Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 26

Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR PRCSSAN 25. JÚNÍ 1992 E R L E N T Gorbatsjov og ræningjarnir fjörutíu Franski blaðamaðurinn Eric Laurent hefur að undanförnu grafist fyrir um hvernig aðallinn í sovéska kommúnistaflokkknum stal og kom undan gríðarlegu fjármagni undir lok valdaskeiðs flokksins eystra. Þýfið nemur ekki minna en 1.500 milljörðum íslenskra króna. Margt bendir til að Gorbatsjov hafi verið vitorðsmaður. Hér fer endursögn á grein eftir Laurent sem birtist í dagblaðinu Le Figaro. Fyrir réttu ári, í júlí 1991, nokkrum dögum áður en Mík- haíl Gorbatsjov fór til Lund- úna, þar sem honum var boðið að sitja fund stóru iðnríkjanna sjö, hittust þeir Borís Jeltsín að ntáli í Kreml. Samkvæmt heim- ildum var Jeltsín að biðja um upplýsingar, og ekki í fyrsta sinn, um fjárhag Sovétstjómar- innar. „Rússland er ríkt land, en við eigum ekki neitt,“ sagði hann við Gorbatsjov. Hann vildi fá hlut af ágóðan- um af sölu bensíns, gulls og demanta. 1 nokkum tíma höfðu demantar frá Sovétríkjunum ver- ið seldir á heimsmarkaði af suð- ur-aftíska stórfyrirtækinu De Be- ers. Jeltsín taldi að drjúgur hundraðshluti þessara tekna skyldi renna til stjómar Rúss- lands. Gorbatsjov fór undan í flæmingi og sagði að þetta væri ekki í hans valdi. I þetta skiptið var Rússlandsforsetinn venju fremur ágengur og sagði hreint út: „Kommúnistastjómin er að reyna að kæfa okkur." Féhirslur Rússlandsstjórnar vom tómar, kommúnistaflokk- urinn reyndi eftir megni að af- stýra því að hún fengi lán og aðra fyrirgreiðslu. „Þetta er samsæri," þmmaði Jeltsín. „Mistök," svar- aði Sovétleiðtoginn og útskýrði að hann hefði fullvissu fyrir því að hann kæmi aftur frá Lundúna- fundinum með loforð unt veg- lega efnahagsaðstoð frá Vestur- löndum. Nokkmm stundum síðar gaf Jeltsín helstu ráðgjöfum sínum skýrslu um fundinn með Gorbat- sjov. Það ríkti mikil reiði. Flestir vom sama álits: Kommúnista- stjómin væri að koma undan miklum fjármunum til útlanda, hún kepptist við að tæma alla sjóði ríkisins. Hún færi ráns- hendi um auðlindir og kæmi ágóðanum fyrir í helstu grið- löndum fjármagnsins. Það vom nefnd dæmi um einkafyrirtæki, sem hefðu nýlega verið stofnuð með sjóðum Komsomols, ung- liðahreyfingar flokksins, og vitn- að í þrálátan orðróm, sem nú hef- ur reynst á rökum reistur, um að hluti gullforða ríkisins hefði ver- ið sendur úr landi með leynd, einkum til Sviss, Liechtenstein og Kanada. Þetta athæfi, sem var vandlega stjómað af sovésku leyniþjón- ustunni KGB, hafði tvíþætt markmið: Að koma verðmætum undan til að þau yrðu utan seil- ingar nýrra lýðvelda sem myndu án efa heimta sinn hlut; að gera Sovétstjóminni kleift að halda efnahagslífinu gangandi ef tökin yrðu hert og Vesturlönd yrðu tregari að veita efnahagsaðstoð og lán. Síðan þá hefur Gorbat- sjov sjálfur ýjað að því að hon- um hafi verið kunnugt um ýmsar aðgerðir af þessu tagi. 1 viðtali við Komsomolskaja Pravda 29. febrúar á þessu ári segir hann að eftir 28. þing kommúnista- flokksins hafi „flokksbáknið verið minnkað um helming og peningunum varið til að fjárfesta í einkafyrirtækjum". Ráðherrar bjóða rúblur á úlsölu Lykilmaðurinn í þessum gríð- arlegu fjármagnsflutningum var einn af nánustu samstarfsmönn- um Sovétforsetans, Níkolaj Krútsjína. 1983 skipaði An- dropov, þáverandi aðalritari flokksins, hann tilsjónarmann eigna og fjármuna kommúnista- flokksins. Þannig hafði hann til umráða milljarða rúblna sem flokksfélagar greiddu í gjöld og stjómaði 114útgáfufyrirtækjum, 81 prentsmiðju, hótelum, heilsu- hælum, verksmiðjum, íbúðar- húsum og gjaldeyrisbúðum. En þetta var aðeins opinbert hlut- verk Krútsjína. 1 rauninni var hann jafnupp- tekinn af fésýslu í útlöndum, einkum leynilegri tilfærslu fjár- magns. Hann hafði feiknagott minni og kunni utanbókar núm- erin á öllum leynireikningunum sem hann notaði. Góðar heimild- ir segja einnig að hann hafi haft umsjón með innstæðum Gorbat- sjovs sjálfs í svissneskum bönk- um, þótt ekki hafi verið færðar sönnur á það. Hitt er þó víst að Sviss gegnir þýðingarmiklu hlutverki í þessu misferli sem sovéskir harðlínu- menn stunduðu um langt skeið. I árslok 1990 fór Valentín Pavlov, sem stuttu síðar varð forsætisráðherra Gorbatsjovs, með leynd til Sviss. Þá gegndi hann embætti fjármálaráðherra. Hann ferðaðist með falsað vega- bréf og hafði ekkert samband við sendiráð Sovétríkjanna í Bem, né við svissnesk yfirvöld. 1 Ziirich hitti hann forráðamenn nokkurra svissneskra banka, en líka bankastjóra frá Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi; þeir vildu freista þess að komast yfir einhver býsn af rúblum sem þeir hefðu getað notað til að fjárfesta í Rússlandi og öðrum lýðveld- um. Skömmu síðar vom hundr- að milljarðar rúblna seldir með leynd og fengust fyrir þá urn 5,5 milljaðar bandaríkjadala. Að stærstum hluta eru þessir pen- ingar geymdir í Sviss, afgangur- inn var fluttur í banka í Austur- ríki og Kanada. íjanúarlok 1991 fórVIadímír Orlov, eftirmaður Pavlovs í embætti ijármálaráðherra, f svip- aða ferð, með sömu leynd. Hann var í fýlgd með háttsettum KGB- manni. Hann dvaldi þtjá daga í Genf og Zúrich. Þar hitti hann volduga fésýslumenn ffá Evrópu og Bandaríkjunum. Umræðu- efnið var hvemig ætú að koma fjármagni frá Sovétríkjunum í fyrirtæki sem yrðu rekin í sam- starfi við vestræna kapítalista. Orlov ræddi einnig þá fyrir- ætlun stjómarinnar að koma í verð miklu magni af gulli, dem- öntum og platínu. Hann óttaðist þó að þetta gæú lækkað verð á heimsmarkaði. Að lokum vildi hann selja 25 milljarða af rúbl- um. Fésýslumennimir vom fullir efsemda. Gengi rúblunnar féll stöðugt. Þeir buðu verð sem Orlov gat ekki fellt sig við. Þegar hann kom aftur úl Moskvu ræddi hann málið við Pavlov forsætis- ráðherra. Hann gaf skipun um að taka boðinu. Svindl og stiórn- málakænska Orlov og Krútsjfna, fjánrtála- stjóri flokksins, seldu 25 millj- arðana. f maí og aftur í júlí 1991 vom þeir enn að. Þá seldu þeir 140 milljarða af rúblum. Rúblan var orðin svo veik að kaupin skiluðu ekki nema 4,5 milljörð- um dollara. A sama tíma var gull að verðmæú 4 milljarðar dollara flutt með leynd frá Sovétríkjun- um. Stómm hluta þess var kom- ið fyrir í bönkum á Bretlandi, meðal annars í útibúi hins al- ræmda BCCI, þar sem hryðju- verkamenn og eiturlyfjasalar höfðu einnig viðskipti. Eftir háttsettum evrópskum bankamanni er haft: „Þctta em mestu fjársvik sem ég hef nokk- um ú'ma haft spurnir af. En þetta ber líka vott um mikla stjóm- málakænsku. Þetta kemur þeim lýðveldum sem sækjast eftir að- ild að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í mikinn vanda. Til að fá að yera með þurfa þau að eiga birgðir af gulli. Þau þurfa að gefa upplýs- ingar um hversu mikið það er og hvar það sé geymt. Þetta er nán- ast útilokað fýrir þau.“ Dagana fýrir valdaránið í ág- úst 1991 vom svo seldir 280 milljarðar af rúblum í skiptum fyrir 12 milljarða bandaríkja- dala. Þessi viðskipú fóm fram í gegnum banka sovéska ríkisins, en sjálfur bankastjórinn, Viktor Geratsjenko, hafði yfimmsjón með þeim — samkvæmt boði Nikolaj Krútsjína. Nú hefur Ger- atsjenko verið sviptur öllum embættum, en Krútsjína tók það ráð að fýrirfara sér. Leynihagkerfi flokksins Opinberlega vom lausir og fastir fjármunir kommúnista- flokksins metnir á 4 milljarða rúblna, eða 2,4 milljarða dala eins og gengisskráningin var þá. Þetta vom einkum íbúðarhús, prentsmiðjur og útgáfufýrirtæki. Bankainnstæða flokksins var 2 milljarðar rúblna—tala sem sér- fræðingar segja að sé aðeins brot af fúlgunum. Það hefur verið forgangsmál fýrir stjóm Rússlands að grafast fyrir um þessa fjármuni. Sér- fræðingar hennar álíta að auðæfi flokksins hafi verið meira en 300 milljarðar níblna. Það er ljóst að kommúnistaleiðtogamir gerðu engan greinarmun á fjárhag flokksins og fjárhag ríkisins. Tugir milljarða rúblna, sem fengnir vom úr opinberum sjóð- um, hurfu þannig á dularfullan hátt, líkt og í ríkjum á borð við Filippseyjar og Zaire. Það er hægt að finna vísbendingar um ferðalög starfsmanna utanríkis- deildar flokksins til Panama og Cayman-eyja. Þeir höfðu með sér stórar töskur fullar af seðlum sem fóm óhindrað í gegnum toll- skoðun í skjóli diplómatískrar friðhelgi. Peningunum var kom- ið fýrir t' bönkum í þessum grið- löndum fjármagnsins. Efhahagslega vom Sovétríkin komin að fótum fram. Án afláts fóm þau ffarn á lán og stuðning frá Vesturlöndum. Skuldir Ráð- stjómarinnar vom taldar nema 80 milljörðum dala. En á hinn bóginn stóðu leiðtogar flokksins og landsins fýrir fáheyrðum fjár- magnsflótta. 1 mestu leynd starfaði lítill hópur stuðningsmanna Jeltsíns undir stjóm Gennadíj Búrbúlis við að rekja þessa slóð. í október síðasúiðnum fékk Jeltsín í hend- umar skýrslu sem sýndi að í all- mörg ár hafði Sovétstjómin rek- ið sannkallað leynihagkerfi flokksins. Netsem spann- aði Evrópu, Bandaríkin og Asíu Fjármunimir sem vom fluttir til útlanda vom settir í fýrirtæki og banka sem ýmist lutu stjóm kommúnistaflokksins eða sam- starfsmanna hans í hópi vest- rænna kapítalista. Sovétstjómin gat treyst á net 84 fyrirtækja, banka, tryggingafélaga, skipafé- laga og inn- og útflutningsfýrir- tækja. Þetta net náði yfir alla Vestur-Evrópu, en líka Banda- ríkin og Asíu. Fjármagnið var fært til á ein- faldan hátt. Þannig fékk úl dæm- is grískt skipafélag greitt í bandaríkjadölum fyrir flutninga sem vom skáldskapur einn. Pen- ingamir vom síðan fluttir í banka í Sviss. Samkvæmt skýrslunni hafði flokkurinn að minnsta kosti sjö þúsund reikninga í íjölda erlendra banka. I heild var innstæðan ekki lægri en 25 millj- arðar dala. I lok október fór Jeltsín þess á leit við stjórnir nokkurra Evr- ópuríkja að hinar sovésku inn- stæður yrðu frystar. Svarið var kurteislegt en afdráttarlaust nei. Um miðjan nóvember fóm þrír samstarfsmenn hans með leynd til Sviss. I fimm daga ræddu þeir við bankastjóra í Genf og Zúrich, með gögn í farteskinu sem sýndu að miklir fjármunir höfðu verið lagðir í þarlenda banka. Bankastjóramir reyndust ekki ýkja samvinnuþýðir. Þeir út- skýrðu að peningunum væri ekki hægt að skila úl Rússlandsstjóm- ar nema frekari gögn kæmu fram. Þeir kröfðust þess af sendi- mönnunum að þeir legðu fram reikningsnúmerin og hefðu heimild til að taka út féð firá eig- endurn reikninganna. Sendi- mennimir fyrtust við og svömðu því til að þetta væri fé sem hefði verið stolið frá þjóðinni. I janúar, stuttu eftir afsögn Gorbatsjovs, fór einn samstarfs- maður Jeltsíns til New York. Þar átti hann langan fund með Jules Kroll leynilögreglumanni. Hann er þekktur fyrir að hafa rakið slóð auðæfa sem náungar á borð við Ferdinand Marcos og Du- valier-feðga á Haíú komu und- an, og hefur einnig rannsakað umsvif Saddams Hússein á Vesturlöndum. Sendimaðurinn bauð honum mikið starf, algjört ffelsi til að leita uppi öll þau auð- æfi sem kommúnistar sölsuðu undir sig. Síðustu fjóra mánuð- ina hafa Kroll og félagar hans, sem flestir unnu áður fýrir FBI og CIA, ekki haft annan starfa en þennan — að rekja alla þræðina í leynihagkerfi sovéska kommún- istaflokksins.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.