Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 8

Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 8
Vantar kraftmikil sölubörn í hin ýmsu hverfi Reykjavíkur og nágrennis. GÓÐ SÖLULAUN Upplýsingar í síma 64 30 80 PRESSAN s iþróttadeild Ríkisútvarpsins hefur nú bæst liðsauki. Það er enginn annar en útvarpsmaðurinrrgóðkunni Þorgeir Astvaldsson sem far- inn er að fylgjast með íþróttum út um borg og bý. Þorgeir hefur undanfarið helst verið með íþróttimar í 11- fréttum sjónvarps en laugardaginn 3. júlí verður það sem kannski mætti kallast eldskfm hans, því þá verður hann umsjónarmaður íþrótta- þáttar sjónvarpsins. Þess má og geta að Þorgeir er góður og gegn Frammari... JL^.vennalistakonur eyddu meiri peningum á sfðasta ári en venjulega vegna útgjalda við kosningabaráttuna. Þær em núna að reyna að rétta við sjóði sína og hafa gripið til ýmissa ráða, svo sem húsmóðurlegrar hagsýni, eins og þær kalla það sjálfar. Það hefur gefist vel að sögn. Einnig hafa þær opnað reikning í Islandsbanka. þar sem les- endum Fréttabréfs Kvennalistans er bent á að þeir geti borgað fyrir það, 1.000 krónur. Það ráð hefur ekki reynst eins vel. því ekki hafði komið nema einn þúsundkall inn á bókina þegar síð- ast var gáð... T JL fðin hjá hljómplötuútgefendum mun ekki vera allt of góð nú um stund- SPIT 324 V Fagmenn! Þið fáið allt til múrfestinga í Isól I múrvinnu skipta góð verkfæri miklu máli og undirstrika fagleg vinnubrögð. Það gera SPIT múrverkfærin. ísól, Ármúla 17, býður vönduð SPIT múrverkfæri. Allt til múrfestinga, bolta, plasttappa, naglabyssur, borvélar auk annarra verkfæra sem þú getur haft not fyrir. Allar borvélar eru með tveggja ára ábyrgð. Við bjóðum einnig ókeypis þjálfun á SPIT naglabyssur. H F Ármúli 17 108 Rvk. S: 689123 ir. Þær sögur hafa heyrst undanfarið að fyrirtæki Péturs Kristjánssonar, PS- músík, sé gjaldþrota i og hætt starfsemi. i Pétur segir þetta ekki eiga við nein rök að styðjast. Staðan sé vissulega erfið og fyrirtækið hafi átt í kröggum en starf- semi hafi ekki verið hætt. Hann sé nú að vinna að málefnum fyrirtækisins og vonist til að úr rætist... N, ú á næstunni verða svæðis- stjóraskipti hjá Flugleiðum í Skandin- avíu og á Bretlandseyjum. Símon Páls- son, sem verið hefur | svæðisstjóri í Skand- inavíu, verður svæð- isstjóri á Bretlands- eyjum og tekur við af Steini Lárussyni sem verður forstöðu- maður innanlands- deildar hér heima. Knut Berg. yfirmaður Flugleiða í Svf- þjóð. verður svæðisstjóri í Skandinavíu og um leið flytjast höfuðstöðvar Flug- leiða frá Osló til Stokkhólms. Yfirmað- ur í Noregi verður hins vegar Hans Indriðason. sem áður var hótelstjóri á Loftleiðum... R jölmiðlar sæta stöðugt ámæli fyrir að tala sífellt við sama fólkið. Því hefur heyrst fleygt að Kvennalistakonur séu orðnar þreyttar á að svo til eingöngu er beðið um álit Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur. Með framboði sínu vildu Kvennalistakonur sýna fram á að flestar konur gætu verið í pólitík, að þær gætu haft og sagt sínar skoðanir. Fjölmiðlar virðast sniðganga þetta gjörsamlega með því að leita allt- af og endalaust eftir áliti Ingibjargar Sófrúnar, jafnvel þó að viðkomandi málefni heyri ekki undir hana eða hafi nokkuð að gera með verksvið hennar hveiju sinni. Kvennalistakonur eru að upplifa þetta í annað sinn því þegar hreyfingin var að taka fyrstu skrefin sóttust fjölmiðlar svo til eingöngu eftir áliti Guðrúnar Agnarsdóttur... Skútuvogi 10a - Sími 686700

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.