Halldór H. Kristinsson, gjaldþrota
hluthafi í Kjötmiðstöðinni.
‘U'c Jc’et) Lótp'ce.cyLcc-
yycLLcctc?
,A4ér finnst satt að segja sorg-
lega lítið hafa áunnist í fjölgun
lögreglukvenna síðan maður
byijaði að arka um götumar í
lögreglubúningi 1973.“
Dóra Hlín Ingólfsdóttir
rannsóknarlögreglukona.
&k.(&c tuycjcc ci,
tca&Lcctccc t\ tvcrticaii
„Það er mjög ánægjulegt að
Lewis skuli ekki keppa í 100
metrunum í Barcelona, enda vil
ég helst ekki sjá Lewis oftar.“
Ben Johnson lyfjasprettur.