Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 40

Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR PRtSSAN 25. JÚNÍ 1992 Ég held að hann Markús Öm sé að reyna að drepa mig. Fyrst leyfir hann bílum að aka eftir Austurstræti. Það munaði minnstu að ekið yrði daglega yfir mann á tneðan ég var að venjast því. Svo bannar hann btlaumferð. Og akkiírat þegar ég var búinn að fatta það og liættur að líta til hægri og vinstri áður en égfór yfirgöt- una opnar hann fyrir btlunum aftur. Einn þcirra náði að aka yfir tána á mér og égget sjálf- sagt prísað mig sælan fyrir að hann náði ekki t stærrí skammt af skrokknum á mér. Ég skil ekki hvers vegna mað- urinn gefur ekki bara út opið veiðileyfi á mig! fylgdu með. Bjór eða léttvín er ekki hægt að fá. Miðað við aðbúnað gesta og það að ekki er hægt að fá rauðvín eða öl með matnum verður samt að segjast eins og er að pizzumar em dá- lítið í dýrari kantinum. Maður fær þær á sama verði — eða jafnvel ódýrari — á flottari stöðum með vínveitingaleyfi. En þær eru samt skratti góðar pizzum- ar í Eldsmiðjunni, betri en víðast hvar annars staðar. LEIKHÚS • Kæra Jelena. Það er nákvæmlega ekki neitt að gerast I neinu leikhúsi eft- ir því sem næst verður komist. Fyrir austan og norðan, í fannferginu, berj- ast þó gegnum skaflana yngstu og efnilegustu leikarar Þjóðleikhússins og sýna kassastykkið góða um kennslu- konuna Jelenu og nemendur hennar. Fyrir leikarana ungu er þetta þó ekki meiri útlegð en svo að í millitíðinni ná þeir að spásséra svolítið á bömnum í Reykjavík, að minnsta kosti sumir. Samkomuhúsið Húsavík fim. og fös. kl. 21. KVIKMYNDIR • Dagsverk. Kári Schram er búinn að vera á hælunum á honum Degi langa- lengi og stundum er Jón Proppé með honum. Líklega er það ekki alltaf auð- velt verk eða þakklát, en upp úr krafs- inu hafa þeir haft heimildarmynd um Dag Sigurðarson, skáld, málara og bóhem fyrir lífstíð. Dagur er náttúriega ofboðslega myndrænn og hann hefur lifað margt og séð margt og hugsaö margt, eins og að líkindum kemur fram í myndinni sem verður frumsýnd á lokadegi óháðrar listahátíðar. Héðins- hús sun. kl. 20. • ívan grimmi I og II. Síðasta kvik- myndin sem Eisenstein náði að klára, stuttu fyrir andlátið. Hún er fmmsýnd í lok stríðsins þegar Stalín drottnaði ein- ráður yfir Rússlandi, harðstjóri og sér- stakur aðdáandi Ivans. Stalín taldi nefnilega að ívan hefði verið góður rússneskur þjóðernissinni sem full- komnaði þá list aö klekkja á andstæð- ingum sínum og óvinum. En miðað við Stalín var hann náttúrlega eins og hver önnur rola. Mir-salurinn sun. kl. 17. MÁLÞING • Gunnar Gunnarsson Þeir eru bún- ir að tala svo mikið um Halldór Lax- ness að það er ágætt að taka pásu og tala svolítið um Gunnar Gunnarsson. Það ætla áhugamenn um bókmenntir að gera í rigningunni á laugardag, sem nemur svosem einum venjulegum vinnudegi. Þarna er fremstur í flokki Thor Vilhjálmsson (við vitum að hann segir eitthvað skemmtilegt), en líka og meðal annars bókmenntafræðingamir Böðvar Guömundsson, Þorleifur Hauksson, Dagný Kristjánsdóttir og Soffía Auður Birgisdóttir. Það er alls ekki víst að þau verði jafnskemmtileg og Thor, en yfir því er þá hægt að rífast og skammast í pallborðsumræðum sem Matthías Viðar Sæmundsson stjómar. Svo er það náttúriega verðugt rannsóknarefni í sjálfu sér hvers vegna enginn nennir að lesa Gunnar Gunnarsson lengur — nema bók- menntafræðingamir. Borgartún 6 lau. kl. 17. FÓTBOLTINN • ÍA-Víkingur Þeir spila ótt og títt í ís- lenska boltanum, næstum á hverjum degi þessar vikumar, svo það er varla fyrir nema alhörðustu áhangendur að þekkja stöðuna í deildinni. Þannig verður þetta fram á næsta fimmtudag, en þá verður tíu daga hlé á mótinu. Það er svosem ekkert komið á hreint ennþá nema hvað varia fellur Þór, en líklega Breiðablik og kannski ÍBV. Stórieikir sjöundu umferðarinnar hljóta að teljast leikur ÍA og Víkings á Skag- anum á laugardag og Þórs og Vals á Akureyri á sunnudag. Sunnan heiða leika svo Fram og IBV á sunnudag, en á mánudagskvöldið KR á móti FH og Breiðablik móti KA. 1 2 3 4 7 8 9 Tö ■ " ” ■ 13 14 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 1 46 47 ■ 46 49 ■ 50 51 ÞUNGA GÁTAN LÁRÉTT I öruggur 6 löt 11 fugla 12 gjálpa 13 málmblöndu 15 galli 17 eiri 18 pokaskjatti 20 náttúrufar 21 tignarstaða 23 fljótræði 24 hnoðuðu 25 kjaft 27 fiskar 28 fá 29 sorp 32 etur 36 hiti 37 fönn 39 bleytu 40 lærdómur 41 gálaust 43 gremju 44 mjólk 46 sjlin 48 orðflokkur 49 bylgjur 50 dymar 51 taminn LÓÐRÉTT 1 geldingagras 2 deyfðina 3 traust 4 gerlegt 5 rumar 6 óðalsbónda 7 úði 8 lamdi 9 reipis 10 viðkvæmur 14 aul- ar 16 kæpa 19 slæpast 22 deila 24 samkvæmt 26 málmur 27 svei 29 sek 30 hreinn 31 vesalast 33 rolan 34 sáðlandi 35 bölvar 37 vitur 39 óláta 41 sjóði 42 spildu 45 klæðnaður 47 svelgur , J>að er voðalega erfitt að lýsa þessari tónlist, fólk verður bara að koma og hlusta á okkur," seg- ir Guðberg Jónsson, helmingur hljómsveitarinnar T-World. Hinn helmingur þessa dúetts heitir Birgir Þórarinsson en þeir félagar spila það sem Guðberg kallar „teknó-hipphopp“. Annað kvöld verða haldnir tónleikar í Héðinshúsinu undir merkjum óháðrar listahátíðar. Sveitirnar sem þar koma fram eiga það sammerkt að spila danstónlist og því ættu dansfíkl- ar bæjarins ekki að láta sig vanta. Þarna spila T-World, Soul Control, Mind in Motion, Pís of keik og Ajax. Allt saman grúpp- ur sem leika danstónlistina sem hvað vinsælust er í dag. Guðberg segir T-World eigin- lega vera tvískipta hljómsveit. Annars vegar spila þeir „venju- lega“ tónlist og hins vegar hipp hopp — hipp hopp er að minnsta kosti sú skilgreining sem nær- tækust er. Tónlist þeirra félaga er að megninu til frumsamin en einnig em einhver „cover“-lög á efnis- skránni. „Við tökum til dæmis lag Hilmars Amar Hilmarssonar, Fields of Rape, og setjum það í dansútfærslu. Við gerðum þetta aðallega til að hrella Hilmar en þegar hann heyrði lagið varð hann yfír sig ánægður," segir Guðberg. ÍTILEFNI DACSINS „Þetta er einþáttungur sem gerist á stað sem helst líkist út- fararstofnun og það er fylgst með fólki sem þangað hefur rat- að af einhverju tilefni," segir Þorvaldur Þorsteinsson, mynd- listamiaður og höfundur leikrits- ins 1 tilefni dagsins sem frum- sýnt verður f Héðinshúsinu í kvöld, fimmtudagskvöld, klukk- an átta. Þorvaldur var með Vasa- leikhúsið á Rás 2 í eitt ár og þá hefur hann einnig skrifað sjón- varpsleikrit sem sýnt var sem hluti af þáttaröðinni Ummynd. I tilefni dagsins er hins vegar íyrsta verk hans fyrir svið og er sett upp í samvinnu Vasaleik- hússins og P-leikhópsins. Leikstjóri er Andrés Sigur- vinsson, Rósberg Snœdal sér um leikmynd og búninga, en leik- endur eru Aldís Baldvinsdóttir, Erlingur Gíslason, Guðrún Ás- mundsdóttir, Ingibjörg Bjöms- dóttir, Jón Stefán Kristinsson, Karl Guðmundsson og Ólafur Guðmundsson. Leikrit sem gerist á útfarar- stofnun, er það ekki þungt drama? „Nei alls ekki. Það er nú einhvem veginn þannig, eins og Chaplin sagði einhvem tíma, að hlutir verða ekki skemmtilegir nema þeir séu litaðir á svartan bakgmnn. Þessi hátíðleiki sem fylgir kistulagningum gerir að verkum að ýmis smáatriði verða Frá æfingu á verki Þorvaldar; í tilefni dagsins. alveg óskaplega fyndin en væru ekki fyndin væm kringumstæð- umar ekki alvarlegar. Mér finnst það mjög vel til fundið hjá Þor- valdi að hafa þennan bakgmnn," sagði Guðrún Ásmundsdóttir í stuttu spjalli. Verkið verður aðeins sýnt tvisvar, í kvöld og á sunnudags- kvöld. Er ekki rosalegt að leggja á sig allt það erfiði sem fylgir uppsetningu fyrir einungis tvær sýningar — og í sjálfboðavinnu þar að auki? „Nei, við lásum öll handritið fyrst og maður hefði aldrei farið út í þetta ef maður hefði ekki haft gaman af handrit- inu. Maður fann að þama var ungur höfundur á ferðinni sem hafði eitthvað sérstakt, eijthvað öðmvísi en maður hafði séð áð- ur,“ svarar Guðrún. En. Það verður fleira að gerast í Héðinshúsinu í kvöld: Valdi- mar Örn Flygenring kemur fram; Þórey Sigþórsdóttir leikur Skilaboð til Dimmu eftir Elísa- betu Jökulsdóttur, Leikarinn Bjöm Ingi Hilmarsson og dans- arinn Asta Henriksdóttir flytja verk eftirSylviu von Kospotk, og þá verður einnig dagskrá byggð á Reykjavíkursögum Ástu Sig- urðardóttur. DINNER Sigurður Hróarsson leikhússtjóri i Borgarleikhúsinu Draumadinner Sigurðar er sígild samdrykkja Jesús Kristur til að útskýra fyrir mér erfðasyndina Ari fróði til að fræða mig um heimtufrekju biskupa Þorgeir Ljósvetningagoði til að upplýsa mig um hvernig það var að pæla undir feldinum Höfundur Njálu til að svipta hulunni af sjálfum sér Snorri Sturluson til að kenna mér skáld- skaparfræði Shakespeare til að skrifa fyrir mig leik- rit Mozart til að semja við það tónlist- ina Sigurður Nordal til að rekja gamirnar úr gestunum Enginn niatur verður á borðum, cn mikið af góðu öli PLATAN NICK CAVE THE DAD SEEDS HENRY'S DREAM Hin lágskreiða menningar- músik, sem kennd er við Nick Cave, hefur verið afar vinsæl undanfarin 10 ár. Þarafleiðandi er ekki skritið þótt hann sé núna að koma fram í dagsljósið eftir 10 ára aðlögun. Henry's Dream ersvipuð og búast mátti við. Lögin minna á Leonard Cohen og aðra folk rock-trúbadora og spilamennskan líka, með kassagítar og orgeli. Textar Caves eru einnig meira i þjóðlaga- og Ijóðastil. Ein besta platan á árinu. Fær9af 10. JA6ADACHARYA OC KRIPALÚ Til landsins er komin þriðja sinni Yogi Amrit Desai, betur þekktur sem Gurudev, en það mun þýða ástkæri kennari á íslensku. Gurudev þessi er þekktur um víða ver- öld sem einn helsti jógaspekingur sem nú er uppi. Hann iðkaði sjálfur og kenndi hefðbundið jóga lengi vel en í kringum 1970 fór hann að þróa sína eigin útgáfu af jóga sem hann nefnir Krip- alujóga. Hann stofn- aði síðar stærðarinnar kripalujógamiðstöð í Massac- husetts í Bandaríkjunum og þangað munu víst þúsundir manna leita á hverju ári. Guru- dev hefur verið sæmdur margs konar nafnbótum svo sem jag- adacharya eða alheimskennari. En hingað er hann kominn enn á ný. Og í kvöld, fimmtu- dagskvöld, klukkan átta heldur hann fýrirlestur um ffæði sín í Borgarleikhúsinu. Um helgina heldur hann námskeið í íþrótta- húsi Digranesskóla og þar ætl- Þetta er hann Gurudev en við hann flestum ómetanleg upplifun. ar hann að íjalla um ,Jivemig sjálfsþekkingin eykst við að viðurkenna gömlu hegðunar- mynstrin og breyta þeim. En í stað þess að láta breytinguna sjálfa eða „batanrí1 verða loka- takmarkið í sjálfu sér getum við nýtt okkur þessa reynslu til að komast að því hver við raunverulega erum“, eins og segir í fréttatilkynningu frá fé- lagsskapnum Heimsljósi, sem stendur að komu Gurudevs. Merkilegt.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.