Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 17

Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 25. JÚNI 1992 17 E, fkki eru allir jafnánægðir með myndir úr kvikmyndinni Veggfóðri sem birtust á forsíðu nýja kvikmynda- blaðsins og á innsíð- um Mannlífs. Dóra Takefusa, sem prýð- ir þessar myndir aJIs- nakin, hafði ekki hugmynd um mynd- imar og var að von- um hissa þar sem hún var í aukahlutverki og mætti aðeins þijá daga í tökur. Ingi- björg Stefánsdóttir, aðalleikona myndarinnar, mun víst líka sjást fá- klædd á hvíta tjaldinu, en nekt hennar hafa ekki verið gerð myndræn skil að sama skapi á síðum tímarita og dag- blaða... N. ordisk Reklamfilm Festival verður haldið í Helsingborg f septem- ber og valið úr bestu norrænu auglýs- ingunum. Skilafresmr rennur út 26. júní næstkomandi og hætt við að innsend- ingar verði dræmar frá íslandi þar sem auglýsingagerð hefur ekki verið mikil þetta árið... u mræða um umferðareyjuna fyrir framan Hekluhúsið og gatið á henni var vægast sagt fyrirferðarmikil í vikunni. Át hver eftir öðrum hið ömurlega íðyrði „miðeyjargat" og var engu líkara en um ör- nefni væri að ræða. Skiptar skoðanir eru um gatið, en gárung- arnir segja að eftir viðbrögð Markúsar Arnar Antons- sonar borgarstjóra verði borgarstjóm- armeirihluti sjálfstæðismanna héðan í frá aldrei nefndur annað en Miðeyjar- stjómin... R róðlegt viðtal við nasistaveiðar- ann Simon Wiesenthal birtist í Morg- unblaðinu í gær, þar sem hann ræddi meðal annars um „baltneska" stríðs- glæpamenn. Fram í greininni kemur meðal annars að Wiesenthal hafi í fyrra fundið stríðsglæpamanninn Hans Frank, hemámsstjóra Þjóðveija í Pól- landi, þar sem hann bjó í hárri elli á Kanaríeyjum. Þetta eru vitaskuld mikil U'ðindi — ekki síst fyrir þá sök að Hans Frank var dæmdur til dauða í Nú- mberg-réttarhöldunum og tekinn af lífi skömmu síðar... s litnað hefur upp úr viðræðum milli Dagsprents á Akureyri og Lands- bankans um kaup Dagsprents á þrota- búi Prentverks Odds Bjömssonar á Ak- ureyri. Viðræðumar kváðu hafa farið fram í mikilli alvöru og mun hafa verið ráðgert að Dagsprent keypti Prentverk- ið í samstarfi við Prentsmiðjuna Odda. Af því verður semsagt ekki... s "jónvarpsáhorfendur taka eftir því að fréttastofa Sjónvarps er að stórum hluta rekin með afleysingafólki þessa dagana. í þeim hópi em tveir gamlir Þjóðviljamenn, G. Pétur Matthíasson, sem fjallaði um stjómmál í því blaði, og Kristófer Svavarsson, sem er og hefur verið í erlendum fréttum. Þar er einnig Sólveig Ólafsdóttir, sem áður ZODIA Einn vinsælasti slöngubáturinn í dag. ZODIAC fyrirtækib hóf framleibslu á slöngubátum fyrir meira en 50 árum síban og var fyrirtækib jafnframt brautrybjandi á því svibi í heiminum, staba sem fyrirtækib heldur enn þann dag í dag. Einstök lögun bátsins og þá sérstaklega kjalarins gera hann ákaflega stöbugan og þægilegan á sjó. ZODIAC framleibir fjölda afbrigba af slöngubátum, allt frá litlum skemmtibátum upp í stóra báta sem notabir eru vib erfibustu abstæbur. Þab er ekki ab ástæbulausu ab flestar björgunar- sveitir landsins hafa tekib ZODIAC báta í notkun, þeim dugar abeins þab besta og þab á svo sannarlega vib um ZODIAC bátana. HH Helly Hansen HELLY HANSEN gæbafatnabur sem stenst allar nútímakröfur um gæbi, útlit og endingu. HELLY-TECH geysisterkur hlífbarfatnabur sem er vatnsheldur auk þess sem hann andar sérlega vel og hleypir því frá sér raka. HELLY-TECH er þægilegurfatnabur í hveba vebri sem er. Auk þess framleibir HELLY HANSEN sportfatnab, þurrbúninga og viburkennd björgunarvesti. Allt fatnabur í hæsta gæbaflokki sem notabur er af bæbi áhuga- og atvinnumönnum um allan heim vib hvaba abstæbur sem er. HELLY HANSEN fatnabur fyrir virkt nútímafólk HELLY HANSEN SPORTFATNAÐUR HELLY HANSEN REGN- OG HLÍFÐARFATNAÐUR HELLY HANSEN BJ Ö RG U N ARVESTI HELLY HANSEN ÞURRBÚNINGUR 9SGEIRI U Skeifan 13 ” 108 Reykjavík F sfmi 91 - 677660 fax 91-814775 starfaði á Alþýðublaðinu, en hefúr ver- ið við nám í Bandaríkjunum. Hún leys- ir af Sigrúnu Ásu Markúsdóttur, sem er í fréttaöflunarferð í Kúrdistan, ein- hverri þeirri lengstu og viðamestu sem fréttastofan hefúr ráðist í... i—/istahátíð er lokið og var aðsókn ekki nema miðlungi góð. Hún var lang- best á atriði þar sem Listahátíð var í raun ekki nema samstarfsaðili, á Bíó- rokk Art Film í Laugardalshöll. Mjög fámennt var hins vegar á tónleikum Abdel Gadir Salim á Hótel íslandi og ekki fullt á danssýningum Maguy Marin í Borgarleikhúsi, en þetta voru með stærstu atriðum á hátíðinni. Á þeim fáu atriðum sem var uppselt á tóku gestir eftir því að mikið var um auð sæti. Þau munu hafa tilheyrt boðs- gestum sem ekki létu sjá sig. Er kurr í mörgum sem telja að boðsmiðafargan- ið á Listahátíð hafi keyrt úr hófi fram...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.