Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 9

Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. JÚNÍ 1992 9 Kjötbúðin Borg við Laugaveg RBtSTUHNN SCLMIR OE REVNT Al 8BIHM VIB KRÖFOHAFA Kjötbúðin Borg er að hætta starfsemi sinni á Laugavegi. Eftir að reksturinn hefur verið tvíseldur með skömmu millibili er ljóst að fyrirtækið verður ekki rekið áfram í núverandi formi. Miklar skuldir hvíla á fyrirtækinu, sem er rekið í nafni dánarbús, og óvíst hvernig samningar munu ganga á milli kröfuhafa og eigenda. Undanfarið hafa staðið óformlegar viðræður við þá sem eiga skuldakröf- ur á fyrirtækið Kjötbúðina Borg við Laugaveg. Þetta gamalgróna fyrirtæki á nú í miklum erfiðleikum vegna skuldasöfnunar og erfiðleika í rekstri á síðustu árum. Kjötbúðin Borg hefur verið rekin sem dánarbú eftir andlát Þorbjörns heitins Jóhannessonar kaupmanns, sem setti verslunina á stofn á sínum tíma, en hann var kunnur athafna- maður. Dánarbúið er óskipt og hefur verið rekið þannig í samráði við skiptastjóra síðan Þorbjöm andaðist fyrir nokkmm árum. „Það er ekkja Þorbjöms sem hefur verið með reksturinn og hún er áttræð og vill auðvitað losna út úr þessu,“ sagði Einar Þorbjömsson verkfræð- ingur, sem er sonur Þorbjöms og hef- ur haft umsjón með rekstrinum síð- ustu þijú árin og farið fyrir meirihlut- anum í dánarbúinu. Einar sagðist lítið vilja segja um stöðuna nú eða hvað væri framundan. „Þetta eru erfiðir tímar, eins og við vitum öll, og við hjálpum ekkert til með því að vera að smjatta á því,“ sagði Einar og vildi ekki tjá sig meira um stöðu fyrirtæk- isins. REKSTURINN TVÍSELDUR Á EINUM MÁNUÐI Meirihluti dánarbúsins seldi rekstur kjötbúðarinnar frá og með 1. júní fyr- irtæki sem heitir Fjármál hf. Það fyr- irtæki einbeitir sér að íjármálaráðgjöf og verðbréfaviðskiptum og kaupum og rekstri fasteigna. Stjómarformaður fyrirtækisins er Guðmundur Amalds- son og er hann jafnframt fram- kvæmdastjóri, og virðist þarna um fjölskyldufyrirtæki að ræða. Skömmu síðar keyptu síðan dóttur- synir Þorbjöms reksturinn af Fjármál- um, en þeir hafa með sér félag sem heitir Borgarbræður hf. Þar er Þor- bjöm Guðmundsson stjómarformaður en með honum em bræður hans Elías, Friðrik, Sigurður og Jóhann. Hluti þeirra hefur séð um allan daglegan rekstur kjötbúðarinnar um langt skeið, en eingöngu sem launþegar. Þeir munu þó hafa leitað eftir því að fá reksturinn leigðan eða seldan í fyrra en ekki fengið. NAUÐASAMNINGAR EÐA GJALDÞROT? En hvað stendur eftir þegar allar þessar breytingar em um garð gengn- ar? Það er ljóst að það fellur í hlut dánarbúsins að gera upp viðskipta- reikning fyrirtækisins fram til 1. júní en reksturinn hefur gengið þunglega um skeið. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa margir þeirra sem eiga inni mikl- ar upphæðir hjá Kjötbúðinni Borg áhyggjur af því hvcmig muni ganga að greiða kröfuhöfum. Eins og staðan er núna blasir ekkert annað við en að leita nauðasamninga eða láta gera fyr- irtækið upp. Verður það væntanlega á valdi kröfuhafa að ákveða hvað þjón- ar hagsmunum þeirra best. Eftir því sem komist verður næst mun hafa komið flatt upp á marga þeirra sem áttu inni peninga hjá fyrir- tækinu hver staðan var og að rekstur- inn skyldi seldur svo skyndilega. Það em fyrst og fremst hráefnisframleið- endur sem þar um ræðir. EIGNIN í BRÚ Ekki hefur verið hægt að komast að því nákvæmlega hveijar heildar- skuldir fyrirtækisins em, en hefur ver- ið áætlað að þær séu hátt á annað hundrað milljónir. Eignir dánarbúsins em hins vegar húseignir og þó fyrst og fremst eignarhluti í byggingarfé- laginu Brú hf. Það er um margt ein- stætt félag, því það var tekið til gjald- þrotaskipta árið 1967 en 19 ámm síð- ar var búið afhent eigendum án þess að til úrskurðar kænti. Það sem fyrst og fremst skóp nýtt og betra líf fyrir Brú var eignarhluti í Sameinuðum verktökum upp á 4,48 prósent. Erfingjar Þorbjöms eiga síð- an 30 prósent í Bnl Þennan 30 pró- senta hlut má meta upp á um 60 millj- ónir, en auðvitað verður að slá var- nagla, því vegna sérstöðu Sameinaðra verktaka er erfitt að segja nákvæm- lega til um eignarhlut hvers og eins. Sigurður Már Jónsson Einar Þorbjörnsson verkfræðing- ur er hér að koma af fundi hlut- hafa í byggingarfélaginu Brú, sem haldinn var í febrúar, en þar tók hann við 12 milljóna króna tékka fyrir hönd erfingja Þorbjörns. Ovíst er um framtíð Kjötbúðarinnar Borgar, en óhætt að segja að Laugavegstímanum í ævi hennar sé lokið. Margir átta sig sjálfagt ekki á umfangi fyrirtækisins, sem hefur lengi verið umsvifamikið í heildsölu með mat. GÓÐ VIÐSKIPTASAMBÖND Félag bræðranna hefur leigusamn- ing við Fjármál um húsnæðið á Laugavegi. Sá samningur stendur til mánaðamóta júli/ágúst en eftir það stefnir allt í að hin sögufræga búð Kjötbúðin Borg verði ekki lengur á Laugaveginum. Þeir bræður munu hafa uppi fyrir- ætlanir um að hefja starfsemi á Smiðjuvegi í Kópavogi og eftir því sem komist verður næst verður þar um að ræða rekstur í líkingu við rekstur Kjötbúðarinnar Borgar. Hafa þeir fengið heimild til að nota nafnið ef svo ber undir. Flestir hafa kynnst Kjötbúðinni Borg í gegnum það að þar er seldur út matur auk kjötvara, en reyndin er sú að bróðurparturinn af starfseminni hefur farið út um bakdymar. Hefur fyrirtækið haft samninga við mötu- neyti og selt bæði hráefni og tilbúinn mat. Hefúr það meðal annars verið í viðskiptum við íslenska aðalverktaka og Ríkisspítala. Ríkisspítalasamning- urinn breyttist reyndar f kjölfar síð- asta útboðs, en þá rýmaði hlutur fyrir- tækisins. Sjálfsagt undrast margir hvernig komið er fyrir þessu fomfræga fyrir- tæki, en eins og einn viðmælandi orð- aði þetta þá „er þetta bara táknrænt fyrir ástandið niðri í bæ“.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.