Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 38

Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25.JÚNÍ 1992 smáa letrið Það var skammarlegt og f raun sorglegt hversu þjóðin var illa til fara þegar hún hélt þjóðhátíðar- daginn hátíðlegan. Skyldi hún Ifka ætla að klæða sig svona eftir tvö ár, þegar lýðveldið okkar á fimmtíu ára afmæli? Karlarnir í gallabuxum og vindjökkum og konurnar reyndar líka, eins og klipþtar út úr þýskum verðlista. Enginn í þjóðbúningi og ekki heldur f sþarifötum. Svo tók hjartað kipp; þarna kom askvað- andi hóþur ungra kvenna og karla, glaður og reifur og dæma- laust frjálslegur, stúlkurnar í þjóðbúningi og strákarnir f svört- um jakkafötum með lakkrísbindi. En svo fannst manni fasið eitt- hvað kunnuglegt og það reynd- ist vera rétt; þetta var Hamra- hlíðarkórinn blaðskellandi á leið f kampavínsboð hjá Þorgerði Ingólfsdóttur, sem ætti að fá verðlaun fyrir að vera eins konar vörður þjóðbúningsins. Annars vekur þetta upp ótal spurningar um þjóðerniskennd íslendinga, að enginn skuli fara í spariföt á þjóðhátfðardaginn. i Noregi flykkjast til dæmis allir, stórir og smáir, út á göturnar 17. maí, hérumbil hver einasti Norð- maður tekur glaður fram þjóð- búninginn og íklæðist honum fullur af stolti yfir því að vera Norðmaður og ekki annað. Stendur svo allan liðlangan dag- inn veifandi fána, hæstánægður þótt í raun gerist ekki annað en að kóngurinn keyrir í opnum vagni eftir Karl Jóhannsgötu. f þjóðbúningnum, fullur af ætt- jarðarást. Ekki svo fslendingurinn. Hann fer lúpulegur og illa klæddur f bæinn 17. júní, þess albúinn að láta sér leiðast. Þetta er honum leið kvöð, en hann gerir það fyrir börnin. Hann veit að það er ekki satt þegar blöðin skrifa daginn eftir að það hafi verið karnival- stemmning í miðbænum. Hann óttast svo að vera talinn púka- legur að hann mundi ekki fara í þjóðbúning þótt honum væri borgað fyrir það. Hann finnur ekki til samkenndar með einu né neinu, allra síst öllum hinum fs- lendingunum. Það er þá kannski1 satt sem séra Heimir Steinsson sagði, þegar þjóðin var að hlæja sig máttlausa vegna þess að hann flaggaði á útvarpsráðs- fundum, að Islendingar séu feimnir, eða jafnvel fullir af taugaveiklun, gagnvart hinum ytri táknum lýðveldisins, sem eru til dæmis fáni, þjóðsöngur og þjóðbúningur. s í vor var haldinn sérstakur þjóð- búningadagur f Osló. Norð- menn flykktust út á göturnar í þjóðbúningi, enda slfku alvanir. Fólk frá hinum Norðurlöndun- um var líka hvatt til að fjölmenna, f þjóðbúningi sfns lands. Um göt- urnar gengu hópar af Dönum, Svíum og Finnum sem eru bú- settir (Osló, en líka Færeyingar, Álandseyingar, Grænlendingar og Samar. Hvert sem var litið glöddu hinir litríku þjóðbúningar augað. Af fimm þúsund íslend- ingum sem eru búsettir í Osló kom ein kona, f skautbúningi. Það leið ekki á löngu áður en hún gafst upp á að vera týnd í mannhafinu og tók sporvagn heim. Líklega var þetta sjálf fjall- konan. Persónugerðir Evrópuknatt- spy rnukeppninnar skiptast í átta grunngerðir eða jafn- margar og liðin sem tóku þátt En það þýðir ekki að fólk skiptist hreint og klárt í þessar átta týpur. Þar sem um hálfgerða útsláttarkeppni er að ræða er fólk samansett úr misstórum skömmtum af mismörgum af þessum grunngerðum. Ekki ósvipað og í stjömuspekinni. Þar get- ur ljón sem er rísandi meyja verið öðmvísi karakter en ljón sem er rísandi naut. Þannig hefur sá, sem fyrst hélt með Frökkum, hélt síðan með Svíum eftir að Frakk- arnir féllu út, skipti svo yfir í Hollendinga þegar Svíar töp- uðu og niun halda með Dön- um á morgun, allt aðra per- sónueiginleika en sá sem hef- ur haldið með Dönum alla keppnina. Hann er líka ólík- ur þcim sem byrjaði eins og hann að halda með Frökk- um, skipti síðan yfir í Sam- veldin, þar næst Hollendinga og endar á morgun með að halda með Þjóðvcrjum. En skoðum þessa sálgrein- ingu knattspyrnunnar nánar. ENSKA GRUNNGERÐIN Þeir sem héldu með Englend- ingum í upphafi keppni em bar- áttumenn sem gefa lítið fyrir stíl, fegurð og aðra fínansa í lífinu. Þeir sjá knattspymu eins og þeir sjá lífið, sem vinnu og baráttu. Þeir sem heillast af Englending- um velja sér sviplítil en traust föt og þola ekkert pijál eða glingur. Aðalkröfur þeirra til matarins eru að skammtamir séu nógu stórir. En þrátt fyrir mikið dálæti á dugnaði kemur meira erfiði út úr vinnu þeirra en árangur. Þeir em ekki nýjungagjamir og vilja hafa lífið eins og þeir vilja hafa fótboltann; í föstum skorðum. Þótt vinna þeirra skili þeim mikl- um tekjum ávaxta þeir þær ekki, heldur hlaða í kringum sig hlut- um. Eins og Bretar hafa þeir ekki trú á að þeir geti unnið sig upp. Meðal annars þess vegna hefur ekkert af átrúnaðargoðum þeirra, ensku fótboltamönnunum, kom- ist lengra en að afgreiða á bar eða tala um fótbolta í útvarp þegar ferlinum lýkur. SAMVELDISGRUNN- GERÐIN (ÁÐUR SÚ SOV- ÉSKA) Þeir sem héldu með Samveld- unum hafa til að bera tvo megin- þætti í persónugerð sinni. Sá stærri og sá sem var meira áber- andi á ámm áður er trúin á skipu- lagið. Sovéskir knattspymumenn hafa aldrei sveiflast með gangi leiksins eins og fótboltamenn annarra þjóða. Þeir vita sem er að í leiknum takast á tvö kerfi. Kapp einstaklingsins breytir þar litlu um og gæti jafnvel tmflað hinn raunvemlega leik. Áhangendur Sovétmanna trúa á sömu lögmál í lífinu. Þeir vita að takmarkanir mannskepnunnar má yfirvinna með góðu skipulagi. Hinn meginþátturinn í per- sónuleika áhangenda Sovét- manna kom seinna til. Það er að- dáun á heiðarleika í bland við aumingjaskap. Sama fólk heill- aðist af Steingrími Her- mannssyni þegar hann lýsti því hvemig hann hafði verið gabbað- ur og dró ekkert undan. Á sama hátt heillaðist það af Gorbatsjov þegar hann gekk með betlistaf um Vesturlönd. Þeim fannst eitt- hvað sætt við að sjá þennan full- trúa stórveldisins viðurkenna upp á sig aumingjaskapinn. SÆNSKA GRUNNGERÐIN Þeir íslendingar sem trúa á yfirburði hins norræna stofns halda með Svíum. Allt fyrir sunnan Amsterdam og Berlín er í þeirra augum bölvað barbarí. Þeir láta eins og bestíur á Spánar- strönd enda eru þeir að eigin dómi komnir út fyrir þau mörk þar sem siðferðið endar. Hér í norðrinu er allt hins vegar eins og sænski boltinn; traustur en jafn- ffamt dálítið einkennalaus. Séður úr suðri er hann þurrkuntulegur, flatur og tilfinningalaus. Eins og Svíar og allt sem þeir gera. Volv- óinn þeirra er dæmi um þetta. Á meðan aðrar þjóðir búa til bfia sem em framlenging á typpi eig- andans setja Svíamir öryggið of- ar öllu. Volvóinn er því líkari smokki en öðmm bflum. FRANSKA GRUNNGERÐIN í raun er það dálítið sundur- laus hópur sem hefúr látið heill- ast af franska landsliðinu og ef þessar gmnngerðir hétu almenn- um nöfnum mundi þessi sjálf- sagt heita „annað“. Sumir aðdá- enda Frakka lásu Veislu í far- ángrinum á of viðkvæmu aldurs- skeiði, sóttu síðan Frakka heim til náms (þótt fæstir þeirra hafi lokið prófi) og enduðu uppi sem hálfvankaðir miðaldra menn. Það er ómögulegt að segja hvort vönkun þeirra má rekja úl rauð- vínsins eða þokukenndrar franskrar hugsunar. Aðrir hafa tamið sér svipmót þessarar sömu hugsunar til að draga yfir tak- markaða greind. Annar hópur stuðningsmanna Frakka hefur bundið trúss sitt við Platini og svflcur hann ekki. Það má ekki aðeins rekja til fæmi hans á fótboltavellinum á ámm áður heldur ekki síður til þess hversu vel honum hefúr famast sfðan; hvað hann á marga knatt- spymuskóla og svo framvegis. Ást þeirra á Platini á frekar ætt sína að rekja til trygglyndis Frakka gagnvart móðurinni en fjöllyndis þeirra gagnvart öðmm konum í lífi þeirra. Þess vegna vilja þeir ekki skilja hann eftir með ígrædd Antabus-hylki í maganum eins og enskir léku George Best, heldur vilja þeir sjá hann sem framkvæmdastjóra Ólympíuleikanna árið 2004. SKOSKA GRUNNGERÐIN Þeir sem héldu með Skotum vom fyrst og fremst þeir sem hafa fallið fyrir þessari þjóð sök- um þess hversu ódýrt er að versla í Glasgow. Skotar hafa því fengið þá aðdáendur sem þeir eiga skilið; þá sem horfa í aurinn. Eins og hjá þeim sem safna auði undir koddann þá fara lífsins lystisemdir dálítið fram- hjá þeim sem eyða ævinni í að gera hagstæð innkaup. Veldi til- finninganna rís aldrei hærra en hjá Taggart og táknmál ástarinn- ar verður jafnfjölbreytt og mjaðmahnykkir Rod Stewart. Nískan smitar langt út fyrir budduna. Fólk tímir ekki lengur að henda gömlum ósiðum og hræðist allt nýtt. HOLLENSKA GRUNN- GERÐIN Áhangendur hollenska hðsins em dáh'úð eins og búningar þess; svoh'úð öðmvísi, jújú, en þreyt- andi og væmnir úl lengdar. Og þannig er lflca Amsterdam, sem sama fólkið hefur heillast af. Þar svífur einhver gervimennska yfir vötnum; ekkj sama hættulega gervimennskan og í Ameríku, heldur með öllu háskalaus. Þar lyftist enginn hátt né sekkur djúpt. Þar er fólki strokið en ekki gælt við það og því ögrað en ekki ógnað. Leikur Hollendinganna hefur aldrei þann þunga sem þetta fólk vill svo ógjaman hafa í lífi srnu. Hjá þeim gengur ekkert upp ef það er ekki létt og leik- andi. í stað þess að kljást við það bíða þeir ffekar efúr næsta leik í von um að þá gangi betur. Þann- ig færa áhangendur þeirra sig ef einhver er fyrir þeim. Leita frek- ar að huggulegheitum en vellíð- an. Og þeir gera ekkert vel frekar en þeir gera nokkuð illa. ÞÝSKA GRUNNGERÐIN Fólk utan Þýskalands sem heldur með Þjóðverjum hefur ftekar játað sig sigrað en heillast. Það felst í því einhver masókismi að horfa upp þýska hðið á góðum degi valta yfir andstæðingana. Innfæddir Þjóðveijar finna hins vegar sadismann ná tökum á sér þessa sömu stund. Þýska hðið er lið fyrir þá sem liggja flatir fyrir líkamlegum og ofbeldiskenndum karlmannleik. Það er síður fyrir þá sem beita honum, enda hafa þeir flesúr svo skakka sjálfsmynd að þeir væm vísir til að halda með Hollendingum. En þýska liðið er líka fyrir þá sem trúa á mátt liðs- ins, þjóðarinnar, múgsins eða annarra hópa. Þjóðverjar eru nefnilega fæddir úl að ná langt í hópiþróttum og hafa alltaf verið betri en veikasú hlekkurinn, öfúgt við landslið annarra þjóða. Það er einmitt þess vegna sem veikir hlekkir dást að Þjóðveijum. Fyrir þeim er Þýskaland himnaríki. Þar finna þeir sig sterka í gegnum alla hina Úekkina. DANSKA GRUNNGERÐIN Sökum flókinna samskipta ís- lendinga og Dana í margar aldir er persónugerð þehra sem halda ' með danska landsliðinu nokkuð margbreyúleg. Hluú þeirra held- ur alltaf með þeim sem minna mega sín. Þeir héldu með Kame- rún í síðustu heimsmeistara- keppni og halda með Dönum nú þar sem þeir náðu ekki að æfa sig eins og hinir. Þetta fólk vonar statt og stöðugt að Davíð sigri Golíat og verður því tuttugu og fimm sinnum fyrir vonbrigðum fyrir hvem sigur. En sigrar Dav- íðs em þúsundfalt sinnum sætari en ósigrar hans em beiskir og því lifir vonin með þessu fólki. Ann- ar hluti aðdáenda danska liðsins hefur komið til, séð og látið Kaupmannahöfn sigra sig. Þetta gerðist einkum áður en krár urðu úl á Islandi og áður en íslending- ar uppgötvuðu meginland Evr- ópu. Hjá þessu fólki heitir góður brandari danskur húmor en lé- legur brandari íslensk aula- fyndni. Það reykir Prins-sígarett- ur af sömu tilfinningu og fær litla stúlku úl að fara í háhælaða skó af móður sinni. Þriðji hópurinn úr stuðnings- liði Dana stendur með þeim af sömu ástæðu og þeir taka allt úl sín sem vel er gert á öðmm Norðurlöndum sökum þess að við og þessar þjóðir töluðum eitt sinn sama tungumál. Og með útilokunaraðferðinni standa Danir okkur nær en Svíar þar sem við notuðum eitt sinn sama kóng og sama háskóla. Fjórði hópurinn heillast af Dönum þar sem þeir spila svo nett og ef til vill lfka af því þeir em alltaf í svo lekkemm búningum. Danir em nefnilega hinir mjúku menn vall- arins. Engin þjóð önnur hefði lát- ið Dóm Einars síns lands hanna landsliðsbúningana og ekkert annað landslið væri orðið jafn- þunnskipað vegna veikinda heima fyrir eða fæðingarorlofs leikmanna. Hin mjúku hjörtu slá því með Dönum á morgun.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.