Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 14

Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. JÚNÍ1992 * „Eg er enn með örin í andlitinu,“ segir íslenskur karlmaður sem þurfti að þola ofbeldi af höndum eiginkonu sinnar í mörg ár. Hann lýsir þeirri lífsreynslu karlmanns að verða fórnarlamb ofbeldis á heimili. „Ég segi þelta ekki hverjum sem er. Sumir karlmenn, sem þekkja þessa sögu, segja að það sé aumingjaskapur og sjálfsvor- kunnsemi að segja frá þessu. Karlmenn eiga að bíta á jaxlinn. Þeir segja ekkert frá svona hlut- um.“ Viðmælandi okkar er karl- maður á l'ertugsaldri. í nokkur ár bjó hann við andlegt og líkam- legt ofbeldi af hálfu konu sinnar, ofbeldi sem gerði hann að tauga- hrúgu og dró hann að barmi sjálfsmorðs. Eftir skilnað leitaði hann aðstoðar sálfræðings og er nú eftir langa meðferð að ná sér upp úr tilfinninga- og sjálfs- myndarkreppu sem fæsta hefði grunað að fullorðinn karlmaður gæti lent í. En hann er sannfærður um að hann er ekki einn um þessa lífs- reynslu. Þess vegna hefur hann ákveðið að deila sögu sinni með lesendum PRESSUNNAR í kjöl- far umfjöllunar blaðsins um ný viðhorf í jafnréttisbaráttu karla, í von um að hún opni augu og veki skilning á því sem lengi hefur verið tabú á Islandi — of- beldi og kúgun sem karlmenn geta þolað í sambúð eða hjóna- bandi. Hann kýs að koma fram í skjóli nafnleyndar. Hann vill ekki vorkunnsemi, er ekki að leita samúðar eða að reyna að ná sér niðri á neinum. Hann er að ná sér eftir mjög sérstæða lífs- reynslu. PRESSAN hefur fengið frásögn hans staðfesta á óyggj- andi hátt. „Það er erfitt að lýsa því sem gerist á nokkrum árum í stuttri frásögn," segir hann og byijar að lýsa kynnum sínum og stúlkunn- ar sem síðar varð konan hans. „Það sem hún hreifst mest af við mig þegar við byijuðum saman var sjálfstraustið. Ég hef alltaf haft mikið sjálfstraust og verið frekar sterkur karakter, óbilandi bjartsýnn og hress. Ég er smám saman að ná því aftur, en henni tókst í þessari sambúð smám saman að telja mér trú um að ég væri einskis virði.“ HÚN TÓK BRJÁLÆÐIS- KÖST „Fljótlega eftir að við byijuð- um saman tók ég reyndar eftir því að hún var ekki eins og fólk er flest í skapinu, þessi kona. Hún tók brjálæðisköst — það er ekki hægt að lýsa því öðruvísi. Hún varð óð svo maður þekkti hana ekki fýrir sömu konuna og þá var allt látið vaða. Þetta varð til þess að fyrstu árin hættum við oft saman, en tókum saman aftur eftir að hún lofaði bót og betrun. Ég trúði henni alltaf, enda var hún inn á milli alveg yndisleg manneskja — öfgamar í tilfinn- ingunum voru mjög miklar. Ég hugsaði með mér að þetta væri ekkert mál, maður gæti alltaf far- ið. Auk þess var það ekki á hveijum degi að maður kynntist stelpu, sem hafði svona margt gott til að bera, þrátt fyrir allt. Eftir fimm ár varð hún ólétt. Þá voru vitaskuld fyrirsjáanleg mikil umskipti í lífi mínu og ég þurfti að hugsa minn gang upp á nýtt. Við giftum okkur og ég var harðákveðinn í að nú ætlaði ég að standa mig, nú yrðum við að setjast niður og gefa okkur í að láta hlutina ganga. Svo fæðist bamið, en það breytist ekkert sérstaklega mikið í samskiptum okkar. Við keyptum okkur ibúð, þurftum bæði að vinna mikið og eftir það fór þetta að verða vem- lega erfitt.“ Hvernig lýstu þessi sam- skipti sér? „Það er erfitt að lýsa því — það var svo margt sem kom til, svo margir samverkandi þætt- ir. Hún var alltaf mjög gagn- rýnin, neikvæð út í allt sem ég gerði og smám saman varð andrúmsloftið að fargi sem var óbærilegt. Brjálæðisköstin urðu tíðari og ofsafengnari og maður vissi að á hverri stundu gat hún átt til að umturnast. Það var aldrei neitt hreinsað út, aldrei neitt rætt eða fyrirgefið, en í hverju reiðikasti var ausið yfir mann súpunni af því sem maður var sakaður um. Ég mátti ekki vera ég sjálf- ur, ekki tala við vini mína eða fjölskyldu um okkar mál. Ég mátti heldur ekki hafa áhuga- mál — ég var virkur í félags- málum, en hún linnti ekki lát- um fyrr en ég hætti því. Mér þótti það ekki stórmál þá, en svo fann ég mér önnur áhuga- mál, æfði íþróttir, en ég var alltaf með samviskubit þegar ég fór á æfingu. Ég reyndi fleira til að fá einhverja útrás, en það fór á sama veg. Hún gat verið mjög skemmtileg, sjarmerandi og hress, en það er hræðilegt að lifa við þessa spennu, stöðuga ógn, stöðuga gagnrýni. Það þurfti allt að vera hundrað pró- sent ef ekki átti allt að fara til fjandans. Ég var orðinn dauð- hræddur við hana. Ef hún fór út að kvöldi til pússaði ég af borðum, ef ekki annað, til að finna mér eitthvað að gera. Ég var svo hræddur um að þegar hún kæmi heim hefði ég gleymt að gera eitthvað. I eitt skipti lá ég fyrir og slappaði af. Ég vissi að hún myndi æsa sig yfir þessu, bara yfir að ég lægi, að ég væri ekki að gera eitt- hvað. Og það gekk eftir; hún varð brjáluð, einmitt þess vegna. Þá kom ræðan um hví- likt úrhrak, letingi og aumingi maður væri.“ AÐRIR HEFÐU KANNSKI BARA LAMH) HANA Það er svolítið erfitt fyrir ókunnuga að ímynda sér hvemig þessar aðstæður hafa verið. Maðurinn er hávaxinn, myndar- legur og stæltur - ekki beinlírús manngerðin sem ímynda má sér að láti kúga sig. Úti á götu gæti hann virst ofurvenjulegur ungur maður - jafnvel svolítið töffara- legur og kaldur. En það er ein- hver glampi í augunum. Kannski sambland af tortryggni og ótta. Tókstu ekkert á móti? „Ég gerði það fyrst í stað. Ég svaraði henni, benti henni á hvað þetta væri mikil vitleysa, en smám saman hætti ég því. Þegar maður upplifir svona of- beldi veit maður ekki hvað á til bragðs að taka — það þarf innri styrk til að taka á móti og hann missti ég smáni saman. Viðbrögðin urðu alltaf veikari og veikari. Smám saman gafst ég upp. Á endanum settist ég niður, grúfði andlitið í höndum mér og sagði „hættu þessu“. Það sem gerist er að manni finnst maður einskis virði. Maður veit að það þarf svo lít- ið út af að bregða — það er alltaf mikil spenna, sífelldar aðfinnslur, sífellt nöldur. Það var sama hvað ég gerði, ég var alltaf ómögulegur. Og ef ég gerði eitthvað virkilega vel gat viðkvæðið verið: „Viltu nú fá hrós?“ Ég brást frekar við þessu með því að reyna að bæta mig. Ég fór að trúa henni, fór að trúa að það væri allt mér að „Inn á milli var hún alveg yndisleg manneskja." „Henni tókst smám saman að telja mér trú um að ég væri einskis virði." „Það þurfti allt að vera hundrað prósent ef ekki átti allt að fara til fjandans."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.