Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 16

Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. JÚNÍ 1992 Röð gjaldþrota í veitingabrans- anum Þrotabú veitingafyrirtækja hafa tekið upp talsverðan tíma hjá fógetum að undanförnu. Skiptalok hafa orðið í þrotabúi Kvosarinnar hf., sem rak veit- ingastað í Austurstræti 22, lík- lega Café Rósenberg. Engar eignir fúndust upp í 28 milljóna króna kröfur. Stjómarformaður og framkvæmdastjóri var Ragn- ar Vignir Guðmundsson. Þá hef- ur Steikhúsið hf., fyrirtæki Krist- jáns V. Hallclórssonar, verið gert upp og fékkst ekkert upp í tæp- lega 6 milljóna króna kröfur. Þá er búið að taka nokkur veit- ingafyrirtæki til skipta. Þeirra á meðal er Skyndir hf., sem um tíma hafði með höndum rekstur á Bústaðavegi þar sem Jarlinn er nú. Forráðamenn Skyndis voru Eggert Bjami Olafsson og Yngvi Öni Stefánsson. Mongólinn hf. er kominn lil fógeta, en félagið rak Mongolian Barbeque við Grensásveg. Það er í eigu Sig- valda Viggóssonar. Veitinga- staðurinn Mannþing í Borgar- túni 18 er sömuleiðis kominn til skipta, en aðaleigandi er André Bachmann Sigurðsson. Loks má nefna gjaldþrotaskipti Eigna- og bílasölunnar Rastar hf., sem auk bílasölu hefur rekið veitingastað- inn LA Café við Laugaveg, en þar eru forsvarsmenn þeir Jó- steinn Kristjánsson og Björn Friðþjófsson. 45 milljóna króna gjaldþrot hljómplötu- deildar Fálkans Þrotabú heildsölu- og útgáfu- fyrirtækisins Takts hf. hefur ver- ið gert upp og fundust engar eignir hjá fyrirtækinu upp í kröf- ur sem á upphafsdegi skipta í júlí á síðasta ári hljóðuðu upp á 45,2 milljónir króna. Taktur hf. var stofnað í októ- ber 1986 af Haraldri V. Har- aldssyni, Ólafi Haraldssyni, fyrrum framkvæmdastjóra Fálk- ans, og fjölskyldum þeirra. Fé- lagið var stofnað sérstaklega ut- an um hljómplötuverslun Fálk- ans. Haraldur var stjómarfor- maður, en Olafur framkvæmda- stjóri. Hlutafé fyrirtækisins var skráð 3 milljónir, en sem fyrr segir fundust engar eignir upp í kröfur. Bjórhöllin komin til fógeta Útlit er fyrir að baráttu Guð- jóns Pálssonar fyrir áframhald- andi tilvist Bjórhallarinnar í Gerðubergi í Breiðholti sé nú lokið. Fyrir nokkrum dögum var kveðinn upp úrskurður um gjald- þrotaskipti Bjórhallarinnar hf„ en eins og PRESSAN hefur greint ítarlega frá hefuí Guðjón átt í miklum útistöðum við Hreiðar Svavarsson og Grétar Haraldsson lögffæðing. Guðjón byggði verslunarmiðstöðina við Gerðuberg og rak þar Bjórhöll- ina, en missti síðan eignina í hendur Fjárfestingarfélagsins, sem aftur seldi hlutafélagi Hreið- ars eignina. Þeir reyndu síðan af alefli að koma Guðjóni út úr eigninni og sakaði Guðjón þá um skemmdarverk í því sam- bandi og tókst að fá nokkrum til- raunum til útburðar hnekkt. Deilumál þessi urðu til þess að Guðjóni tókst ekki að útvega sér nauðsynlegt veitingaleyfi og því fór sem fór. Pappírstígrarnir í Hagskiptum Svavar Egilsson í Veröld rukkaði þrotabúið um 34 milljónir og hlutafélög Hagskiptamannanna sjálfra lögðu fram 10 milljóna króna kröfur Búið er að gera upp þrotabú Ferðaþjónustunnar hf., sem áður hét Ferðamiðstöðin Veröld og þar áður Ferðamiðstöðin, en Ferðaþjónustan var í eigu Hag- skiptamanna. Kröfur í búið hljóðuðu alls upp á 94 milljónir haustið 1990 eða sem nemur 103 milljónum að núvirði. Upp í for- gangskröfur greiddust 4,2 millj- ónir, en ekkert fékkst upp í kröf- ur að núvirði samtals 98 milljón- ir króna. Reyndar áttu að minnsta kosti tvö hlutafélög þeirra Hagskiptamanna kröfur í þetta bú þeirra sjálfra, upp á að minnsta kosti 9 til 10 milljónir. KAUPANDINN LÝSTI34 MILLJÓNA KRÖFU í BÚ SELJANDANS Ferðaþjónustan hf. var í eigu Hagskiptamannanna Sigurðar Amars Sigurðssonar og Sigurð- ar Garðarssonar, en fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins var Andri Már Ingólfsson, sonur ferðamálafrömuðarins Ingólfs Guðbrandssonar. Ferðamið- stöðina keyptu Sigurðamir af Guðjóni Styrkárssyni og var nafni fyrirtækisins breytt í Ferðamiðstöðina Veröld, sem Andri Már stýrði. Nafni hlutafé- lagsins var breytt í Ferðaþjónust- una hf., en síðan vom eignimar Sigurður Örn Sigurðarson í Hagskiptum (nú Hag- rannsóknum). Hann oq Siqurður Ragnarsson hafa komið nálægt stofnun, rekstri og sölu mikils fjölda hlutafélaga, sem mörg hver hafa lent i gjaldþroti. seldar Svavari Egilssyni, ásamt rekstri og gamla nafninu. Ferða- þjónustan sat eftir eignalaus en hélt eftir skuldum. Inn í meðferð þrotabúsins blönduðust uppgjörsdeilur milli Sigurðanna og Svavars, þar sem hvor aðilinn um sig taldi sig eiga inni hjá hinum. Ferðamiðstöðin Veröld í eigu Svavars, sem síðar varð gjaldþrota eins og menn muna, gerði 34 milljóna króna almenna kröfu í þrotabú Ferða- þjónustunnar og reyndist það langstærsta einstaka krafan. Kaupverð Svavars á Veröld var reyndar 107 milljónir, en inn í þau viðskipti blönduðust ýmis önnur mál. Uppgjör fór aldrei ffam. MEÐ 10 MILLJÓNA KRÓNA KRÖFU í EIGIÐ ÞROTABÚ Auk kröfu Ferðamiðstöðvar- innar Veraldar vom lagðar fram 22 almennar kröfúr. Gjaldheimt- an í Reykjavík gerði kröfu um 13 milljónir króna, Landsbankinn vildi fá 6 milljónir og hlutafélag- ið Afangar, fyrra nafn Polaris, gerði kröfu um rúmlega 2 millj- ónir. Sigurðamir vom sjálfír meðal stærstu kröfuhafa, hluta- félag þeirra Fjárskipti gerði kröfú um 6,5 milljónir og Hag- skipti vildu fá 2.7 milljónir. Sigurðamir í Hagskiptum hafa komið við sögu stofnunar og sölu mikils ijölda fýrirtækja. Má þar nefna Hagskipti, Verð- bréfasjóð Hagskipta, matvöm- verslunina Valgarð, Seljakaup, Morastaði, Nýja-Garð hf., S. Trausta hf„ Islenska þjónustu. Frjálst útvarp hf„ Naustið, Tunglið, Kaffi Hressó (Veitinga- húsið Austursú-æti 20 hf.), Kjöt- miðstöðina, Fjárskipti hf„ Fjár- festi hf„ Veitingahúsið Nonna hf„ Hagflöt-Vesturvang hf„ Par- ísartískuna, Parvík, Kostakaup og Viðskiptaþjónustu Sigurðar Amar hf. Verðbréfasjóður Hag- skipta var á sínum tíma yfirtek- inn af Fjárfestingarfélaginu eftir athugasemdir frá Bankaeftirlit- inu og þegar sjóðurinn gat ekki uppfýllt hertar kröfur um starf- semi slíkra sjóða. Nokkur þess- ara fyrirtækja hafa lent í gjald- þrotaskiptum. Nafni Hagskipta var nýverið breytt í Hagrann- sóknir hf. Friðrik Þór Guðmundsson D E B E T , Jlann virtist vera laginn samningamaður fýrir Sjálf- stæðisflokkinn þegar hann var hér á þinginu og þægileg- ur í viðskiptum við forystumenn annarra flokka þegar var verið að leysa flókin dæmi í þinghaldinu," segir Svavar Gcstsson, fyrrverandi menntamálaráðherra. „Ólafur er ákaflega sáttfús maður og velviljaður og mjög seinþreyttur til vandræða. Afar ljúfur og góður í við- kynningu," segir Björn L. Halldórsson hjá Skóla- skrifstofu Reykjavíkur og skólafélagi Ólafs úr Menntaskólanum á Akureyri. „Ólafur er mjög fljótur að setja sig inn í mál, hann er víðsýnn og hreinskiptinn og það er hægt að treysta því að orð hans standa. Hann er málefnalegur og sanngjam," segir Ólafur Arnarson, aðstoðarmaður Ólafs í menntamálaráðuneytinu. „Ólafur hefur reynst mér mjög orðheldinn maður og svo hefur hann mjög góða kímnigáfu, sem mér finnst mikill kostur í mannlegum samskiptum," segir Pétur Stefáns- son, formaður Sjálfstæðisfélags Garðabæjar. Ólatur G. Einarsson K R E D I T „Hann hefur verið alveg ótrúlega seinheppinn í embættisfærslum og má segja að það sé sama hversu dýrum málmi hann kemur nálægt; það verður allt einhvem veginn að grjóti í höndunum á honum. Mér sýnist hann taka þröng flokksleg sjónarmið framyfir heildarhagsmuni bæði í skóla- og menningarmálum og sannar þess vegna það, sem ég hef oft sagt áður, að Sjálfstæðisflokkurinn er hættulegur í mcnntamálaráðuncytinu," segir Svavar Gestsson. „Eg man ekki eftir neinum áber- andi galla í fari Ólafs í fljótu bragði," segir Bjöm L. Halldórsson. „Hann er stundum of sanngjarn og tekur þess vegna stundum of nærri sér þegar nauð- synlegar ákvarðanir hans í ráðherraembætti valda fólki sársauka. Það er þó spurning hvort þetta á að flokkast sem galli," segir Ólafur Amarson. „Mér finnst honum ekki nægilega vel lagið að deila verk- um sínum niður á aðra. Mér finnst lenda of mikið á honum sjálfum, þannig að hann hefur kannski ekki þann tíma sem við hefðum kosið í ýmis önnur mál,“ segir Pétur Stefánsson. Embættisveitingar Ólafs G. Einarssonar hafa verið mjög umdeildar. Nú síðast skipaði hann Eggert J. Levy í embætti skólastjóra Víðistaðaskóla í Hafnarfirði í trássi við álit kennararáðs skólans og skólanefndar Hafnarfjarðar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.