Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 35

Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. JÚNÍ 1992 35 DAVÍÐSCH. ÖGMUNDUR ASMUNDUR PÁLL MAGNÚS JÓN ÓTTAR BJARNI PÓRARINN V. KRISTINN PRÖSTUR THORSTEINS- JÓNASSON STEFÁNSSON HALLDÓRSSON GUNNARSSON RAGNARSSON GUÐNASON PÓRARINSSON PÉTURSSON ÓLAFSSON SON DANFRÍÐUR LÁRA V. MAGNÚS RAGNHEIÐÚR SIGRÚN STEF- PURÍÐUR JÓNAINGI- RÓSAINGÓLFS- SIGMUNDUR PÉTUR SKARPHÉÐINS- JÚLIUSDÓTTIR BJARNFREÐS- DAVÍÐSDÓTTIR ÁNSDÓTTIR PÁLSDÓTTIR BJÖRG JÓNS- DÓTTIR GUÐBJARNA- GUÐJÓNSSON DÓTTIR SON DÓTTIR SON flokksins. TVEIRÓLÍKIR KVÓTA- MENN OG FALL' KANDÍDATAR Tveir fengu fjórar tilnefningar íkönnuninni. Annar er Krístinn Pétursson, fyrrum þingmaður sjálfstæðis- manna á Austurlandi og frysti- hússtjóri á Bakkafirði. Kristinn komst á þing þegar Sverrír Her- mannsson hætti og fór í Lands- bankann. Kristinn féll síðan í piófkjöri. Lenti í þriðja sæti á eft- ir þeim Agli Jónssyni og Hrafn- keli A. Jónssyni. Þrátt fyrir að hann sé fallinn af þingi er Kristinn ekki hættur í pólitík. Hann skrifar reglulega greinar um stjómarskrána, fisk- veiðistjómun og Hafrannsókna- stofriuníblöðin. Jafningi Kristins er Þröstur Olafsson, aðstoðarmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar utan- ríkisráðherra og fallkandídat úr prófkjömm Alþýðubandalags og Alþýðuflokks. Þröstur var sem kunnugt er forstjóri og stjómar- formaður KRON áður en hann fór í utanríkisráðuneytið og þar áður framkvæmdastjóri Dags- brúnar. Þrátt fyrir að hafa verið viðloðandi pólitík um langan aldur hefur Þröstur aldrei komist í gott færi við þingsæti. Hann er þessa dagana að búa til nýja fisk- veiðistefnu með Magnúsi Gunn- arssyni. LOKSINS, LOKSINS, LOKSINS; TVÆRKONUR Þegar komið er niður í fjór- tánda sæti listans yfir æskilega nýliðun á þingi koma konur loks við sögu. I fjórtánda sætinu sitja tvær konur sem fengu fjórar til- nefriingarhvor. Danfríður Skarphéðinsdótt- ir, flakkarinn frá sfðasta kjör- tímabili, er önnur. Hún er Kvennalistakona sem kunnugt er og sat á þingi fyrir Vestur- landskjördæmi. Það er ef til vill fullsterkt að segja að hún hafi fallið í síðustu kosningum þar sem hún fór inn sem flakk- ari í þarsíðustu kosningum. Kjör flakkarans ræðst miklu fremur af stærðfræðilegri til- viljun en kjörfylgi og því hefði það sprengt allar líkur ef Dan- fríður hefði flakkað inn á þing tvisvar í röð. Lára V. Júlíusdóttir, fram- kvæmdastjóri Alþýðusam- bands Islands og varaþing- maður krata, fékk jafnmargar tilnefningar og Danfríður. Þær eru því gullstúlkumar á sama hátt og Einar Oddur, Guð- mundur Árni og Ellert eru gulldrengimir. Lára V. hefur lengi verið á leið á þing en ekki komist, þar sem þungar- viktarfólk er á undan henni í röðinni á Reykjavíkurlistan- um. Nú síðast skaut Össur Skarphéðinsson henni ref fyrir rass og stakk sér upp á milli hennar og Jóhönnu Sigurðar- dóttur. ins. Asta Möller, fimmtándi maður á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík. Drífa Hjartar- dóttir, sjálfstæðiskona frá Hvolsvelli og glímufélagi Eggerts Haukdal. Einar Már Sigurðsson, allaballi af Aust- urlandi, kennari og mótfram- bjóðandi gegn Hjörleifi Gutt- ormssyni. Guðný Guðbjörns- dóttir, dósent við Háskólann og Kvennalistakona. Guðrún Jónsdóttir, arkitekt og fram- bjóðandi Nýs vettvangs og frjálslyndra. Grétar Þorsteins- son, allaballi og formaður Tré- smiðafélags Reykjavíkur. Pét- ur Bjarnason, fræðslustjóri Vestfjarða og varaþingmaður frammara. Pétur Guðjónsson, æðstiprestur Flokks mannsins og námskeiðahaldari. Harald- ur Olafsson, dósent í mann- fræði og fyrrum þingmaður Framsóknarflokks. Jón Sæ- mundur Sigurjónsson, aðstoð- armaður Sighvats Björgvins- sonar heilbrigðisráðherra og fyrrum þingmaður krata. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, kynlífs- fræðingur og dálkahöfundur í PRESSUNNI. Ragnar Óskars- son, allaballi og varaþingmað- ur frá Vestmannaeyjum. Rósa Ingólfsdóttir, grafískur hönn- uður og fyrrum þula í Ríkis- sjónvarpinu. Sigmundur Guð- bjarnason, fyrrum rektor Há- skóla ís- lands. Sigríður Jóhannesdótt- ir, kennari og varaþingmaður Alþýðubandalags á Reykja- nesi. Sigurður Þórólfsson, varamaður Framsóknar frá Vesturlandi. OG ÞEIRSEM ENGINN NEFNDI Eins og áður sagði fékk Albert Guðmundsson enga tilneíriingu. Aðrir þekktir stjómmálamenn, sem ekki em á þingi en fengu eftir sem áður enga tilnefningu í könnuninni, em til dæmis: Guð- mundur G. Þórarinsson, fram- sóknarmaður úr Reykjavík og erkifjandi Finns Ingólfssonar. Asgeir Hannes Eiríksson, pylsu- sali, íyrmm þingmaður Borgara- flokks og vonbiðill til pólitískra metorða til margra ára. Júlíus Sólnes og Óli Þ. Guðbjartsson, fyrrum ráðherrar Borgaraflokks. Allir aðstoðarmenn ráðherranna fyrir utan þá Þröst og Jón Sæ- mund. Enginn borgarfulltrú- anna. Og enginn sjónvarpsfrétta- maður utan Sigrún, en sjón- varpsfréttamenn þóttu einu sinni besta efnið í þingmenn. GunnarSmári Egilsson FLEIRI DRAUMAÞING' MENN EN MEÐ MINNA FYLGI Það vom fimm manneskjur sem náðu þeim árangri í könnun- inni að vera nefndar af tveimur þátttakenda. Tveir framsóknar- kallar og þrjár konur, hver úr sinni áttinni. Jóhann Einvarðsson, fyrr- um þingmaður Framsóknar af Reykjanesi og núverandi vara- maður Steingríms Hermanns- sonar, fékk tvö atkvæði. Jó- hann var áberandi á síðasta kjörtímabili og var meðal ann- ars formaður utanríkismála- nefndar. Hann flaut inn á þing í kjölfar Steingríms, sem sóp- aði til sín atkvæðum í kosning- unum 1987. Og Jóhann rann út af þingi aftur þegar fjaraði undan Steingrími í kosningun- um 1991. Magnús Bjarnfreðsson, fyrrum fréttamaður á Ríkis- sjónvarpinu og núverandi al- mennur kynningarmaður og álitsgjafi, fékk jafnmargar til- nefningar og Jóhann. Magnús er framsóknarmaður og hefur starfað fyrir þann flokk í heimabyggð sinni; Kópavogi. Af konunum þremur sem fengu tvœr tilnefningar skal fyrsta telja Ragnheiði Davíðs- dóttur, fyrrverandi krata. Eins og margkunnugt er var Ragn- heiður varamaður Alþýðu- flokksins í stjóm Menningar- sjóðs en fékk ekki að verða að- almaður. Því gengu hún og fjölskylda hennar úr flokkn- um. Ragnheiður er einnig kunn að baráttu fyrir bættri umferð- armenningu, eins og það heitir. Sigrún Stefánsdóttir, lektor >' fjölmiðlafræði og fréttamað- ur á Ríkissjónvarpinu, var jafnoki Ragnheiðar. Sigrún er einnig kunn að baráttu fyrir bótum á allskyns menningu; meðal annars matar- og hreyfingar- menningu. Hún hefur einnig barist fyrir stærri lilut kvenna í fréttum. Sig- rún hefur ekki starfað inn- an stjómmálaflokka og ekki látið uppi hvað hún kýs. Þriðja tveggja atkvœða konan er Þuríður Pálsdóttir, söngkona og varaþingmaður Sjálfstæðisflokks. Pólitískur hápunktur Þuríðar var barátta hennar gegn svokölluðum ekknaskatti Ólafs Ragnars Grímssonar. Sá meðbyr sem hún naut í því máli dugði henni þó ekki til að tryggja sér ör- uggt sæti á lista sjálfstæðis- manna í Reykjavfk. LOKSÞAUSEMAÐ' EINS EINN MUNDI EFTIR Loks skal það fólk nefnt sem fékk eina tilnefriingu. Það vom átján manneskjur alls. Og hefst nú upptalningin: Arni Gunnarsson, fyrr- um þingmaður krata og fallkandídat úr Suður- landskjördæmi. Ashildur Jónsdóttir, fyrrum fram- bjóðandi Flokks manns- K Y N L í F JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Kynlífskrásir. Sjálfsfróun, gjörðu svo vel... Undanfamar vikur hefur mér orðið tíðrætt um einleik á eigin kropp, hvers vegna sjálfsfróun var eitt sinn litin homauga (nefrid sjálfssaurgun í eldri orðabókum) og til hvers fólk nýtur þess að gæla við sjálft sig. Á sumrin fer fólk oft ótroðnar slóðir og sleppir fram af sér beislinu. Því finnst mér vel við hæfl að koma með nokkrar uppástungur um hvemig hægt er efla unaðs- stundir sjálfsfróunar svona um hásumarið. Þá fara margir í fií og hafa frekar tíma til að dútla Ég fullvissa þig um að eftir nokkra reynslutíma ísjálfs- fróun verða tilfinn- ingarnar álíka nota- legar og sjálfhegð- unin — svo framar- lega sem þú ert með það á tœru að þú sért að gœla við þig sjálfs þín vegna. við sig en ella. I gamla dag vom kynlífs- þarfir fólks mikið leyndarmál. Nú á tímum glímum við við önnur viðhorf. Öll eigum við að vera afskaplega opin og umburðaríynd. (Meira að segja stunda sumir kynhegðun sem þeim er raunvemlega ekki að skapi en gera það samt til að vera ekki álitnir púkó í augum hins. Slíkt viðhorf fmnst mér reyndar meira í ætt við sjálf- snauðgun en gleðilegt kynlíf.) Þeim, sem hafa lítið ffóað sér, líður stundum hálfeinkenni- lega þegar þeir byrja á því fyrir alvöru að gæla við sig. Þá er gott að vita að þú ert ekki sá eini í heiminum sem hefur lið- ið þannig. Ég fullvissa þig um að eftir nokkra reynslutíma í sjálfsfróun verða tilfinningam- ar álíka notalegar og sjálf hegðunin — svo framarlega sem þú ert með það á tæm að þú sért að gæla við þig sjálfs þín vegna. Það er ekki úl nein pottþétt „uppskrift" að sjálfsfróun vegna þeirrar einföldu ástæðu að mannfólkið er svo marg- breytilegt. Hér koma samt nokkrar uppástungur fyrir þá sem vilja fikra sig áfram við að kynnast betur eigin kroppi. Allt sem brýtur niður fastmót- aða sjálfsfróunarhegðun kem ur að gagni. Jæja, við skulunt ekkert vera að tvínóna við hlut- ina. Stundum er gaman að fróa sér á nýjum stöðum. Þetta ætti ekki að vera erfitt núna um há- sumarið þegar við emm á fleygiferð um landið tneð hjól- hýsið skröltandi aftan í, á göngu um hálendið, kúrandi inni í tjaldi eða að tuskast í hlöðunni einhvers staðar uppi í sveit. Það ætti ekki að skaða neinn að vera berrassaður úti um stund þar sem enginn sér! Langflestir fróa sér á þeim tíma sólarhrings þegar þeir ganga slæptir og syfjaðir til náða. Þetta er ástæða þess að margir halda að sjálfsfróun geri þá þreytta. Prófaðu að breyta til og gæla við sjálfan þig á öðmm tímum, til dæmis á morgnana eða um miðjan dag- inn (nónfróun?). Svo er hægt að bregða út af vananum og snerta sig á annan hátt en venjulega. Margir ein- blína á kynfærin sem einu upp- sprettu kynnautnarinnar (og haga sér eins í parakynlífinu). Auðvitað em kynfærin sér- staklega næm en önnur svæði líkamans em það líka. Spyrjið bara þá sem hafa lent í slysi og misst skynjun á neðri hluta ltk- amans. Líkaminn allur nýtur snertingar, en það verður að minna þessa höll kynnautnar- innar á það öðm hvom — ann- ars hættir kroppurinn að finna fyrir sér öllum. Ég mæli sér- staklega með því að setja olíu á allan líkamann, heilsa upp á vanrækta staði og auka næmið. Þeir sem hafa gaman af sjónrænni örvun gætu prófað að horfa á sig við sjálfsfróun- ina og taka eftir því hvemig kroppurinn bregst við örvun. Þeir sem hætúr em að nenna að rakka Iíkamsútlit sitt niður gætu meira að segja komið fyr- ir stómm spegli til að horfa á öll herlegheitin. Það er engin regla að sjálfs- fróun þurfi að ljúka með full- nægingu í hvert einasta skipti. Prófaðu að stríða sjálfum þér og láta kynæsinguna hjaðna og aukast á víxl. Ef þú gleymir fullnægingunni öðm hvoru dregur það úr fullnægingar- áráttunni sem kollríður kyn- lífsviðhorfi flestra. íslendingar telja sig oft hafa munninn fyrír neðan nefið. Samt er eins og fólk þori hvorki að æmta né skræmta þegar leikinn er einleikur á eig- in búk. Um leið og þú heftir hljóð sem vilja komast út úr barkanum við kynferðislega örvun heftirðu öndunina og þar með kynæsingu líkamans. Láttu það nú einu sinni eftir þér að stynja eða æja um leið og þú fróar þér. Eitt það forvitnilegasta sem elskendur geta kennt hvor öðr- um er að fylgjast með hvemig hinn fróar sér. Það hjálpar þeim líka hvomm um sig að líta á sig sem kynferðislega sjálfstæðan einstakling. Svo er það bara svo gríðarlega eró- tískt að fylgjast með hinum. Gleðilegar stundir í sumarfrí- inu! Spyrjið Jónu um kyniifið. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.